Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 9.–12. maí 2014 Hvað er að marka svona? Helsi háskólamannsins Vigdís Hauksdóttir gagnrýndi nafnleysingja á undirskriftalista. – DV E itt af grundvallaratriðunum í lýðræðissamfélagi er að vís- inda- og fræðimenn geti starf- að og tekið þátt í umræðum um samfélagsmál með gagnrýnum og sjálfstæðum hætti ef þeir kjósa að láta til sín taka. Í raun er það eitt af hlutverkum þeirra fræðimanna sem starfa á sviðum sem tengjast með beinum hætti daglegu lífi borgaranna. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi eru starfsmenn háskóla, ekki síst þeirra skóla sem reknir eru fyrir opinbert fé. Í litlu og fámennu þjóðfélagi eins og Íslandi þar sem háskóla- og fræðasamfélagið er smátt og til- tölulega fáum sérfræðingum til að dreifa er sérstaklega mikilvægt að þetta akademíska frelsi fræði- og háskólamanna sé í hávegum haft og virt. Svo virðist sem þetta sé ekki raunin ef marka má könnun sem vefmiðillinn Kjarninn birti í síðustu viku en samkvæmt henni þá hefur sjötti hver háskólamaður komið sér hjá því að tjá sig um samfélagsmál við fjölmiðla af ótta við viðbrögð frá áhrifafólki úr stjórnmála- og viðskiptalífinu. Háskólamenn á Íslandi virðast því margir hverjir hugsa sig tvisvar um áður en þeir segja hug sinn opinberlega. Þá kom það fram í sama miðli í vikunni að Jón Steinsson, hag- fræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, hefði orðið fyrir því að ónafngreindur áhrifamaður í íslensku atvinnulífi hefði gagnrýnt skrif hans um samfélagsmál í bréfi til deildarforseta skólans. Jón hefur verið gagnrýninn á íslenska kvóta- kerfið síðastliðin ár, meðal annars á boðaða gjöf sjávarútvegsráðherra á makrílkvóta til þeirra sem veitt hafa þá fisktegund við Íslandsstrend- ur síðastliðin ár. Eins og Jón seg- ir þá má sannarlega spyrja sig að því hvernig ástatt er hjá háskóla- mönnum á Íslandi fyrst íslenskir áhrifamenn reyna meira að segja að teygja sig til bandarískra háskóla til að gagnrýna frjáls skoðanaskipti á opinberum vettvangi hér á landi. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfirmann hagfræðideildar í Col- umbia, sem þeir hafa augljóslega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar einhver í háskólum á Íslandi skrifar eitthvað svona.“ Eitt af því fjölmarga sem miður fór á Íslandi á árunum fyrir hrunið var að háskólasamfélagið, sérstak- lega ýmsir kennarar á sviði við- skipta- og hagfræði, voru orðnir tengdir viðskiptalífinu með of nán- um þætti. Háskólarnir á Íslandi voru of háðir fjármagni- og styrkj- um úr atvinnulífinu, til dæmis frá bönkunum, og því var gagnrýnin á íslenska bóluhagkerfið af skorn- um skammti. Þá voru stjórnmála- menn einnig á stundum gagnrýn- ir á þá háskóla- og fræðimenn sem létu í ljós efasemdir um stöðuna í íslenska efnahagskerfinu, eins og til dæmis hagfræðiprófessorinn Willem Buiter í febrúar 2008. Þögn- in í háskólunum átti sinn þátt í því að ekki fór fram mikil gagnrýnin umræða um bankakerfið á Íslandi. Ein íslensk háskólakona, Lilja Mósesdóttir, sem síðar varð þing- maður, lýsti því til dæmis í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hvernig hún hefði hætt að tala með gagnrýnum hætti um íslensk fyrir tæki eftir að hafa verið klöguð vegna ummæla sem hún lét falla um Eimskipafélagið í einum af há- skólum landsins: „Í kjölfarið ákvað ég að draga mig út úr opinberri umræðu um málefni sem tengdust beint íslenskum fyrirtækjum. Ég vildi halda vinnunni.