Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 25
Fréttir Erlent 25Helgarblað 7.–10. mars 2014 LitLa kaLda stríðið í Úkraínu n spennan í Úkraínu gæti breyst í stríð n Bræðraþjóðir gegn hvor annarri n Úkraína gjaldþrota og nýir valdhafar eru sestir á valdastóla n Hermenn Pútíns segjast vera frá Mars Orrustuþotur til Gotlands svíar áhyggjufullir – Hafa lengi óttast „björninn í austri“ Í kjölfarið á innrás Rússa á Krímskaga hefur umræðan um NATO-aðild og ástandið á sænska hernum blossað upp að nýju í Svíþjóð. Landið er ekki með í NATO og hefur í áratugi verið með eigin hlutleysisstefnu. Fram að falli Sovétríkj- anna árið 1991 var gríðarlegum fjármunum varið til varnarmála og um tíma var landið meðal annars með fjórða stærsta flugher Evrópu. Á tímum Kalda stríðins var allt hernaðarkerfi Svía miðað við innrás úr austri og var fjöldi langdrægra fallbyssna staðsettur með fram strandlengjunni – gegn Rússunum! Eftir hrun Sovétríkjanna og þá efnahag- skrísu sem reið yfir Svíþjóð í kringum 1990, fór niðurskurðarhnífurinn á loft og hefur verið á lofti nær allar götur síðan. Í fyrra kom til dæmis fram það sjónarmið að sænski herinn væri í raun ekki í standi til að verja Svíþjóð nema í örfáa daga, svo mikið væri búið að skera niður. Atburðir síðustu daga hafa sett umræðuna um varnarmál og „stóra björninn í austri“ aftur á dagskrá. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía hefur verið mjög harðorður í garð Rússa, sem og Karin Enström, varnarmálaráðherra landsins. Bæði voru þau stödd hér á landi fyrir skömmu í sambandi við loftrýmis- gæslu Svía, Norðmanna og Finna hér við land. Svíar gripu síðan til þess ráðs í vikunni að senda JAS-Gripen orrustuþotur til herstöðva sinna á Gotlandi. Þetta er meðal annars afleiðing aðgerða Rússa í Úkraínu. Einnig hefur Enström varnarmálaráðherra gefið sænska hernum lengri tíma en áætlað var til að endurmeta varnarþörf Svíþjóðar. Ljóst er því að aðgerðir Rússa hafa mikil áhrif á umræðu um varnarmál Svía á næstunni og á miðvikudag sagði formaður sænska þjóðarflokksins að nauðsynlegt væri að bæta loftvarnir Svíþjóðar. Svíar eru með um 60 JAS-Gripen orrustuþotur í notkun um þessar mundir. Forsætisráherra af gyðingaættum Nýr forsætisráðherra Úkraínu, Arseny Jatsenjúk, er fæddur árið 1974 og verður fertugur í maí á þessu ári. Hann er hag- fræðingur og lögfræðingur að mennt og er af gyðingaættum. Faðir hans er sagnfræðipró- fessor og móðir hans kennir frönsku. Hann var efnhagsráð- herra 2005–2006, utanríkis- ráðherra árið 2008 og forseti úkraínska þingsins frá 2007 til 2008. Hann er kvæntur og á tvö börn, með eiginkonu sinni, Teresu Viktorivnu. Hann hefur orðið fyrir persónulegum árás- um vegna uppruna síns. Í kosn- ingabaráttu árið 2010 var hann meðal annars ásakaður um að þiggja peninga frá „öflum sem vilja taka yfir Úkraínu“ og var greinilega vísað til gyðinga í því samhengi. Gyðingahatur sem slíkt hefur verið landlægt í A-Evrópu öldum saman. Arseny kemur úr flokki sem heitir Föðurlandsbandalagið. 1. mars Efri deild rúss- neska þingsins gefur Pútín forseta leyfi til þess að nota rússneska herinn í Úkraínu. Þá þegar höfðu rússneskir hermenn farið til Krímskaga. Mikil mótmæli á alþjóðavettvangi. 2. mars Varalið hers Úkraínu kallað út. NATO lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þróunar málsins. 