Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 12
Vikublað 1.–3. apríl 201412 Fréttir „Ég er nú bara dýra- vinur, væni minn“ H ann tók í höndina á mér og sagði fyrirgefðu. Svo fór hann bara,“ segir Anna Guðjónsdóttir, áttræður íbúi á Njálsgötu, sem varð fyrir líkamsárás í bakgarði á Njáls- götu á föstudag. Anna var að kjá í hund þegar eigandi hundsins réðst á hana og skallaði svo stórsér á andliti Önnu. Stórt dökkt mar hef- ur myndast á enni hennar og und- ir augum. „Ég er aum þegar ég kem við þetta,“ segir Anna sem ber sig samt mjög vel eftir árásina. Ég var að horfa á elsku hundinn „Ég stóð bara þarna við vegginn um eftirmiðdaginn. Ég var búin að vera að labba einn hring í garðinum. Ég var að horfa á elsku hundinn – og hundurinn á mig,“ segir Anna um atburði föstudagsins. Hundurinn sem um ræðir var svartur og frekar stór segir hún. Anna fylgdist með honum þar sem hann var tjóðrað- ur niður í næsta garði. Sjálf stóð hún við vegg sem aðskilur garðana á Njálsgötu. „Hann hafði verið að gelta en var hættur því,“ segir hún. „Þá kemur maðurinn askvaðandi og segir: „Láttu hundinn í friði.“ Svo skallar hann mig svona,“ segir Anna. Dýravinur „Ég skil þetta bara ekki. Ég sagði við hann: „Ég er nú bara dýravinur, væni minn. Hver andskotinn er eig- inlega að þér?“ segir hún. „Svo kom hann til mín, rétti mér höndina og sagði fyrirgefðu. Ég tók nú í kruml- una á honum,“ segir Anna og bæt- ir við: „Bað mig bara afsökunar á að hafa kýlt mig. Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir hún. Anna sner- ist á hæl og fór aftur heim í íbúðina sína. „Ég var samt ekkert völt. Ég stóð alveg keik. En ég þorði ekki að leggjast niður þegar ég kom heim,“ segir hún og segir það hafa verið af ótta við höfuðáverka. „En barna- börnin mín voru mjög ákveðin og fóru með mig á slysó um kvöldið. Ég fékk ekkert val, þau bara sögðu: „Þú kemur með upp á slysó“.“ Í kjöl- farið ræddi hún við lögregluna. „Já, ég ætla að kæra þetta. Maður á að gera það,“ segir hún og á mánudag ætluðu lögreglumenn að heim- sækja hana til að taka skýrslu. Elskar dýr Atburður sem þessi á sér ekki for- dæmi á Njálsgötunni segir Anna þar sem lífið hefur verið gott þessa rúmu fjóra áratugi sem hún hef- ur búið þar. „Ég elska hunda og ketti,“ segir Anna og í þann mund labbar kötturinn Zorro fram hjá dyragættinni. „Hún leggst nán- ast niður á götuna til að kjá í þá,“ segir Guðlaugur L. Guðmundsson, sambýlismaður Önnu, og bros- ir og segir að þrátt fyrir liðagigtina sem Anna glími við láti hún dýrin sig varða. Nágrannar Önnu taka í sama streng í samtali við DV. Anna býr á Njálsgötu og hefur gert það í rúm fjörutíu ár. Hún unir hag sín- um vel þar en í sama stigagangi býr önnur dætra hennar og hef- ur gert í nokkur ár. „Barnabörnin mín voru þess vegna hérna bara í næstu íbúð þegar þau voru að al- ast upp,“ segir Anna og brosir. „Ég á þrjú börn, fimm barnabörn og þrjú langömmubörn,“ segir hún og bendir á myndir sem sitja á hillu í stofunni. Þar gefur að líta mynd- ir af fjölskyldu hennar. Myndir af barnabörnunum og langömmu- börnum þekja nánast hálfan vegg í svefnherberginu hennar. „Ég hætti að vinna þegar ég var tæp- lega fimmtug. Þá var ég orðin svo slæm af gigt,“ segir hún og rétt- ir fram hendurnar. „Ég er með gerviliði hér,“ segir hún og sýn- ir blaðamanni hvar hún hefur far- ið í aðgerðir á úlnliði, hnúum og á fingrum. Ekki hrædd „Ég er mest hissa að ég skyldi ekki verða hrædd. Ég skil það ekki, ég var ekkert hrædd, ég var bara svo reið. Ég hefði átt að rjúka um koll við höggið, en ég gerði það ekki,“ segir Anna um atburði föstudags- ins. „Ég bara vorkenni fólki að vera svona. Ég vorkenni hundinum,“ segir hún. Þrátt fyrir að bera sig vel segist Anna vona að maðurinn láti ekki sjá sig í götunni aftur. „Ég ætla bara að vona að þessi maður komi ekki aftur hérna. Mað- ur er hræddur að hafa hann nálægt sér,“ segir Anna. Þau Guðlaugur höfðu lítil afskipti haft af mannin- um en höfðu þó séð honum bregða fyrir á Njálsgötunni. „Mér skilst af þeim sem