Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 25
Fréttir Erlent 25Helgarblað 7.–10. mars 2014 LitLa kaLda stríðið í Úkraínu n spennan í Úkraínu gæti breyst í stríð n Bræðraþjóðir gegn hvor annarri n Úkraína gjaldþrota og nýir valdhafar eru sestir á valdastóla n Hermenn Pútíns segjast vera frá Mars Orrustuþotur til Gotlands svíar áhyggjufullir – Hafa lengi óttast „björninn í austri“ Í kjölfarið á innrás Rússa á Krímskaga hefur umræðan um NATO-aðild og ástandið á sænska hernum blossað upp að nýju í Svíþjóð. Landið er ekki með í NATO og hefur í áratugi verið með eigin hlutleysisstefnu. Fram að falli Sovétríkj- anna árið 1991 var gríðarlegum fjármunum varið til varnarmála og um tíma var landið meðal annars með fjórða stærsta flugher Evrópu. Á tímum Kalda stríðins var allt hernaðarkerfi Svía miðað við innrás úr austri og var fjöldi langdrægra fallbyssna staðsettur með fram strandlengjunni – gegn Rússunum! Eftir hrun Sovétríkjanna og þá efnahag- skrísu sem reið yfir Svíþjóð í kringum 1990, fór niðurskurðarhnífurinn á loft og hefur verið á lofti nær allar götur síðan. Í fyrra kom til dæmis fram það sjónarmið að sænski herinn væri í raun ekki í standi til að verja Svíþjóð nema í örfáa daga, svo mikið væri búið að skera niður. Atburðir síðustu daga hafa sett umræðuna um varnarmál og „stóra björninn í austri“ aftur á dagskrá. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía hefur verið mjög harðorður í garð Rússa, sem og Karin Enström, varnarmálaráðherra landsins. Bæði voru þau stödd hér á landi fyrir skömmu í sambandi við loftrýmis- gæslu Svía, Norðmanna og Finna hér við land. Svíar gripu síðan til þess ráðs í vikunni að senda JAS-Gripen orrustuþotur til herstöðva sinna á Gotlandi. Þetta er meðal annars afleiðing aðgerða Rússa í Úkraínu. Einnig hefur Enström varnarmálaráðherra gefið sænska hernum lengri tíma en áætlað var til að endurmeta varnarþörf Svíþjóðar. Ljóst er því að aðgerðir Rússa hafa mikil áhrif á umræðu um varnarmál Svía á næstunni og á miðvikudag sagði formaður sænska þjóðarflokksins að nauðsynlegt væri að bæta loftvarnir Svíþjóðar. Svíar eru með um 60 JAS-Gripen orrustuþotur í notkun um þessar mundir. Forsætisráherra af gyðingaættum Nýr forsætisráðherra Úkraínu, Arseny Jatsenjúk, er fæddur árið 1974 og verður fertugur í maí á þessu ári. Hann er hag- fræðingur og lögfræðingur að mennt og er af gyðingaættum. Faðir hans er sagnfræðipró- fessor og móðir hans kennir frönsku. Hann var efnhagsráð- herra 2005–2006, utanríkis- ráðherra árið 2008 og forseti úkraínska þingsins frá 2007 til 2008. Hann er kvæntur og á tvö börn, með eiginkonu sinni, Teresu Viktorivnu. Hann hefur orðið fyrir persónulegum árás- um vegna uppruna síns. Í kosn- ingabaráttu árið 2010 var hann meðal annars ásakaður um að þiggja peninga frá „öflum sem vilja taka yfir Úkraínu“ og var greinilega vísað til gyðinga í því samhengi. Gyðingahatur sem slíkt hefur verið landlægt í A-Evrópu öldum saman. Arseny kemur úr flokki sem heitir Föðurlandsbandalagið. 1. mars Efri deild rúss- neska þingsins gefur Pútín forseta leyfi til þess að nota rússneska herinn í Úkraínu. Þá þegar höfðu rússneskir hermenn farið til Krímskaga. Mikil mótmæli á alþjóðavettvangi. 2. mars Varalið hers Úkraínu kallað út. NATO lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þróunar málsins. 