Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 12
Vikublað 25.–27. mars 201412 Fréttir Ungbarnahristingur er oft umdeildur n Verjandi taldi málið ósannað n Engin sérfræðivitni héldu öðru fram U ngbarnahristingur hefur verið mikið til umræðu á undanförnum vikum en á föstudaginn var lauk aðal- meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem faðir fimm mánaða telpu, Scott James Carcary, var ákærður fyrir að hafa orðið vald- ur að dauða hennar. Banameinið er talið vera „shaken baby-syndrome“ eða ungbarnahristingur, það er að telpan hafi verið hrist og slegin svo harkalega að hún lést af áverkum sínum. Svo virðist sem mjög margir sér- fræðingar telji að kenningar um „shaken baby-syndrome“ byggi á góðum grunni. Þeir telja að það séu skýr merki um það hvernig slíkir áverkar myndist, það er að barn sé hrist svo harkalega að heili þess og höfuð- kúpa hreyfist mishratt með þeim af- leiðingum að heilinn slæst til og frá innan höfuðkúpunnar. Þrír áverkar þurfa að koma til svo að ungbarna- hristingur sé greindur, en það eru bólgur, eða útþensla, á heila, blæð- ingar í augnbotnum og innanbasts- blæðingar við heila. Þessu fylgja oft áverkar svo sem gripför og mar- blettir á hálsi barnsins, svokallað- ir „whiplash“-áverkar, sem benda til þess að höfuðið hafi slengst fram og til baka. Ljóst er að hristingurinn eða höggið þarf að vera umtalsvert. Umdeilt En ungbarnahristingur er ekki óum- deildur og á undanförnum árum hef- ur dómum er varða sakfellingar í slík- um málum verið snúið við. Það er, þar sem áður var sakfellt hefur nú verið sýknað. Dr. Waney Squier taugasjúk- dómafræðingur hefur verið í hópi þeirra sem telja að greiningaraðferð- ir við ungbarnahristing séu vafasam- ar, en hún var áður sérfræðivitni í ungbarnahristingsmáli þar sem hún bar vitni fyrir sækjanda. Hún telur að frekari rannsóknir sínar, frá 2005, sýni að líkur séu á að í fjölmörgum slíkum málum hafi rangur aðili verið sak- felldur fyrir að valda dauða barns. Hún hefur undanfarna þrjá ára- tugi rannsakað dauðsföll barna og ungbarnahristing og hefur meðal annars komið að sem rannsakandi að öðru íslensku ungbarnahristings- máli sem nú er verið að skoða hvort eigi að taka upp að nýju eftir sakfell- ingu. Hennar mat er að nýjar rann- sóknir geti leitt í ljós að það sem áður var talið ungbarnahristingur geti ver- ið eldri blæðingar, vítamínskortur eða jafnvel undirliggjandi sjúkdómar. Það sé eitthvað sem verði að afsanna áður en ákveðið sé að um ungbarna- hristing sé að ræða. Segir ósannað Verjandi Scott, Víðir Scott Petersen, sagði í munnlegum málflutningi að ekki væri hægt að færa sönnur á að barnið, sem var í klukkustund eitt með föður sínum, hefði feng- ið áverkana í umsjá hans. Meiri lík- ur væru á því að barnið hefði verið beitt slíku ofbeldi þegar það var eitt í umsjá móður sinnar, sem það var nokkrum sinnum þennan dag. Bar hann við að barnið gæti verið ein- kennalaust í allt að 72 klukkustund- ir eftir að hafa fengið áverkana, eitt- hvað sem sérfræðingarnir sem báru vitni töldu ekki geta hafa gerst. Þá taldi hann að sjúkdómar hefðu ekki verið útilokaðir í krufn- ingu, heldur hefði þvert á móti verið gengið út frá því að barnið hefði látist af völdum ungbarna- hristings. Hann taldi það vera ranga málsmeðferð, útiloka hefði átt allt annað en ungbarnahristing áður en að þeirri niðurstöðu hefði ver- ið komist. „Það hefði þurft ræki- legri og ítarlegri skoðun. Það er ekki sannað með óyggjandi hætti að hún hafi látist af völdum „shaken baby- syndrome“ og algjörlega ósann- að hvenær þessi hristingur átti sér stað,“ sagði Víðir. Fyrir héraðsdómi komu þó aðeins þessi tvö sérfræði- vitni sem bæði héldu öðru fram, en samkvæmt því sem fram kom í mál- flutningi Víðis hefur hann lagt fram fylgiskjöl með mörgum erlendum rannsóknum er varða ungbarna- hristing. Voru afdráttarlaus Í