Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 14
Helgarblað 9.–12. maí 201414 Fréttir KapítalistaKirKja Belforts n „Þetta er eins og söfnuður“ n Froðukenndur fyrirlestur í Háskólabíói J ordan Belfort er fjársvik- ari sem kveðst hafa séð ljós- ið, og er mörgum Íslendingum kunnur enda er lífi hans gerð skil í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese. 6. maí síðastliðinn hélt hann ráð- stefnu í Háskólabíói þar sem hann kenndi fólki sölutækni, en ráðstefn- an reyndist líkari messu en námskeiði í sölumennsku. Blaðamaður DV var á staðnum og lýsir hér því sem Belfort kenndi, hvernig hann kenndi það og hvað situr eftir. Jordan Belfort hóf fyrirlesturinn á einhvers konar hvatningarræðu þar sem hann minntist á efnahagshrunið, en fór reyndar rangt með ártöl. Hann vill að Íslendingar hverfi sem fyrst aft- ur til áranna fyrir „hrunið árið 2007“: Því fyrr sem fólk hverfur aftur til hugarfarsins fyrir hrun – að „græðgi er ekki góð, en metnaður er það“ – því betra. Belfort vitnaði í ónafngreind- an íslenskan viðmælanda sem vitnaði um viðhorfið sem Belfort telur ríkj- andi hér á landi eftir hrun. „Það var einhver sem sagði mér að það hefði fundist hellingur af olíu undan ströndum Íslands, og viðkom- andi taldi það ekki gott og sagði: „Það vill enginn fá svona mikinn pening aft- ur.“ Í alvöru? Ég meina, hvað í fjandan- um? Þetta viðhorf er kjaftæði!“ sagði Belfort og var eflaust að vísa til þess að mögulega finnist olía á Drekasvæðinu. Sagði Belfort að Íslendingar væru í „sprengjulosti“ eftir hrunið, sem „tuttugu bankamenn“, sem eru að hans mati „lúðar“, hafi valdið með því að „stela“, og síðan „flúið til Þýska- lands eða eitthvað“. „Þetta er eins og í söfnuði.“ Að svo búnu hófst einhvers konar hópefli, þar sem öllum var gert að standa upp og endurtaka það sem Belfort sagði. „Ég er tilbúinn til þess að láta mér líða vel,“ þuldi kórinn: „Til fjandans með bankamennina sem tóku peningana mína. Þetta er ekki mér að kenna. Ég er tilbúin/n fyrir vel- gengni.“ Sagði hann ráðstefnugestum að kreista hnefa og hrópa „já“, gefa sessu- nautum sínum fimmu, faðma þá og taka í höndina á þeim. Reglulega í gegnum fyrirlestur sinn lét Belfort ráðstefnugesti gera þetta sem gaf ráð- stefnunni í heild ákveðinn blæ. Einn ráðstefnugestur lýsti þessu nokkuð vel í samtali við blaðamann með orðun- um: „Þetta er eins og í söfnuði.“ Þrífst á athyglinni Það er ekki hægt að neita því að Belfort kann að tala, og hann er eig- inlega í essinu sínu þegar hann talar fyrir framan mannfjöldann. Hann lýs- ir þessu eiginlega best sjálfur: „Sum- ir eru smeykir við að tala opinberlega. En ég óttast það ekki. Raunar óttast ég að tala ekki opinberlega.“ Með öðrum orðum, hann þrífst á athyglinni og nýtur hennar svo mikið að hann bein- línis óttast að vera ekki miðpunktur athyglinnar. Hann er einnig kokhraustur og ef- ast ekki um eigin hæfni, enda sagði hann á einum tímapunkti: „Það eru margir góðir sölumenn hérna inni, en enginn jafn góður og ég.“ Það er í anda þess sem Belfort predikaði, hann sagði að mikilvægt væri að halda „röddinni í höfðinu“ jákvæðri, að vera jákvæður varðandi sjálfan sig, og liður í þessu væri að „selja sjálfum sér árangur“ og trúa á eigin getu og hæfni. Þó sé mikil- vægt að tileinka sér þá færni sem þarf til að ná árangri, og hvatti hann ráð- stefnugesti til að „stúdera árangur“ í þessu skyni, horfa til þeirra sem eru auðugir. Hins vegar eigi að haga sér siðlega, ekki líkt og hann gerði er hann var ungur. „Ég er ekki fégráðugur brjál- æðingur. Ég var það þegar ég var 25 ára, en ekki lengur. En ég er góður í að græða peninga.