Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 38
Vikublað 1.–3. apríl 201438 Fólk
Fékk búktalara-
dúkku frá eigin-
manninum
Rithöfundurinn Auður Jónsdótt-
ir fagnaði afmæli sínu í Berlín á
dögunum. Maður hennar, rithöf-
undurinn Þórarinn Leifsson, gaf
henni ansi óvanalega afmælis-
gjöf sem þó sló rækilega í gegn.
„Í gegnum tíðina hef ég próf-
að að gefa konunni minni bók,
hálsfesti, stereógræjur, gullhring,
flugmiða, drasl, kjól og svo fram-
vegis. Núna fékk hún nokkurs
konar búktalaradúkku – sem hún
pantaði reyndar sjálf í KaDeWe
og gleymdi því aftur – og viti
menn: Ég hef aldrei séð Auði jafn
hamingjusama með neina gjöf.
Það er bara kreisí að vera giftur
jafn skemmtilegu fólki.“
Fékk afmælis-
myndband
frá Vigdísi
Steinþór Helgi Arnsteinsson,
dómari í Gettu betur, varð þrítug-
ur á mánudag. Steinþór átti þó
ekkert sérlega góðan dag þar sem
hann vaknaði með gubbupest.
Það hefur þó líklega verið bót
í máli að hann fékk sérlega af-
mæliskveðju frá sjálfri Vigdísi
Finnbogadóttur. Móðir hans
setti vídeókveðjuna á Facebook-
vegginn hans en þar sendir Vig-
dís honum sínar bestu kveðjur
og segir í lokin: „Gangi þér allt að
sólu eins og sagt var í gamla daga.“
Fegurðar-
drottning verður
flugfreyja
Fanney Ingvarsdóttir fegurðar-
drottning er ný flugfreyja hjá
Wow flugfélaginu. Fanney var
kjörin Ungfrú Ísland árið 2010 og
hefur tekið þátt í nokkrum feg-
urðarsamkeppnum úti í heimi
fyrir Íslands hönd. Fanney hef-
ur undanfarið unnið í GS skóm í
Kringlunni og haldið úti nokkuð
vinsælli bloggsíðu: fanneyingv-
ars.blogspot.com. Fanney birti
mynd af sér á Facebook-síðu
sinni og skrifaði undir: „Nýút-
skrifuð flugfreyja og fagna því í
kvöld með frábæru fólki!“
„Ótrúlega skemmtilegt að geta glatt alla“
Safnar fyrir aðgerð handa systur sinni
É
g er búinn að vera að hjálpa
henni síðan í janúar og hef náð
að safna 200.000 krónum,“ seg-
ir töframaðurinn Hermann
Helenuson spurður að því hvern-
ig gangi að safna pening fyrir systur
hans. Karen, systir hans, þarf að fara
í gríðarlega kostnaðarsama aðgerð
vegna hryggskekkju og Hermann
leggur sitt af mörkum til að hjálpa
systur sinni.
„Ég er búinn að vera að sýna í
sýningum og hef fengið borgað fyr-
ir en svo fór ég um daginn að sýna
á bekkjarkvöldi í Hörðuvallaskóla
og þar söfnuðust 33.000. Þau vildu
hjálpa til við að styrkja mig og systur
mína. Ég er ótrúlega sáttur og líð-
ur bara hreinlega ótrúlega vel eftir
þetta,“ segir Hermann sem hefur lagt
hart að sér síðustu mánuði og hef-
ur komið fram á fjölda sýninga. „Ég
er búinn að halda sýningar í skól-
um, barnaafmælum og bara við öll
tilefni,“ segir Hermann, sem hefur
meðal annars fengið hjálp frá kollega
sínum, Einari Mikael töframanni, og
er þakklátur fyrir. „Hann er kennar-
inn minn, hann er búinn að gera
rosa mikið fyrir mig og hjálpa mér
svo mikið. Ég er bara ótrúlega þakk-
látur fyrir hans hjálp.“
Aðgerðin sem Karen þarf að gang-
ast undir er mjög kostnaðarsöm.
