Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 25.–27. mars 2014
Skilin eftir heima
n Karoline Arntsen er með Downs-heilkenni n Bekkurinn fór til Kanarí
M
ál átján ára stúlku, Karoline
Arntsen, hefur vakið tals-
verða athygli í Noregi eft-
ir að greint var frá því að
skólafélagar hennar hefðu farið í
skólaferðalag til Kanaríeyja án þess
að láta hana vita. Karoline, sem er
með Downs-heilkenni, stundar
kokkanám við Ole Vig-menntaskól-
ann í nágrenni Þrándheims.
Það var ekki fyrr en daginn áður
en bekkjarfélagar Karoline héldu
í skólaferðina að móðir hennar
komst að því að ferðin væri fyrir-
huguð. „Ég fékk símtal frá aðstoðar-
manni Karoline sem sagði mér að
engin kennsla yrði í vikunni á eftir
og Karoline þyrfti að læra í matsal
skólans þar sem eldhúsið yrði lok-
að,“ segir móðir hennar, Cathrine,
í samtali við Verdens Gang. Þegar
hún fór að grennslast fyrir um málið
kom í ljós að bekkurinn væri á leið til
Kanaríeyja, en enginn hafði haft fyr-
ir því að láta Karoline vita af ferðinni
og því var þátttaka hennar útilokuð
strax frá byrjun. Bekkurinn hélt utan
og var útlit fyrir að Karoline þyrfti að
gera sér að góðu að sitja heima.
Eftir að VG greindi frá málinu í
síðustu viku fóru hjólin þó að snú-
ast. Margir sýndu Karoline stuðning
á samskiptavefjum á borð við Face-
book og Twitter. Að lokum fór svo að
skólameistari Ole Vig-skólans fann
farsæla lausn á málinu; var Karoline
boðið að fljúga til Kanaríeyja og
vera með bekkjarfélögum sínum.
„Mér finnst þetta bara frábært. Ég
ætla að njóta mín og slaka á,“ sagði
Karoline í viðtali við VG áður en hún
hélt utan. n
U
ngar breskar stúlkur leiðast
nú oft og tíðum inn í gengja-
félagsskap og eiga þar undir
högg að sækja. Oftar en ekki
eru það stúlkur sem standa
illa félagslega og andlega sem leita í
slíkan félagsskap en þar þurfa þær
að sanna sig með glæpum og þeim
er oft misþyrmt til þess að bjóða þær
„velkomnar“ í hópinn. Oftar en ekki
er stúlkunum nauðgað og það kallað
„manndómsvígsla“.
Þetta kemur fram í nýrri skýr-
slu sérfræðingahóps sem Iain
Duncan Smith skipaði er hann var
formaður breska íhaldsflokksins á
árunum 2001–2003. BBC greinir frá,
en hópurinn er kallaður miðstöð fé-
lagslegs réttlætis (e. Centre for social
Justice eða CSJ) og þykir hægrisinn-
aður pólitískt. Skýrslan var unnin í
samstarfi við sérfræðinga sem starfa
með ungmennum, félagsráðgjöfum
og góðgerðafélögum. Þau ræddu við
ungmenni sem hafa tengst þessari
gengjamenningu, bæði núverandi
og fyrrverandi gengjameðlimi af
báðum kynjum. Þá var farið yfir mál-
in með bresku félagsþjónustunni
og öðrum sem koma að starfi með
ungmennum. Niðurstaðan er sú
að stúlkurnar telja eðlilegt og eftir-
sóknarvert að vera meðlimur í gengi
enda telja þær sig vera verndaðar af
genginu. Þrátt fyrir þessa trú þeirra
bendir allt til þess að ungar stúlkur
verði fyrir skelfilegu ofbeldi í slíkum
félagsskap.
Ógnvænleg niðurstaða
Niðurstaða rannsóknarinnar er ógn-
vænleg. Þar má lesa að þrýst er á
ungar stúlkur að vera burðardýr fyr-
ir fíkniefni og fíkniefnasalar. Þá eru
nefnd dæmi um telpur sem ekki eru
eldri en átta ára gamlar sem tengjast
fíkniefnasölu. Stúlkurnar eru beðn-
ar um að flytja vopn og fíkniefni á
milli staða, jafnvel í barnavögnum
þar sem minni líkur eru á að þær
verði stöðvaðar af lögreglu og leitað
á þeim.
Mörg dæmi eru um að ungar
stúlkur verði fyrir þrýstingi um að
stunda kynlíf og jafnvel stunda
vændi. Oft er þeim nauðgað, jafnvel
af hópi pilta. Í skýrslunni eru gróf at-
vik dregin upp og því haldið fram að
dæmi séu um að tíu piltar misþyrmi
einni stúlku.
