Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Síða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Á standið í Úkraínu heldur áfram að versna og spennan í landinu stigmagnast. Fólk og fjölmiðlar tala stöðugt um stríð. Friðarsamkomu- lag sem náðist í Genf milli aðila fyrir skömmu virðist andvana fætt. Banda- ríkjamenn hafa flutt nokkur hundruð hermenn til Póllands og Eystrasalts- ríkjanna og Rússar svara aðgerðum bráðabirgðastjórnarinnar í Kiev með því að halda heræfingar í aðeins eins kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu og Rússlands. Raunveruleg hætta er á að Úkraína klofni og liðist í sundur sem ríki ef fram fer sem horf- ir. Menn eru líka á fullu að hrifsa til sín völd með „sjálfskipuðum hætti.“ Slíkt hætta er ávallt fyrir hendi þegar tómarúm myndast í valdakerfum eða þau riðlast. Sérstaklega í kjöl- far byltinga, eins og þeirrar sem varð í Úkraínu í vetur, þegar sitjandi for- seti, Viktor Janúkóvits, hrökklaðist frá völdum, eftir margra vikna mótmæli á Friðartorginu (Maidan) í Kiev, eða Kænugarði, eins og höfuðborg Úkra- ínu heitir á íslensku. Margar spurn- ingar vakna í sambandi við þessi átök. Í grein þessari verður leitast við að svara nokkrum þeirra. Þó er ekki um að ræða tæmandi úttekt á stöðu máls- ins, til þess er málið í raun of flókið og viðamikið. Af hverju logar austurhluti Úkraínu? Ástandið í austurhluta Úkraínu á sér í raun langa sögu, en ef til vill er best að draga línu við hrun Sovétríkjanna árið 1991. Þá fær Úkraína í raun allt í einu sjálfstæði og til verður nýtt ríki á land- kortinu með um 50 milljónir íbúa. Í austurhlutanum er hlutfall Rússa hins vegar mjög hátt og stór svæði þar sem það er yfir 50 prósentum, Krímskagi þar á meðal. Austurhlutinn er mikið iðnaðarsvæði og hefur ávallt haft mikla tengingu við Moskvu, á kostnað Kænugarðs. Í grein í Time, bendir rithöfund- urinn Andrey Kurkov á að í austrinu séu fáir mjög valdamiklir auðmenn (olígarkar) í iðnaðargeiranum, meðal annars kola- og stálframleiðslu, sem eigi mjög mikið undir því að halda völdum sínum og áhrifum. Aðsetur flestra þeirra er í borginni Donetsk, sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu, en hún liggur í raun mjög nálægt landamærunum að Rússlandi. Kurkov segir að þessi hópur manna hafi árið 2004 í raun ákveðið að koma Janúkóvits og „héraðaflokki“ hans til valda. Það tókst og voru völd hans í raun orðin alger árið 2010. Þetta sé því dæmi um það þegar hagsmunir fárra ráða mjög miklu og eru í raun elds- neyti fyrir mikla valdabaráttu. Eru Rússar og Úkraínumenn miklir bræður? Mikið er gert út því að Rússar og Úkra- ínumenn séu bræðraþjóðir og því sé það næstum óskiljanlegt af hverju þeir berast á banaspjót. En í raun þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi um slíkt, en það er upplausn Júgóslavíu á árunum 1991–1995, þar sem meðal annars bræðraþjóðirnar Serbar og Króatar myrtu hvorir aðra með grimmilegum hætti. Báðar þjóð- irnar tala serbó-króatísku, Króatar eru flestir kaþólskrar trúar, en Serbar til- heyra rétttrúnaðarkirkjunni. Ástæða borgarastríðsins í Júgóslavíu eru margvíslegar, en taumlaus þjóðern- ishyggja þáverandi leiðtoga Serba, Slobodan Milosevic, með það að markmiði að endurvekja Stór-Serbíu, átt stóran þátt í því sem gerðist. Hann lést úr hjartaáfalli í klefanum sínum þegar mál hans var tekið fyrir hjá stríð- glæpadómstólnum í Haag í Hollandi árið 2006, þar sem hann var ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Í Úkra- ínu er einnig mikil þjóðernishyggja á ferðinni. Úkraínumenn hafa hins vegar lengi haft eigið tungumál, eig- in menningu og eigin sögu, eins og segir í bók eftir sagnfræðinginn Ben Fowkes (The Disintegration of the Soviet Union) um hrun Sovétríkjanna (1922–1991). Þar kemur einnig fram að Nikulás annar Rússakeisari hafi litið á Úkraínumenn sem „litlu Rúss- ana, sem þó gætu orðið alvöru Rúss- ar með lítilli fyrirhöfn.