Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Page 35
Vikublað 25.–27. mars 2014 Fólk 35
2.–5. Andri Snær Magnason
rithöfundur
n „Hefur með einstökum hætti komið einhverju inn í vitund sjálfrar þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem hugsar
hlutina vandlega og að vel ígrunduðu máli kemur hann með nýja sýn á þá. Kemur með einfaldar og rökréttar lausnir.“
n „Duglegur að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni, einkum á samfélagsmiðlum. Stendur fast á sínu og tekst iðulega
að rökstyðja mál sitt með mjög aðgengilegum hætti, sem er til marks um gáfur fyrir mér.“
2.–5. Erlingur
Sigurðarson
fyrrv. menntaskólakennari
n „Manni finnst eins og maðurinn
viti allt. Keppti Bæði í Útsvarinu og
Meistaranum. Snillingur sem lætur
Parkinson-sjúkdóminn ekki hafa áhrif
á að sýna opinberlega hvað hann
getur.“
n „Með afburðum vel gefinn einstak-
lingur og hefur einstaka hæfileika til
að muna ótrúlegustu hluti.“
Halldór Högurður
þjóðfélagsrýnir
n „Einhver skarpasti þjóðfélagsrýnir sem Ísland á og kemur því
til skila með mjög svo hvössum en þó fáguðum húmor.“
Jón Gnarr
borgarstjóri
n „Greind er ekki einvörðungu
hæfileiki manna til að leggja hluti
á minnið. Greind er einnig hæfni
til að láta gott af sér leiða, fá
fólk til að vinna saman, gleðja
samferðamenn sína og breyta
samfélaginu til hins betra.“
Þorsteinn Pálsson
fyrrverandi forsætisráðherra
n „Bráðgreindur og eldklár maður. Rökfastur og vandaður. Fer aldrei
fram úr sér í málflutningi eða missir sig í tilfinningasemi og slíku. Við
þyrftum að fá Þorstein aftur í stjórnmálin.“
Björk
tónlistarkona
n „Líklegast þekktasti
Íslendingur fyrr og síðar. Ég
er nokkuð viss um að fleiri
útlendingar geti kennt hana
við Ísland en sem vita að Leif-
ur Eiríksson hafi fundið Am-
eríku. Frami hennar er merki
um þær gáfur og hæfileika sem
hún hefur að bera.“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja
n „Byggði upp eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu frá grunni og það á erfiðum
tímum. Hefur viðað að sér gríðarlega hæfileikaríku starfsfólki sem hann vinnur náið með í að
umbreyta hefðbundnu sjávarútvegsfyrirtæki í alþjóðlega markaðsdrifna samsteypu. Fyrir
utan það allt, þá held ég að hann þekki alla starfsmenn sína með nafni. Geri aðrir betur.“
Reynir
Pétur
göngugarpur
n „Snillingur.
Kannski ekki á
hefðbundinn hátt
en í stærðfræði og
fánum slá honum
fáir við.“
Þau voru líka nefnd
Páll Skúlason
fyrrverandi háskólarektor
n „Í landi þar sem rökræða er
varla til eru menn eins og Páll
ómissandi.“
Margrét Guðnadóttir
prófessor og heiðursdoktor við HÍ
n „Hún á sannarlega heima
í hópi gáfuðustu Íslending-
anna.“
Dr. Ari Kristinn Jónsson
rektor HR
n „Lauk doktorsprófi frá
Stanford-háskóla. Starfaði
hjá NASA í áratug sem
leiðandi vísindamaður og
stjórnandi. Hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar
á ferli sínum, bæði erlendis
og hér á landi.“
Vilhelm Sigmundsson
stjarneðlisfræðingur
n „Fúsi hefur rosalega
þekkingu á eðlisfræði og
vísindum. Hefur ótrúlegan
metnað til að deila út
viskunni. Fer mjög vel með
að útskýra flóknustu hluti
á mjög einfaldan og skýran
hátt. Fyrir utan það hefur
hann mjög góðan mann að
geyma!“
Kári Stefánsson
forstjóri
n „Það getur ekki verið ann-
að en snilligáfa að hafa áttað
sig á því að það var stofn
einangraðrar dýrategundar
(Íslendinga) sem hafði vel
þekkta lífssögu langt aftur
í tímann. Það er einstakt á
heimsvísu að geta tekið heila
þjóð og erfðagreint hana.“
Salvör Nordal
heimspekingur
n „Það er snilld í því að hafa
greint sjálfsvitund Íslendinga
sem þjóðar og hafa náð
að koma því í farveg. Takk,
Salvör!“
Anna Ó. Björnsson
tölvunarfræðingur og fyrrv. þingkona
n „Bráðgreind, snjöll,
skemmtileg og fjölhæf. Með
gáfuðustu manneskjum sem
ég hef kynnst.“
Lísa Pálsdóttir
útvarpskona
n „Eftir áratugavinnu í leik-
list, tónlist og útvarpi veit hún
meira en flestir um íslenska
menningu og er virkileg
fróðleikskona um hana.“
Gunnar Bjarnason
forstjóri Miracle
n „Maður sem hefur komist
langt á hyggjuvitinu og ekki
látið græðgina ráða för.“
Sigurbjörn Hreiðarsson
knattspyrnuþjálfari
n „Einn allra skemmtileg-
asti maður landsins með
ofboðslegt fótboltalegt vit
sem aðrir hlusta á. Hefur
þannig rödd að þegar hann
talar þá er hlustað.“