Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 25.–27. mars 201424 Neytendur
Leikmenn
mega ekki gelda
„Ný lög um velferð dýra taka af
öll tvímæli um það að dýralækn-
um einum er heimilt að gelda dýr,
gildir einu um hvaða dýrategund
er að ræða. Nýju lögin taka einnig
af öll tvímæli um að við sársauka-
fullar aðgerðir skuli ávallt deyfa
eða svæfa dýr, aðeins er gefin ein
undantekning frá þeirri reglu en
það er að eyrnamarka má lömb
og kiðlinga innan við viku gamla
án deyfingar. Ekki svo að skilja að
lömb og kiðlingar finni minna til
heldur er þessi undanþága sett af
praktískum ástæðum.“
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í tilkynningu frá Mat-
vælastofnun. „Þetta sprettur ekki
af neinu einu atriði, við erum bara
að vinna í að hamra þetta inn,“
segir Hjalti Andrason, fræðslu-
stjóri stofnunarinnar.
Vefjast um
háls ungbarna
IKEA innkallar himnasængur
Barnahimnasængur sem seldar
hafa verið í IKEA hafa flækst um
háls ungbarna og þess vegna hef-
ur verslunin ákveðið að innkalla
þær. Engin alvarleg slys hafa ver-
ið tilkynnt en vegna fyrrnefndrar
hættu eru viðskiptavinir sem eiga
IKEA-himnasængur sem ætlaðar
eru til notkunar með barnarúm-
um eða vöggum beðnir um að
hætta notkun þeirra yfir rúm-
um hvítvoðunga og ungra barna.
Himnasænginni má skila í IKEA-
versluninni og fá endurgreitt.
Himnasængurnar sem um
ræðir eru: LEGENDARISK,
MINNEN, BARNSLIG BOLL,
MINNEN Brodyr, HIMMEL,
FABLER, TISSLA og KLÄMMIG.
Himnasængurnar sem um
ræðir hafa verið seldar á öllum
IKEA-mörkuðum frá árinu 1996.
Í tilkynningunni biðst IKEA
velvirðingar á óþægindum sem
innköllunin kann að valda.
Ostaslagur í
uppsiglingu
Aðeins ostur sem framleiddur er
í Parma á Ítalíu má nota nafnið
Parmesan nái hugmyndir Evrópu-
sambandsins fram að ganga en þar
á bæ hafa menn gert athugasemdir
við notkun bandarískra ostfram-
leiðenda á nafninu. Eins vilja
Evrópusambandsmenn meina að
fetaostur verði að vera framleidd-
ur í Grikklandi. Á sama hátt má
einungis það freyðivín sem fram-
leitt er í Champagne-héraðinu í
Frakklandi kallast kampavín.
Segja talsmenn Evrópusam-
bandsins í þessum málum að
framleiðsla á þessum ostum í
Bandaríkjunum og markaðssetn-
ing undir röngu nafni hafi af þeim
viðskiptavini en Bandaríkjamenn
segja á móti að það sé markaðs-
setning bandarísku framleiðend-
anna sem hafi skapað eftirspurn-
ina til að byrja með.
Íslenskur kjúklingur síður smitaður
Reglur um eftirlit harðari hér en í Evrópu
M
un minna er um að ís-
lenskir neytendur sýkist af
kampýlóbakter en gerist og
gengur í Evrópu en hún er
algengasta orsök iðrasýkinga í álf-
unni. Algengast er að smit berist í
fólk úr kjúklingum en kampýlóbakt-
er í íslenskum kjúklingum hefur
verið vel undir 5 prósentum undan-
farin ár en er yfirleitt 30–50 prósent
og allt upp í 80 prósent í kjúkling-
um á markaði í Evrópu. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá Mat-
vælastofnun þar sem áréttað er
mikilvægi strangrar matvælalög-
gjafar. Hjá ESB gilda engar reglur
um kampýlóbakter í kjúklingum.
Almenn regla við innleiðingar
ESB-reglugerða er að landið get-
ur nýtt sér að setja eða viðhalda
strangari reglum en ESB-reglurn-
ar kveða á um og það gerði Ísland
þegar matvælalöggjöfin var inn-
leidd að fullu 1. nóvember 2011.
