Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 26
26 Fréttir Erlent Helgarblað 7.–10. mars 2014 milljarðamæringar Níu splunkunýir n Þetta eru nýju andlitin á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims F áar breytingar hafa orðið á röð ríkustu einstaklinga heims samkvæmt nýjum lista Forbes sem birtur var í vikunni. Bill Gates var þar efstur á blaði og Mexíkóinn Carlos Slim vermdi ann- að sætið, en þeir höfðu sætaskipti milli ára. Er Bill Gates nú metinn á 76 milljarða Bandaríkjadala en Carlos Slim 72 milljarða. Í þriðja sæti er Amancio Ortega, stofnandi Zöru, og í fjórða sæti á lista Forbes er fjárfestir- inn Warren Buffet. Í næstu sætum á eftir eru Larry Ellison, Charles Koch, David Koch, Sheldon Adel- son, Christy Walton og Jim Walton. Þetta eru því tíu ríkustu einstak- lingar heims samkvæmt Forbes. Samkvæmt úttekt Forbes eru millj- arðamæringar heimsins 1.645 tals- ins, en eina skilyrðið sem við- komandi þarf að uppfylla til að komast á listann er að eiga einn millj- arð dala, eða 112 milljarða króna. Fjölmargir nýir einstaklingar komust á lista Forbes að þessu sinni og tók DV saman nokkra áhugaverða einstaklinga sem ekki hafa áður sést á listum Forbes. Tveir af nýliðunum á listanum eru þeir Jan Koum og Brian Acton sem komust í heimsfréttirnar á dögunum þegar þeir seldu uppfinn- ingu sína, WahtsApp, til samskipt- arisans Facebook í febrúarmánuði síðast l iðnum. Er áætlað að hvor um sig hafi grætt hundruð milljarða á þeirri sölu. n 1 Jan Koum Metinn á: 768 milljarðar Þjóðerni: Úkraína/Bandaríkin Ríkur vegna: WhatsApp n Jan Koum er maðurinn á bak við farsímasmáforritið WhatsApp sem gerir fólki meðal annars kleift að senda skilaboð sín á milli í netforriti í stað þess að senda SMS. Fyrirtækið var selt fyrir nítján milljarða Bandaríkjadala, 2.145 milljarða króna, til Facebook í febrúar síðastliðnum. Koum er meðstofnandi fyrirtækisins sem bjó WhatsApp til en það varð til árið 2009. Notendur forritsins eru 430 milljónir. Koum er fæddur í Úkraínu en fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var 16 ára. 2 Patrick Drahi Metinn á: 711 milljarðar Þjóðerni: Frakkland Ríkur vegna: Fjarskiptaiðnaður n Drahi stofnaði alþjóðlega símafyrirtækið Altice árið 2001 og fór með það á hlutabréfamarkað í janúar síðastliðnum. Drahi er með fingurna í fjölmörgum verkefnum og fyrirtækjum víðs vegar um Evrópu. Þetta eru fyrirtæki sem eru umsvifamikil á sviði fjar- skipta í löndum eins og Frakk- landi, Belgíu, Ísrael og Portúgal svo nokkur séu nefnd. Drahi er fæddur í Casablanca í Marokkó og hefur áður starfað fyrir fyrirtæki á borð við Philips og Kinnevik í Svíþjóð. 3 Sandra Ortega Metin á: 688 milljarðar Þjóðerni: Spánn Rík vegna: Fatakeðjan Zara n Sandra er dóttir Amancio Or- tega, stofnanda fatarisans Inditex sem meðal annars á fatakeðjuna Zara sem Íslendingar ættu að þekkja. Amancio Ortega er einmitt þriðji á lista yfir ríkustu einstak- linga í heimi. Ástæða fyrir veru Söndru á lista Forbes er sú að hún erfði gríðarleg auðæfi þegar móðir hennar, Rosalia Mera, lést skyndilega í ágúst á síðasta ári. Eftir fráfall Rosaliu tók hún að sér stjórn góðgerðasjóðs sem móðir hennar stofnaði, en hann styður meðal annars við fólk með geðræn vandamál. 