5. mars ESB býður Úkraínu milligöngu um 11 milljarða dollara lán, úr ýmsum átt- um, meðal annars frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) og Alþjóðabank- anum. Talið er að landið þurfi um 35 milljarða dollara, til að komast af til ársloka 2015. Chuck Hagel, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnir að Bandaríkin ætli að auka nærveru sína í lofthelgi Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Tilkynnir einnig að Bandaríkin hætti hernaðarsam- vinnu við Rússa. fyrir miklu magni af gasi. Það er þó selt til þeirra með miklum afslætti. Úkraína þarf mikla fjárhagsaðstoð á næstum mánuðum og í raun má líkja þessu við að verið sé að reyna að halda dauðvona sjúklingi á lífi með umfangsmiklum læknisað- gerðum. Rússagas flæðir til Evrópu Gas og olía er nokkuð sem iðulega kemur til tals þegar um Rússland og hernaðaraðgerðir á vegum rúss- neskra yfirvalda er að ræða. Rúss- land er einn helsti útflytjandi á olíu og gasi í heiminum og mikið magn af þessum vörum fer til Evrópu. Talið er að allt að 40% af öllu gasi til Evrópu komi frá Rússlandi og að um 80% af þessu gasi fari í gegn- um leiðslur í Úkraínu. Úkraína hefur því tekjur af því að flytja gas til Evrópu. Um 40% af allri olíu til Evrópu kemur frá Rússlandi. Vegna þessara staðreynda er talið að við- brögð ráðamanna við innrás Rússa á Krímskaga séu kannski ekki eins harkaleg og raun ber vitni. Evrópa er einfaldlega háð (enn um sinn) Rússum um gas og olíu. Nýjar vinnsluaðferðir á nýjum svæðum gætu mögulega breytt þessu. En það eru sennilega einhver ár eða áratugir í það. Rússland hefur óspart notað „olíuvopnið“ með góðum árangri og hefur meðal annars hótað að Úkraína þurfi að borga fullt verð fyrir það gas sem landið kaupir. Erfið verkefni fram undan Á næstum vikum ræðst hvernig nýrri stjórn tekst að glíma við þau gríðarlegu vandamál sem steðja að Úkraínu, sem eins og fyrr seg- ir er nánast gjaldþrota. Ljóst er að landið þarf gríðarlega neyðarað- stoð. Síðan þarf að koma á pólitísk- um stöðugleika í landinu og setja markmiðið á mjög umfangsmiklar pólitískar umbætur. Þá þarf einnig að losa landið úr klóm nær botn- lausrar spillingar og fámenns hóps auðmanna, svokallaðra „ólígarka“ sem hafa sölsað undir sig auðæfi landsins, á kostnað hins almenna Úkraínumanns. Koma þarf að koma efnahagsmálum landsins á rétta braut. Þetta er ekkert smáræði og krefst sterkra beina ráðamanna. Pútín beitir hernum óhikað En hvað segir innrás Rússa í Úkra- ínu um Vladimír Pútín? Kannski það helst að hann hikar ekki við að beita rússneska hernum þegar svo ber undir og að hann tekur lítið mark á alþjóðalögum og regl- um. Pútín virðist vera tilbúinn að fá Vesturveldin á móti sér og til- búinn til þess að taka umtalsverða áhættu í samskiptum við þau. Út- spil Pútíns sýnir einnig að hann er óútreiknanlegur og óáreiðanleg- ur. Hann ásakar Vesturveldin um það sem gerst hefur í Úkraínu og í fréttaskýringu frá Reuters kem- ur fram sú skoðun að atburðarás í Úkraínu sé mikilvægur atburður á ferli hans. Þar segir einnig að Pútín telji úkraínska herinn ekki hættulegan andstæðing og að lokum muni þessar bræðraþjóð- ir standa saman hlið við hlið. Á fréttamannafundi sem vitnað er til í fréttaskýringunni segir að Pútín styðji heilshugar auknar sjálfstæð- iskröfur íbúa Krímskaga, en það sé ekki ætlun hans að innlima skag- ann í Rússland. Það er nokkuð sem í raun á eftir að koma í ljós. Pútín telur einnig að mögulegar refsiað- gerðir Vesturveldanna komi ekki niður á Rússlandi, heldur frekar Vesturveldunum sjálfum. n „Vegna hinna sér- stöku aðstæðna í Úkraínu og ógnar sem steðjar að rússneskum ríkisborgurum, fer ég þess á leit við efri deildina að fá að beita rússneskum hersveitum á úkraínsku landsvæði þangað til ástandið verður að nýju eðlilegt.“ – Vladimír Pútín Carl Bildt utanríkisráð- herra Svía. Arseny Jatsenjúk Forsetinn Pútín telur að mögulegar refsiaðgerðir Vesturveldanna komi ekki niður á Rússlandi, heldur Vesturveldunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.