“ Annar þekktur sagnfræðingur, Richard Pipes, bend- ir einnig á í bók sinni um rússnesku byltinguna árið 1917 að Úkraínu- menn hafi í um fimm aldir verið und- ir miklum áhrifum frá Póllandi og Pól- verjum og að rússnesk áhrif hafi í raun verið mjög lítil á svæðinu. Það virðist því sem margt skilji í raun Rússa og Úkraínumenn að. Hvers konar stríð er í Úkraínu? Undanfarna daga hefur ástandið í austurhlutanum einkennst af því sem kalla mætti „upphitun“ og eða stig- mögnun. Fréttir hafa borist af svoköll- uðum smáskærum á milli deiluaðila, þar sem menn hafa látið lífið (sjá nán- ar á tímalínu). Stór orðaganga á milli manna og mikill hræðsluáróður er í gangi, flugmiðum er dreift og þess háttar. Mikið áróðursstríð er í gangi og fréttamenn á svæðinu segja að það sé í raun mjög erfitt að fá réttar upplýs- ingar, svo mikið af falsupplýsingum sé á kreiki. Það eru nánast dagleg átök á milli úkraínskra hermanna og óskil- greindra hersveita aðskilnaðarsinna og stuðningsmanna Rússa (les: Vlad- imírs Pútín) og Moskvuvaldsins. Þau átök sem nú eru í Úkraínu eru það sem kalla mætti ,,lágspennustríð“ sem einkennist meðal annars af því að deiluaðilar eru að koma sér fyrir með ýmsum hætti og úkraínsk stjórnvöld miða aðgerðir sínar við að afvopna hina ýmsu hópa stuðningsmanna Rússa og aðskilnaðarsinna sem eru á sveimi víða í austurhlutanum. Fari hins vegar svo að ,,fullt stríð“ brjót- ist út á milli Rússlands og Úkraínu, er ljóst að úkraínski herinn hefur ekki roð við þeim rússneska. Eitt mikil- vægasta verkefni Pútíns undanfarin ár hefur verið að endurbyggja herinn og auka mátt hans með öllum ráðum. Í stuttu stríði sem braust út árið 2008 milli Georgíu og Rússlands (sem hin- ir fyrrnefndu hófu í raun) gjörsigraði rússneski herinn hinn georgíska. Tals- menn Rússa hafa síðustu daga verið að minna Úkraínumenn á þessa stað- reynd. Getur Úkraína klofnað og hvað gerist þá? Spurningin á vissulega rétt á sér, enda sýna söguleg dæmi slíkt, eins og kom fram hér fyrr í greininni í sambandi við upplausn Júgóslavíu. Svíar fylgjast nokkuð áhyggjufullir með þróun mála í Úkraínu og hefur ástandið meðal annars leitt til þess að nú á sér stað mikil umræða um varnarmál í landinu og aukningu á framlögum til sænska hersins. Rússlandssérfræðingurinn Carolina Pallin var gestur í morgun- sjónvarpi SVT í síðustu viku og þar sagði hún að ef til klofnings kæmi þá væru í raun tveir möguleikar í stöð- unni, annars vegar einhvers konar ríkjasamband austurhlutans og stjórnvalda í Kiev og hins vegar mynd- un sambandsríkis. Nýtt sambands- ríki gæti í raun gert sína eigin samn- inga við önnur ríki og það væri lausn sem ekki væri stjórnvöldum í Kiev að skapi, en frekar Moskvu. Pallin telur að Kiev geti mögulega hugsað sér að láta þannig frá sér hluta af völdum til austurhlutans, en myndi þá í raun af- sala sér því valdi. Dæmi um klofning af þessu tagi og vegna álíka ástands og nú ríkir í Úkraínu eru vissulega til. Á tímum borgarastríðsins í Júgóslavíu stofnuðu Bosníu-Serbar sérstakt lýð- veldi í Bosníu undir stjórn stríðs- glæpamannsins Radovans Karadzic og þar var annar stríðsglæpamað- ur einnig áberandi, hershöfðinginn Ratko Mladic. Báðir eru þeir í haldi í Haag. Hver eru áhrif Úkraínu-málsins á Pútín? Vladimír Pútín er allt í öllu