Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 22
Vikublað 25.–27. mars 201422 Umræða
Umsjón: Henry Þór BaldurssonÞvermóðsku viðskiptafræði
Í
sland er þúfa og á henni mikið
lausafé. Og hingað til hafa lands-
menn, eins og féð, arkað nokk-
uð frjálslega um grundir og not-
ið landsins gæða. En nú er farið að
þrengjast að almannarétti tvífættra
Íslendinga. Vaxandi ferðamanna-
straumur eykur eftirspurn að nátt-
úruperlum landsins og breytir þeim í
féþúfu á féþúfu ofan. Peningar verða
til, spurningin hins vegar sú; hverj-
ir eiga að njóta? Í sjávarútvegi rukka
kvótahafar aðra landsmenn um að-
göngugjald og stinga í eigin vasa. Vilj-
um við sama háttinn á þegar kemur
að aðgengi náttúruperla?
Möguleiki Íslands liggur í auð-
lindunum, í gegnum þær geta lands-
menn haldið uppi almennri velsæld
og velferð. En það verður varla gert
nema með skýrri auðlindalöggjöf. Við
þurfum að spyrja okkur hversu djúpt
einkaeignaréttur á að ná, 20 metra,
200 metra eða alla leið til andfætling-
anna? Og hversu hátt, 20 metra eða til
tunglsins? Hvað teljast náttúruperl-
ur? Er Geysir eign Íslendinga eða
landeigenda? Finnst okkur sem þjóð
eðlilegt að óveiddur fiskur í sjó sé eign
einhvers? Rjúpnaveiði er takmörk-
uð, væri eðlilegt að einskorða veiði-
leyfin við rjúpnaskyttur síðastliðinna
þriggja ára, þær áframselji síðan leyf-
in og stingi kaupverðinu í eigin vasa?
Við höfum tvo kosti, annars vegar
að drífa í skýrri auðlindalöggjöf sem
tryggir rétt þjóðarinnar til lands- og
sjávargæða, hins vegar að reka sam-
félagið með skattpíningu og einstaka
framlagi velviljaðra auðmanna sem
einir sitja á féþúfunni. n
Féþúfan Ísland
Lög og mannréttindi brotin
A
ldraðir og öryrkjar hafa
mikið knúið á stjórnvöld að
leiðrétta kjaraskerðinguna
(og kjaragliðnunina), sem
þessir hópar urðu fyrir á
krepputímanum. Meðaltekjur ör-
yrkja (allar tekjur þeirra, þar á með-
al fjármagnstekjur) hækkuðu aðeins
um 4,7 prósent á tímabilinu janúar
2009 til janúar 2013. Á sama tímabili
hækkaði launavísitalan um 23,5 pró-
sent. Og vísitala neysluverðs hækk-
aði um 20,5 prósent á sama tímabili.
Af þessum tölum er ljóst, að
kjaragliðnun sú, sem öryrkjar urðu
fyrir á tímabilinu 2009–2013 er mikil.
Aðalástæðan er sú, að í janúar 2009
var 69. grein almannatryggingalag-
anna tekin úr sambandi og lífeyrir
öryrkja og aldraðra var frystur. Sam-
kvæmt þessari grein á lífeyrir aldr-
aðra og öryrkja að hækka í sam-
ræmi við hækkanir launa og aldrei
að hækka minna en vísitala neyslu-
verðs hækkar.
Það var Talnakönnun, sem kann-
aði kaupmáttarskerðinguna fyr-
ir Öryrkjabandalagið. Talnakönnun
athugaði einnig breytingu bóta,
verðlags og launa á tímabilinu 2008–
2013. Þá kom eftirfarandi í ljós:
Lágmarkslaun hækkuðu á þessu
tímabili um 54,3 prósent en lífeyrir
einhleypra öryrkja hækkaði á sama
tímabili aðeins um 29 prósent. Líf-
eyrir sambúðarfólks hækkaði um
29,7 prósent.
Kjaraskerðingin 2009 var
óheimil
Kjör öryrkja og aldraðra voru einnig
skert með ráðstöfunum í ríkisfjár-
málum 1. júlí 2009. En þá voru kjör-
in ekki aðeins fryst heldur voru
kjörin færð niður, færð til baka. En
samkvæmt alþjóðasamningum,
sem Ísland er aðili að, þá er óheim-
ilt að færa kjör aldraðra og öryrkja
til baka. Ef ætlunin er að gera slíkt
vegna efnahagsáfalla, verða stjórn-
völd fyrst að leita annarra leiða. Það
var ekki gert 2009. Þess vegna var
kjaraskerðingin þá heimil.
Ef litið er á kjaraskerðingu aldr-
aðra á krepputímanum, kemur hið
sama í ljós og hjá öryrkjum. Lífeyr-
ir einhleypra eldri borgara hækk-
aði miklu minna en kaup láglauna-
fólks. Umræddur lífeyrir hækkaði
aðeins um 17 prósent á tímabilinu
2009–2013 ( miðað við þá, sem ein-
göngu hafa tekjur frá TR) en á sama
tímabili hækkaði kaup láglaunafólks
um 40 prósent. Kjaragliðnunin er
því eins mikil hjá öldruðum eins og
hjá öryrkjum, jafnvel aðeins meiri.