“ Ráðleggingar fyrir verðandi kapítalista Belfort var með ýmsar ráðleggingar fyrir athafnamenn, en þær má eflaust flestar finna í hvaða handbók sem er um fjárfestingar. „Haltu yfirbyggingu í lágmarki, tekjuflæðinu stöðugu og viðhaltu hagnaði,“ er ein. „Ekki setja öll eggin í sömu körfu,“ er önnur. Próf- aðu nýjar hugmyndir á smærri skala en virki þær skaltu fjárfesta drengi- lega í þeim. Hafðu fleiri en eina tekju- lind, færni í markaðssetningu og sölu- mennsku eru lykilþættir í velgengni fyrirtækis. Ráðlagði hann ráðstefnugestum að hafa augun opin fyrir tækifærum, en klæddi ráðlegginguna upp í við- eigandi búning, eflaust svo ráð- stefnugestum myndi líða eins og þeir væru að fá eitthvað fyrir 40 þús- und krónurnar: „Það er mikilvægt að vera með hugsjón og fókus (e. vision- focus). Hafðu þína hugsjón en skann- aðu sjóndeildarhringinn í leit að tæki- færum. Fólk þyrstir í hugsjónir, það kaupir ekki markmið heldur hugsjón- ir, seldu því sýn þína!“ Flokkunargjarn frasakóngur Mannskilningur Belfort er áhugaverð- ur, sérstaklega í ljósi þess að hann virðist elska að flokka fólk og greina manngerðir í einfalda yfirflokka. „Það eru aðeins tvær manngerðir í heimin- um,“ sagði hann á einum tímapunkti. „Það eru endur, og það eru ernir. Af- sökunarfólkið, og niðurstaðnafólkið,“ sagði hann. Endur, eru þeir sem finna sífellt ástæðu til að gera eitthvað ekki, eru neikvæðir, og tók Belfort tvö dæmi. Eitt af flugfreyju sem vildi ekki gefa honum mat, þótt hann væri á fyrsta farrými, og hitt af afgreiðslustúlku á jetski-leigu, sem vildi ekki leigja hon- um tæki því þau voru frátekin, en sá sem tók þau frá hafði ekki greitt fyrir þau og var of seinn. „Ég hugsaði, brabb brabb brabb – komið mér í samband við einhvern örn!“ Tók Belfort fram að „ernir“ hafi komið honum til bjargar í báðum til- fellum. Önnur flugfreyja hafi fundið mat fyrir hann og yfirmaður á jetski- leigunni hafi fallist á rök hans og leigt honum tækin. Að mati Belforts eru því einungis tvenns konar fólk í heiminum, það er fólk sem tekur af skarið og fólk sem gerir það ekki. Belfort átti eftir að fara dýpra í þessa greiningu sína og greindi enn fremur fjórar undirgerðir manna. Töframenn, jarðýtur, áhorfendur Belfort dreifði eins konar „einkunnar- spjöldum“ á meðal ráðstefnugesta, þar sem hver og einn átti að gefa sjálf- um sér einkunn í ýmsum þáttum; „söluhæfni og áhrif“, „markaðssetn- ing“, „fjöldi tekjulinda“, „athafnasemi“, „stjórnun tilfinninga“ eru nokkur dæmi. Út frá þessu var svo reiknuð út heildareinkunn sem þú gefur sjálfum þér, á skalanum 0–100. Út frá þessu tilgreindi Belfort síðan fjórar mann- gerðir; töframenn, jarðýtur, „eekers“ (hugsanlega tilvísun til skrímsla úr Mario & Luigi-tölvuleik), og áhorf- endur. Hann bað alla töframenn í saln- um um að standa upp, þeir sem gáfu sjálfum sér 88–100 stig í heild. Það var einungis einn sem var nógu sér- fróður til þess að líta á sig sem töfra- mann. Hann benti á viðkomandi. „Þú ert meistari örlaga þinna, ekki satt?