Varðandi framleiðslu alifuglaafurða
gilda hér á landi strangari reglur
um salmonellu og kampýlóbakter
og stuðla þær að öruggari alifugla-
afurðum á markaði en tíðkast hjá
ESB. Þessar séríslensku reglur færa
vöktun og varnir þess vegna framar
í framleiðslukeðjuna, betur er fylgst
með uppeldi kjúklinganna á bú-
unum og harðari viðbrögð eru við
uppkomu smits en reglur ESB gera
ráð fyrir.
Samkvæmt íslenskum reglum
eru allir kjúklingar rannsakaðir fyr-
ir slátrun og ef hópur reynist smit-
aður af kampýlóbakter þá verður
að frysta allar afurðir þess hóps.
Það minnkar bakteríurnar um 90
prósent.
Varðandi salmonellu eru
strangari reglur hvað varðar
kjúklinga en bæði í Skandinavíu og
ESB. Yfir 2.000 tegundir eru þekkt-
ar af salmonellu, sumar hættulegri
en aðrar. Reglur ESB fyrirskipa að-
eins viðbrögð við tveimur tegund-
um í kjúklingum en þær eru taldar
valda um 70 prósent sýkinga. Hér
á landi er hins vegar brugðist við
öllum tegundum salmonellu á öll-
um stigum framleiðslunnar. Finnist
salmonella í eldishópi hér á landi er
óheimilt að senda hann til slátrunar
og öllum fuglum í hópnum er farg-
að og allt urðað. n
fifa@dv.is
Kjúklingabú Strangar reglur gilda um
smitvarnir í kjúklingabúum.
Þyrftir að eiga sjö reiðhjól
n Mismunandi hjól fyrir ólíkar aðstæður n Geta kostað frá 30 þúsund krónum til 2,5 milljón n Mikilvægt að huga að viðhaldi þeirra
M
argir eru sjálfsagt farn-
ir að huga að vorinu og
ákveða þá að leggja fjöl-
skyldubílnum og nota
eigið vélarafl til að kom-
ast á milli staða. DV kannaði hvað
er í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta í
nýju reiðhjóli en óhætt er að segja að
verðbilið sé mjög breitt, allt frá tæp-
lega 30.000 krónum í Byko og upp í
um 2.500.000 krónur hjá Kria Cycles.
Algengt verð á góðu reiðhjóli er á
bilinu 80.000 til 130.000 krónur.
Götuhjól
„Allir þeir sem DV talaði við, í Byko,
G.Á.P. og Kria Cycles töluðu um mik-
ilvægi þess að huga að því til hvers
ætti að nota hjólið. Fyrir 10–20 árum
keyptu allir Íslendingar fjallahjól en
það væri á miklu undanhaldi núna.
Þeir einir þurfa fjallahjól sem ætla að
hjóla erfiðari leiðir. Fyrir ferðalög til
og frá vinnu er miklu nær að kaupa
götuhjól sem eru með fínni og mjórri
dekkjum og án dempara.
Koma tilbúin
Kosturinn við götuhjólin, fyrir utan
að henta til hjólreiða innanbæj-
ar, er að þau koma fullbúin. Þannig
þarf ekki að kaupa sérstaklega bretti,
keðjuhlíf og bögglabera eins og þurfti
að gera við fjallahjólin.
Ekki í keppni
„Við erum ekki að eltast við dýru hjól-
in,“ segir Agnar Kárason, verslunar-
stjóri í Byko á Granda, um úrvalið
í versluninni. Þar eru seld hjól frá
30.000 og upp fyrir 100.000 krónur.
Hann vekur athygli blaðamanns á
þríhjóli fyrir fullorðna sem þar er til
sölu og hvetur hann til að fara rúnt.
Því er fagnað af blaðamanni en ekki
jafn ákaflega af öðrum starfsmönnum
sem horfa upp á blaðamann hjóla inn
í vöruhillu fulla af vörum. Agnar seg-
ir þau vera nýjung í ár og mælast vel
fyrir. „Ég er búin að selja tvö svona á
tveimur vikum,“ segir hann.
