Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 23
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fréttir 23
Fjölskyldumiðuð þjónusta
- ávinningur og áskoranir
Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á þjónustu fyrir fötluð börn.
Fjölskyldan er þungamiðjan í lífi allra barna. Samvinna foreldra og fagfólks er
nauðsynleg til að hámarksárangur náist við íhlutun barna með sérþarfir. Fjallað
verður um fjölskyldumiðaða þjónustu í víðu samhengi, hugmyndafræðin útskýrð
og vel heppnuð þjónustuúrræði sem byggjast á fjölskyldumiðaðri nálgun kynnt.
Fyrir hádegi báða dagana verða fyrirlestrar en eftir hádegi skiptist ráðstefnan í
málstofur, fyrri daginn um hagnýtar aðferðir og seinni daginn um rannsóknir og
áhugaverð verkefni.
Dagskrá og skráning á www.greining.is
Verð: Fagaðili: 20.500.- Aðstandandi: 12.500.-
Skráningu lýkur 10. maí
H
2
h
ö
n
n
u
n
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
Hilton Reykjavík Nordica 15. og 16. maí klukkan 09:00-16:00
Vorráðstefna
XXIX
Ráðuneytið lét rógburðinn standa
Tony og Evelyn óttast yfirvöld
Lekamálið hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Evelyn Glory Joseph og Tony Omos. Nefndu drenginn Tyrese.
É
g veit ekki hvað skal segja,
allt er svo ruglingslegt,“ segir
hælis leitandinn Evelyn Glory
Joseph, í samtali við DV.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra sagði í óundirbún-
um fyrirspurnatíma á Alþingi í vik-
unni að hún væri þeirrar skoðunar
að lekamálið snerist miklu frekar
um hana sjálfa en fórnarlömbin í
málinu. Þá stillti hún sjálfri sér upp
sem fórnarlambi þegar hún sagði
að lekamálið væri ljótur pólitískur
leikur og af orðum hennar mátti
skilja að sá leikur beindist gegn
henni. Hún færði engin frekari rök
fyrir því hvernig lögregla, ríkissak-
sóknari, fjölmiðlar og aðrir sem
hafa fjallað um málið væru þátttak-
endur í þessu samsæri.
Þrír aðilar hafa kært ráðherr-
ann og starfsmenn innanríkis-
ráðuneytisins til lögreglu og rík-
issaksóknara, íslensk stúlka sem
nafngreind er í minnisblaði inn-
anríkisráðuneytisins, sem og hæl-
isleitendurnir Evelyn Glory Joseph
og Tony Omos. Lögreglan hefur
komist að þeirri niðurstöðu að við-
kvæmar persónuupplýsingar, svo
sem um ástamál þeirra, sem röt-
uðu í hendur fjölmiðla hafi komið
úr innanríkisráðuneytinu. Þá tel-
ur lögreglan að tilgangurinn með
lekanum hafi verið sá að sverta
mannorð Tony Omos. DV náði tali
af tveimur fórnar lambanna, þeim
Evelyn og Tony, en undanfarnir
mánuðir hafa tekið mikið á þau.
Þau eiga erfitt með að treysta ís-
lenskum yfirvöldum.
Evelyn í áfalli
Evelyn er óttaslegin og á erfitt með
að skilja stöðu sína gagnvart ís-
lenskum yfirvöldum. Hún heldur
þessa dagana til í Reykjanesbæ en
ólíkt Tony er hælisumsókn hennar
ennþá til skoðunar hjá innanríkis-
ráðuneytinu. Eins og gefur að skilja
varð hún fyrir miklu áfalli þegar
málið kom fyrst upp. Hún skýrði
frá því í samtali við DV, að kvöldi
dags þann 18. nóvember, að Tony
væri faðir ófædds barns hennar en
þrátt fyrir það ætti að vísa honum
úr landi. „Ég er búin að segja þeim
að hann sé faðir barnsins míns en
enginn virðist hafa áhuga á því að
hlusta,“ sagði Evelyn.
Tveimur dögum síðar var Evelyn
á leiðinni í útvarpsviðtal vegna
málsins í þættinum Harmageddon
á X-inu 977. Stuttu áður en við-
talið hófst var henni sagt frá frétt-
um dagsins sem voru á þá leið að
hún væri fórnarlamb mansals og að
Tony væri að beita hana þrýstingi
um að segja hann föður barns-
ins. Þetta fékk mikið á Evelyn
sem ákvað samt sem áður að út-
skýra sína hlið málsins. Þar sagðist
Evelyn ekki hafa veitt neina heim-
ild til þess að persónuleg mál henn-
ar væru gerð opinber í fjölmiðlum.
Þá þvertók hún fyrir að Tony beitti
hana þrýstingi.
„Ég vil bara frá frið“
Síðar átti eftir að koma í ljós að
þarna var um upplýsingafölsun
að ræða sem virðist hafa haft
þann eina tilgang að sverta mann-
orð Tony. „Ég er ekki að reyna að
vernda hann. Það er enginn að kúga
mig,“ sagði Evelyn en fáir tóku hana
trúanlega enda margir á því að hún
væri sannanlega beitt þrýstingi til
þess að hlífa Tony. Þá var Evelyn
spurð hvort fjölmiðlar hefðu haft
samband við hana vegna málsins
og sagði hún svo ekki vera.