Þrátt fyrir skýr og ákveðin kosninga-
loforð bendir enn ekkert til þess,
að ríkisstjórnin ætli að leiðrétta
kjaragliðnun aldraðra og öryrkja
Brotin mannréttindi á öldruð-
um og öryrkjum
Það eru margir mannréttindasátt-
málar, sem Ísland hefur undirritað.
Þessir sáttmálar kveða á um það að
veita skuli öldruðum og öryrkjum
félagslegt öryggi og þeir kveða á um
ýmis önnur réttindi, sem tryggja
á öryrkjum og öldruðum. Einna
mikilvægastur þessara sáttmála er
mannréttindayfirlýsing Sameinuðu
þjóðanna. Þá skiptir samningur
Sameinuðu þjóðanna um málefni
fatlaðra miklu máli fyrir öryrkja.
Ísland hefur undirritað þann sátt-
mála en hann hefur enn ekki tek-
ið gildi hér á landi. Er nú unnið að
gildistöku sáttmálans. En það er
ekki nóg að undirrita samninga og
setja þá í gildi. Það þarf að fara eftir
þeim. Ég hefi áður skýrt frá því, að
það er óheimilt samkvæmt alþjóð-
legum mannréttindasamningum,
sem Ísland hefur samþykkt, að færa
réttindi aldraðra og öyrkja til baka,
þ.e. skerða þau eins og gert var 1.
júlí 2009. Ég kvartaði yfir því við
þáverandi mannréttindaráðherra,
Rögnu Árnadóttur, en hún gerði
ekkert með erindið. Hún stakk því
undir stól.
Mannréttindayfirlýsing SÞ kveð-
ur á um það, að allir eigi rétt á
lífskjörum, sem nauðsynleg eru til
verndar heilsu og vellíðan; þar á
meðal rétt til fæðis, klæða og félags-
legrar þjónustu. Enn fremur segir
þar, að allir eigi rétt á öryggi vegna
atvinnuleysis, veikinda, fötlun-
ar, fyrirvinnumissis, elli og annars,
sem skorti veldur. – Það er engin
spurning, að mannréttindi hafa
verið brotin á öldruðum og öryrkj-
um hér á landi. Lög hafa einnig ver-
ið brotin á öldruðum, þar eð í lög-
um um málefni aldraðra segir, að
aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við
aðra þegna þjóðfélagsins. Svo hefur
ekki verið. n
„Samkvæmt
alþjóðasamning-
um, sem Ísland er
aðili að, þá er óheimilt
að færa kjör aldraðra
og öryrkja til baka.
Björgvin Guðmundsson
form. kjaranefndar Félags eldri borgara
Aðsent
Er Geysir eign Íslendinga eða landeigenda?
„Er Geysir eign
Íslendinga eða
landeigenda?
Lýður Árnason
læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar
Kjallari
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
„Er þröngt
um þig í þessum
kassa þínum sem þú virðist
búa í?!?“
Sigríður Ragna Árnadóttir
skaut fast á mann sem sagði
Pólverja vera „vandræðagemsa“.
60
„Gyða, það er
augljóst að
þú og þinn fyrrverandi
eruð að glíma við skilnað.
Hann selur svo hundinn
og aumingja stúlkan situr
nú á milli í ykkar deilum.
Hundurinn var lasinn,
hún hjúkraði hann/hana
til heilsu aftur og það er
greinilegt að þau hafa
tengst mikið. Hvernig væri
að setjast niður og hugsa
málið til enda?“
Magnus Samuel Gunnarsson
reyndi að vera rödd skynsemi
í máli stúlku sem keypti
Papillon-tík af manni á bland.is. Fyrr-
verandi eiginkona mannsins segist eiga
hundinn.
43
„Skyndihjálp
á að vera
skyldufag í skóla finnst
mér.“
Bjarni Thor Arnason tjáði sig
um frétt af fjölmiðlamannin-
um Jóhannesi Kr. Kristjánssyni
sem veitti ungri stúlku fyrstu hjálp.
30
„Meira svona :D
Ánægður með
þennan framtakssama
og óspéhrædda sjómann
:D En sé ég rétt, er búið
að móða út sprellann á
herramanninum?“
Svavar Knútur var ánægður
með berrassaðan sjómann
sem tók Wrecking Ball úti á sjó.
22
„Og áfram heldur
sérhagsmuna-
gæslan. Hvaða hagsmuni
skyldi þjóðin hafa af
hvalveiðum? Ekki nokkra.“
Snorri Snorrason var hugsi
yfir ummælum þingmannsins
Jóns Gunnarssonar. Hann sagði
náttúruverndarsamtök stunda „hryðju-
verkastarfsemi“.
16