Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 8
Vikublað 25.–27. mars 20148 Fréttir Illugi Gunnarsson segir embætti ríkislögmanns hafa úrskurðað áminningu Hrafnhildar Ástu ólögmæta I llugi Gunnarsson viðurkenn- ir að hann hafi talið það óheppi- legt að Hrafnhildur Ásta Þor- valdsdóttir hafi ekki sagt frá því í umsóknarferlinu um starf fram- kvæmdastjóra LÍN að hún hafi feng- ið áminningu í starfi sínu í um- hverfisráðuneytinu. „Ég tók það upp við hana og sagði að það hefði ver- ið óheppilegt og heldur verra að svo hefði ekki verið og innti hana eft- ir þessu. Hún hafði sínar ástæður sem meðal annars undirstrikast af því að þessi áminning var dregin til baka. Það var augljóslega gert á mál- efnalegum forsendum. Þetta er það sem máli skipti fyrir mig,“ segir Illugi þegar hann er spurður um áminn- inguna sem hún fékk í starfi. DV hefur gert tilraunir síðustu tvær vikurnar til þess að taka viðtal við Illuga Gunnarsson um málið en vegna anna gat ráðherrann ekki orðið við þeirri beiðni fyrr en um helgina. Blaðið hefur fjallað um ráðningu Hrafnhildar Ástu síðustu vikurnar en hún var ráðin í starfið þrátt fyr- ir að hafa ekki verið metin hæfust af stjórn Lánasjóðsins og þrátt fyrir að hafa fengið áminningu í starfi sínu í umhverfisráðuneytinu sem dregin var til baka rétt áður en hún var ráð- in í starfið hinn 25. október síðast- liðinn. Sá umsækjandi sem metinn var hæfastur, Kristín Egilsdóttir, hefur ákveðið að leita réttar síns út af ráðn- ingunni á Hrafnhildi Ástu fyrir dómi. Hrafnhildur Ásta er náfrænka Davíðs Oddssonar, líkt og komið hef- ur fram. „Hefði ég átt að sleppa því að ráða hana af því hún er ættuð eins og hún og er?“ spyr Illugi en hann er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs. Takmarkaður rökstuðningur Í bréfinu með rökstuðningi mennta- málaráðuneytisins fyrir ráðningu Hrafnhildar Ástu er takmarkað- ur rökstuðningur fyrir þeirri niður- stöðu. Í raun er niðurstaðan ekki rök- studd heldur segir: „Ráðuneytið tók viðtöl við þrjá umsækjendur sem stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna lagði til í umsögn sinni og til- lögu og var það niðurstaða mennta- og menningarmálaráðherra að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir væri best til þess fallin að starfa sem framkvæmdastjóri Lána- sjóðs íslenskra námsmanna.“ Þar á eftir er upptalning á menntun Hrafnhildar Ástu og fyrri störfum án þess þó að útskýrt sé af hverju þessi atriði hafi gert það að verkum að hún fékk starfið. Illugi vill hins vegar meina að þessi rökstuðningur sé hefðbundinn. „Hún [ráðuneytisstjór- inn í menntamálaráðuneytinu] birtir í bréfinu sem hún sendir hvaða þætt- ir það voru sem horft var til þegar ákveðið var að ráða hana Hrafn- hildi Ástu,“ segir Illugi spurður um af hverju ekki sé vísað til neins skriflegs rökstuðnings fyrir þeirri ákvörðun hans að ráða Hrafnhildi Ástu Þor- valdsdóttur í starf fram- kvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. „Það er ekki farið í það að bera saman umsækjendur heldur er bara þarna sagt hvaða þættir það voru sem réðu því að hún var ráðin.“ Deilt um rökstuðning Blaðamaður: „Finnst þér þetta vera rökstuðningur fyrir niðurstöðunni? Þetta er í raun upptalning á því sem hún hefur gert í lífinu.“ Illugi: „Þetta er sagt með almenn- um hætti. Það eru tekin viðtöl við þrjá umsækjendur. Að þeim viðtöl- um teknum þá er þetta niðurstað- an og þetta eru þeir helstu þættir sem horft er til. Það eru þessir þætt- ir sem saman ráða niðurstöðunni, til dæmis þessi þekking hennar á stjórn- sýslulögum sem skiptir verulegu máli þegar kemur að því að stýra Lána- sjóðnum.“ Blaðamaður: „Það er ekkert í þess- um rökstuðningi sem bendir til þess að þetta sé byggt á mati sem er niður- staðan af einhverju ferli sem átti sér stað inni í ráðuneytinu eftir að þú fékkst gögnin frá Lánasjóðnum. Af hverju er ekki vísað í eitthvað skriflegt í þessum rökstuðningi?“ Illugi: „Stjórnin leggur til þessa þrjá einstaklinga og ég les yfir þau gögn sem því fylgja og allt sem þar kemur fram. Þessi gögn eru auðvitað megin- gögn málsins. Síðan er bara mismun- andi túlkun, eða niðurstaða á því, hvað stjórn Lánasjóðsins og mér finnst um vægi einstakra þátta. Ég tek svo viðtöl við þessa einstaklinga til að átta mig á persónuleika þeirra og bakgrunni. Á grundvelli þessa er tekin ákvörðun.