Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 7.–10. mars 201462 Fólk „Toppiði þetta!“ Það fór líklega ekki framhjá mörgum Facebook-notendum að öskudagurinn var á miðviku- daginn. Kepptust margir foreldr- ar við að birta krúttlegar myndir af börnunum sínum í búningi enda ekki á hverjum degi sem börnin eru klædd upp. Sjón- varpskonan Ragnhildur Steinunn sló á létta strengi á sinni Féace- book-síðu og setti inn mynd af hesti og skrifaði undir: „TOPPIÐI ÞETTA! … Eldey á leið á leikskól- ann á öskudaginn.“ Vakti þetta mikla kátínu meðal Facebook- vina Ragnhildar sem höfðu orð á því hversu raunverulegur bún- ingurinn væri enda um mynd af alvöru hesti að ræða. Myndaður á Laugaveginum Það er ekki óvanalegt að sjá borgarstjórann, Jón Gnarr, á rölti um miðborgina. Á mið- vikudaginn var hann á rölti á Laugaveginum og vakti það athygli borgarbúa að á eftir honum var myndatökumaður. Ekki er vitað hvað var verið að taka upp en Jón vakti töluverða athygli enda var öskudagurinn haldinn hátíðlegur þennan dag og bærinn fullur af börnum klæddum í alls konar búninga sem mörg hver heilsuðu borg- arstjóranum. „Þeir ætla að gefa mér séns“ É g tek þátt í fyrstu rall- keppni sumarsins,“ segir blaðamaðurinn og bíladellu- konan Malín Brand en tveir menn höfðu samband við Malín eftir að hún hafði sagt frá rall- draumum sínum í viðtali í DV. „Fyrst hafði ágætur maður samband við mig sem sagðist hafa bíl. Sá maður hefur verið viðloðandi rallið en getur ekki notað bílinn sjálfur því hann glímir við erfið veikindi. Síðar hafði mað- ur úr mikilli akstursíþróttafjölskyldu samband við mig og nú er komið á hreint að ég verð aðstoðarökumaður Sigurðar Óla Gunnarssonar en hann og fleiri úr hans fjölskyldu eru þekkt- ir innan sportsins.“ Hugsjónir og jaðaríþrótt Malín segist hissa á viðbrögðun- um við greininni. „Ég er bara í ham- ingjukasti. Þetta kom mér mikið á óvart. Þarna kristallast best hvað það er mikil hugsjón í þessu sporti. Það er svo mikill áhugi og vilji fyrir að hefja þessa jaðaríþrótt til vegs og virðingar á Íslandi og ég er svo sannarlega til- búin til að leggja mín lóð á vogarskál- arnar ef ég get. Í þessu sporti þekkjast allir. Þetta er ótrúlega sterkur hópur og náinn og þótt menn séu að kepp- ast innbyrðis er fólk ekkert að bítast. Það finnst mér svolítið heillandi.“ Malín og Sigurður Óli munu keppa á Toyota Celica GT4. Þar sem Malín hefur lengi fylgst með ralli vissi hún upp á hár um hvaða bíl væri að ræða þegar Sigurður Óli hafði sam- band. „Ég kannast ágætlega við þenn- an bíl enda ekki margir svona til í dag. Ég hef oft myndað þennan bíl í keppnum. Ég hef svo hrikalega gam- an af þessu sporti og hef oft staðið eins og jólasveinn með myndavélina við brautina og hugsað með mér hvað það væri gaman að keppa sjálf.“ Stefnir á stelpulið Malín segist lengi hafa fylgst með fólk- inu hans Sigurðar Óla á rallbrautinni. „Hann hefur kennt mörgum ungum bílstjórum, nánast tekið þá í fóstur í sportinu og mér sýnist hann ætla að taka mig undir sinn verndarvæng. Svo er það spurning hvernig mér tekst til. Þeir ætla að gefa mér séns,“ segir Malín sem er í skýjunum með tæki- færið. „Ef ég verð eins og sauður fæ ég ekki að vera með í mörgum keppnum en það er frábært að fá þetta tækifæri. Svo ef þetta gengur vel þá er kominn góður grunnur til að stofna jafnvel stelpulið, ef þessi ágæti maður lánar mér bíl. Það gæti orðið seinna.“ Malín er mikil keppnismanneskja og er staðráðin í að standa sig vel í sportinu. „Ég má samt ekki hugsa að ég sé að fara vinna. Ég verð að byrja á því að öðlast færni og um leið að njóta þess að vera með. Sem að- stoðarökumaður þarf maður að vera lunkinn að lesa af korti og segja bíl- stjóranum til. Ég hugsa að þetta sé mjög náið samstarf og fullkomið traust verður að ríkja á milli manna. Þetta verður skemmtilegt og það er bara gaman að vera ný í þessu og vita voðalega lítið.“ n Malín Brand fær draum sinn uppfylltan Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég er bara í ham- ingjukasti. Þetta kom mér mikið á óvart. Með bíladellu Malín tekur þátt í fyrsta ralli sumarsins. Mynd SIgtryggur ArI Þ etta verður algjört ævintýri og ekki slæmt að geta notað hluta af fæðingar orlofinu í þetta,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlakona og stjórnmálamaður, í samtali við DV. Rósa og unnusti hennar, Krist- ján Guy Burgess, flytja með fjöl- skylduna til Kína í dag þar sem þau hyggjast dvelja í þrjá mánuði. „Kristján er að fara að kenna alþjóðastjórnmál við Alþjóðahá- skólann í Peking og við ætlum að fara með öll litlu krílin með okk- ur svo þetta verður mjög skemmti- legt.“ Rósa og Kristján eiga tvö börn saman, sex og átján mánaða, auk þess sem Rósa á tíu ára dóttur úr fyrra sambandi. „Sú elsta er voða spennt. Það verður gaman að upplifa eitthvað nýtt og núna erum við einmitt að pakka niður andlitsgrímum því það er svo mikil mengun þarna núna,“ segir hún. „Þetta er náttúrlega frábært tækifæri. Háskólinn útvegar íbúð svo við verðum bara þarna að þvælast um og uppgötva borgina sem er víst alveg stórkostleg. Það er það sem allir segja okkur. Krist- ján hefur reyndar farið til Peking áður, tvisvar með Össuri og einu sinni með forsetanum, en ég hef aldrei verið þarna svo það verður gaman að fara og prófa og skoða og uppgötva.“ n horn@dv.is Ver fæðingarorlofinu í Kína rósa Björk og Kristján guy flytja til Kína í þrjá mánuði Spennandi tímar fram undan Rósa er afar spennt fyrir ferðalaginu til Kína. Mynd SIgtryggur ArI Ástin blómstrar Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eru nýtt par. Það var sagt frá þessu í nýjasta tölu- blaði Séð og heyrt. Þau Heiða og Snorri eru svo sannarlega söngelskt par en Snorri sigraði í Idol-stjörnuleit 3 árið 2006 og Heiða var í öðru sæti, á eft- ir Hildi Völu, í Idol-stjörnuleit 2 sem fram fór árið 2005. Ekki er langt síðan þau Snorri og Heiða fóru að draga sig saman en ástin virðist blómstra á milli þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.