5. mars ESB býður Úkraínu milligöngu um 11 milljarða dollara lán, úr ýmsum átt- um, meðal annars frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) og Alþjóðabank- anum. Talið er að landið þurfi um 35 milljarða dollara, til að komast af til ársloka 2015. Chuck Hagel, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnir að Bandaríkin ætli að auka nærveru sína í lofthelgi Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Tilkynnir einnig að Bandaríkin hætti hernaðarsam- vinnu við Rússa. fyrir miklu magni af gasi. Það er þó selt til þeirra með miklum afslætti. Úkraína þarf mikla fjárhagsaðstoð á næstum mánuðum og í raun má líkja þessu við að verið sé að reyna að halda dauðvona sjúklingi á lífi með umfangsmiklum læknisað- gerðum. Rússagas flæðir til Evrópu Gas og olía er nokkuð sem iðulega kemur til tals þegar um Rússland og hernaðaraðgerðir á vegum rúss- neskra yfirvalda er að ræða. Rúss- land er einn helsti útflytjandi á olíu og gasi í heiminum og mikið magn af þessum vörum fer til Evrópu. Talið er að allt að 40% af öllu gasi til Evrópu komi frá Rússlandi og að um 80% af þessu gasi fari í gegn- um leiðslur í Úkraínu. Úkraína hefur því tekjur af því að flytja gas til Evrópu. Um 40% af allri olíu til Evrópu kemur frá Rússlandi. Vegna þessara staðreynda er talið að við- brögð ráðamanna við innrás Rússa á Krímskaga séu kannski ekki eins harkaleg og raun ber vitni. Evrópa er einfaldlega háð (enn um sinn) Rússum um gas og olíu. Nýjar vinnsluaðferðir á nýjum svæðum gætu mögulega breytt þessu. En það eru sennilega einhver ár eða áratugir í það. Rússland hefur óspart notað „olíuvopnið“ með góðum árangri og hefur meðal annars hótað að Úkraína þurfi að borga fullt verð fyrir það gas sem landið kaupir. Erfið verkefni fram undan Á næstum vikum ræðst hvernig nýrri stjórn tekst að glíma við þau gríðarlegu vandamál sem steðja að Úkraínu, sem eins og fyrr seg- ir er nánast gjaldþrota. Ljóst er að landið þarf gríðarlega neyðarað- stoð. Síðan þarf að koma á pólitísk- um stöðugleika í landinu og setja markmiðið á mjög umfangsmiklar pólitískar umbætur. Þá þarf einnig að losa landið úr klóm nær botn- lausrar spillingar og fámenns hóps auðmanna, svokallaðra „ólígarka“ sem hafa sölsað undir sig auðæfi landsins, á kostnað hins almenna Úkraínumanns. Koma þarf að koma efnahagsmálum landsins á rétta braut. Þetta er ekkert smáræði og krefst sterkra beina ráðamanna. Pútín beitir hernum óhikað En hvað segir innrás Rússa í Úkra- ínu um Vladimír Pútín? Kannski það helst að hann hikar ekki við að beita rússneska hernum þegar svo ber undir og að hann tekur lítið mark á alþjóðalögum og regl- um. Pútín virðist vera tilbúinn að fá Vesturveldin á móti sér og til- búinn til þess að taka umtalsverða áhættu í samskiptum við þau. Út- spil Pútíns sýnir einnig að hann er óútreiknanlegur og óáreiðanleg- ur. Hann ásakar Vesturveldin um það sem gerst hefur í Úkraínu og í fréttaskýringu frá Reuters kem- ur fram sú skoðun að atburðarás í Úkraínu sé mikilvægur atburður á ferli hans. Þar segir einnig að Pútín telji úkraínska herinn ekki hættulegan andstæðing og að lokum muni þessar bræðraþjóð- ir standa saman hlið við hlið. Á fréttamannafundi sem vitnað er til í fréttaskýringunni segir að Pútín styðji heilshugar auknar sjálfstæð- iskröfur íbúa Krímskaga, en það sé ekki ætlun hans að innlima skag- ann í Rússland. Það er nokkuð sem í raun á eftir að koma í ljós. Pútín telur einnig að mögulegar refsiað- gerðir Vesturveldanna komi ekki niður á Rússlandi, heldur frekar Vesturveldunum sjálfum. n „Vegna hinna sér- stöku aðstæðna í Úkraínu og ógnar sem steðjar að rússneskum ríkisborgurum, fer ég þess á leit við efri deildina að fá að beita rússneskum hersveitum á úkraínsku landsvæði þangað til ástandið verður að nýju eðlilegt.“ – Vladimír Pútín Carl Bildt utanríkisráð- herra Svía. Arseny Jatsenjúk Forsetinn Pútín telur að mögulegar refsiaðgerðir Vesturveldanna komi ekki niður á Rússlandi, heldur Vesturveldunum sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.