“ Vel unnið ferli Þeir sem þekkja til ráðningarferlis- ins segja að það hafi verið vel unnið hjá stjórn LÍN. Einn heimildarmað- ur segir að það hafi verið vel unnið þar til að Illugi Gunnarsson fékk mál- ið í hendurnar. Illugi sjálfur segir að ráðningarferlið hafi verið vel unnið. „Já, þetta var vel unnið að öllu leyti.“ Spurningin sem eftir stendur í málinu er hvort Illugi Gunnarsson og ráðuneyti hans hafi unnið ráðn- ingarferlið vel eftir að málið kom frá stjórn LÍN. Blaðamaður: „Heldur þú að um- boðsmaður Alþingis muni kaupa þennan rökstuðning?“ Illugi: „Af því ég þekki þetta ferli og veit hvaða vinna var lögð í þetta, með hvaða hætti þessi vinna var unnin, þá hef ég engar áhyggjur af því.“ Illugi tekur það fram ítrekað í við- talinu að hann hafi ekki verið bund- inn af niðurstöðu stjórnar LÍN um hæfasta umsækjandann. „Staðn- æmdist auðvitað við þessa þrjá en þó vil ég taka það fram að ég var ekki bundinn af niðurstöðu hennar.“ Blaðamaður: „Niðurstaða stjórn- ar Lánasjóðsins var nokkuð afgerandi í þá átt að annar umsækjandi væri hæfastur. Af hverju, fyrst þetta var svona vel unnið hjá stjórninni, kemst þú að annarri niðurstöðu?“ Illugi: „Ef það væri þannig að stjórnin hefði bara talið einn um- sækjanda hæfastan og hefði bara sent mér eitt nafn þá væri þetta kannski svolítið öðruvísi. En þetta var ekki þannig heldur sendi hún mér þrjú, þótt enginn hefði sagt þeim að gera það. Síðan er það bara mitt mat, eft- ir að hafa farið í gegnum gögnin og eftir að hafa tekið viðtöl, að þessi um- sækjandi standi best að vígi af þess- um þremur […] Niðurstaða stjórnar- innar bindur hendur mínar ekki með nokkrum hætti.“ „Fékk ekki áminningu“ Þegar Illugi er spurður að því hvort sú staðreynd að Hrafnhildur Ásta hafi fengið áminningu í starfi hafi ekki haft nein áhrif á þetta mat hans, segir hann: „Nei, hún fékk ekki áminningu því hún var dregin til baka. Út af því að hún var dregin til baka þá má ég ekki láta það hafa nein áhrif á mig.“ Blaðamaður: „Skipti það virkilega engu máli varðandi mat þitt á um- sækjendunum að hún var ekki metin hæfust og hún hafði fengið áminn- ingu í starfi vegna einhvers konar samstarfsörðugleika?“ Illugi: „Mér er ekki heimilt, og hefði ekki verið heimilt, að láta áminningu sem hún fékk en var dreg- in til baka hafa áhrif á mig […] Þetta þýðir það að sama hvað gerðist þarna mátti ekki hafa nein áhrif á ákvörðun mína.“ Blaðamaður: „Fyrst þú lætur aðra matskennda og huglæga þætti hafa áhrif á mat þitt þegar þú ræður þessa manneskju í starfið, af hverju læt- ur þú þá áminninguna ekki líka hafa áhrif á þig? Við vitum alveg að hug- lægir og persónulegir þættir í fari fólks hafa áhrif á það hvernig við veg- um og metum fólk. Ertu að segja að þessi vitneskja þín hafi ekki haft nein áhrif á þig?“ Illugi: „Nei, ég lét það ekki hafa nein áhrif á mig. Það sem skiptir mig máli þegar ég ræð í þetta skref er hvort það sé áminning eða ekki.“ Ríkislögmaður taldi áminningu ólögmæta Illugi segir að hann hafi forvitnast um af hverju áminningin sem Hrafn- hildur Ásta fékk hafi verið dregin til baka. „Ég kannaði það hverju það hefði sætt að hún var dregin til baka. Hún var dregin til baka af því mál- ið hafði verið borið undir ríkislög- mann sem komst að því að áminn- ingin hefði verið ólögmæt.“ Illugi segir að ólögmæti áminningarinn- ar hefði ekki aðeins verið formlegs eðlis heldur líka efnislegs. „Þú verð- ur að athuga að það er ekki vanalegt að svona áminningar séu dregnar til baka.“ DV hefur gert tilraunir til að fá álit ríkislögmanns á áminningunni en það hefur ekki gengið. Ríkislög- maður benti á umhverfisráðuneytið en ráðuneytið vill ekki láta hana af hendi. Illugi segir að hinn 18. október 2013 hafi hann fengið tillöguna um ráðninguna í starf framkvæmdastjór- ans frá stjórn LÍN. Þá var búið að draga áminninguna sem Hrafnhild- ur Ásta fékk til baka. Viku síðar réði Illugi hana í starfið. „Ég lagði bara meiri áherslu á aðra þætti, meðal annars þekkingu hennar á stjórn- sýslulögum, en stjórn LÍN.“ Að þessu sögðu segist Illugi ekki hafa neitt að fela í ákvarðanatök- unni í málinu. „Ég hef ekkert að fela í þessu.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Óbundinn af niðurstöðunni Óheppilegt Illugi taldi óheppilegt að Hrafn- hildur Ásta skyldi ekki segja frá áminningunni en bendir á að hún hafi síðan verið dregin til baka. ,MynD SIGTRyGGuR ARI Sagði ekki frá Illugi segir áminninguna hafa verið dregna til baka á málefnalegum forsendum. „Ég hef ekkert að fela í þessu máli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.