Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 11
Fréttir 11
A
ðalmeðferð í máli varð-
stjóra á Litla-Hrauni sem
sakaður er um að hafa
áreitt samstarfskonu sína
kynferðislega fór fram á
þriðjudag fyrir Héraðsdómi Suður-
lands. Þinghaldið var lokað þar sem
að ákært hefur verið fyrir kynferðis-
brot. Þá voru vitni í málinu minnt á
að í lokuðu þinghaldi gildir trúnað-
ur um það sem fram fer í dómsal.
Strauk konunni
DV greindi frá málinu í janúar síð-
astliðnum. Samkvæmt upplýsing-
um DV hefur maðurinn játað að
hafa strokið konunni um axlir og
brjóst. Að auki voru vitni að málinu
og voru þau, samkvæmt upplýs-
ingum DV, kölluð fyrir Héraðsdóm
Suðurlands til að bera vitni við að-
almeðferðina. Málið tók mjög á
konuna sem um ræðir. Hún upp-
lifði varnarleysi og er mjög ósátt við
úrvinnslu fangelsismálayfirvalda á
því. Þá taldi hún samstarfsfélaga
sína ekki standa með sér og taka
tillit til umkvartana hennar. Henni
fannst fólk skipa sér í fylkingar með
og á móti henni. Það taldi hún hafa
brotið sig mjög niður. Konan sendi
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn-
anríkisráðherra bréf vegna málsins
þar sem hún greindi frá sinni hlið
mála og því sem hún taldi vera slæ-
leg vinnubrögð fangelsismálayfir-
valda. Upplýsingar DV herma að
konan telji að sér hafi nánast verið
bolað úr starfi vegna málsins.
Vanmat
Samkvæmt upplýsingum DV virð-
ast fangelsismálayfirvöld hafa van-
metið það hversu mikið málið tók
á konuna. Maðurinn var áminntur
vegna málsins og fluttur af vakt-
inni sem konan var á. Páll Winkel
fangelsismálastjóri segist hafa beitt
þeim úrræðum sem hann hafði úr
að spila í stöðunni, en fangaverðir
eru opinberir starfsmenn og ber
Fangelsismálastofnun að fara eftir
reglum sem settar eru um áminn-
ingar opinberra starfsmanna. Páll
taldi atvikið þess eðlis að hann gæti
aðeins áminnt manninn að svo
stöddu þegar DV ræddi við hann
vegna málsins í janúar. Aðspurð-
ur hvort manninum yrði sagt upp
störfum ef til þess kæmi að hann
yrði sakfelldur segist Páll ekki geta
svarað því að svo stöddu, það yrði
tíminn að leiða í ljós.
Samstarfsmenn um árabil
Þau hafa bæði starfað lengi á Litla-
Hrauni og verið á sömu vakt þar
sem maðurinn, sem er varðstjóri,
var yfirmaður konunnar. Konan
fór í veikindaleyfi nokkrum vik-
um eftir atvikið og var meira og
minna í leyfi frá störfum frá því í
janúar 2013 þegar málið kom upp
og fram á sumarið þegar hún sagði
upp starfi sínu. Það gerði hún þar
sem hún taldi sig ekki hafa stuðn-
ing samstarfsmanna og
fangelsismálayfirvalda. Í
kjölfarið kærði hún málið
til lögreglu og gaf ríkissak-
sóknari út ákæru sem þing-
fest var í desember. Niður-
stöðu í málinu er að vænta
innan fjögurra vikna. Kon-
an hefur kosið að tjá sig
ekki á meðan að málið er
fyrir dómstólum. n
Helgarblað 7.–10. mars 2014
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Kosning
til stjórnar
VR er haf in!
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsa meðal félagsmanna VR til
stjórnar er han og stendur til kl. 12.00 á hádegi 14. mars nk.
Láttu þig málið varða og hafðu áhrif með því að kjósa.
Kosið er á Mínum síðum, á www.vr.is
Einangruð
eftir áreitið
Fangavörður kærði kynferðislega áreitni á Litla-Hrauni og telur sér hafa verið bolað úr starfi
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Lokað þinghald
Þinghaldið var
lokað í Héraðsdómi
Suðurlands á
þriðjudag. Niður-
stöðu er að vænta
á næstu vikum.
Mynd Sigtryggur Ari
Litla-Hraun
Konan hætti störfum á
Litla-Hrauni sumarið 2013.
Þá hafði konan verið í leyfi
um nokkurt skeið.
Íslendingum fjölgar
Fólki fækkaði á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra
Í
byrjun þessa árs voru lands-
menn 325.671 og hafði fjölg-
að um 3.814 frá sama tíma árið
2013. Þetta jafngildir fjölgun
landsmanna um 1,2 prósent. Kon-
um og körlum fjölgaði sambæri-
lega á árinu og voru karlar 1.065
fleiri en konur 1. janúar 2014. Þetta
kemur fram í tölum sem Hagstofan
birti í vikunni.
Mikil fólksfjölgun var á höfuð-
borgarsvæðinu en þar voru íbúar
3.077 fleiri 1. janúar 2014 en ári fyrr.
Það jafngildir 1,5 prósenta fjölgun
íbúa á einu ári. Hlutfallslega varð
fólksfjölgunin hins vegar mest á
Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um
1,7 prósent, eða 354 frá síðasta ári.
Fólki fjölgaði einnig á Suðurlandi,
um 253 (1,1%), og um 90 (0,7%) á
Austurlandi. Minni fólksfjölgun var
á Vesturlandi (0,4%) og Norður-
landi eystra (0,2%). Fólksfækkun
var á tveimur landsvæðum, Vest-
fjörðum þar sem fækkaði um 59
manns, eða 0,8%, og á Norðurlandi
vestra en þar fækkaði um 26, eða
0,4%. n einar@dv.is
Engar eignir
í búi Bóasar
Skiptum er lokið á búi athafna-
mannsins Bóasar Ragnars Bóas-
sonar, en engar eignir fundust í
þrotabúinu. Samkvæmt úrskurði
Héraðsdóms Reykjavíkur frá
18. september síðastliðnum var
hann úrskurðaður gjaldþrota.
Bóas er þekktur fasteigna-
mógúll og athafnamaður og hafa
fréttir af honum ósjaldan ratað í
fjölmiðla á undanförnum árum.
Í lok júlí í fyrra var hann var
handtekinn vegna óláta í flugvél
Icelandair. Flugvélin sem Bóas
var farþegi í var á leið til Seattle
á vesturströnd Bandaríkjanna
en var snúið við eftir tæplega
klukkustundar flug vegna dólgs-
láta Bóasar. Í kjölfarið lagði
Icelandair fram kæru á hendur
honum.
Bóas er einn stofnenda fast-
eignasölunnar Domusnova í
Kópavogi en hún var úrskurðuð
gjaldþrota þann 4. júlí í fyrra.
Um tíma hugði Bóas á útrás til
Los Angeles í Bandaríkjunum
þar sem hann lifði lúxuslífi og
skemmti sér með stjörnunum
í Hollywood en í árslok 2012
rataði hann svo í fréttir vegna
peningaþvættis og gjaldeyris-
brasks upp á tugi milljóna en
málið leiddi til afsagnar þáver-
andi formanns Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, Guðmundar
Arnar Jóhannssonar.
Lýstar kröfur í bú hans námu
188 milljónum króna rúmum.
Skiptum lauk þann 20. febrúar
síðastliðinn.
Fjölgun Landsmönnum fjölgaði um 1,2
prósent milli ára.