Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Side 11
Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Fréttir 11 við Laugalæk - sími 553 3755 Sendum landsmönnum öllum baráttukveðjur! E kkert bólar á tillögum frá nefnd um endurskoðun laga um erlenda fjár- festingu, en nefndin átti að skila áfangaskýrslu til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, inn- anríkisráðherra, í janúar síðast- liðnum. Upphaflega átti að skila henni í lok apríl, en skilum síðan flýtt til janúar. Eigendur jarðar- innar Grímsstaða á Fjöllum hafa því þurft að bíða lengi eftir niður- stöðu nefndarinnar, sem var ekki síst sett á laggirnar vegna um- ræðu um fjárfestingar Huangs Nubo á jörðinni. Sveitarfélögin sem jörðin er í hafa áform um að kaupa jörðina, á þeim forsendum að hægt verði að leigja hluta henn- ar til Nubos. Aðeins er um að ræða lítinn hluta jarðarinnar, en meirihluta hennar verður breytt í fólkvang og jafnvel eru uppi hug- myndir um að hann verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Samkvæmt heimildum DV eru landeigendur orðnir langeygir eftir niðurstöð- unni, enda vilji þeir selja landið og þessi möguleiki sá eini sem virðist raunhæfur. Töf nefndarinnar hefur því valdið nokkrum titringi meðal landeigenda. Litlar upplýsingar er að fá frá ráðuneytinu aðrar en þær að verkefnið sé á lokastigi. Flókið ferli „Nubo bíður alltaf eftir niður- stöðu, af eða á. Við bíðum rólegir eftir þessari endurskoðun, okkur var tjáð í upphafi að hún gæti komið í lok apríl, hún er ekki kom- in enn svo við bíðum,“ segir Hall- dór Jónsson, talsmaður Huangs Nubo. Hann hefur engar skýringar fengið á töfunum sem orðið hafa. „Við fengum þær upplýsingar frá ráðuneytinu að ferlið hefði ver- ið flóknara en gert hafði verið ráð fyrir. Ég kom þeim skilaboðum áfram til Nubos og hann tók þeim skilaboðum með stóískri ró. Okkar væntingar standa til þess að svo fari, að niðurstaðan liggi fyrir í lok mánaðar. Ég hef hins vegar engar upplýsingar um starf nefndarinn- ar, hún hefur ekki óskað eftir nein- um upplýsingum frá okkur,“ segir Halldór. Nubo hefur haldið sambandi við Norðurþing og sveitarfélög- in á Norðurlandi eystra. „Þar hafa menn áhyggjur af drættin- um sem orðið hefur því það stytt- ist í sveitarstjórnarkosningar. Óháð þeim, þá eru menn að leita að tækifærum til að byggja upp at- vinnutækifæri og ég er sannfærður um að þessi fjárfesting yrði mjög góð fyrir Norðausturland og Ísland í heild sinni,“ segir Halldór. Allt í biðstöðu „Þetta hefur eitthvað dregist og hvað okkur varðar verður staðan tekin í málinu þegar niðurstaðan liggur fyrir. Við höfum ekki fengið neinar útskýringar á því af hverju þessar tafir hafa orðið, en þetta er ákveðin forsenda í þessum áætl- uðu kaupum okkar á jörðinni,“ segir bæjarstjórinn á Húsavík, en Norðurþing er eitt þeirra sveitarfé- laga sem áætlar að kaupa jörðina. Hann segir það ekki útilokað að leigja landið til Íslendinga. „Ef ein- hverjir eru með hugmyndir og hafa burði til að framkvæma þær, þá erum við að sjálfsögðu opnir fyrir því. Hingað til hefur þó enginn haft samband við okkur. Það er allt í biðstöðu á meðan niðurstaðan liggur ekki fyrir,“ segir Bergur. Áhersla lögð á að ljúka vinnunni Huang Nubo og sveitarfélögin eru því í startholunum, tilbúin að fara af stað verði niðurstaða nefndarinnar jákvæð og lögum breytt. „Við leggjum mikla áherslu á að þessi vinna hefjist strax og henni ljúki sem fyrst. Við ætlumst til þess að skýrslu og tillögum verði skilað eigi síður en í janúar,“ sagði Hanna Birna við Viðskiptablaðið í nóvember. Nefndin hafði því að- eins tæplega þrjá mánuði til að skila niðurstöðum, í stað sex, en nú er ljóst að sá tími var óraun- hæfur. n Óútskýrð töf á niðurstöðum nefndar um erlenda fjárfestingu veldur titringi Hanna Birna „Við leggjum mikla áherslu á að þessi vinna hefjist strax og henni ljúki sem fyrst,“ sagði Hanna Birna í nóvember síðastliðnum. Nefndin átti að ljúka störfum í janúar, en hefur engu skilað frá sér enn. Mynd dV eHF / Sigtryggur Ari rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Huang nubo „Nubo bíður alltaf eftir niðurstöðu, af eða á. Við bíðum rólegir eftir þessari endurskoðun,“ segir Halldór Jónsson, talsmaður Huangs Nubo.„Menn hafa áhyggjur af dráttinum sem orðið hefur Langeygir eftir niðurstöðum Krefst hálfrar milljónar Á mánudag fór fram aðalmeð- ferð í meiðyrðamáli Önnu Krist- ínar Pálsdóttur, fréttamanns RÚV, gegn Páli Vilhjálmssyni, blaða- manni og bloggara, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið snýst um þýðingu Önnu Kristínar á orðum forseta leiðtoga- ráðs ESB, Hermans van Rompuy. Í hádegisfréttum þann 16. júlí var enska hugtakið „accession process“, sem hann notaði, þýtt sem aðildarviðræður. Þetta gagn- rýndi Páll í bloggfærslunni og sagði rétta þýðingu vera aðildarferli og sagði að með orðavalinu væri ver- ið að falsa ummæli, blekkja og fela staðreyndir viljandi og að yfirlögðu ráði. Í kjölfarið kærði Anna Krístín hann fyrir meiðyrði. Anna hefur krafist þess að ummæli sem Páll lét falla í bloggfærslu í júlí í fyrra verði dæmd ómerk og hann greiði hálfa milljón króna í miskabætur. Íbúi kom upp um þjófa Innbrotsþjófar sem brutust inn í húsnæði á Suðurnesjum um helgina voru ekki lengi í Para- dís, frekar en títt er um þá sem stunda slíkt athæfi. Þeir brutu- st inn í verkstæði og stálu nýjum dekkjum, ásamt felgum, undan jeppa, að verðmæti um 500 þús- und króna. Tjakki og topplykla- setti höfðu þeir stolið úr nærliggj- andi húsnæði. Að auki höfðu þeir á brott með sér tvö málverk úr húsnæði listmálara, við hlið verk- stæðisins. Þýfið földu þeir í göml- um dæluskúr. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að athugull íbúi sem rakst á dekk- in og málverkin á sunnudag, hafi verið þess fullviss að þarna væri ekki allt með felldu. Hann gerði því lögreglunni viðvart og kom hún mununum í réttar hendur. Haldið sofandi Ökumanni bifhjóls, sem var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann í Fossvogi að- faranótt sunnudags, er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan mannsins er stöðug. Maðurinn var á ferð í Kömbunum um klukkan þrjú á aðfaranótt sunnudags. Hann er talinn hafa misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann lenti utan vegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.