“ spurði Belfort viðkomandi, og bætti við að þannig væru „töframenn“ al- mennt. „Töframenn eru hinir eiginlegu áhættufjárfestar. Þeir eru sífellt með eitthvað í gangi, með nokkrar tekju- lindir og þegar þú ferð í frí þá ferðu á framandi staði, og líður eins og þú stjórnir aðstæðum,“ sagði Belfort og meintur töframaður játti því, þetta ætti vissulega allt við hann. Töfra- menn „spila til að vinna, ekki til að tapa“, og vita að þeir þurfa að „nýta öll tækifæri“. Lægsta stig mannsins Það voru fleiri jarðýtur í salnum. Flest- ir gáfu sér 69–88 stig. Það eru fjárfest- ar sem framkvæma en þeim tekst ekki eins vel upp. Þeir eru klúðurgjarnari „töframenn“, en „örvæntið ekki“, sagði Belfort við áhorfendur, „því í flestum tilfellum er það aðeins eitt atriði sem þarf að laga til að gera jarðýtu að töfra- manni“. Lægsta stigið er hins vegar áhorf- endurnir. Lífsskoðanir þeirra má tjá með setningum eins og: „Tækifæri eru tálsýnir“, „ég hef ekki áhrif á heiminn heldur öfugt“, „peningar skipta ekki máli“ og „minn tími er liðinn“. Óljóst er hvernig þessar manngerðir tengj- ast anda og arnakenningunni en ljóst er að endur hljóta að vera áhorfendur. Eftir tæpa þrjá tíma af þessum fjögurra tíma langa fyrirlestri vék Belfort loks að sölutækninni, sem var jú yfirskrift ráðstefnunnar. „Salan er alltaf eins“ Að mati Belforts hefur þú fjórar sek- úndur til þess að fullvissa þann, sem þú ert að reyna að ginna til að kaupa eitthvað, um þrjá hluti. Í fyrsta lagi að þú sért skarpur eða skörp. Í öðru lagi að þú sért gífurlega áhugasamur eða áhugasöm og þriðja lagi að þú sért sérfræðingur um vöruna. „Ef þér tekst ekki að tjá þetta allt strax í byrjun, þá getur þú gleymt þessu.“ Þetta tjáir þú með líkamstjáningu eða raddblæ, sem eru að mati Belforts mikilvæg- ustu atriði í sölumennsku. Vissulega eru þetta góðar ábendingar, en hins vegar er vert að nefna að með stuttri Google-leit getur þú fundið töluvert ítarlegri leiðbein- ingar á sömu nótum um það hvernig þú átt að selja hluti, en þær eru, líkt og svo margt á internetinu, ókeypis. Þá nýtti Belfort tækifærið og kynnti „Straight Line“-sölukerfi sitt, sem þú þarft að kaupa ef þú vilt læra og er ekki innifalið í 40–50 þúsunda króna ráðstefnumiðanum. „Salan er alltaf eins,“ útskýrði Belfort, sem lítur á sölu sem línulaga, en uppljóstraði ekki um leyndarmál sín að öðru leyti. Svona auðgast þú! Belfort svaraði spurningum áheyr- enda á ráðstefnunni og ein sem hon- um barst var í hvaða bransa hann myndi byrja ef hann væri snauður í dag og vildi verða vellauðugur. „Ég gæti verið kominn með milljón dali eftir þrjá til fjóra mánuði,“ útskýrði Belfort. „Ég myndi til dæmis reyna að verða stærsti fasteignasalinn á Íslandi. Og ég myndi vinna eins og brjálæð- ingur, ég myndi gjörsamlega keyra mig út,“ sagði hann. „Þeir sem segja þér að þú getir efnast vel án þess að vinna fyrir því eru að bulla.“ Auk fasteignabransans er fjár- málageirinn einnig staður þar sem þéna má vel, og eignast 112 milljón- ir á skömmum tíma, að sögn Belforts. Hins vegar er ástæða fyrir því að Belfort hefur ekki farið þessa leið. „Ég geri það ekki því ég vil þéna meira en það.“ Fyrir þá sem eru stórhuga eins og Belfort kom hann með þessa ráð- leggingu: „Ég myndi hugsa út fyrir landsteinana. Það sem helst hamlar vexti hér er fjöldi fólks. Það búa ein- faldlega svo fáir hér.“ Það verður ekki annað sagt en að það sé gagnlegt að geta eignast 112 milljónir á svona skömmum tíma en ég gat ekki varist því að hugsa til þess að það er tilefni til að efast um þessi orð hans. Belfort efnaðist nefnilega á sínum tíma með fjársvikum, ekki fasteignasölu, og nú er hann að njóta góðs af frægð sem hann hlaut af kvik- myndinni The Wolf of Wall Street. Hann hefur að minnsta kosti ekki sýnt það í verki að hann sé eins hæfileika- ríkur fjárfestir og hann segir. Efnast eftir kvikmyndina Belfort spilaði mikið út á kvikmynd Scorsese, minntist á kynni sín við Leon ardo DiCaprio, aðalleikarann, og spilaði myndbrot úr henni