Götuhjól og racerar
Mogens Löve Markússon, verslunar-
stjóri í G.Á.P., segir götuhjólin hafa
tekið nær alveg yfir markaðinn. „Svo
eru þessi að verða vinsæl líka,“ segir
hann og bendir á deild í versluninni
sem selur hjól sem eru mitt á milli
þess að vera það sem á ensku kallast
racer og hefðbundin götuhjól. Þau
kosta um 185.000 krónur en á þeim
er hægt að fara mjög hratt, án þess að
vera alveg jafn boginn og á keppnis-
hjólum.
„Svo er ég búinn að vera að reyna
að selja fólki efni til að viðhalda
hjólunum,“ segir Mogens og bendir á
úðabrúsa sem kosta um 2.000 krón-
ur. „Fólk er oft að koma með hjól og
segja að gírarnir virki ekki og svona
en það þarf bara að hreinsa þetta og
smyrja. Ég get kennt þér það á smá-
stund,“ segir hann.
Kria Cycles
„Ef fólk ætlar að eiga hjól fyrir öll til-
efni þá þyrfti það að eiga svona sjö,“
segir Emil Þór Guðmundsson, eig-
andi Kria Cycles og hjólanörd, að eig-
in sögn. Í versluninni eru bæði seld
fjalla- og götuhjól af ýmsum gerð-
um og þar af leiðandi verðflokkum.
„Dýrasta hjólið í búðinni kostar um
tvær og hálfa milljón. Það er hann-
að í samstarfi við McLaren og þeir
setja nafnið sitt við það,“ segir hann.
Verslunin selur hjól frá framleiðand-
anum Specialized sem leggur mik-
inn metnað í þróun á öllu sem við
kemur reiðhjólum. Í versluninni eru
seld fjallahjól fyrir þá sem sannarlega
hjóla á fjöllum en þó er hægt að fá fín
hjól fyrir þá sem hugsa sér að hjóla
til dæmis til og frá vinnu, á verði frá
70.000 krónum. n
Vorstillingar
Flestir láta yfirfara hjólin sín reglulega
og þau sem ekki hjóla yfir vetrartímann
gera það á vorin.
Í G.Á.P. kostar slík yfirferð á bilinu
2.500 til 3.500 krónur en í Erninum
kostar yfirferðin 3.990 krónur.
Þá er hjólið smurt, keðjur, bremsur,
vírar og barkar auk þess sem keðjan er
ástandsmæld. Ef hjólið er mjög illa farið
og þarf að skipta um til dæmis barka
eða bremsupúða getur kostnaðurinn
farið upp í um það bil 15.000 krónur.
Notuð hjól
Virkur markaður er með notuð reiðhjól á Ís-
landi, bæði á vefnum bland.is og í grúppum
á Facebook eins og „Hjóladót til sölu".
Það er mjög sniðugt fyrir þau sem
eru ekki viss um hvort þau komi til með
að nota hjólið mikið að prófa að kaupa
þau fyrst notuð og geta þá keypt nýtt og
dýrara hjól seinna.
Eins er þetta góð leið til að eignast
dýrari hjól en fólk hefði ella efni á. Oft eru
hjólin þar í mjög góðu ástandi og kosta
aðeins brot af því sem þau kostuðu ný.
Eins og alltaf þegar vörur eru keyptar
notaðar er lykilatriði að gæta þess að þær
séu ekki illa fengnar.
Hjálmur
Hjálmar koma í ýmsum stærðum og
gerðum. Líftími reiðhjólahjálma er 4–5
ár en þeir eiga allir að vera merktir með
dagsetningu.
Dæmi um verð á hjálmum:
n Byko: 2.450 kr.–7.990 kr.
n G.Á.P: 8.900 kr.–14.000 kr.
n Kria: 7.490 kr.–43.000 kr.
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Ódýrt hjól
Þetta hjól kostar
34.000 kr. í Byko.
MynD SiGtryGGur Ari