“ Inngrip áhrifamanna í störf vís- inda- og fræðimanna í íslensk- um háskólum voru harðlega gagn- rýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ef marka má ofangreind- ar upplýsingar þá hefur þessi staða lítið breyst á Íslandi á síðustu fimm árunum eftir hrunið. Helsi háskóla- manna er sannarlega ennþá vanda- mál og verður það sjálfsagt áfram því hagsmunadrifið áhrifafólk í stjórnmála- og efnahagslífinu telur sig geta reynt að stýra þeim í þær áttir sem það kýs og jafnvel þagga niður í þeim af því það þjón- ar hagsmunum þess. Þetta er slæmt fyrir samfélagið allt því eitt af því sem háskóla- menn eiga að gera er einmitt að gagnrýna og upplýsa; þeir eiga að mynda mótvægi við hags- munaöfl í samfélagsum- ræðunni, bæði á sviði stjórn- mála og viðskiptalífs og eins á öðrum svið- um. Segja má að háskólamenn séu fimmta valdið í samfélaginu, ef fjölmiðlarnir eru það fjórða. Skyldur þeirra við almenning snúast um að reyna að segja sannleikann og það sem er rétt. Jón Steinsson verður til dæmis ekki sagður hafa reynt að gera neitt annað í gegnum árin: Hann er ekki á mála hjá neinum hagsmunaaðila. Samt er reynt að grafa undan hon- um á milli heimsálfa. Stundum reyna Íslendingar að halda því fram að íslenskt samfé- lag sé þróað, að það sé langt kom- ið í rétta átt, að það sé heilbrigt og lýðræðislegt og að frjálslynd og eðlileg vinnubrögð tíðkist hér á landi í hvívetna. Í raun held ég að þessi tilfinning sé inngróin í skoðanir margra Ís- lendinga á landinu. Staðreynd- irnar benda hins vegar til annars. n Liðhlaupi í Hafnarfirði Harðar deilur geisa í Hafnarfirði vegna klausu sem birst í Hamri, málgagni sjálfstæðismanna. Þar er boðað að frambjóðandi Samfylkingar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, sé ekki í fram- boði til bæjarstjórnar af heilind- um. Í blaðinu er klausa þar sem sagt er að hún sé að undirbúa liðhlaup og ætli sér í þingfram- boð samhliða því að flytja til Hafnar í Hornafirði. Samfylk- ingarmenn eru ævareiðir vegna þessa. Flótti Rósu Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði hafa bent á að Rósa Guðbjartsdóttir, leið- togi Sjálfstæðis- flokksins, hafi átt stuttan feril sem stjórnarmaður Íbúðalánasjóðs. Þegar kom að því að setja stjórn- armenn í hæfn- ispróf Fjármálaeftirlitsins hætti Rósa sem stjórnarmaður. Hat- rammir pólitískir andstæðingar gera sér mat úr flótta Rósu. Edda vildi hætta Fullkomin óvissa ríkir á meðal starfsmanna sjónvarpsstöðv- anna Bravó og Miklagarðs eftir að stjórnandinn Sigmar Vilhjálms- son sagði öllum upp þegar stöðv- arnar höfðu verið aðeins nokkrar vikur í loftinu. Á með- al þeirra sem hætta er Edda Hermannsdóttir, sem var eitt af andlitum Miklagarðs. Eddu var þó ekki sagt upp því vefur- inn eirikurjónsson.is upplýsti að daginn áður en Sigmar bar fram hin válegu tíðindi sagði hún sjálf upp. Hræsni Mikaels Lekamál Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra er orðið alvarlegt vandamál fyrir bæði Fréttablað- ið og Morgun- blaðið sem voru notuð til að dreifa neikvæðum og meiðandi upplýs- ingum um hælis- leitandann Tony Omos og fólk honum tengt. Báðir miðlarnir þegja um lögbrotið en halda hátt á lofti málstað ráð- herrans. Mikael Torfason, aðal- ritstjóri Fréttablaðsins og náinn samherji Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, er einn