Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11 A ðalmeðferð í máli varð- stjóra á Litla-Hrauni sem sakaður er um að hafa áreitt samstarfskonu sína kynferðislega fór fram á þriðjudag fyrir Héraðsdómi Suður- lands. Þinghaldið var lokað þar sem að ákært hefur verið fyrir kynferðis- brot. Þá voru vitni í málinu minnt á að í lokuðu þinghaldi gildir trúnað- ur um það sem fram fer í dómsal. Strauk konunni DV greindi frá málinu í janúar síð- astliðnum. Samkvæmt upplýsing- um DV hefur maðurinn játað að hafa strokið konunni um axlir og brjóst. Að auki voru vitni að málinu og voru þau, samkvæmt upplýs- ingum DV, kölluð fyrir Héraðsdóm Suðurlands til að bera vitni við að- almeðferðina. Málið tók mjög á konuna sem um ræðir. Hún upp- lifði varnarleysi og er mjög ósátt við úrvinnslu fangelsismálayfirvalda á því. Þá taldi hún samstarfsfélaga sína ekki standa með sér og taka tillit til umkvartana hennar. Henni fannst fólk skipa sér í fylkingar með og á móti henni. Það taldi hún hafa brotið sig mjög niður. Konan sendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra bréf vegna málsins þar sem hún greindi frá sinni hlið mála og því sem hún taldi vera slæ- leg vinnubrögð fangelsismálayfir- valda. Upplýsingar DV herma að konan telji að sér hafi nánast verið bolað úr starfi vegna málsins. Vanmat Samkvæmt upplýsingum DV virð- ast fangelsismálayfirvöld hafa van- metið það hversu mikið málið tók á konuna. Maðurinn var áminntur vegna málsins og fluttur af vakt- inni sem konan var á. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist hafa beitt þeim úrræðum sem hann hafði úr að spila í stöðunni, en fangaverðir eru opinberir starfsmenn og ber Fangelsismálastofnun að fara eftir reglum sem settar eru um áminn- ingar opinberra starfsmanna. Páll taldi atvikið þess eðlis að hann gæti aðeins áminnt manninn að svo stöddu þegar DV ræddi við hann vegna málsins í janúar. Aðspurð- ur hvort manninum yrði sagt upp störfum ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur segist Páll ekki geta svarað því að svo stöddu, það yrði tíminn að leiða í ljós. Samstarfsmenn um árabil Þau hafa bæði starfað lengi á Litla- Hrauni og verið á sömu vakt þar sem maðurinn, sem er varðstjóri, var yfirmaður konunnar. Konan fór í veikindaleyfi nokkrum vik- um eftir atvikið og var meira og minna í leyfi frá störfum frá því í janúar 2013 þegar málið kom upp og fram á sumarið þegar hún sagði upp starfi sínu. Það gerði hún þar sem hún taldi sig ekki hafa stuðn- ing samstarfsmanna og fangelsismálayfirvalda. Í kjölfarið kærði hún málið til lögreglu og gaf ríkissak- sóknari út ákæru sem þing- fest var í desember. Niður- stöðu í málinu er að vænta innan fjögurra vikna. Kon- an hefur kosið að tjá sig ekki á meðan að málið er fyrir dómstólum. n Helgarblað 7.–10. mars 2014 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kosning til stjórnar VR er haf in! Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsa meðal félagsmanna VR til stjórnar er han og stendur til kl. 12.00 á hádegi 14. mars nk. Láttu þig málið varða og hafðu áhrif með því að kjósa. Kosið er á Mínum síðum, á www.vr.is Einangruð eftir áreitið Fangavörður kærði kynferðislega áreitni á Litla-Hrauni og telur sér hafa verið bolað úr starfi Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Lokað þinghald Þinghaldið var lokað í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag. Niður- stöðu er að vænta á næstu vikum. Mynd Sigtryggur Ari Litla-Hraun Konan hætti störfum á Litla-Hrauni sumarið 2013. Þá hafði konan verið í leyfi um nokkurt skeið. Íslendingum fjölgar Fólki fækkaði á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra Í byrjun þessa árs voru lands- menn 325.671 og hafði fjölg- að um 3.814 frá sama tíma árið 2013. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 1,2 prósent. Kon- um og körlum fjölgaði sambæri- lega á árinu og voru karlar 1.065 fleiri en konur 1. janúar 2014. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í vikunni. Mikil fólksfjölgun var á höfuð- borgarsvæðinu en þar voru íbúar 3.077 fleiri 1. janúar 2014 en ári fyrr. Það jafngildir 1,5 prósenta fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 1,7 prósent, eða 354 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á Suðurlandi, um 253 (1,1%), og um 90 (0,7%) á Austurlandi. Minni fólksfjölgun var á Vesturlandi (0,4%) og Norður- landi eystra (0,2%). Fólksfækkun var á tveimur landsvæðum, Vest- fjörðum þar sem fækkaði um 59 manns, eða 0,8%, og á Norðurlandi vestra en þar fækkaði um 26, eða 0,4%. n einar@dv.is Engar eignir í búi Bóasar Skiptum er lokið á búi athafna- mannsins Bóasar Ragnars Bóas- sonar, en engar eignir fundust í þrotabúinu. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. september síðastliðnum var hann úrskurðaður gjaldþrota. Bóas er þekktur fasteigna- mógúll og athafnamaður og hafa fréttir af honum ósjaldan ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Í lok júlí í fyrra var hann var handtekinn vegna óláta í flugvél Icelandair. Flugvélin sem Bóas var farþegi í var á leið til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna en var snúið við eftir tæplega klukkustundar flug vegna dólgs- láta Bóasar. Í kjölfarið lagði Icelandair fram kæru á hendur honum. Bóas er einn stofnenda fast- eignasölunnar Domusnova í Kópavogi en hún var úrskurðuð gjaldþrota þann 4. júlí í fyrra. Um tíma hugði Bóas á útrás til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann lifði lúxuslífi og skemmti sér með stjörnunum í Hollywood en í árslok 2012 rataði hann svo í fréttir vegna peningaþvættis og gjaldeyris- brasks upp á tugi milljóna en málið leiddi til afsagnar þáver- andi formanns Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, Guðmundar Arnar Jóhannssonar. Lýstar kröfur í bú hans námu 188 milljónum króna rúmum. Skiptum lauk þann 20. febrúar síðastliðinn. Fjölgun Landsmönnum fjölgaði um 1,2 prósent milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.