Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 7.–10. mars 2014 Gönguleiðir á Esju Fjölmargar mismunandi leiðir E sjan er víðáttumikill fjallabálkur og eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Á hverju ári ganga þúsundir göngumanna og útivistar­ fólks um göngustíga í fjallinu. Ferða­ félag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa haft umsjón með uppbyggingu göngustíga í fjallinu og viðhaldi þeirra. Gönguleiðin á Þver­ fellshorn er vinsælasta gönguleiðin í fjallinu og sumarið 2009 skrifaði á þriðja tug þúsunda göngufólks nafn sitt í gestabók FÍ við Steininn og á Þverfellshorni. Fjölmargar aðrar gönguleiðir er að finna í Esjunni og þeim helstu lýst hér á eftir: Þverfellshorn Lagt af stað frá bílastæðinu við Mó­ gilsá. Gengið eftir góðum uppbyggð­ um göngustíg og skilti vísa leið. Varð­ an á Þverfellshorni er í um 750 metra hæð og vegalengd á Þverfellshorn er um þrír kílómetrar. Klettar efst í Þverfellshorni eru ekki fyrir loft­ hrædda. Kerhólakambur Lagt af stað frá bílastæði sunn­ an við bæinn Esjuberg, ekinn veg­ slóði að bílastæðinu en beygt er inn á vegslóðann áður en komið er að Esjubergi. Frá bílastæðinu liggur stikaður göngustígur sem göngu­ fólk fylgir. Uppgönguleiðin er upp eftir tungu milli tveggja gilja sem heita Bolagil og Hestagil. Kerhóla­ kambur er 851 metrar og vegalengd um þrír kílómetrar. Margir kjósa að ganga upp Kerhólakamb og koma niður Þverfellshorn en þurfa þá að gera ráðstafanir til að komast aftur að bílastæðinu við upphafsstað göngu. Gunnlaugsskarð Þessi leið var farin nokkuð áður fyrr. Gengið er upp með Kollafjarðará vestan við Kistufell og stefnt ská­ hallt upp brekkuna til hægri við klettabeltið inni í Krikanum. Bratt­ inn minnkar þegar upp fyrir klettana kemur og má þá ganga út á Kistufell og síðan norður á Hábungu Esju sem er hæsti punktur fjallsins, 914 metrar. Kistufell Hægt er að ganga á Kistufell eins og hér var lýst á undan en önnur leið á Kistufell er upp vesturhornið. Lagt er upp á sama stað og í Gunnlaugs­ skarð en stefnt til hægri undir kletta­ beltunum. Síðan er gengið upp stall af stalli, ýmist til hægri eða vinstri, þangað til komið er ofarlega en þá er hægt að fylgja hryggnum sjálfum. Varast þarf grjóthrun og þessi ganga er aðeins við vant göngufólk. Hátindur Lengi var Hátindur, 909 metrar, talinn hæsti punktur Esju. Ágæt leið á Hátind er upp eftir Þverárkotshálsi og fylgja þaðan hryggnum alla leið upp. Önnur leið á Hátind er þar sem gengið er inn Grafardal og þvert upp svokallaðan Kattarhrygg sem teygir sig til suðurs milli tveggja gilja. Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) Hnúkaröð tengir saman Esju og Skálafell. Þetta eru líparíthnjúkarnir Móskarðshnúkar. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar. Beygt er inn hjá Hrafnhólum af þjóðvegi í Mosfells­ dal rétt ofan við Gljúfrastein og ekið svo langt sem hægt er að bílastæði við upphafsstað göngu. Gengið er yfir göngubrú yfir Skarðsá og fylgt göngu­ stíg sem liggur upp hnúkana. Svínaskarð Gömul gönguleið úr Þverárdal yfir Svínaskarð í Kjós og áfram yfir að Fossá við Hvalfjörð. Þessa leið má ganga í einum áfanga á góðum degi. Einnig er hægt að skipta henni nið­ ur og þá jafnvel bæta inn útúrdúrum. Á Esju úr Kjósinni Nokkrar góðar leiðir eru upp Esju að norðanverðu, svo sem leiðir á Tind­ staðafjall, Þórnýjartind, Skálatind og Esjuhorn. Yfirleitt er meiri snjór að norðanverðu og er því mjög mis­ munandi eftir árstíma hvernig upp­ gönguleiðirnar eru og þarf að búa sig eftir aðstæðum. Tindstaðafjall Þegar