Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 33
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fólk Viðtal 33 öðrum og dönsuðum saman breik- dans saman sem pollar. Svo kynnumst við á fyrsta ári í Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði. Þá fórum við að fara heim í skólann til mín að spila á hljóð- færi. Við kynnumst þannig og það er undanfari Botnleðju,“ segir hann en hljómsveitin var ein sú vinsælasta um árabil og hitaði meðal annars upp fyrir bresku hljómsveitina Blur með Damon Albarn í fararbroddi. Sama hvað öðrum finnst Eru Botnleðja og Eurovision ekki dá- lítið ólík fyrirbæri? „Nei, í rauninni ekki. Þetta er bara annar vettvang- ur, það er bara eitt ferðalag og það er hingað. En ég meina, það sem er kannski ólíkast er að við erum ekki að spila á hljóðfæri hérna. Það er nýtt fyrir okkur. Addi bróðir var einmitt að tala um það að þetta sé í fyrsta skipti sem hann fer í tónleikaferðalag og þarf að taka trommusettið með sér, það er vanalega leigt, og það er til þess að „mæma“ á það. Það er mjög skrýtin tilfinning.“ Mörgum hefur þótt Eurovision Strítt fyrir að vera lágvaxinn fremur hallærislegur vettvangur meðan aðrir dýrka og dá keppnina. „Það er bara í hausnum á fólki, mað- ur hafði sjálfur á ákveðnu tímabili fordóma fyrir þessu en svo er þetta bara ótrúlega mikil skemmtun og mikið „show“. Svo er mér bara alveg sama þó að einhverjum finnist þetta ekki „cool“, það skiptir mig engu máli,“ segir Halli. Tónlistin á að sameina kynslóðir Hann segir músík Pollapönkaranna ekki bara vera gerð fyrir börn. „Það hefur alltaf verið yfirlýst markmið okkar að búa til músík sem höfðar til allra aldurshópa og sameinar kyn- slóðir. Það er flókið að reyna gera það. En það hef- ur oft tekist. Ég held að það sé þannig í þessu tilviki,“ segir hann um lagið Enga fordóma. Pollapönk varð til út frá lokaverkefni þeirra Heiðars í Kennarahá- skóla Íslands þar sem þeir lögðu stund á nám í leikskólafræð- um. „Pollapönk er hluti lokaverkefnis okkar. Við vildum gera eitthvað skapandi og skemmti- legt og ákváðum því að gera það sem við kunnum að gera, tón- list. Að sjálfsögðu þurft- um við að gera fræði- lega hlutann líka þannig að platan var bara svona auka með,“ segir hann. „Þannig byrj- aði þetta. Platan varð síðan vinsæl. Við fórum í Kastljósið og þurftum að fá einhvern til að spila með okkur því við spiluðum nánast sjálfir á öll hljóðfærin á plötunni. Ég hringdi því í Adda bróður og Guðna vin okkar og þeir urðu hluti af þessu.“ Leið fyrir að vera lágvaxinn Lag Pollapönkaranna, Enga fordóma, hefur vakið mikla athygli en þar syngja þeir um að allir eigi að fá að vera eins og þeir eru. Sjálfur segist Halli hafa verið báðum megin borðsins. Hann geti sjálfur verið for- dómafullur og hefur líka lent í því að vera strítt því hann þótti öðruvísi að einhverju leyti. „Ég var mjög smávax- inn en ég er „fighter“ og beit á jaxl- inn. Ég hafði þann eiginleika og náði þannig að verða ekki undir,“ segir hann. „Hluti af því að gera þessi lög er að horfast í augu við eigin fordóma og láta fólk hugsa um eigin fordóma. Ég hef oft verið fordómafullur og þarf reglulega að skoða sjálfan mig og spegla mig til að skoða eigin for- dóma. Ég held, en ég veit ekki hvort það sé rétt eða ekki, en ég held að börn fæðist fordómalaus, svo gerist eitthvað á leiðinni og samfélagið smitar það af sumum fordómum og það er okkar hlutverk sem full- orðinna og foreldra að rjúfa þenn- an hring með því að hugsa okkar gang sjálf,“ segir Halli og fær sér sopa af kaffinu. „Það er enginn það full- kominn að hafa ekki fordóma og ég get líka verið fordómafullur. Ég verð líklega seint alveg fordómalaus, en grunnurinn að því er að vera reiðu- búinn að skoða það og geta fattað það,“ segir hann. Vill meiri tíma með fjölskyldunni Málefnið er honum hugleikið enda er hann sjálfur þriggja barna faðir og svo leikskólakennari. „Ég á einn fimmtán ára strák af fyrra sambandi og svo eigum við núverandi konan mín, Sigríður Eir Guðmundsdóttir, tvær stelpur saman sem eru tveggja og fimm ára.“ Halli segir það magn- að að vera faðir. „Líklega bara eins og öllum finnst. Það breytir mörgu í líf- inu að bera ekki lengur bara ábyrgð á sjálfum sér,“ segir hann. Halli og Sig- ríður kynntust í Kennaraháskólan- um og segir hann það hafa verið ást við fyrstu sýn. „Svo sannarlega.“ Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá honum undanfarið og því hefur ekki verið mikill tími fyrir fjöl- skyldulífið. „Þetta Eurovision-ævin- týri hefur gert það að verkum að tíminn með fjölskyldunni hefur ver- ið minni, svo er ég líka í mjög krefj- andi starfi þannig að það kemur ofan á það. Undanfarið hefur verið minni tími með fjölskyldunni en ég hefði viljað en þetta er bara tímabil,“ segir hann. Heillaðist af leikskólastarfinu Halli er leikskólakennari og hefur ver- ið ötull í hagsmunabaráttu þeirra sem formaður Félags leikskólakennara. Hvað kom til að hann valdi sér þenn- an starfsvettvang? „Ég var alveg við að verða frægur með hljómsveitinni H alli er rosadrífandi gaur, fylginn sér, mjög metnað- arfullur og fastur á sínu en skemmtilegur og mikill húmoristi,“ segir Valgeir Magnús- son, eða betur þekktur sem Valli sport, umboðsmaður Pollapönks. Valli var á leið í upphitun- arpartí Eurovision-aðdáenda fyrir seinni undanúrslitin þegar blaða- maður náði af honum tali. Þar ætl- uðu Pollapönkarar að taka lagið í rólegri útsendingu og eitthvað meira til. Þetta hefur verið mik- ið ævintýri og Valli rifjar upp eft- irminnilegustu stundirnar: „Halli henti míkrófóninum óvart nið- ur í undanúrslitunum og varð al- veg brjálaður en þegar hann kom baksviðs og var búinn að jafna sig kom þessi líka prakkarahlát- ur. Svo eru allir búnir að heyra gálgasöguna af því þegar hann hoppaði svo svakalega á Heið- ar að hann tók hann úr kjálkalið. Það var fyndið að það skyldi ger- ast en gott að það varð ekki verra. Það var líka svolítið smart hvern- ig hann nýtti tækifærið á 1. maí til að tala um kjarabaráttu leikskóla- kennara og endaði í aðalfrétt RÚV þá um kvöldið. Hann er fljótur að finna þessi móment. Það má líka segja frá því að í undirbúningsferlinu fór mikil hug- myndavinna af stað á milli manna sem springur út í þessu ævintýri hér, með fjögur búningasett og handrit fyrir heilar tvær vikur, um það hvernig við ætlum að vinna dag frá degi, sem þróast auðvit- að og breytist, en við vorum með ákveðnar hugmyndir um að taka morgunmatinn á baðsloppunum, mæta í þessum dressum á rauða dregilinn og annað sem miðaði að því að nýta „platformið“ sem við fengum.“ ingibjorg@dv.is „Fljótur að finna þessi móment“ Halli kann að nota tækifærin þegar þau gefast „Er ekki í lagi með Heiðar, hvað er að gerast? „Hann var svolítill grallari en alltaf ljúfur drengur“ H ann var svolítið uppfinn- ingasamur. Einu sinni kom hann heim með all- ar sessurnar af stólun- um í skólanum og bað mig að að- stoða sig við að sauma þær saman. Hann hafði nefnilega klippt þær í sundur,“ segir Erna Björnsdóttir, mamma Halla. „Hann var svolítill grallari en alltaf ljúfur drengur.“ Erna segist nú ekki hafa búist því því að sonur hennar yrði jafn hrifinn af leikskólakennarastarfinu og raun bar vitni en þau störfuðu saman á leikskólanum Hörðuvöll- um í mörg ár. „Já, hann bað mig að aðstoða sig við að fá vinnu á leikskólan- um. Hann ætlaði að fá fasta vinnu og meika það svo í tónlistinni. Ég sagði honum að sækja um og svo fór að við vorum að vinna saman í mörg ár, eða þangað til að hann fór að vinna fyrir leikskólakennara,“ segir hún. Hún segir að honum hafi ofboðið þau launakjör sem kennurum var boðið upp á og vilj- að breyta því. „Hann sá að það varð að gera eitthvað til að bæta kjör þessa hóps,“ segir hún en seg- ist telja að sonur hennar vilji frekar vera að vinna með börnunum en í kjarabaráttunni en hann geri það af hugsjón. Erna er í þeirri einstöku stöðu að eiga tvo syni í Eurovision- keppninni, en Arnar Gíslason er bróðir Halla. „Ég er mjög stolt af þeim báðum. Þetta var ótrúlega spennandi þarna á þriðjudaginn og þetta verður flott hjá þeim í úr- slitunum.“ Kristján Rafn Gíslason, stóri bróðir Haralds, segir hann einstak- lega skemmtilegan karakter. „Har- aldur er líka fyndinn og uppá- tækjasamur. Hann hefur alltaf verið þannig, hann er svona léttur og kátur og það hentar honum vel þessi tónlist,“ segir Kristján. „Léttleikinn kemur fram í tón- listinni. Það hefur alltaf verið stutt í grínið. Hann er líka gefandi, hann gefur mikið af sér,“ bætir Kristján við. astasigrun@dv.is Halli og mamma hans unnu saman á leikskóla Bræðurnir Addi og Halli eru bræður og móðir þeirra er ótrúlega stolt af þeim. Leið fyrir að vera smávaxinn Halli segist sjálfur hafa verið fordóma- fullur en leið líka fyrir það þegar hann var yngri að vera smávaxinn og var strítt vegna þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.