skýrslutökunum voru bæði heila- og taugasérfræðingurinn Ingvi H. Ólafsson og réttarmeinafræðingur- inn Regina Preuss mjög afdráttar- laus. Áverkar barnsins hefðu valdið því að það hefði misst meðvitund mjög stuttu eftir að þeir hefðu ver- ið veittir. Barnið hefði verið hrist og lík- lega slegið mjög harkalega. Áverkar sem bentu til þess að barnið hefði verið slegið voru marblettir við eyr- un, en á barninu voru einnig grip- för, sem bentu til þess að því hefði verið haldið mjög fast. „Hægt er að færa rök fyrir því að einstakir áverkar gætu átt sér aðrar skýringar en áverkarnir í heild eru dæmigerðir fyrir ungbarnahristing,“ sagði Reg- ina. Hún sagði einnig: „Hér er um að ræða svo massífa áverka að það er ekki neinn möguleiki á því að hann [sic] geti orðið til af gáleysi í leik eða við minniháttar pústra eða slys í dagsins önn.“ Í þessu tilfelli komu öll þrjú einkenni ungbarnahristings fram, en einnig marið við hálsinn og gripáverkar á líkama barnsins. Heilablæðingin var svo mikil í tilfelli þessa litla barns að heilinn þandist út til hægri og niður að mænu sem olli því að telpan missti meðvitund að mati réttarmeinafræðingsins. Saksóknari, Sigríður Friðjóns- dóttir, sagði það vera alveg skýrt, áverkar barnsins hefðu komið eftir hristing. „Það er ekki hægt að hrista barn af gáleysi og kreista það svo fast að það fái alla þessa áverka,“ sagði hún við munnlegan málflutn- ing síðastliðinn föstudag. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Hér er um að ræða svo massífa áverka að það er ekki neinn möguleiki á því að hann [sic] geti orðið til af gáleysi. Telur málið ósannað Víðir ræðir við umbjóðanda sinn, Scott James Carcary, í dómsal. Mynd SigTryggUr Ari Ungbarnahristingur Á undanförnum árum hafa komið upp mörg ungbarnahristingsmál í nágrannalöndum okkar en nú telja sérfræðingar að greiningaratriði þurfi endurskoðun. Mynd ShUTTerSTock Söludeildir læra af svikahrapp „Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ sagði athafnamaður- inn Jón Gunnar Geirdal í samtali við Vísi á mánudag. Hann er einn þeirra sem stendur að baki komu svikahrappsins Jordan Belford til Íslands. Belford sveik milljarða króna af fjárfestum sínum á tí- unda áratug síðustu aldar. Kvik- myndin Wolf of Wall Street er lauslega byggð á ævi hans. Hann mun halda námskeið í upphafi maímánaðar þar sem hann mun miðla visku sinni til Íslendinga. Miðaverð er á bilinu fjörutíu þús- und til fimmtíu þúsund krónur. Prestssetrið myglað Prestssetrið í Saurbæ er undir- lagt af myglusvepp. Fréttaveit- an Skessuhorn greinir frá þessu. Sóknarprestur í Saurbæ til átján ára, Kristinn Jens Sigurþórsson, segir í samtali við fréttaveituna að rekja megi myglusveppinn til raka í kjallara hússins. „Það fannst sprunga í hitaveituröri rétt utan við húsið og úr henni hafði lekið ofan í jarðveginn og undir húsið. Í janúar voru svo tekin sýni og athugun gerð á því hvort myglusvepp væri að finna í húsinu og niðurstaðan var sú að mikil sýking fannst í kjallar- anum ásamt smiti á efri hæðum hússins,“ segir Kristinn Jens. Póstmenn fá launahækkun Póstmannafélag Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Íslandspóst. Samningurinn var samþykktur með 73 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 866 en atkvæði greiddu 398 sem gerir kosningaþátttöku upp á 46 prósent. Póstmannafélagið er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýja kjarasamn- inga í atkvæðagreiðslu en fyrir skemmstu höfnuðu bæði Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og SFR-stéttarfélag í almanna- þjónustu nýjum samningum við Reykjavíkurborg. Samningurinn sem PFÍ hefur nú samþykkt gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Í samn- ingnum er meðal annars kveðið á um að frá 1. febrúar síðastliðnum hækka laun og aðrir launaliðir um 2,8 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.