Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 7.–10. mars 2014 19. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Sælir eru þeir sem safna í mottu! „Skemmtilega óviðeigandi“ n Kristrún Ösp Barkardóttir er tilnefnd sem ein af kyn- þokkafyllstu konum landsins í tímaritinu Séð og heyrt. Kristrún varð landsfræg fyrir samband sitt við knattspyrnumanninn Dwight Yorke og sem glam- úrmódel. Með tilnefningunni birtist mynd af Kristrúnu, nak- inni með son sinn, þá korna- barn, í fanginu. Þetta þykir henni ekki viðeigandi myndaval. „Ég er auðvitað hoppandi kát yfir þessu en finnst þó myndin skemmtilega óvið- eigandi við til- efnið,“ sagði hún í stöðuuppfær- slu á Facebook. Myndatextinn með myndinni er svo bein tilvitnun: „Hrikalega kynþokka- full.“ Reiðin vék fyrir JT n Í um tíu mínútur í byrjun vikunnar ætlaði allt um koll að keyra þegar miðasala hófst á tónleika Justin Timberlake. Eins og búast mátti við var ekki þver- fótað fyrir Facebook-stöðuupp- færslum um þá sem fengu miða í fyrstu tilraun. Meðal annars varaþingmaðurinn og bæjarfull- trúinn Margrét Gauja Magnús- dóttir. „Ætlaði að koma með svakalegan status um þessa himinháu styrki forsætisráð- herrans í kjördæmið sitt og þá stjórnsýslu sem hann iðkar en finn enga löngun til þess afþví að ÉG ER KOMIN MEÐ MIÐA Á JUSTIN TIM- BERLAKE!!!“ skrifaði hún á Facebook- síðu sína á þriðjudag. Eyþór safnar mottu n Eyþór Árni Úlfarsson, næst- þyngsti keppandi í sjónvarpsþátt- unum The Biggest Loser frá upp- hafi, tekur þátt í Mottumars. Meðan Biggest Loser stóð yfir skartaði hann dágóðu alskeggi en hefur hann nú rakað kinnar sínar. „Mál- efnið er gott og ég þekki alltof mik- ið af góðu fólki sem hefur þjáðst sökum krabbameins, fyrir utan að sjálfsögðu það fólk sem hefur farið héðan út af krabbameini,“ segir Ey- þór Árni. Á fimmtudag hafði hann safnað níu þúsund krón- um fyrir Krabba- meinsfélagið en ætla má að upp- hæðin hækki talsvert enda Mottumars ný- skriðinn af stað. 1990.- 1990.- 590.- 1990.-1499.- 690.- 2490.- 195.- 1490.- síðasti dagur er á morgun sunnudag Sjónvarpsþáttur á döfinni hjá Quizup n Plain Vanilla margfaldar markaðshlutdeild með Android-útgáfu n Þýðingar næstar á dagskrá Þ etta er mjög mikilvægur dag- ur í sögu Plain Vanilla. Við gáfum út Quizup fyrir iPho- ne fyrir fjórum mánuðum sem gekk mjög vel; tíu milljón notendur og búið að spila um milljarð leikja. Vandamálið hefur samt alltaf verið það að leikurinn hefur alltaf dreifst mikið frá manni til manns. Við höf- um alltaf verið að tapa sjötíu prósent- um af markaðnum af því að það eru mikið fleiri með Android-stýrikerfi,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Plain Vanilla, í samtali við DV. Hann segir það hafa verið sárt að missa þann spón úr aski sínum en nú heyri það sögunni til því síðast- liðinn fimmtudag hafi spurningaleik- urinn vinsæli verið gefinn út fyrir Android-stýrikerfi. „Næst á döfinni nú þegar Android- útgágan er komin út þá ætlum við að bæta leikinn áfram. Koma með nýj- ungar og þar að auki erum við mik- ið í því að koma leiknum út á öðr- um tungumálum,“ svarar Þorsteinn spurður um hvað taki nú við hjá fyrir- tækinu. Hann segir vinnu vera hafna við að þýða leikinn á helstu tungu- mál heims; þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, japönsku og kínversku. „Það er heljarinnar verkefni. Þegar við erum að tala um að stækka markað þá er eitt að koma með iPhone, annað að koma með Android, svo eigum við eft- ir öll þessi tungumál,“ segir hann. Þorsteinn segir að fyrirtækið hafi nýlega skrifað undir samning við um- boðsfyrirtækið WME með það að markaði að þróa vörumerkið. „Við erum að fara að vinna með þeim að koma Quizup á aðra miðla. Þetta er ekki endilega leikurinn, þú get- ur hugsað sjónvarpsþætti til dæmis,“ segir Þorsteinn sem vill ekki fara nán- ar út í þau mál enn sem komið er. n hjalmar@dv.is Framkvæmdastjóri Plain Vanilla Þorsteinn B. Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.