gengið er á Tindstaðafjall, (tæpir 800 metrar) er gengið skammt norðan við Ártún á Kjalar­ nesi og stefnt upp aflíðandi brekk­ ur upp á Melahnúk, 537 metrar. Þegar upp er komið má ganga áfram til austurs og sums staðar er stutt á milli norður­ og suðurbrúna fjalls­ ins og er ýmist horft niður í Miðdal og Kjós eða Blikdal. Mælt er með að ganga austur með brúnum Eilífs­ dals og síðan norður fyrir Skálatind og niður að Hjarðarholti við Meðal­ fellsvatn. Með þessu fæst stórgóð gönguferð, um 18 kílómetra löng með mestu hæð um rúma 800 metr­ ar. Leiðin er ekki fyrir byrjendur. n Fjölmenni var á kynningarfundi FÍ á verkefninu The Biggest Winner þegar tæplega 200 manns mættu í sal FÍ á mánudagskvöld. Fyrstu gönguferðirnar eru nú framundan í verkefninu og eru allir velkomnir í gönguferð mánudaginn 10. mars og er þá gengið frá bílastæðinu við Nauthól í Nauthólsvík. Eftir þá gönguferð þarf að ganga frá skráningu í verkefnið. Lýðheilsa og forvörn The Biggest Winner er lýðheilsu­ og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands þar sem boðið er upp á rólegar gönguferðir með stöðu­ og styrktaræfingum. Í verkefninu er jafnframt boðið upp á aðhald og mælingar, fræðslu og fyrirlestra. Fagteymi lækna, sjúkraþjálfara, næringarfræðinga, íþrótta­ og heilsufræðinga kemur að verkefn­ inu þar sem unnið með þátttak­ endur á jákvæðan og uppbyggi­ legan hátt. Langtímaverkefni Gengið er rólega tvisvar sinn­ um í viku auk heimaverkefnis sem er ein gönguferð. Gengið er á jafnsléttu til að byrja með eftir göngustígum borgarinnar en þegar líður á verkefnið er haldið í fjallgöngur og byrjað á Úlfarsfelli. Gönguferðir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 18. Fyrsta ganga er miðvikudaginn 5. mars og lagt af stað frá Nauthóli í Naut­ hólsvík. Gönguferðir eru í upphafi 30–45 mínútur auk stöðuæfinga en verða síðar 45–75 mínútur auk stöðuæfinga. Hægt er að mæta í fyrstu tvær gönguferðir til reynslu og skrá sig eftir það. Íþróttakennarar og heilsu­ þjálfarar leiða gönguferðirnar en faglegir ráðgjafar hitta hópinn á fræðslukvöldum og fyrirlestrum. Fræðslukvöld og fyrirlestrar Fyrsta fræðslukvöldið er fimmtu­ daginn 27. mars, klukkan 20 í sal FÍ. Þá verður fyrir hlé fjallað um orsakir offitu, og mataræði eftir hlé. Alls verða fimm fyrirlestra­ kvöld yfir árið og fyrirlestrarnir eru meðal annars: n draumar, markmið, árangur n áhrif hreyfingar n stöðu­ og styrktaræfingar n rannsóknir á sviði offitu og hreyfingar n jákvætt viðhorf n agi og árangur n matseðlar og verslunarferðir Mælingar verða í byrjun verkefn­ is, eftir tvo mánuði, sex mánuði, um árámót og í lok verkefnisins. Mælt er ummál, þyngd, fitupró­ senta og þol, samtals fimm mæl­ ingar yfir árið. Fyrstu mælingar eru þriðjudag og miðvikudag 11. og 12. mars í sal FÍ í Mörkinni 6 skv. skráningarlista. Mæling tekur 10 mínútur. Þátttakendur þurfa að hafa skráð sig og samið um greiðslu­ fyrirkomulag á skrifstofu FÍ fyrir 11. mars. Helsti búnaður Helsti búnaður sem þarf til göngunnar er góður göngu­/ íþróttafatnaður, hlífðarfatnaður, húfa og vettlingar. Góðir göngu­/ íþróttaskór, hálkubroddar, göngustafir og bakpoki sem gildir sérstaklega þegar farið er í fjall­ göngur með nesti. Verkefnið kostar 60.000 krón­ ur fyrir félagsmenn FÍ og almennt verð er 67.100 . Endurgreiðsla frá sjúkrasamlagi/Tryggingastofnun er til skoðunar. Þverfellshorn Kerhólakambur Gunnlaugsskarð Kistufell Móskarðshnúkar Skálafell HátindurTindstaðafjall Mynd KriSTinn MaGnúSSon Biggest Winner Svínaskarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.