Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2014, Qupperneq 27
Vikublað 29. apríl–1. maí 2014 Lífsstíll 27
É
g ætlaði sko fyrst að vera tísku-
bloggari en sá fljótt að ég
hafði ekki beint fjármunina,
né smekkinn kannski heldur,
til þess,“ segir Guðrún Veiga
Guðmundsdóttir sem hefur vak-
ið athygli fyrir hispurslausar blogg-
færslur á síðunni sinni: gveiga85.
blogspot.com. Þar bloggar hún um
allt milli himins og jarðar. Hún er
ófeimin við að gera grín að sjálfri
sér eða deila með lesendum furðu-
legum mataruppskriftum sínum þar
sem hún blandar oft og tíðum saman
ólíklegum matartegundum.
Öðruvísi gúmmelaði
Guðrún Veiga byrjaði að blogga í
nóvember 2012. „Þetta byrjaði bara
við skrifborðið heima á Reyðarfirði,“
segir hún. Þá var hún í fjarnámi frá
Háskóla Íslands en er nú flutt í bæ-
inn, nánar tiltekið í Breiðholt, en hún
er að skrifa meistararitgerð sína í
mannfræði.
Á vefsíðunni deilir hún oft undar-
legum mataruppskriftum með flott-
um myndum sem hún tekur sjálf.
Meðal þess sem finna má á síðunni
er uppskrift af súkkulaðihúðuðu
Bugles með hnetusmjörsfyllingu,
súkkulaðihúðuðu epli með hnet-
usmjörsfyllingu og M&M-skrauti
á, karamelluhúðað Twix-popp og
súkkulaðihúðuð Ritz-kexsamloka
með hnetusmjöri svo eitthvað sé
nefnt. „Þetta byrjaði með því að vin-
kona mín sendi mér einhverja Oreo-
poppuppskrift sem hún var viss um
að væri akkúrat fyrir mig. Síðan þá
hef ég prófað þær nokkrar,“ segir hún
kankvís.
Áhyggjufullir lesendur
Lesendur hafa líka lýst yfir áhyggjum
sínum vegna tilraunastarfsemi Guð-
rúnar Veigu í eldhúsinu. „Fólk hefur
miklar áhyggjur af mataræði mínu og
ég hef verið spurð hvort ég borði bara
úr niðursuðudósum og hvort ég viti
ekki að popp sé ekki matur. Síðan hef
ég fengið mikinn tölvupóst frá fólki
sem spyr hvort ég borði bara nammi
og engan mat,“ segir hún hlæjandi.
Guðrún bloggar þó ekki bara
um undarlega matarsiði sína. Vin-
sælasta færslan er til að mynda um
það þegar Guðrún skrifaði um raun-
ir sínar við að reyna komast inn í bíl
sinn fyrir utan Nettó í Mjódd. Eftir
að hafa hamast dágóða stund með
hóp áhorfenda að fylgjast með til-
þrifunum hringdi hún í bróður sinn
sem kom henni til bjargar. Þegar
hann var nýkomin á svæðið kom
hins vegar í ljós að hún hafði reynt að
opna rangan bíl. „Já, þessi færsla sló
í gegn,“ segir Guðrún og viðurkennir
að hún sé óhrædd við að gera grín að
sjálfri sér.
Margir lesendur
Sífellt bætist við fjölda lesenda á síð-
unni hennar Guðrúnar. „Fyrst voru
svona 70–80 og allt upp í 200 þegar
mest var að skoða síðuna daglega.
Núna eru þetta 3–5 þúsund á dag
og hefur farið upp í 10 þúsund,“ seg-
ir Guðrún Veiga sem einnig skrifar
pistla fyrir Akureyri Vikublað.
Hér má sjá nokkrar af uppskrift-
um Guðrúnar Veigu. n
viktoria@dv.is
Ætlaði að verða
tískubloggari
n Guðrún Veiga bloggar um allt milli himins og jarðar n Öðruvísi góðgæti og gúmmelaði
Súkkulaðihúðað Bugles Aðferð: Hnet-
usmjör sett í lítinn plastpoka sem er klippt
gat á og sprautað inn í Bugles. Súkkulaði
brætt og Bugles dýft ofan í.
Twix-húðað popp Karamelluhúðað
Twix-popp að hætti Guðrúnar Veigu: Einn
poki Stjörnupopp, 1 bolli smjör, 2 bollar púð-
ursykur, 1/2 bolli síróp, 1/2 tsk. matarsódi, 1
tsk. vanilludropar, 3 stykki Twix.
M&M-súkkulaðihúðað og hnetu-
smjörfyllt epli Aðferð: Miðjan fjarlægð úr
eplinu. Hnetusmjöri sprautað inn. Trépinna
stungið inn í eplið. Súkkulaði brætt og M&M
mulið niður og eplinu velt upp úr.
Súkkulaðiðhúðuð Ritz-kexsamloka
Hnetusmjör sett á milli Ritz-kex. Súkkulaði
brætt og samlokan böðuð upp úr því. Kælt
inni í ísskáp í hálftíma.
Guðrún Veiga Byrjaði að blogga
heima á Reyðarfirði og ætlaði fyrst
að verða tískubloggari. Nú skrifar
hún um allt milli himins og jarðar
og hefur vakið mikla athygli fyrir
opinskáar færslur þar sem hún
gerir óspart grín að sjálfri sér.
N
ú er það appelsínugult. Sam-
kvæmt erlendum tískuspek-
ingum er þessi glaðlegi og
skemmtilegi litur nefnilega
aðaltískuliturinn í sumar. Litur-
inn var áberandi á tískupöllunum
þegar sumartískan 2014 var kynnt
og nú má víða sjá appelsínugular
flíkur í sumarlínum verslana. Litur-
inn er þó ekki bara vinsæll í fatatísk-
unni heldur líka í snyrtivörum. Var-
ir margra kvenna munu líklega verða
málaðar appelsínugular í sumar því
að flestir stærstu snyrtivörufram-
leiðendur hafa sent frá sér varaliti í
appelsínugulu og líka augnskugga,
naglalakk og kinnaliti. Það verður
því líka vinsælt að hafa neglurnar
málaðar appelsínugular og eflaust
munu einhverjar þær allra djörfustu
skarta appelsínugulum kinnalit eða
augnskugga.
Það er þó um að gera að skarta
ekki öllu í einu, appelsínugulum föt-
um og förðun, því það gæti verið að-
eins of mikið. n
Tískulitur sumarsins
Appelsínugult skal það vera