4 Joseph Tsai Metinn á: 417 milljarðar Þjóðerni: Kanada Ríkur vegna: Netviðskipti n Tsai er stofnandi Alibaba Group, en fyrirtækið rekur meðal annars netviðskiptavefinn Alibaba.com. Þá rekur fyrirtækið vefinn Taobao, sem er sambærilegur uppboðsvefn- um eBay, og nýtur hann mikilla vinsælda í Asíu. Vefurinn er í hópi tuttugu mest sóttu vefja heims. Tsai er fæddur í Taívan og kláraði lögfræðinám við hinn virta Yale-há- skóla í Bandaríkjunum áður en hann stofnaði Alibaba árið 1999. Tsai er eigandi háfleiksliðs í Hong Kong, en hann er mikill aðdáandi þessarar íþróttagreinar sem er flestum Vestur landabúum nokkuð framandi. 5 Evan Williams Metinn á: 395 milljarðar Þjóðerni: Bandaríkin Ríkur vegna: Twitter n Um Williams er stundum sagt að hann hafi farið frá 140 stafabilum (hámarkslengd tísta á Twitter) yfir í að eiga tæplega 400 milljarða króna. Og það á innan við einum áratugi. Williams er meðstofnandi samskiptavefjarins Twitter og jukust auðæfi hans verulega þegar Twitter fór á hlutabréfamarkað í október síðastliðnum. Þó að hann sitji enn í stjórn fyrirtækisins ein- blínir hann þessa dagana að stóru leyti á bloggvél sína, Medium, sem nýtur sívaxandi vinsælda. 6 Issad Rebrab Metinn á: 361 milljarður Þjóðerni: Alsír Ríkur vegna: Matvæli n Rebrab er sonur uppreisnar- manns sem barðist í sjálfstæðisstríði Alsíringa við Frakka upp úr miðri tuttugustu öldinni. Rebrab er talinn vera fyrsti milljarðamæringurinn sem kemur frá Alsír, en hann er áttundi ríkasti maður Afríku. Hann á auðæfi sín að þakka matvælafyrir- tæki sínu Cevital sem er stærsta einkarekna fyrirtæki Alsír. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1988, einblínir á matvælaframleiðslu en er einnig fyrirferðarmikið á öðrum vettvangi í Alsír, meðal annars í stáliðnaði og landbúnaði. 7 Lawrence Ho Metinn á: 338 milljarðar Þjóðerni: Hong Kong Ríkur vegna: Spilavíti n Lawrence Ho er sonur Stanley Ho, sem er lifandi goðsögn í heimi spilavíta í sérstjórnarhéraðinu Makaó í Kína. Í umfjöllun Forbes um Lawrence kemur fram að virði hlutabréfa í fyrirtæki hans Melco International hafi hækkað mikið undanfarin misseri, en fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið á og rekur spilavíti í Makaó og í Maníla, höfuðborg Filippseyja. Makaó dregur til sín milljónir ferða- manna á hverju ári og halda ófáir þangað eingöngu til að heimsækja spilavítin. 8 Brian Acton Metinn á: 338 milljarðar Þjóðerni: Bandaríkin Ríkur vegna: WhatsApp n Líkt og Jam Koum á Brian Acton auðæfi sín að þakka smáforritinu WhatsApp sem Facebook keypti á dögunum fyrir stjarnfræðilega upphæð. Árið 2009 sótti Acton um starf hjá Facebook, en hafði ekki erindi sem erfiði. Á þeim tíma var hann reynslumikill verkfræðingur sem meðal annars hafði starfað fyrir Yahoo! og Apple. Það sem gerðist eftir það þekkja allir, Face- book keypti WhatsApp og gerði Acton um leið að margföldum milljarðamæringi. 9 F. Alakija Metin á: 282 milljarðar Þjóðerni: Nígería Rík vegna: Olíuiðnaður n Alakija er fyrsta konan í sögu Nígeríu sem verður milljarða- mæringur, samkvæmt umfjöllun Forbes. Á áttunda áratugnum vann hún sem ritari í banka áður en hélt til Bretlands til að læra fata- hönnun. Þegar hún sneri aftur til Nígeríu stofnaði hún fatafyrirtækið Supreme Stitches sem framleiðir fín föt fyrir heldri konur í Nígeríu. Þaðan lá leiðin í olíubransann þar sem hún er meðal annars varafor- maður stjórnar í olíufyrirtækinu Famfa Oil Limited. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.