Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fréttir 21 Tveir milljarðar afskrifaðir eftir yfirtöku Jóns Ásgeir n Fyrirtæki Pálma Haraldssonar var skráð fyrir 80 prósentum í Norðurljósum n Fengu lán fyrir Frétt ehf. „Það hefur aldrei neitt verið afskrifað“ Hlutafjáraukning og afborganir skulda 365 hafa gert fjölmiðlafyrirtækið „söluvænlegra“ leynigögn úr Landsbankanum– 4. hluti – Þ að hefur aldrei neitt verið af­ skrifað af skuldum félagsins og hefur ekki staðið til,“ seg­ ir Ari Edwald, forstjóri fjöl­ miðlafyrirtækisins 365, um hlutafjáraukningu upp á milljarð sem fyrirtækið stendur í um þessar mundir. Hlutafjáraukningin er hluti af endurfjármögnun á skuldum 365 sem fyrirtækið hefur farið í hjá Lands­ bankanum. Að sögn Ara er því ekki um að ræða neinar skuldaniðurfellingar hjá fyrir­ tækinu en hins vegar er lengt í lánum þess þannig að greiðslubyrði þeirra verði þægilegri fyrir félagið. Ari segir að 365 hafi á síðustu árum greitt um milljarð króna í afborganir og vexti af lánum félagsins hjá Landsbankanum. Eftir endurskipulagninguna lækkar greiðslubyrðin um 30 til 40 prósent á ársgrundvelli að sögn Ara. Því er um að ræða lækkaða greiðslubyrði upp á nokkur hundruð milljónir króna á ári. Annar lögaðili Þó hér á opnunni sé vísað til fréttar þess efnis að afskrifað hafi verið hjá Norðurljósum eftir kaup Jóns Ásgeirs á fjölmiðlafyrirtækinu árið 2003 þá er það vitanlega þannig að það var ann­ ar lögaðili en sá sem Ari vísar til. Þessi endurfjármögnun á skuldum 365 er einn anginn af nánast ótrúlegri eigendasögu Jóns Ásgeirs Jóhannes­ sonar, og tengdra aðila, á fjölmiðla­ fyrirtækinu sem hófst með kaupum á því af Jóni Ólafssyni árið 2003. Síðan þá hefur Jón Ásgeir einu sinni selt fjölmiðlamiðlarekstur fyrir­ tækisins á milli félaga í sinni eigu. Þetta var haustið 2008 í svokölluð­ um Rauðsólarviðskiptum. Þá hefur félagið endurfjármagnað lán sín við Landsbankann nokkrum sinnum eft­ ir hrunið 2008. Nýir hluthafar taka þátt Nýir hluthafar munu taka þátt í hluta­ fjáraukningunni auk þess sem núver­ andi eigendur félagsins, meðal annars Ingibjörg Pálmadóttir, eigin kona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrverandi aðaleiganda þess, munu leggja frek­ ari fjármuni inn í félagið að sögn Ara. „Hlutafjáraukningin er að minni hluta frá núverandi eigendum, meirihlut­ inn er ekki kominn frá þeim.“ Ari neitar að gefa upp hvaða hlut­ hafar þetta eru. Hann segir að þetta verði gefið upp í júní þegar búið verð­ ur að ganga frá endurfjármögnun fé­ lagsins. „Við munum skýra nánar frá því þegar búið verður að klára þetta, í lok júní.“ 500 milljónir greiddar niður Ari segir að um helmingurinn af þeim milljarði sem félagið fær í nýtt hluta­ fé verði notaður til að greiða nið­ ur skuldir 365 hjá Landsbankanum. Í fréttatilkynningu frá 365 í vikunni kom fram að eftir endurskipulagn­ inguna yrðu vaxtaberandi skuld­ ir þess 2,3 milljarðar króna. „Þetta er ekkert flókið. Það er bara verið að greiða niður skuldir þannig að þær lækka. Það er annars vegar þetta og svo er verið að breyta greiðslu­ skipulaginu á upphæðinni sem er eft­ ir, bara lengra niðurgreiðsluferli.“ Ari segir að eftir endurskipulagn­ inguna verði skuldir 365 „hóflegar“ og „eðlilegar“. „Skuldir félagsins – höf­ uðstóllinn – hafa lækkað um meira en helming á liðnum árum. Við þetta lækkar árleg greiðslubyrði um svona 30 til 40 prósent.“ Eftirstöðvarnar af hlutafjáraukn­ ingunni verða notaðar til að styrkja rekstur 365. „Allir hlutir til sölu fyrir rétt verð“ En hvað segir Ari um áhuga eigenda 365 á að selja félagið? Er félagið til sölu fyrir „rétt verð“ eins og hann hefur sjálfur sagt? Ýmsir áhugasamir aðilar hafa þefað af 365, meðal annars Sigmar Vilhjálmsson og aðil­ ar tengdir honum, og hafa fjármála­ fyrirtæki verið milliliðir í því að finna hugsanlega kaupendur að félaginu, meðal annars verðbréfafyrirtækið Arev. Um þetta segir Ari: „Ég reikna með að í viðskiptum séu allir hlut­ ir til sölu fyrir rétt verð. Eigendur fé­ lagsins verða sjálfir að svara því. En allir geta séð það að félagið hefur orðið söluvænlegra síðustu misserin og heldur bara áfram að styrkja stöðu sína í þeim efnum.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég reikna með að í viðskiptum séu allir hlutir til sölu fyrir rétt verð Ekkert afskrifað Ari Edwald, forstjóri 365, seg- ir að fyrirtækið hafi aldrei fengið skuldaafskrift. eignarhaldi sínu í Norðurljósum. Þarna, loksins, kom fram í gögnum lánanefndar Lands­ bankans að Baugur ætti sannar­ lega hlut í Norðurljósum. Eignarhald Fons var hins vegar miklu minna en það hafði verið sagt skömmu áður. Landsbankinn hluthafi Í yfirliti yfir eigendur Norður­ ljósa sem fylgdi þessari beiðni um milljarðs króna skammtíma­ lán til að greiða eigendum Frétt­ ar ehf. fyrir félagið kom fram að Baugur ætti að greiða langmest af láninu til baka eða sem nam 476 milljónum króna, þá átti dótturfélag Landsbanka Íslands, Hömlur hf., að greiða næstmest eða nærri 227 milljónir króna, Bókaútgáfan Dægradvöl átti að greiða nærri 137 milljónir, fé­ lag í eigu Árna Haukssonar átti að greiða 80 milljónir, Fons átti að greiða rúmar 50 milljónir og eignarhaldsfélagið Reykjahlíð átti að greiða rúmar 28 milljónir til baka. Þarna var því loksins kom­ ið fram hvernig hluthafalisti Norðurljósa liti út. Peningarnir sem hluthafar Fréttar ehf., sem að öllum líkindum voru þeir sömu og hluthafar Norðurljósa, fengu fyrir söluna til Norðurljósa runnu þannig í að greiða upp lán við Landsbankann sem notað hafði verið til að kaupa Frétt ehf. af þeim sjálfum. n Taktu stjórn á vinnutíma og launakostnaði Tímon Fáðu tilboð! Tímon tímaskráningarkerfi Einfaldar launavinnslu Eykur áreiðanleika í gagnavinnslu Bætir yfirsýn stjórnenda yfir nýtingu mannauðs Hringdu í síma 5 100 600 eða sendu okkur póst á timon@trackwell.is og fáðu tilboð fyrir þinn rekstur. www.trackwell.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.