Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Page 15
Vikublað 25.–27. mars 2014 Fréttir Viðskipti 15 Ó lafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, tók sér sex milljóna króna arð út úr móðurfélagi skólans í fyrra jafnvel þótt skólinn væri ekki starf­ andi. Þá lánaði hann einnig sextán milljónir króna út úr félaginu til „tengdra aðila“. Þetta kemur fram í ársreikningi Menntaskólans Hrað­ brautar fyrir árið 2012 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskatt­ stjóra á seinni helmingi síðasta árs. Ólafur Johnson hefur greint frá því á heimasíðu Hraðbrautar að hann hyggist opna skólann aftur en honum var lokað eftir skólaárið 2011–2012 vegna þess að Alþingi, nánar tiltekið menntamálanefnd, vildi ekki halda áfram að veita fjár­ munum til skólans. Upp hafði kom­ ist að Ólafur hafði tekið sér 177 milljóna króna í arð út úr rekstrar­ félagi skólans og lánað háar fjár­ hæðir út úr honum, meðal annars til fasteignaverkefnis á vegum Nýsis hf. í Skotlandi. Ríkisendurskoðun vann svarta skýrslu um starfsemi Hraðbrautar á síðasta kjörtímabili og byggðist sú ákvörðun Alþingis að hætta fjárveitingum til skólans meðal annars á henni. Skuldaði menntamála- ráðuneytinu Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er opnun skólans á nýjan leik ekki gerð í sam­ vinnu við ráðuneytið. Hraðbraut skuldaði íslenska ríkinu 190 millj­ ónir króna vegna þess að skólinn fékk of mikið greitt frá ríkisvaldinu miðað við fjölda nemenda við skól­ ann. Því má segja að peningarnir hafi runnið frá ríkinu, inn í Hrað­ braut og þaðan út til eiganda skól­ ans. Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum í fyrra hafði Hraðbraut ekki endurgreitt íslenska ríkinu þessa fjármuni. Í fjölmiðlum á sínum tíma var sagt frá því að Hraðbraut hefði greitt 65 milljónir króna til baka til ríkisins af þessari skuld. Samkvæmt orðsendingu sem Ólafur Johnson sendi frá sér á Face­ book í vikunni þá verður Hraðbraut nú rekinn án fjárstuðnings frá ríkinu enda hefur menntamálaráðuneytið ekki viljað semja við skólann að nýju: „Menntaskólinn Hraðbraut verður rekinn án fjárstuðnings rík­ isins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skól­ ann vegna fjárhags ríkissjóðs. Ekki er hægt að bíða með að hefja skóla­ starf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mik­ ill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skóla­ gjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir).“ Fjárfesti í eigin félagi Samkvæmt ársreikningi Hraðbraut­ ar ehf. á félagið eignir upp á rúmar 40 milljónir króna. Þar af eru rúm­ lega 16 milljónir króna kröfur á tengda aðila. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á rúmlega 21 milljón króna. Eiginfjárstaða félagsins er því jákvæð upp á rúmlega 20 millj­ ónir króna. Félagið er því borgunar­ aðili fyrir að minnsta kosti hluta skulda sinna við íslenska ríkið. Eignir félagsins lækkuðu um rúmlega 40 milljónir króna á milli áranna 2011 og 2012. Helsta ástæð­ an fyrir þessu er fjárfesting upp á rúmlega 30 milljónir króna í eignarhaldsfélaginu Sveinn ehf. á árinu 2012 en það félag hét áður Gagn ehf. og er í eigu Ólafs Hauks Johnson. Það félag tók þátt í fjár­ festingarverkefni Nýsis í Skotlandi sem áður var nefnt. Ólafur notar því enn Hraðbraut til að taka sér arð út úr félaginu og lána fjármuni þess til félaga sem honum tengjast. Á sama tíma ligg­ ur fyrir að félagið skuldar ríkinu fjármuni sem ekkert í ársreikning­ um félagsins bendir til að félagið hafi greitt þrátt fyrir að geta það að hluta. