Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Side 23
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Umræða Stjórnmál 23 S amfylkingin og Björt fram- tíð yrðu stærstu flokkarnir í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef gengið yrði til kosn- inga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn yrði þriðji stærsti flokkurinn en Framsókn næði ekki manni inn í kjördæmun- um. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir Morgunblaðið og birt var síðastliðinn þriðjudag. Niður- stöðurnar sýndu hvaða flokk borgar- búar myndu velja sér í sveitarstjórn- arkosningum raðað eftir stuðningi þeirra í alþingiskosningum. Með því að reikna niðurstöðurnar upp á nýtt má sjá hvaða stuðning flokkarnir fengju í Reykjavík í þingkosningum ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn fengi um fjögurra prósenta fylgi ef kosið yrði til Alþingis samkvæmt niðurstöðunum en fengi ekki nema um tvö prósent í borgarstjórnarkosningum. Sam- fylkingin yrði stærst í Reykjavík með 24 prósent atkvæða í þingkosning- um á meðan flokkurinn mælist með átta prósentustigum meiri stuðning fyrir sveitarstjórnarkosningar. Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, fengi 23 prósent í þingkosningum en 24,8 prósent í borgarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, annar ríkis- stjórnarflokkanna, fengi um 22 pró- sent í þingkosningum en mælist með 24,4 prósent í borgarstjórn. Óvíst er um skekkjumörk þar sem allar forsendur liggja ekki fyrir við endurútreikning niðurstaðnanna. Þetta er talsverð breyting frá því sem var í síðustu þingkosningum þegar Framsóknarflokkurinn fékk 17 prósent atkvæða í kjördæmunum tveimur. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 25 prósent. Samfylking og Vinstri græn fengu 14 prósent hvor og Björt framtíð aðeins tíu prósent. n adalsteinn@dv.is Samfylking og Björt framtíð nálægt meirihluta Framsókn næði ekki manni inn í Reykjavíkurkjördæmunum S amkvæmt gögnum frá fjár- málaráðuneytinu í tengslum við skuldaniðurfellingar- tillögur ríkisstjórnarinn- ar eru 148.754 fjölskyldur í landinu. Af þeim eiga 68.427 rétt á niðurfellingu vegna húsnæðislána. Þar sem beinu niðurfellingarnar eru fjármagnaðar úr ríkissjóði leggst kostnaðurinn á allar fjölskyldurnar. Kostnaðurinn við réttlætisaðgerð Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks er því gríðarlegur fyrir hverja og eina fjölskyldu í landinu. Allir borga en sumir fá Kostnaðurinn er metinn á 72 millj- arða króna að viðbættum verðbót- um og vöxtum. Ekki liggur ljóst fyrir hverjar verðbætur og vextir verða svo hér er aðeins miðað við 72 milljarða töluna. Sé henni deilt á allar fjöl- skyldurnar, 149 þúsund, ber hver og ein 484.021 krónu kostnað af niður- fellingunni. Af þessu leiðir að 80.327 fjölskyld- ur í landinu þurfa að standa straum af 484 þúsund krónum að jafnaði skipt á næstu fjögur ár til að fella nið- ur skuldir um 46 prósent fjölskyldna. Þessu til viðbótar eru 14.253 heim- ili sem fá undir 500 þúsund krón- um niðurfelldar og þurfa því í mörg- um tilfellum að standa undir meiri kostnaði en þau fá vegna aðgerð- anna. Ekki eyrnamerktar tekjur Samhliða útgjöldum vegna niður- fellingarinnar hefur ríkisstjórnin ákveðið að stórauka skatt á fjármála- fyrirtæki og láta hann ná til fjármála- stofnana í slitameðferð. Til stendur að nýta þær tekjur í niðurfellinguna. Þær eru hins vegar ekki bundnar við skuldaaðgerðirnar og gætu nýst í önnur verkefni, til dæmis að greiða niður skuldir ríkissjóðs eða lækka aðra skatta. Kostnaðurinn við aðgerðirnar lendir því óumdeilanlega á ríkissjóði og þar með fjölskyldunum og heim- ilunum í landinu. Árlegur kostnað- ur af aðgerðunum, um 20 milljarðar króna, nemur rúmum fimmtán pró- sentum af öllum sköttum á tekjur einstaklinga miðað við fjárlög ársins 2014. Hægt væri að greiða erlendar skuldir ríkissjóðs niður um 18,8 pró- sent en samkvæmt Lánamálum rík- isins nema þær í dag 381 milljarði króna. n 484 þúsund krónur á hverja fjölskyldu Allir borga en innan við helmingur fær Réttlæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra segir niðurfellingarnar vera réttlætisaðgerð til að bæta forsendubrest vegna verðtryggingar. Mynd SigtRygguR ARi 68.427 heimili fá niðurfellt eitthvað af verðtryggðum fasteignaskuldum. 80.327 heimili fá ekki neitt niðurfellt. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 68.427 80.327 tæpur helmingur fær Allir borga Úti Frosti Sigurjónsson leiddi Framsókn í Reykjavík norður fyrir síðustu þingkosningar. Flokkurinn fengi ekki mann kjörinn eins og staðan er í dag. Mynd SigtRygguR ARi Missti af lokaleiknum Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra hefur fundið sér nýjan vettvang sem lukkutröll landsliðs Íslands í íshokkí kvenna. Hann mætti eins og frægt er orðið á leik hjá þeim og fylgdist með klæddur í landsliðstreyju merkta „Gunnlaugsdóttir“. Því miður náði hann ekki lokaleiknum í annarri deild heimsmeistaramóts kvenna í íþróttinni. Nóg er um að vera hjá ráðherranum en hann kynnti í síð- ustu viku einhverja stærstu aðgerð ríkisstjórnarinnar, skuldaniðurfell- inguna. Hann sendi þó stúlkunum góða strauma. „Lukkutröllið var með í anda, komst ekki frá öðrum skyldustörfum því miður,“ skrifaði aðstoðarmaður Sigmundar Dav- íðs á Facebook-síðu sína en hann var staddur á leiknum. „En lukkan hélt, 3-1 sigur.“ Vilja nýjan flokk Áhugahópur um stofnun nýs Sjálf- stæðisflokks hefur verið mynd- aður á Facebook. Forsvarsmaður hópsins er lögmaðurinn og fyrr- verandi borgarfulltrúinn Sveinn Andri Sveinsson. Miklar vanga- veltur hafa verið uppi um klofning úr Sjálfstæðisflokknum undan- farnar vikur og verður hópurinn notaður sem umræðuvettvang- ur til undirbúnings slíks flokks. Á sama tíma er könnun í gangi þar sem spurt er um stuðning við Þorstein Pálsson, fyrrverandi for- mann Sjálfstæðisflokksins, og nýj- an Evrópusinnaðan hægriflokk. Enginn hefur viljað taka ábyrgð á að láta gera könnunina en fullyrt er að MMR framkvæmi hana. Hefði viljað meira Þingkona Framsóknarflokksins, Elsa Lára Arnardóttir, fór á þing fyrst og fremst til að berjast fyrir skuldaleiðréttingu. Greint hef- ur verið frá því að hún hafi verið svekkt með þá leið sem ríkis- stjórnin kynnti fyrr í vetur. Nú hef- ur hún hins vegar stigið fram og hampað leiðréttingunni. Hún bíð- ur samt eftir frekari aðgerðum og bendir á að þetta sé einn liður af tíu í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar- innar í skuldamálum heimilanna. „Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þak- ið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu,“ seg- ir hún á bloggsíðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.