í Rússlandi og hefur á undanförnum árum byggt upp sterkan grundvöll undir völd sín. Úkraínumálið hefur aukið vinsældir Pútíns gríðarlega og segja fréttamenn sem til þekkja að stemmingin í Rúss- land sé nú þannig að Rússum finn- ist Pútín hafa endurreist þjóðarstolt Rússa. Pútín varð forseti árið 2000 og sat fyrst í átta ár. Því næst varð hann for- sætisráðherra á meðan félagi hans og vinur frá Sankti Pétursborg, Dimitrí Medvedev, sat í embætti forseta. Eft- ir að Pútín tók við forsetaembætti á ný árið 2012, var búið að ganga svo frá málum að hann gæti setið í sex ár, stjórnarskránni var einfaldlega breytt. Ekki er útilokað að Pútín verði við völd á næsta kjörtímabili líka, það er frá 2018–2024. Nánast allar gagnrýnisraddir gagn- vart Pútín hafa nú þagnað og hann hefur líkt andstæðingum aðgerða hans á Krímskaga við liðsmenn bol- sévíka, sem nýttu sér upplausnar- ástandið í Rússlandi árið 1917 til þess að ræna völdum í október það ár. Hann kallar þá einnig svikara og seg- ir þá vera handbendi Vesturveldanna. Pútín stjórnar öllu í Rússlandi, Pútín er í raun Rússland. n Logar í austri Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Sjálfskipaður borgarstjóri Undanfarna daga hafa rússneskir aðskilnaðarsinnar hertekið fjölda opinberra bygginga í aust- urhluta Úkraínu. Hér sést nýr og sjálfskip- aður borgarstjóri í borginni Luhansk, Valeri Bolotov, ávarpa borgarbúa. Mynd REutERS „Menn eru líka á fullu að hrifsa til sín völd með „sjálfskipuð- um hætti“. Þetta hefur gerst í apríl n 1. apríl: NATO hættir öllu hernaðarsamstarfi við Rússa vegna yfirtöku þeirra á Krímskaga. n 7. apríl: Aðskilnaðarsinnar ná stjórnarbyggingum í fjórum borgum í austurhlutanum á sitt vald. n 11. apríl: Úkraínsk stjórnvöld lofa að austursvæðin fái meiri völd. Daginn eftir taka aðskilnaðarsinnar lögreglustöðina í borginni Slavjansk. n 13. apríl: Úkraínskur hermaður fellur í átökum í Slavjansk og á næstu dögum kemur víða til minni- háttar átaka og að minnsta kosti fimm falla. Aðskilnaðarsinnar halda áfram að hertaka byggingar. n 17. apríl: Rússland, Úkraína, Evrópusambandið og Bandaríkin ná samkomulagi í Genf þess efnis að draga úr spennu. Samningurinn virðist í ljósi atburða í kjölfarið einungis orðin tóm. n 20. apríl: Mannfall í skotbardaga í austurhluta Úkraínu. n 22. apríl: Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Rússa vera að einangrast vegna Úkraínu. Um 600 bandarískir hermenn sendir til Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Úkra- ínsk stjórnvöld halda aðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum áfram. n 24. apríl: Úkraínski herinn gerir árás á Slavjansk, minnst fimm aðskilnaðarsinnar falla. Rússar hefja heræfingar rétt við landamæri Úkraínu. n 25. apríl: Sjö fulltrúar frá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) teknir í gíslingu í Slavjansk. Forsætisráðherra Úkraínu segir Rússa stefna að „þriðju heimsstyrjöldinni.“ Komnir til Póllands Bandarískir fallhlífaher- menn eru komnir til Póllands, vegna atburðanna í Úkraínu. Hér ganga liðsmenn 153. Fallhlífaher- deildarinnar frá borði í norðvestur-hluta Póllands. Bandaríkin sendu í fyrri viku um 600 hermenn til Póllands og Eystrasaltslandanna. n Mikil spenna og mannfall í Úkraínu n Hagsmunir auðmanna miklir n Pútín aldrei vinsælli Gæti breyst í stórbál Þó að þeir „eld- ar“ sem loga í Úkraínu séu frekar smáir enn sem stendur, eins og sést á þessari mynd, gætu þeir breyst í stórbál. Hér stöðvar úkraínskur hermaður mann á reiðhjóli nálægt borginni Slavjansk. Mynd REutERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.