þeirra sem vita hver lak úr ráðuneytinu. Hámark hræsninnar var þegar hann fékk Hönnu Birnu í spjallþátt sinn og spurði þar um gerandann eins og sá sem ekkert veit. E inhverju sinni var ákveðið að leggja skatt á Íslendinga svo reisa mætti virki í námunda við Bessastaði. Því hefur lengi verið haldið á lofti, að þetta sé eina dæmið í sögu okkar þar sem þjóðin er skattpínd í slíkum tilgangi. Mér varð hugsað til þessa merka mannvirkis núna um daginn, þegar umræða um verndun stríðsminja í Öskjuhlíð fór um víðan völl. Og þá er víst best að ég orði það við ykkur, kæru vinir, að mér gæti ekki staðið meira á sama þótt allar slíkar minj- ar yrðu urðaðar og best þætti mér ef okkur tækist að gleyma þeim full- komlega. Reyndar er það skoðun mín að íhaldssemi og tilraunir til að halda lifandi sögu sem tilheyrir for- tíð, sé eitthvað það allra vitlausasta sem menn hafa fengist við. Mann- kynið lærir ekkert af mistökum sín- um og af þeim sökum er til lítils að reyna að halda mistökunum í öndunarvél fræðaheimsins. Íhaldssemi er væntanlega eitt af mikilvægustu andlitum þröngsýn- innar; að reyna að halda í það sem er horfið er jafn gáfulegt og að berj- ast vind eða vindmyllur. Sagan fjall- ar aldrei um það sem gerðist, heldur það sem við segjum að hafi gerst. Og íhaldssemin er ekki einvörðungu til óþurftar hvað viðkemur þeirri áráttu að halda fast í gamalt andrúmsloft, heldur ýtir hún undir fordóma, t.d. með þeim hætti að við leyfum okk- ur þann munað að reyna að halda í fenginn hlut og vernda það sem við viljum meina að geri okkur æðri öðru fólki. Við höldum dauðahaldi í tungumál sem er dæmt til að hverfa og við höldum í hefðir sem eru glat- aðar um leið og við upplifum þær. Að halda í fortíðina er jafn gáfu- legt einsog það að fylla hús af ryki, halda í brenndar kaloríur eða að stoppa upp alla sem hafa verið okk- ur kærir. Hjól tímans verður ekki stöðvað; núið er eina augnablikið sem er til og af þeim sökum verð- um við að læra að sleppa því sem er liðið; sleppa takinu af tildri og minj- um sem týna gildi, þar eð allt mun þetta óhjákvæmilega verða að dufti fyrr eða síðar. Titill pistils þessa, Turninn á heimsenda, er sóttur í titil bókar eftir William Heinesen, sem er að mínu mati einn af merkustu rithöf- undum sögunnar. Bókin sú arna geymir ljóðræna, töfrandi bernsku- lýsingu, og minningabrotin eru þess eðlis að þau verða – í faðmi augnabliksins – dýrmætari en allar stríðsminjar heimsins, dýrmætari en öll málfræði og allar málverndar- reglugerðir heimsins. Við getum fyllt heiminn af minningum. En það er eitt og annað sem við verð- um að vara okkur á. Þar er íhalds- semin hættulegasti andstæðingur okkar, hún er lúmskur og slóttugur andskoti, sem sáir fræjum fordóma í hjörtu okkar. Varðturn okkar Íslendinga er einsog hlaðinn kamar á túnbleðli ofan við fjöruna sem er norðan við Bessastaði, bústað forsetans. Þar mun hann standa þar til hann hrynur. n Þú muna skalt á stund og stað á strangri lífsins göngu, að glatað er að gráta það sem gleymdist fyrir löngu. Turninn á heimsenda Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Samt er reynt að grafa undan honum á milli heimsálfa. Þetta mál er orðið pólitískur spuni Innanríkisráðherra segist ekkert hafa að fela. – RÚV Fólk tengir við það sem við erum að segja Umboðsmaður Pollapönks var sáttur eftir forkeppnina. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.