Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Qupperneq 31
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Sport 31
Hefur lært af
mistökunum
n Suarez hefur farið á kostum í vetur n Bjóst ekki við því að verða fyrirliði
É
g vil njóta augnabliksins,“ út-
skýrir Luis Suarez, framherji
Liverpool, í einlægu viðtali við
FourFourTwo-tímaritið. Þar
fer Úrúgvæinn um víðan völl
og segir meðal annars frá auknum
þroska sínum á undanförnum árum
og hvernig Steven Gerrard, fyrirliði
liðsins, sannfærði hann um að halda
tryggð við Liverpool.
„Hver og einn leikmaður ætti að
lifa í núinu og njóta þess sem hann
fæst við hverju sinni. Að hugsa sífellt
til framtíðar, eins og ég gerði á mín-
um yngri árum, hjálpar manni ekki
að bæta sig sem leikmaður.“
Hefur þroskast með árunum
Luis Suarez hefur svo sannarlega
upplifað tímana tvenna hjá Liver-
pool. Hann var keyptur til félagsins
frá hollenska stórliðinu Ajax í janú-
ar 2011 og hóf feril sinn í rauðu treyj-
unni með marki. Framherjinn hef-
ur frá þeim tíma ekki aðeins verið í
umræðunni á Bretlandseyjum fyrir
góðan leik sinn. Suarez var dæmd-
ur í átta leikja bann fyrir kynþátta-
níð í garð Patrice Evra á sínu fyrsta
heila tímabili. Í lok tímabilsins í
fyrra beit hann Branislav Ivanovic
í handlegginn og var dæmdur í tíu
leikja bann. Frá því hann sneri aft-
ur á völlinn í haust hefur hann leik-
ið við hvern sinn fingur, og það sem
meira er, hagað sér eins og sannur
liðsmaður.
„Eftir því sem árin hafa liðið hef
ég þroskast mikið,“ segir Suarez.
„Ég er meira hugsandi og hef lært af
þeim mistökum sem ég hef gert,“ en
Suarez bar fyrirliðaband Liverpool
í fyrsta skipti í vetur vegna meiðsla
Gerrards. Hann viðurkennir að eft-
ir allt sem á undan hafði gengið hafi
ákvörðun Rodgers komið á óvart.
„Það var mjög skrítið. Ég bjóst alls
ekki við því að vera valinn fyrirliði
Liverpool, einkum og sér í lagi eftir
allt sem hefur gerst.“
Samtöl við Gerrard til góðs
Síðastliðið sumar var Suarez þrálát-
lega orðaður við brottför frá Liver-
pool. Sögusagnir voru uppi um að
hann ætti ekki afturkvæmt í leik-
mannahópinn eftir bitið og ekki dró
úr þeim þegar hann lýsti yfir vilja
sínum til að leika með Arsenal. Fé-
lagið tók þó ekki í mál að selja Su-
arez til nokkurs liðs. Úrúgvæinn seg-
ir Steven Gerrard hafa leikið stórt
hlutverk í að sannfæra sig um að vera
áfram í herbúðum Liverpool.
„Gerrard talaði ekki við fjölmiðla
um mín mál,“ segir Suarez. „Hann
gerði það við mig, augliti til auglit-
is. Á þeim stundum varð mér ljóst
að hann er ekki aðeins heimsklassa
leikmaður og lifandi goðsögn hjá fé-
laginu heldur einnig hógvær mað-
ur. Hann talaði frá hjartanu í margar
klukkustundir við mig. Hann sagði
að ég væri besti framherji sem hann
hefur spilað með á ferlinum. Ég mun
aldrei gleyma þeim orðum.“ n
„Gerrard
sagði að ég
væri besti fram-
herji sem hann
hefur spilað með
Ingólfur Sigurðsson
ingolfur@dv.is
Óstöðvandi
Enginn virðist
ráða við Suarez
í þeim ham sem
hann hefur verið
í á undanförn-
um mánuðum.