á fyrir- lestrinum. Að minnsta kosti tvisvar fór hann orðrétt með línur úr kvik- myndinni og minntist á að ræða sem DiCaprio hafi farið með í myndinni hafi verið orðrétt upp úr bók sinni. Ræðuna tók hann sem dæmi um prýðilega notkun sálfræði, þar sem neikvæðar og jákvæðar aðstæður eru málaðar upp og settar hlið við hlið. „Ræðan er tekin orðrétt upp úr bókinni,“ sagði Belfort og benti ráð- stefnugestum á að taka eftir því hvern- ig hann málaði upp hliðstæðu af já- kvæðum og neikvæðum aðstæðum til að fá fólk til að gera það sem hann vildi. Ræðuna hélt hann fyrir starfs- fólk sitt í Stratton Oakmont á sínum tíma. Ávarpaði hann þá sem myndu ekki fara að ráðum sínum: „Horfðu á manneskjuna við hlið þér. Einhvern tímann í framtíðinni muntu stoppa á rauðu ljósi, á eld- gömlum og illa förnum Pinto, og sú manneskja mun stoppa við hliðina á þér á glænýjum Porsche, með gull- fallegu konuna sína við hlið sér, sem er með risastór og girnileg brjóst. Og hver situr við hliðina á þér? Einhver ógeðsleg skepna, órökuð í ermalaus- um kjól.“ Ræðan er, að mati Belforts, prýðilegt dæmi um notkun sálfræði, og hvatti hann ráðstefnugesti til þess að stúdera hana og læra af henni. Belfort segist nýta í sölumennsku sinni kerfi sem kallast NLP, „Neuro- linguistic programming“, en það hef- ur verið gagnrýnt af vísindamönnum fyrir að vera gervivísindi, sem byggð eru á kenningum sem viðteknar voru í sálfræði á sjöunda áratugnum en eru löngu orðnar úreltar. Kapítalistakirkja Belforts Upplifun mín af þessari söluráð- stefnu er áþekk því og þegar ég fór á safnaðarfund hjá ónefndum söfnuði á Íslandi. Það er mikið lagt upp já- kvæðni og tilfinningum en innihaldið er lítið sem ekkert. Ég fékk það á til- finninguna, og það er enn niðurstaða mín, að ég hafi verið í kirkju. Einhvers konar kapítalistakirkju. Á meðan prestar selja hugmyndina um sátt við æðri máttarvöld og gæði í handanheiminum, selur Jordan Belfort hugmyndina gæði og velmeg- un í framtíðinni. Bæði presturinn og Belfort eiga það sameiginlegt að lofa upp í ermina á sér. Jordan Belfort mun ekki gera þig ríka/n. Belfort kenndi undirstöðuatriði í fjárfestingum og sölumennsku, atriði sem þú getur lært á tuttugu mínút- um með einfaldri Google-leit. Hann kom ekki með neina áhugaverða inn- sýn í þessi atriði, heldur þuldi þau upp með vænum skammti af sjálfshóli, og skvettu af kvenfyrirlitningu og virki- lega slæmri sagnfræði. Spámaðurinn Aðalatriðið við þessa söluráðstefnu var umgjörðin, hvatningarræðan og upplifunin. Þetta var eins og mæta í messu og nokkrir lifðu sig inn í það. Aðrir gerðu það ekki og fóru út í hléinu. Belfort var í essinu sem spámaður. Allt í lagi í sjálfu sér, ef þú kannt að meta svoleiðis, en það situr lítið eftir, og ekk- ert sem þú hefðir ekki lært hefðir þú eytt smá tíma í rannsóknarvinnu, eða jafnvel við bókalestur, í stað þess að borga 50 þúsund krónur fyrir að hlusta á fjársvikara sem segist hafa séð ljósið. Ef þú fórst ekki á þessa ráðstefnu þá misstir þú ekki af neinu. Ég borg- aði ekki neitt fyrir þessa ráðstefnu, DV ehf. borgaði, og ég tek undir orð eins ráðstefnugests sem fékk líka frímiða og sagði: „Þetta var hverrar krónu virði.“ n Símon Örn Reynisson simon@dv.is „Það eru margir góðir sölumenn hérna inni, en enginn jafn góður og ég. Úrelt sálfræði Belfort talaði fyrir kerfi sem heitir NLP, „Neurolinguistic programming“, en það hefur verið gagnrýnt fyrir að vera gervivísindi sem byggð eru á úreltri sálfræði. Mynd SigTRygguR ARi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.