leigir honum að hann hafi verið látinn fara,“ segir hún en DV fékk það staðfest frá leigusala mannsins að hann yrði látinn yfir- gefa íbúðina. Sama kvöld var mað- urinn handtekinn fyrir að brjóta rúður í bifreiðum í Norðurmýrinni. Hafa áhyggjur Þar sem blaðamaður og Anna sitja og ræða um föstudaginn hringir síminn af og til. Það eru helst ætt- ingjar og vinir sem vilja vita um líðan Önnu. Guðlaugur kemur í n Anna ber sig vel eftir árás n Elskar dýrin í hverfinu n Ekki hrædd í árásinni n Vill ekki að Guðlaugur komi aftur „Árásarmaðurinn gerir sér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta getur haft,“ segir fórnarlamb líkamsárásar sem átti sér stað í janúar 2011. Árásin var því sem næst tilefn- islaus, en maðurinn sem um ræðir var að skemmta sér í hópi með öðrum þegar einn úr hópnum kýldi hann í andlitið. Maðurinn datt aftur fyrir sig og höfuðkúpubrotnaði og var fluttur á sjúkrahús í lífshættu. Hann jafnaði sig á endanum en bataferlið var langt. Hann segir að áhrifanna hafi ekki síst gætt hjá aðstandendum hans. „Konan mín fékk áfall og þurfti að búa sig undir að segja dóttur minni að ég myndi jafnvel deyja. Áhrifin eru svo margvísleg, þótt ég hafi fundið mest fyrir þeim líkamlega þá hefur fjölskyldan mín fundið fyrir þeim tilfinningalega. Þetta er eitthvað sem ég hef forðast að ræða mikið,“ segir maðurinn og vill ekki koma fram undir nafni. Málið er eitt fjölmargra sem hafa komið upp eftir annasamar nætur á skemmtistöðum borg- arinnar, þaðan sem reglulega berast fréttir af slagsmálum og líkamsárásum. „Fyrir mig að horfa á þetta, hvort sem ég heyri af slagsmálum eða árásum, þá hugsa ég alltaf til þess að einhver verður fyrir áverk- um og jafnvel slæmum höfuðáverkum. Það er alltaf jafn ömurlegt að heyra, sorglegt í rauninni. Refsingin er að mínu alltof væg, í mínu tilviki sat árásarmaðurinn í einn mánuð í fangelsi og var á skilorði í aðra sjö. Slík refsing er alltof væg.“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Már Helgason astasigrun@dv.is/rognvaldur@dv.is Tilefnislaus árás breytti lífinu „Hver andskotinn er eiginlega að þér? „Önnu þekkja allir sem búa hérna“ „Hún er hvers manns hugljúfi, tekur sína reglulega göngutúra um hverfið hérna og reynir jafnvel að þekkja kettina okkar með nafni,“ segir nágranni Önnu Guð- jónsdóttur. Hann varð vitni að árásinni á föstudaginn og varð einnig var við Guð- laug Helga aðfaranótt laugardagsins þar sem hann var að stela garðhúsgögnum og luktum, að sögn nágrannans. Því næst hafi hann haldið út á bílastæði þar sem hann braut bílrúður áður en lögreglan náði að hafa hendur í hári hans. „Önnu þekkja allir sem búa hérna, hún spjallar við alla og það er virkilega leiðinlegt að sjá svona gerast. Nú er bara að vona að málið fari rétta leið, ég hef rætt við eiganda íbúðarinnar sem hann leigir hjá og mér skilst að hann sé með málið í ákveðnum farvegi,“ segir nágranninn. Í hverfinu búa mörg börn og að sögn mannsins er fólk hrætt við að setja börn sín út í vagna eða út að leika á meðan ástandið sé eins og það er. Annar nágranni tekur undir þau orð að Anna sé vinsæl í hverfinu og segist ekki hafa ímyndað sér að slíkt gæti komið fyrir hana. Hann varð einnig vitni að árásinni og segir að málið sé allt hið versta. „Við horfðum á þetta gerast út um gluggann, heyrðum læti. Ég sá manninn rífa í kápu konunnar með báðum höndum og skalla hana beint í andlitið. Það var virkilega óhugnanlegt að verða vitni að þessu,“ segir nágranninn. Hann býr í sama stiga- gangi og Guðlaugur og segir að garðurinn sé illa farinn eftir hundinn og segir að Guðlaugur hafi ekki hugsað sérstaklega vel um hann. Einnig segir hann að sam- búðin hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig frá því í janúar. Árásin sé þó algjörlega sér á báti en nágranninn hefur orðið var við læti sem berast úr kjallaraíbúðinni. „Ég þori varla að fara út með ruslið eftir að þetta gerðist og mér líður ekki sérstak- lega vel hér heima við svona óöryggi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.