Síðar átti málið eftir að fá mikla
athygli í fjölmiðlum, sérstaklega
þegar ráðherra innanríkismála
var kærður til lögreglu og ekki síð-
ur þegar sakamálarannsókn hófst.
Evelyn hefur lítið viljað blanda sér í
umræðuna hingað til sem verður að
teljast skiljanlegt í ljósi þess að hún
er upp á náð ráðuneytisins kom-
in með hælisumsókn sína. „Ég vil
bara fá frið til þess að sjá um barnið
mitt,“ segir hún núna í samtali við
DV en hún eignaðist dreng þann 3.
febrúar síðastliðinn. Aðspurð hvort
drengurinn hafi verið nefndur seg-
ir Evelyn á ögn léttari nótum: „Já,
hann heitir Tyrese.“ Hún hefur síð-
ustu mánuði fengið mikinn stuðn-
ing frá samfélagi hælisleitenda, þar
á meðal frá systur Tony.
Þreyttur á Ítalíu
„Ég hafði engan stað til þess að vera
á lengur,“ segir Tony í samtali við
DV en hann hélt til hjá vini sínum í
Basel í Sviss þar til í síðasta mánuði
þegar hann færði sig yfir landa-
mærin og til Mílanó á Ítalíu. Þar
fékk hann inni hjá öðrum kunn-
ingja úr nígeríska samfélaginu.
Hann þorir varla út fyrir hússins dyr
af ótta við ítölsku lögregluna, enda
mögulegt að hann verði sendur aft-
ur til Nígeríu ef þeir finna hann. „Ég
er ekki að gera neitt,“ segir Tony og
heldur áfram: „Ég sit bara heima,
spila leiki og geri ekkert.“
Tony er ólöglegur í Evrópu og því
upp á góðviljaða vini og kunningja
kominn. „Ég átti ekki einu sinni
fyrir rútuferðinni yfir landamær-
in og þurfti að fá lán hjá vini mín-
um fyrir henni. En ég var orðinn
svo þreyttur og þurfti að finna mér
einhvern nýjan samastað.“ Tony var
sendur úr landi í desember eftir að
hann hafði farið huldu höfði hér á
landi í þrjár vikur. „Það er í raun-
inni búið að rústa mannorði mínu.
Ég skil ekki hvernig ráðuneytið gat
gert mér þetta, ég skil ekki Ísland,“
sagði Tony í samtali við DV áður
en hann gaf sig fram við lögreglu.
Hann var sendur til Sviss, hélt lengi
vel til á lestarstöð í borginni Basel,
eða þangað til honum tókst að
komast í samband við gamlan vin
í borginni.
Tony aftur til Íslands?
DV hefur heimildir fyrir því að yfir-
gnæfandi líkur séu á því að úr-
skurður innanríkisráðuneytisins
í máli Tony verði felldur úr gildi.
Í ljósi þess að lögreglan telur lek-
ann kominn úr innanríkisráðu-
neytinu og að tilgangur hans hafi
verið að sverta mannorð Tony fæst
ekki betur séð en að hann hafi
fulla ástæðu til þess að efast um
Óttaslegin Evelyn Glory Joseph og Tony Omos eru bæði óttaslegin hvað framtíðina varð-
ar. Þau eiga erfitt með að treysta íslenskum stjórnvöldum eftir það sem á undan er gengið.
Mynd SiGTryGGur Ari
„Ég vil
bara fá
frið til þess
að sjá um
barnið mitt
óhlutdrægni ráðuneytisins í mál-
inu. Með hliðsjón af stjórnsýslulög-
um er ekki ólíklegt að úrskurðinum
verði snúið en það myndi þýða að
taka þyrfti hælisumsókn hans fyrir
á nýjan leik hér á landi. Því gæti vel
farið svo að íslensk yfirvöld þyrftu
að sækja Tony til Evrópu.
„Það væri frábært, þá gæti ég loks-
ins fengið að hitta son minn,“ segir
Tony sem missti af fæðingu drengs-
ins enda þá þegar búið að senda
hann úr landi. DV hefur heimildir
fyrir því að lögreglan á Suðurnesj-
um hafi nýlega framkvæmt viða mikil
DNA-próf í tengslum við mál sem
embættið hefur til umfjöllunar vegna
Tony. Heimildir blaðsins herma að
DNA-prófin hafi snúist um það að
sannreyna hvort Tony hefði sagt ís-
lenskum yfirvöldum satt og rétt frá,
meðal annars þegar hann greindi frá
því að hann ætti móðurbróður hér á
landi. Að því er DV kemst næst stað-
festu prófin framburð Tony í öllum
meginatriðum. Engar upplýsingar
fengust frá lögreglunni á Suðurnesj-
um varðandi málið. n