Mynd ReuteRS
Valdez frá í
sjö mánuði
Victor Valdes, markvörð-
ur Spánarmeistara Barcelona,
verður frá keppni næstu sjö
mánuðina eftir að hafa geng-
ist undir aðgerð vegna kross-
bandaslits. Valdes meiddist í
sigurleiknum gegn Celta Vigo
síðastliðinn miðvikudag eft-
ir að hafa lent illa. Þetta þýðir
væntanlega að Valdes sé búinn
að leika sinn síðasta leik fyrir
Barcelona, en hann hafði gefið
það út að hann myndi yfirgefa
liðið eftir tímabilið.
Southampton
stendur illa
Þó að allt hafi gengið í haginn
hjá Southampton á leiktíðinni
er félagið illa statt fjárhags-
lega. Þetta segir Hans Hofstett-
er, nýr framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Félagið tapaði rúmum
sjö milljónum punda á sínu
fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni
og skuldar það 27 milljónir
punda vegna leikmannakaupa.
Þá skuldar félagið 30 milljón-
ir punda vegna nýs æfinga-
svæðis. Hofstetter segir þó að
bjartir tímar séu fram und-
an hjá félaginu og mest um
vert sé að engin þörf sé á að
selja þá leikmenn sem stjórinn
Mauricio Pochettino vill halda
hjá félaginu. Nokkrir lykilmenn
Southampton, Luke Shaw og
Adam Lallana þar á meðal,
hafa verið orðaðir við önnur fé-
lög að undanförnu.
F
yrri leikirnir í 8 liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu fara
fram í kvöld og annað kvöld.
Manchester United tekur á
móti Evrópumeisturum Ba-
yern Munchen í kvöld og Barcelona
tekur á móti Atletico Madrid á sama
tíma.
Flestir búast við því að Bayern
Munchen fari nokkuð auðveldlega
í gegnum leikina við United enda
hefur gengi þessara liða á tímabil-
inu verið ólíkt. Bayern Munchen
er búið að tryggja sér sigur í þýsku
deildinni á meðan United er í basli í
ensku úrvalsdeildinni.
Viðureign Atletico Madrid og
Barcelona hefur alla burði til að
verða frábær. Bæði lið hafa spil-
að vel á tímabilinu en ekkert lið
hefur komið jafn mikið á óvart og
Atletico sem situr í toppsætinu á
Spáni, á undan bæði Real Madrid
og Barcelona.
Annað kvöld tekur toppliðið í
Frakklandi, Paris St. Germain, á
móti Chelsea og Real Madrid fær
Borussia Dortmund í heimsókn.
Paris St. Germain á franska titilinn
vísan á meðan Chelsea háir harða
baráttu við Liverpool og Manche-
ster City um titilinn heima fyr-
ir. Real Madrid og Borussia Dort-
mund mættust í undanúrslitum
keppninnar í fyrra og þá hafði
Dortmund betur, 4-3 samanlagt.
Dortmund verður án margra lykil-
manna gegn Real annað kvöld, má
þar nefna Robert Lewandowski,
Marcel Schmelzer, Sven Bender,
Ilkay Gundogan og Neven Subotic.
Bendir flest til þess að aðeins fjór-
ir leikmenn úr liði Dortmund, sem
byrjuðu fyrri leikinn gegn Real Ma-
drid í fyrra, verði með gegn Real
annað kvöld; markvörðurinn Rom-
an Weidenfeller, Lukasz Piszczek,
Mats Hummels og Marco Reus. n
einar@dv.is
Veislan að hefjast
n 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar n Margir meiddir hjá dortmund
Margir meiddir Aðeins fjórir leikmenn
Dortmund sem byrjuðu fyrri leikinn gegn
Real Madrid í fyrra hafa möguleika á að
spila annað kvöld.
Löður er með
á allan bílinn
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn
Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti