Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 22
Helgarblað 9.–12. maí 201422 Fréttir Ráðuneytið lét rógburðinn standa n Tók ráðherra rúma fjóra mánuði að leiðrétta ærumeiðandi ummæli í lekaskjali I nnanríkisráðuneytið sá ekki ástæðu til að leiðrétta meiðandi ummæli um hælisleitandann Tony Omos sem, í fréttum mbl.is og Vísis þann 20. nóvember síð­ astliðinn, voru sögð frá ráðuneytinu komin. DV greindi fyrst frá því þann 25. febrúar að órökstuddum aðdrótt­ unum hefði verið bætt við minnis­ blað innanríkisráðuneytisins um Tony Omos eftir að það komst í hendur ráð­ herra og aðstoðarmanna hans og áður en það endaði í höndum blaða­ manna. Hanna Birna staðfesti þetta ekki fyrr en í samtali við fréttastofu RÚV á þriðjudaginn. Þrátt fyrir vitneskju um dylgjurnar sá ráðherrann ekki ástæðu til þess að vekja athygli á þessu atriði fyrr en rúmum fjórum mánuðum eftir að að­ dróttanirnar höfðu verið birtar í fjöl­ miðlum. Það má velta því fyrir sér hvaða ástæður lágu að baki því að ráðuneytið leyfði rógburðinum að standa svo mánuðum skipti en í því efni má geta þess að lögreglan telur markmiðið með lekanum hafa verið að sverta mannorð Tony Omos. Rannsókn lögreglunnar á lekamál­ inu hefur leitt í ljós að átta einstak­ lingar hjá innanríkisráðuneytinu höfðu vitneskju um skjalið, þar á meðal ráðherrann og aðstoðarmenn hennar, þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson. Þá fengu þau skjalið sent á netföng sín klukk­ an 17.17 þann 19. nóvember. Síð­ ustu mánuði hafa þau öll neitað tilvist skjalsins með einum eða öðrum hætti og þannig orðið uppvís að ósannind­ um í málinu. Þannig hélt Hanna Birna því til að mynda fram í tvígang á Al­ þingi Íslendinga að minnisblaðið sem fjölmiðlar byggðu fréttaflutning sinn á væri „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu.“ Fullyrðingin fæst ekki staðist enda að öllu leyti um sambæri­ leg gögn að ræða, að undanskilinni þeirri setningu sem bætt var við þá útgáfu sem endaði hjá fjölmiðlum. Í vikunni hefur Hanna Birna ítrekað þá skoðun sína að gögnin séu ekki sam­ bærileg. Þögn um ærumeiðingar Ljóst er að þeir sem höfðu vitneskju um minnisblaðið höfðu ekki langan tíma til þess að koma því í hendur fjölmiðla. Heimildir DV innan Frétta­ blaðsins herma að skjal með titlinum „Minnisblað varðandi Tony Omos“ hafi komið inn á borð ritstjórnar mið­ ilsins eftir klukkan 19.00 sama dag. Blaðið fór í prentun um klukkan 22.00 en þar var forsíðufrétt um málið undir fyrirsögninni „Grunaður um aðild að mansali.“ Snemma morguns þann 20. nóv­ ember birtust síðan fréttir á Vísi og mbl.is þar sem Evelyn Glory Joseph var sögð beitt þrýstingi af Tony Omos um að segja hann vera föður ófædds barns hennar. Voru þessar upplýs­ ingar gerðar að meginatriði frétt­ anna og ranglega sagðar komnar úr úrskurði innanríkisráðuneytisins í máli Omos. Þá birti mbl.is frétt klukk­ an 10.55 undir fyrirsögninni „Margt óljóst í máli hælisleitanda“ og vitnaði í „óformlegt minnisblað innanríkis­ ráðuneytisins.“ Athygli vekur að innanríkisráðu­ neytið sá ekki ástæðu til þess að upp­ lýsa um það að hinar ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart skjólstæðingi ráðuneytisins væru ekki frá ráðu­ neytinu komnar. DV sendi eftirfar­ andi fyrirspurn á Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytis­ stjóra, ráðherra og aðstoðarmenn á miðvikudag: „Í ljósi þess að setn­ ingu var bætt við vinnuskjal innan­ ríkisráðuneytisins sem ráðherra segir ekki frá ráðuneytinu komin spyr DV: Hvers vegna var þetta ekki leiðrétt daginn sem fréttir birtust á mbl.is og Vísi þar sem vísað var til þess að þess­ ar upplýsingar væru komnar úr úr­ skurði innanríkisráðuneytisins? Hvers vegna voru þessar meiðandi rang­ færslur ekki leiðréttar fyrr en mörgum mánuðum eftir að þær komu fram í fjölmiðlum?“ Engin svör höfðu borist þegar DV fór í prentun. Óljóst hvort trúnaði var heitið DV hefur „minnisblað varðandi Tony Omos“ undir höndum. Af lestri frétta Vísis, Fréttablaðsins og mbl.is má ljóst vera að þær byggðu nær eingöngu á þessu skjali. Málsvörn Hönnu Birnu síðustu daga hefur að mestu snúist um lokasetninguna í skjalinu, en hana er ekki að finna í neinum gögn­ um ráðuneytisins og er svohljóðandi: „Ekki liggur ljóst fyrir hver er barns­ faðir hennar, [Evelyn Glory Joseph, innsk. blm.] en rannsóknargögn gefa til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja að TO [Tony Omos, innsk. blm.] sé faðirinn þó svo að hann eigi nú í samandi [sic] við íslenska stúlku.“ Heimildir DV innan 365 miðla herma að Erla Björg Gunnarsdóttir, blaða­ maður á Fréttablaðinu, hafi fengið minnisblaðið með þessari lokasetn­ ingu. Þá fæst ekki betur séð en að rit­ stjórnin hafi álitið þessar upplýsingar ósviknar. Í nýlegum úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglan hafi meðal annars krafið fréttastjóra mbl.is svara um hver hefði skrifað fréttina „Margt óljóst í máli hælisleitanda“ sem birt var á mbl.is að morgni miðvikudags­ ins 20. nóvember. Héraðsdómur hafn­ aði kröfu lögreglunnar þar sem það gæti varpað ljósi á hver heimildar­ maður vefmiðilsins væri. Andri Karl Ásgeirsson, blaðamaður hjá Morgun­ blaðinu, skrifaði umrædda frétt. DV sendi fyrirspurn á hann þann 20. nóv­ ember og spurði hann hvort mögulegt væri að fá afrit af minnisblaði innan­ ríkisráðuneytisins. Hann sagðist ekki vita hvort trúnaði við heimildarmann hefði verið heitið: „Ég aflaði ekki um­ rædds skjals og var eingöngu beðinn um að skrifa upp úr því. Ég veit því ekki hvaða trúnaður er á skjalinu. Ég beini fyrirspurn þinni því til míns næsta yfirmanns, sem er í cc.“ Sá yfir­ maður Andra var Sunna Ósk Loga­ dóttir, fréttastjóri mbl.is, en hún svar­ aði ekki fyrirspurn DV. Þögn um stimpilklukku Eins og greint hefur verið frá telur lögreglan að einungis átta einstak­ lingar hjá innanríkisráðuneytinu hafi haft vitneskju um minnisblaðið sem endaði í höndum fjölmiðla; lögfræðingurinn sem útbjó það, þeir tveir lögfræðingar sem lásu það yfir, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytis­ stjóri, Bryndís Helgadóttir, skrifstofu­ stjóri á skrifstofu réttarfars og stjórn­ sýslu, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og aðstoðarmenn hennar, þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson. Þá hefur verið upplýst að ráðuneytisstjóri, ráðherra og aðstoðarmenn hafi fengið minn­ isblaðið sent á netfang sitt klukkan 17.17 þann 19. nóvember í fyrra. Skrifstofur ráðuneytisins eru einungis opnar til klukkan 16.00 á daginn. Í þessu ljósi taldi DV mikil­ vægt að fá upplýsingar um hversu margir hefðu verið við vinnu í ráðu­ neytinu eftir að tölvupósturinn var sendur, en stimpilklukka ráðuneytis­ ins ætti að geyma slíkar upplýsingar. Blaðið sendi því eftirfarandi fyrir­ spurn á Jóhannes Tómasson, upplýs­ ingafulltrúa innanríkisráðuneytisins: „DV biður um að fá upplýsingar um það hversu margir voru ennþá skráð­ ir til vinnu í innanríkisráðuneytinu eftir klukkan 17.17 þann 19. nóvem­ ber 2013.