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann. Ólafur tók sér sex milljóna arð í fyrra n Ætlar að opna Hraðbraut aftur n Skuldar ríkinu meira en hundrað milljónir Arðgreiðsla og lán Ólafur Johnson ætlar að opna Hraðbraut aftur án fjármagns frá ríkinu. Hann tók sex milljóna arð út úr móðurfélagi skólans í fyrra og lánaði fé út úr því. Frestur Árna Páls-laganna að renna út Frumvarp kynnt sem framlengir frestinn um fjögur ár V iðskiptavinir lánafyrirtækja sem hyggja á málarekstur vegna leiðréttinga á lána­ samningum hafa frest til 16. júní í sumar til þess að stefna viðkom­ andi fyrirtæki. Þá rennur út sá frestur sem lánþegar hafa, en það er vegna fyrningarreglu í lögum sem kennd eru við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar. Á þessum degi, árið 2010, voru samningar Lýsingar fyrst dæmdir ólöglegir og því mið­ aðist dagsetning fyrningarfrests við hann. Frumvarp um breytingu á þess­ um lögum var lagt fram af efnahags­ og viðskiptanefnd hinn 18. mars síð­ astliðinn, en aðeins 17 dagar eru eftir af þinginu og því ekki langur tími til stefnu ef samþykkja á lögin. Í frum­ varpinu segir að fyrningarfresturinn skuli vera átta ár, og muni því gilda til 16. júní 2018. Í greinargerð frum­ varpsins segir meðal annars að Hæsti­ réttur hafi komist að þeirri niður­ stöðu að áttundi kafli laga um vexti og verðtryggingu veitti ekki heimild til að tengja fjárskuldbindingar í íslensk­ um krónum við gengi erlendra gjald­ miðla. „Í kjölfar þeirrar niðurstöðu reis réttarágreiningur sem vart á sér hliðstæðu á íslenskum fjármálamark­ aði og ekki hefur enn verið að fullu til lykta leiddur.“ Þeir sem ætla að stefna slíkum fyr­ irtækjum þurfa því að hafa hraðan á, en lögfræðingur sem DV ræddi við sagði að þótt krafan þyrfti að vera lögð fram í síðasta lagi hinn 16. júní, þá þýddi lítið að leita til lög­ fræðings þann dag. Því þyrfti fólk að koma sér að verki sem allra fyrst, en undirbúningur slíkra mála tekur mislangan tíma. „Því fyrr því betra, það þýðir ekki að koma á fyrsta degi. Það þarf að útbúa stefnu, sem er það eina sem slítur þennan fyrningar­ frest, ef lögin standa óbreytt,“ segir lögfræðingurinn. n rognvaldur@dv.is Að renna út Fyrningar- frestur í Árna Páls-lögun- um miðast við 16. júní 2014. Laun hækkuðu milli ára Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni hækkuðu laun um 5,7 prósent á milli áranna 2012 og 2013, en ársmeðal­ tal vísitölu launa sýnir þetta. Laun á almennum vinnumark­ aði hækkuðu um 6,1 prósent að meðaltali, en laun opinberra starfsmanna um 4,9 prósent. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára, um 7,5 prósent en laun iðnaðarmanna hækk­ uðu minnst, um 5,3 prósent. Í heild hækkuðu laun mest í fjár­ málaþjónustu, vátryggingar­ starfsemi og hjá lífeyrissjóð­ um en minnst í iðnaði. Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra laun og er gefin út í hverjum ársfjórðungi. Allir fá Auroracoin Nýjum, íslenskum, rafrænum gjaldmiðli var dreift til allra Ís­ lendinga á miðnætti á mánu­ daginn síðastliðinn. Gjald­ miðillinn kallast Auroracoin, en hann er byggður á Bitcoin­ gjaldmiðlinum sem hefur verið í stöðugri sókn á síðustu árum. Ólíkt Bitcoin, fá allir Íslendingar gjaldmiðilinn gefins ákveðna upphæð en þurfa síðan að verða sér úti um gjaldmiðilinn með kaupum og sölu eða með því að vinna sér inn fyrir honum. Upphæðin verður 31,8 AUR, en markaðsvirði upphæðarinnar var tæpar 40 þúsund krónur á mánudag. MP banki selur Lykil Fjármögnunarfyrirtækið Lýs­ ing hefur keypt rekstur Lyk­ ils hf., sem var eignaleigusvið MP banka. Lykill hefur, líkt og Lýsing, boðið bílasamninga, bílalán og kaupleigusamn­ inga til fjármögnunar atvinnu­ tækja. Þeirri starfsemi verður haldið áfram undir merkjum Lykils og viðskiptavinir fyrir­ tækisins munu ekki verða varir við breytingar. Í tilkynningu frá MP banka segir að salan á Lykli sé liður í því að skerpa á sér­ hæfðri bankaþjónustu og um leið einfalda skipulag bankans og auka áherslu á kjarnastarf­ semi. Samningar um kaupin voru undirritaðir á föstudaginn síðastliðinn og kaupin hafa nú gengið í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.