„Það eru sirka átta milljónir sem þarf
fyrir þessa aðgerð. Við vonum að
einhver læknir geti komið til Íslands,
annars þarf hún að fara til útlanda og
það kostar mikið meiri pening,“ segir
Hermann. Systir hans er eins og við
mætti búast þakklát bróður sínum.
„Henni líður bara ótrúlega vel með
þetta og er þakklát fyrir allt og henni
finnst bara gaman af þessu.“
Í maí ætlar Hermann að halda
stóra sýningu og mun ágóðinn renna
í styrktarsjóðinn. „Hinn 16. maí verð-
ur sýning haldin í Salnum í Kópa-
vogi.“ Miðasalan hefst 2. apríl og
hægt er að kaupa miða á midi.is. n
Hermann og Karen
Hermann safnar fyrir
aðgerð sem systir hans
þarf að fara í.
Þriðji sonurinn
kominn í heiminn
Þ
að er bara verið að plana
sumarið og spila af sér
hendurnar eins og vana-
lega,“ segir Magni Ásgeirs-
son tónlistarmað-
ur þegar blaðamaður
slær á þráðinn til
hans og spyr hvað
sé á döfinni. Magni
er með mörg járn
í eldinum og nóg
af verkefnum
fram undan.
„Það er Skon-
rokkið, svo eru
Á móti sól að
spila. Svo er ég
að klára að skipu-
leggja Bræðsluna
í sumar og allt að
verða „reddí“ fyrir allt
saman,“ segir Magni.
En Magni hef-
ur í fleiru að
snúast
en
að spila því nýverið eignaðist hann
sitt þriðja barn með eiginkonu sinni,
Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Það
gengur alveg stórkostlega. Það eru
komnir þrír fullkomnir drengir.
Öllum heilsast vel og mað-
ur biður ekki um meira.
Ég valdi greinilega góða
konu,“ segir Magni
hlæjandi.
Brjáluð dagskrá
Spurður um hvernig tónlistarhátíðin
Bræðslan muni líta út í sumar er fátt
um svör. „Það er allt leyndó enn þá
en við lofum brjálaðri dagskrá. Ætli
það verði ekki sett einhvers konar
met í sumar í tónleikahaldi á Borg-
arfirði. Það verða tónleikar held ég
bara hverja einustu helgi þarna
í júní og júlí, allt saman
landsfrægir tónlistar-
menn,“ segir Magni
og bætir við að það
sé mikill hugur í
Borgfirðingum.
Magni er eins
og margir vita
með hörku rödd
og hefur hann
heldur betur nýtt
hana í verkefn-
um sínum, til að
mynda í Freddie
Mercury tribu-
te-bandinu sem
og ábreiðu-
bandinu Killer
Queen. Að-
spurður hvort það sé ekki erfitt að
feta í fótspor Freddie Mercury segir
Magni það ómögulegt. „Það er ekki
hægt. Eftir því sem maður hlustar
meira og meira á þetta því minna
skilur maður í þeirri snilligáfu sem
þessi hljómsveit hafði.“
Hópur af snillingum
Talið berst að Skonrokk-hópnum
sem Magni er hluti af ásamt hópi ís-
lenskra stórsöngvara, þeim Eyþóri
Inga, Birgi Haralds, Pétri Jesúm
ásamt fleirum. „Það er eitthvað
ógeðslega gaman við það að setja
saman svona hóp af snillingum
og þurfa ekkert að halda því uppi
heldur vera bara einn af nokkrum
söngvurum,“ segir Magni að lok-
um en Skonrokk mun halda
tónleika á nokkrum stöð-
um á landinu á næst-
unni. n
jonsteinar@dv.is
n Fjölskyldan stækkar hjá Magna og Eyrúnu n Mörg járn í eldinum„Öllum
heilsast vel
og maður biður
ekki um meira
Á sviði Magni er með
nokkur verkefni í gangi
og eignaðist þriðja
barn sitt nýlega.