“ Í svari Jóhannesar kemur fram að ráðuneytið kjósi að svara ekki þessari spurningu: „Ráðneytið [sic] telur að umræddar upplýsingar um viðveru starfsmanna þess eigi ekki er­ indi í fjölmiðla.“ Stangast á við gögn Úrskurður héraðsdóms vegna kröfu lögreglu um að fréttastjóra mbl.is yrði gert að svara tilteknum spurningum varpar nýju ljósi á lekamálið. Ljóst er að innanríkisráðherra aðhafðist ekk­ ert þegar honum mátti ljóst vera að átt hefði sér stað refsiverð háttsemi í ráðuneytinu í lok nóvember. Lögreglu var ekki tilkynnt um trúnaðarbrot­ ið, en tveimur dögum eftir að frétt­ irnar birtust fullyrti ráðuneytið hins vegar í tilkynningu á vefnum að ekk­ ert benti til þess að gögnin sem um ræddi hefðu verið afhent fjölmiðlum af embættismönnum innanríkisráðu­ neytisins. Næstu vikur og mánuði stað­ hæfði Hanna Birna margsinnis, með­ al annars í fyrirspurnatíma á Alþingi, að engin sambærileg gögn við þau sem fjallað hefði verið um í fjölmiðl­ um væri að finna í ráðuneytinu. Svip­ uð ummæli voru höfð eftir aðstoðar­ mönnum Hönnu Birnu. Þá vitnuðu ráðherra og aðstoðarmenn í meinta innanhússathugun rekstrarfélags stjórnarráðsins og fullyrtu að hún staðfesti að trúnaðargögnum úr inn­ anríkisráðuneytinu hefði ekki verið lekið. Allt þetta stangast á við gögn sem fram eru komin í rannsókn lög­ reglu. Úrskurður héraðsdóms stað­ festir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði þingheimi ósatt. Þá staðfestir úr­ skurðurinn einnig að það stendur ekki steinn yfir steini í tilkynningum sem birtar voru á vef innanríkisráðuneytis­ ins í tengslum við lekamálið. Þess má geta að DV sendi fyrir­ spurn á upplýsingafulltrúa ráðuneyt­ isins, þann 3. desember á síðasta ári. Þar var spurt hvort ráðuneytið hefði kært leka upplýsinga úr ráðuneytinu til lögreglu, eða hvort ráðuneytið hygðist leggja fram slíka kæru. Ekkert svar barst við þeirri spurningu en fyrir liggur að ráðuneytið lagði aldrei slíka kæru fram þrátt fyrir að ljóst mætti vera að refsiverð háttsemi hefði átt sér stað. n Hverjir voru í ráðuneytinu? Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkis­ ráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki sjá ástæðu til að svara því hversu margir voru við vinnu í ráðuneytinu eftir klukkan 17.17 þann 19. nóvember. Vissu um rógburð Nú hefur komið í ljós að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vissi frá upphafi að skjalið væri komið úr innanríkisráðuneytinu. Þá hefur hún staðfest að ærumeiðandi setningu um Tony Omos hafi verið bætt við skjalið áður en það komst í hendur blaðamanna. Hvorki ráðherrann né ráðuneyti hennar sáu hins vegar ástæðu til þess að leiðrétta þessi meiðandi ummæli fyrr en mánuðum síðar. Mynd Sigtryggur Ari Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.