Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 4
Vikublað 25.–27. mars 20144 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. Erfitt að svara um ráðherrabústað Hafa tekið sér átta daga í að bregðast við fyrirspurn DV Þ eir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórn- arinnar, og Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, hafa tekið sér átta virka daga í að svara fyrirspurn DV er snýr að forsætisráðherrabústaðn- um á Þingvöllum og notkun á hon- um. DV spurði meðal annars hverj- ir hefðu heimsótt Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðherra- bústaðinn það sem af er kjörtímabili og hvort Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, hefði verið á meðal gesta. Fyrirspurnin var fyrst lögð fram hinn 13. mars og síðast ítrekuð í gær, mánudag. Þá fengust þau svör frá Jóhannesi að málið væri í vinnslu. Það vakti nokkra athygli á dögun- um þegar Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður fullyrti að Sig- mundur og Davíð hefðu nýverið dvalist næturlangt í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum þar sem þeir hefðu meðal annars gætt sér á viskíi sem Ólafur Thors hélt mikið upp á. Jóhannes Þór, aðstoðar- maður Sigmundar, sagðist ekki vita hvað væri hæft í þessu en ítrekaði þó að Sigmundur drykki ekki viskí. Síð- ar birtust nafnlaus skrif í Stakstein- um Morgunblaðsins þar sem full- yrt var að Davíð hefði ekki dvalið nætur langt á Þingvöllum síðan hjá Þorsteini Pálssyni árið 1987. DV bíð- ur eftir svörum við spurningum sín- um en þær snúast meðal annars um það hversu mikið forsætisráðherra hefur nýtt sér forsætisráðherrabú- staðinn á yfirstandandi kjörtímabili og hversu mikill kostnaðurinn hefur verið. n jonbjarki@dv.is Andar köldu á milli Bjarna og Sigmundar Bjarni Benediktsson vissi ekki af ferð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra til útlanda A far stirt er á milli leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tveggja. Samskipti á milli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráð- herra og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, eru í lágmarki. Þetta herma heim- ildir DV innan úr ríkisstjórnar- flokkunum. DV hefur áður greint frá vax- andi óánægju með samstarfið inn- an Sjálfstæðisflokksins en Evrópusambands- málið hefur reynst vatn á myllu hinna óánægðu. Litlar lík- ur eru hins vegar taldar á því að það slitni upp úr ríkis- stjórnarsamstarfinu en lítill grundvöllur er til annars kon- ar ríkis- stjórnarmynsturs eins og þingið er samsett í dag. Eini möguleik- inn væri samstarf Framsóknar eða Sjálfstæðisflokks með tveimur öðrum flokkum. Vissi ekki af ferðinni Til marks um hálfgert kul í sam- skiptum ríkisstjórnarleiðtoganna tveggja má nefna að Bjarni hafði ekki hugmynd um að Sigmund- ur væri á leið til útlanda í frí í síð- ustu viku. Bjarni fékk vitneskju um ferðina þegar Sigmundur var lagð- ur af stað þrátt fyrir að hann eigi að leysa þann síðarnefnda af sem for- sætisráðherra. Þá sleppti ríkis- stjórnin að funda í fjarveru Sigmundar Davíðs en fundir eru jafnan haldn- ir einu sinni í viku. Það er ekki eina skiptið sem ríkisstjórnarfundum hef- ur verið frestað eða sleppt í fjarveru forsætisráðherra en DV greindi frá því í síð- ustu viku að enginn fundur hafi verið dagana 4.–11. mars síðastliðna þegar Sig- mundur Davíð var staddur í Kanada í boði Icelandair. Ósamstiga í umdeildum málum Ríkisstjórnar- samstarfið hef- ur að miklu leyti verið framsóknar- mönnum hagfelldara en sjálfstæð- ismönnum, í það minnsta hingað til. Strax þegar stjórn- arsáttmálinn var kynntur á Laugarvatni kom í ljós að sjálfstæðis- menn höfðu þurft að setjast í far- þegasætið. Hver nefndin á fætur annarri var kynnt til sögunnar að- eins stuttu eftir að Bjarni hafði far- ið mikinn á lands- fundi og lofað engum nefndum heldur aðgerðum strax. Flokkurinn hefur líka þurft að bakka í stórum, veigamiklum málum eins og afnámi verð- tryggingar og skuldaniður- fellingu stjórnvalda. Bæði málin voru forsenda sam- starfsins en þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa margir ver- ið gagnrýnir á þær, bæði fyrir og eftir kosningar. Samskiptaleysið í stjórn- arliðinu hefur líka sett mark sitt á Evrópumálin. Ekki er einhugur um mál- ið innan Sjálf- stæðisflokksins þrátt fyrir að flestir séu sam- mála um að vilja standa utan sam- bandsins. Á meðan hver sjálfstæðis- maðurinn á fætur öðr- um hefur stigið fram og reynt að opna á breytingar á málinu hefur lítið heyrst frá Sig- mundi annað en rétt- lætingar á ákvörðun- inni. Það er þó með þetta mál eins og önn- ur að ólíklegt er að það muni kljúfa stjórn- ina. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Kuldi Heimildir DV herma að kuldi sé í samskiptum Bjarna og Sigmundar. Það verður þó ekki til þess að upp úr slitni. MynD Þorri Lítið annað í boði Annað mynstur kallar á fjóra flokka n Framsóknarflokkur, 19 þingmenn n Sjálfstæðisflokkur, 19 þingmenn n Samfylkingin, 9 þingmenn n Vinstri græn, 7 þingmenn n Björt framtíð, 6 þingmenn n Píratar, 3 þingmenn Ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn án aðkomu annaðhvort Framsóknar eða Sjálfstæð- isflokks. Samanlagt mynda flokkarnir sterkan 38 manna meirihluta á þingi. Hvor flokkur gæti myndað meirihluta með þátttöku tveggja úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Bjartri framtíð. Fjögurra flokka stjórn þyrfti til að Píratar ættu aðgang að stjórnarborðinu. Í vinnslu Jóhannes Þór Skúlason sagði í samtali við blaðamann á mánudag að málið væri í vinnslu. Þjófur gripinn með bjór Rétt fyrir klukkan þrjú að- fararnótt mánudags var tilkynnt um innbrot í austurborginni. Farið hafði verið inn á veitinga- stað með því að brjóta rúðu í hurð baka til. Í dagbók lögreglu kemur fram að einn maður hafi verið handtekinn á vettvangi og var hann búinn að taka út bjór úr kæli er öryggisverðir komu að honum á vettvangi. Maður- inn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þessa sömu nótt var öku- maður stöðvaður í Breiðholti vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi við Kollafjörð, en ökumaður henn- ar er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Forseti á snjóflóða- æfingu Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, tóku þátt í snjóflóða- æfingu hjá Björgunarhunda- sveit Íslands í Steingrímsfirði á Ströndum á sunnudag. Héraðs- miðillinn BB.is greindi frá þessu en þar kom fram að þátttak- endur á æfingunni hefðu meðal annars verið björgunarhund- ar og björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal. Forseta- hjónin voru síðan á Hólmavík á mánudag þar sem þau heim- sóttu meðal annars Grunn- og tónskóla Hólmavíkur, leikskól- ann Lækjarbrekku sem og Þró- unarsetrið á Hólmavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.