Misþyrmt til hlýðni
Ef stúlkurnar hlýða ekki, eða gagn-
rýna félaga sína, er nauðgunum
beitt sem refsingum og er til dæmi
þess að ungri stúlku var rænt og
henni haldið nauðugri meðan henni
var refsað grimmilega fyrir gagn-
rýni. Stúlkurnar eru einnig skotmörk
annarra gengja. „Óvinurinn“ reyn-
ir að ræna þeim til þess að klekkja
á hinum félagsskapnum. Þar kemur
kynferðisleg misnotkun einnig við
sögu og grimmilegar refsingar sem
tengjast oftar en ekki misþyrming-
um og nauðgunum.
Erfitt líf
Þessi harði heimur kemur niður á
stúlkunum, og drengjum, á mörgum
sviðum. Ekki aðeins missa þau tök-
in á lífi sínu og leiðast út í glæpi held-
ur flosna þau upp úr skóla og missa
tengsl við samfélagið og traust fjöl-
skyldu sinnar. Miklar líkur eru á að
þau smitist af kynsjúkdómum, verði
eiturlyfjaneytendur eða deyi enda
leggja þau líf sitt í hættu í félagsskapn-
um. Edward Boyd, sérfræðingur hjá
breska velferðarráðuneytinu, segir
að ljóst sé að skýrslan hafi afhjúpað
grimma undirheima sem fólk hafði
hundsað. „Þau lifa í hliðarheimi þar
sem nauðganir eru vopn og burðar-
dýr eru normið,“ segir hann. Sérfræði-
hópurinn segir að þrátt fyrir þessa
grimmu skýrslu sé ljóst að vandamál-
ið sé stærra og meira en hægt væri að
gera sér grein fyrir. Líklegt sé að um
2.500 börn, sem tengd eru gengjum,
hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Því eru líkur á því að skýrslan sé að-
eins toppurinn á ísjakanum. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Þau lifa í hliðar-
heimi þar sem
nauðganir eru vopn og
burðardýr eru normið.
Stúlkum
nauðgað í
„manndóms-
vígslum“
n Svört skýrsla afhjúpar hræðilegt ofbeldi n Kynferðislegt ofbeldi í gengjum
Harður heimur
Stúlkurnar mega
þola misþyrmingar
og ofbeldi. SviðSEtt MynD
Sigtryggur Ari JÓHAnnSSon
Í mál vegna
lottóvinnings
Ítölsk kona, Caterina Gentile,
hefur höfðað mál gegn ítalska
ríkissjónvarpinu, RAI. Caterina
keypti sér lottómiða í SuperEna-
lotto, í nóvember 2008. Eftir út-
dráttinn voru vinningstölurnar
lesnar upp í sjónvarpi og trúði
Caterina vart sínum eigin eyr-
um. Hún vann ígildi 5,3 milljarða
króna. Draumurinn breyttist í
martröð skömmu síðar þegar
þulurinn baðst afsökunar á að
hafa lesið upp rangar tölur.
Ítalska ríkissjónvarpið viður-
kenndi að mistök hefðu átt sér
stað og bauð Caterinu tæpar
þrjár milljónir í bætur. Hún féllst
ekki á það og hefur höfðað mál.
Hún krefst 80 milljóna vegna
þess áfalls sem hún varð fyrir.
Enn leitað
að Kony
Bandaríkjamenn ætla að senda
herflugvélar og -þyrlur til Afríku
til að leita að uppreisnarforingj-
anum Joseph Kony. Kony er eft-
irlýstur af Alþjóðastríðsglæpa-
dómstólnum fyrir stríðsglæpi.
Umfangsmikil leit, frá árinu 2011,
hefur ekki borið árangur. Hreyf-
ing Konys, Frelsisher drottins,
hefur það orð á sér að nema börn
á brott og þjálfa barnunga drengi
til hermennsku. Dæmi eru um
að mjög ungar stúlkur hafi ver-
ið notaðar sem kynlífsþrælar. Í
frétt á vef BBC kemur fram að
drengir hafi verið neyddir til að
myrða foreldra sína, til þess að
tryggja að þeir flýðu ekki aftur
heim. Frelsis herinn hefur ver-
ið til frá níunda áratug liðinn-
ar aldar. Bandaríkjamenn hafa
boðið hverjum þeim sem getur
gefið upplýsingar sem leiða til
handtöku Konys fimm milljónir
Bandaríkjadala, eða 570 milljón-
ir króna.
Farsæl lausn Karoline fékk að lokum að
fara til Kanaríeyja með bekknum. Er það
ekki síst viðbrögðum norsks almennings
að þakka.
Löður er með
á allan bílinn
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn
Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti