Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 1.–3. apríl 201422 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonEkkert spilavíti Í framhaldi af skýrslu um „Höf- uðstólslækkun húsnæðislána“ í desember síðastliðnum er nú komin tillaga að útfærslum í formi frumvarpa. Ég ætla að skipa mér í þann hóp sem lítur jákvætt á viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að bæta stöðu ís- lenskra heimila en ótal spurningar vakna. Mikið er rætt og spurt um kosn- ingaloforð og efndir þessar vikurn- ar. Hvernig eru tillögurnar miðað við kosningaloforðin? Samræm- ist þetta til dæmis yfirlýsingum formanns Framsóknarflokksins í þættinum Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013, þar sem hann taldi vandalaust að ná 300 millj- örðum af þrotabúum bankanna og sagði meðal annars „við ætlum að láta þá sem bjuggu til forsendu- brestinn bæta fyrir forsendubrest- inn sem þeir bjuggu til, það er að segja þrotabú þessara banka“. Nú er áætlað að ríkissjóður leggi út fyrir niðurgreiðslu höfuðstóls en lagður verði bankaskattur með- al annars á þrotabú bankanna, skattur sem á að gefa 20 milljarða á ári næstu fjögur árin. Um leið og við skulum trúa að þessi skattur innheimtist spyrja margir: Er þess- um peningum rétt ráðstafað með þessum aðgerðum? Sitt sýnist hverjum, allt frá því að telja aðgerðirnar ónauðsyn- legar með öllu yfir í að þær skipti miklu fyrir heimilin. Ekkert hefur verið gert Yfirlýsingar hafa verið um nýtt heimsmet ríkisstjórnarinnar í lausnum á skuldavanda og full- yrðingar um leið að fyrri ríkisstjórn hafi ekkert gert til að leysa vand- ann. Ekki ætla ég að gerast dómari í eigin sök, en fróðlegt er að skoða hvað skýrsla núverandi ríkisstjórn- ar segir um aðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar (bls. 9). Þar er sagt að leiðrétting lána á íbúðarhúsnæði hafi verið um 56 milljarðar króna. Auk þess voru greiddar sérstakar vaxtabætur sem námu 10–12 millj- örðum auk þess sem almennar vaxtabætur voru hækkaðar. Þessu til viðbótar komu svo leiðréttingar á höfuðstóli ólöglegra gengisbreyttra lána, sem voru áætlaðar um 170–180 milljarða króna, en þær höfðu auðvitað áhrif á aðrar leiðréttingar. Til frádráttar við leiðréttingu ríkisstjórnarinnar koma þannig að minnsta kosti 70 milljarða aðgerðir fyrri ríkisstjórn- ar samkvæmt frumvarpinu. Það er fróðlegt að skoða þess- ar tölur í samanburði við þá leið- réttingu sem nú er boðuð og er 72 milljarðar til heimila auk kostnað- ar og vaxtakostnaðar. Lofað var að leiðrétta forsendu- brestinn sem varð á árunum 2007 til 2010 og í kosningaloforðum var talað um að miða við verðbólgu um- fram „efri vikmörk“ Seðlabankans, það er 4 prósent, en í skýrslu ríkis- stjórnarinnar var skyndilega miðað við verðbólgu umfram 4,8 prósent sem rýrði höfuðstólslækkunina. Nú er búið að fella þessar tölur út. Hvers vegna? Liggur forsendu- bresturinn ekki lengur fyrir? Í frumvarpi um leiðréttingu kemur fram að af 124.000 heimil- um landsins voru 74.000 heimili með verðtryggðar skuldir og um það bil 69.000 geta nýtt sér leið- réttinguna. Hafa aðrir þegar feng- ið meira en 4 milljónir eða hver er skýringin? Þetta eru aðeins um 55 prósent allra heimila. Leigjendur fá ekki neitt, þrátt fyrir að leiga sé víðast verðtryggð. Þá fá Bú menn og Búseturéttareigendur ekki neinar leiðréttingar samkvæmt þessum frumvörpum né önnur leigufélög svo sem Félagsstofnun stúdenta, Húsfélagið Brynja sem leigir öryrkjum, Félagsbústaðir. Erfitt verður því að lækka leiguna að óbreyttu. Spurningarnar eru miklu fleiri en hér að ofan: n Af hverju er skyndilega miðað við greiðslur vaxta og verðbóta að- eins á árunum 2008 og 2009, en ekki 2007 til 2010 eins og skýrslan gerði ráð fyrir? n Hvernig samræmast þessi frum- vörp yfirlýsingum ríkisstjórnarinn- ar um að styrkja leigumarkað og jafna stöðu leigjenda og eigenda? Hvers vegna er ýtt undir kaup á íbúðum en ekkert gert fyrir leigj- endur? Af hverju fá leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni ekki leiðréttingu á forsendubresti eins og húseigendur? n Hvernig virka þessar aðgerðir án breytinga á verðtryggingunni? Hve langan tíma tekur verðtrygginguna að éta upp leiðréttinguna miðað við meðaltals vísitölu s.l. áratuga, sem er 5,8 prósent? n Hvað með þá sem greiða ekki í séreignarsparnað, hvernig nýtist skattaafslátturinn þeim? Hafa þeir efni á að leggja 4 prósent af laun- um sínum í séreignarsparnað? Hve margir ná aldrei að safna 1,5 m.kr. á þremur árum vegna lágra launa? n Hvert er meðaltal leiðréttingar- innar á hverja íbúð í prósentum? n Hver er lækkun mánaðarlegr- ar afborgunar á greiðsluseðli í dag miðað við meðaltalslækkun höfuð- stóls um 1,1 m.kr.? n Hversu margir bjuggu erlend- is þegar forsendubresturinn varð og leigðu hús sín og fá enga leið- réttingu? n Verður tekið á vanda þeirra sem fengu lánað veð í húsi foreldra sinna eða vina? n Verður annar forsendubrestur leiðréttur? Breytingar á kjörum ör- yrkja og eldri borgara? n Hvað með verðtryggð námslán, þar varð forsendubrestur einnig og 10 prósent afborgun íþyngjandi? Nú tekur Alþingi og almenning- ur við og tjáir sig um frumvarp- ið, breytir og bætir og afgreiðir nú á vorþingi. Hér er nær eingöngu fjallað um sjálfa leiðréttinguna á verðtryggðum fasteignaveðlánum. Er þetta rétta skrefið? Leysir þetta forsendubrestinn? Hverjum gagn- ast þetta? Hver borgar á endan- um? n Algjört met Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingar skrifar Kjallari „Leysir þetta forsendu- brestinn? Stytting náms = töfralausn? Það helsta sem Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra hef- ur látið frá sér í sambandi við kjaraaðgerðir framhaldsskóla- kennara er „stytting náms“. Hann hefur sagt að hún geti skapað (margumrætt) „svigrúm“ til þess að hækka laun kennara. Ég skil það þannig að því hljóti kennurum að fækka og þannig verði meira í heildarpottinum fyrir hina. Eða hvernig er Illugi að hugsa þetta og hvers vegna spyr enginn hann að því? Til dæmis fjölmiðlamenn? Hvað á að fel- ast í styttingunni, hvernig á að framkvæma hana og kostar hún eitthvað? Er bara um að ræða plúsa við styttinguna og enga mínusa? Hve langan tíma á að taka í að innleiða styttinguna og svo framvegis. Á fundi í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara síðast- liðinn fimmtudag ræddu menn þessa styttingu og þar kom fram að annars vegar væri um svokall- aða „hröð- un“ í námi að ræða og hins vegar niðurskurð á framboði náms, það er að segja að námið yrði þá í raun fábreytt- ara. Og ekki er gefið að allir geti tekið sitt nám á „fullri ferð“ og þeim hraða sem þriggja ára nám gerir ráð fyrir, nemendur eru ekki maskínur og enginn nem- andi er eins. Það er hægt að slá því föstu. Það sem mér finnst hins vegar ekki nógu sniðugt er að: 1) Ég hef ekki hugmynd um það hvað menntamálaráðherra er að hugsa í sambandi við hug- myndir sínar og 2) Ekki heyrist bofs frá bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra í sambandi við kjaradeilu framhaldsskóla- kennara! Skiptir þetta einhverju máli fyrir þá og íslenskt samfélag? Jú, gæði menntakerfis eru grund- vallaratriði þegar kemur að afkomu þjóðar. Það er í krafti menntunar sem nútíma samfé- lög þróast fram á við. Ef mennta- kerfið er í rúst er viðkomandi land illa statt. Ef þar vinna illa launaðir einstaklingar hefur það áhrif á frammistöðu þeirra, skapar óánægju og slæman anda á vinnustöðunum (les: skólunum). Það hlýtur að vera keppi- kefli menntamálaráðherra að starfsmenn menntakerfisins séu ánægðir við störf sín og ánægð- ir með kjör sín. Þannig starfs- menn stuðla að góðri menntun. Með því að stuðla að góðum kjarasamningi kennara getur Illugi Gunnarsson náð þessu markmiði. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Af blogginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.