Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 34
Helgarblað 9.–12. maí 201434 Fólk Viðtal H araldur Gíslason lagði ung­ ur fyrir sig tónlistina og náði langt á stuttum tíma. Þegar hann ætlaði svo að safna sér fyrir heimsfrægðinni, sótti hann um vinnu á leikskóla þar sem mamma hans vann og ílengd­ ist þar. Í hruninu vildi Halli, eins og hann er alltaf kallaður, láta til sín taka og berjast fyrir réttindum og kjörum leikskólakennara sem hann taldi vera fótum troðin. Á laugar­ dagskvöldið stendur hann svo á sviði í Kaupmannahöfn sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Botnleðjuævintýrið Haraldur var uppátækjasamur að eigin sögn, orkumikill og mikill grall­ ari. Þeir Halli og Heiðar Örn Krist­ jánsson stofnuðu hljómsveitina Botnleðju þrátt fyrir að hafa litla sem enga kunnáttu á hljóðfæri þegar þeir voru ungir menn í menntaskóla. Haraldur og Heiðar kynntust í Flens­ borgarskólanum í Hafnarfirði. Þeir nýttu frímínútur skólans vel í bílskúr foreldra Halla og kenndu sjálfum sér að verða tónlistarmenn. Þar lærðu þeir saman að spila á hljóðfærin og semja tónlistina. Þeir voru því sann­ kallað bílskúrsband. Auk Heiðars og Haraldar var Ragnar Steinsson á bassa í sveitinni, en Halli spilaði á trommur og Heiðar á gítar. „Við æfðum og æfðum og smám saman fór að heyrast tónlist úr skúrnum en ekki einhver óhljóð,“ sagði Halli í viðtali við DV árið 2011. Unnu Músíktilraunir Það var svo árið 1995 sem Botnleðja vann Músíktilraunir og hlutirnir fóru að gerast. Aðeins tveimur árum síð­ ar var hljómsveitin farin að ferðast um Bretland með bresku hljóm­ sveitinni Blur sem þá var heims­ fræg. Forsprakki Blur var einmitt Ís­ landsvinurinn Damon Albarn sem var tíður gestur hér á landi á þess­ um tíma. Eftir ferðalagið með Blur ferðaðist sveitin um heiminn með mörgum hljómsveitum og gerði það gott. Í viðtali við DV árið 2011 gerði Halli upp ævintýrið og sagði það hafa verið mikið. Þeir gerðu það afar gott. „Þetta var stórkostleg reynsla og mikið ævintýri en okkur fannst þetta allt saman svo eðlilegt.“ Hann sagðist vera virkilega stoltur af afrekum þeirra Botnleðjufélaga. Þeir skemmtu sér á ferðalögunum en vönduðu sig og voru varkárir að missa sig ekki í rokkstjörnulíferninu svokallaða. „En það var ekkert vesen á okkur og við höfðum mikinn metn­ að. Enda nærðu ekki árangri í neinu ef þú ert á hvolfi,“ sagði Halli og benti á að þeir hefðu haft hemil á sér og gætt þess að fara til dæmis aldrei drukknir á svið. Afþakkaði Coldplay Í kringum síðustu aldamót var Har­ aldi boðið að verða trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Coldplay. Botnleðja var þá enn í fullu fjöri, en frægðarsól Coldplay var nýtekin að rísa. Í dag er Coldplay, sem kunnugt er, ein frægasta hljómsveit heims. Halli afþakkaði boðið eftir um­ hugsun en segist ekki sjá eftir neinu í dag. Sagan var rifjuð upp og endur­ sögð í fyrra fyrir auglýsingu hjá sím­ anum sem vakti mikla athygli. Í aug­ lýsingunni var skoðað hvað hefði gerst ef Halli hefði orðið trommari sveitarinnar og lagið Þið eruð frábær, eitt frægasta lag Botnleðju, endurút­ sett í anda Coldplay. „Þetta er auðvitað sönn saga úr mínu lífi og ég er gríðarlega sáttur við þá ákvörðun sem ég tók á sín­ um tíma. Ég hefði ekki viljað vera í þessari hljómsveit og er mjög sáttur við lífið. Fyrsta platan þeirra var ágæt en það sem hefur fylgt í kjöl­ farið hefur ekki verið minn tebolli. Þeir sendu mér bréf og buðu mér að spila með sér á tónleikaferðalagi. Ég fékk demó frá þeim sem mér hreif mig alls ekki þannig að ég sagði nei. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Halli í við­ tali við Vísi í fyrra en auglýsing vakti mikla lukku. Ætlaði að safna sér pening Það eru að verða fimmtán ár síð­ an Halli ákvað að sækja um vinnu á leikskóla og safna sér aurum fyrir frægðinni. Hann talaði við móður sína sem vann á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði og bað hana um að aðstoða sig. Hún sagði honum að sækja um og þar störfuðu þau saman um hríð. Halli heillaðist af starfinu, en segir það hafa verið frekar vonlaust að ætla að safna sér peningum með því að starfa á leik­ skóla. Eftir hrun vildi hann láta í sér heyra og sóttist eftir því að verða for­ maður Félags leikskólakennara. „Ég fékk svo sannarlega nóg og reiddist,“ sagði Halli. Hann leiddi kennara í gegnum harða kjarabaráttu árið 2011 og nú stefnir í annan harðan slag – eftir Eurovision. Bræðurnir bralla saman Þegar Haraldur var í Kennaraháskól­ anum, með Heiðari, vildu þeir gera skapandi og skemmtilegt lokaver­ kefni. Árið 2009 sendu þeir Heiðar frá sér plötuna Pollapönk sem sló rækilega í gegn meðal barna og full­ orðinna. Sveitina skipuðu þeir tveir, en til liðs við þá komu Arnar Gísla­ son, Addi bróðir Halla, og Guðni Finnsson. Textar sveitarinnar vöktu mikla athygli og þar léku þeir sér með samfélagsrýni. Árið 2014 dró svo aft­ ur til tíðinda þegar sveitin ákvað að reyna fyrir sér í Eurovision og tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þetta var raunar ekki í fyrsta sinn en áður hafði Botnleðja reynt hið sama með laginu Eurovísa árið 2003. Þeir lutu lægra haldi fyrir Birgittu Hauk­ dal í keppninni það árið en hún fór og keppti fyrir Íslands hönd í Riga og hafnaði í áttunda sæti. Unnu hjarta þjóðarinnar Pollapönk söng sig nú inn í hjörtu landsmanna, kom sá og sigraði í Söngvakeppninni, sem kunnugt er. Þeir keppa svo til úrslita í Euro­ vison í Kaupmannahöfn á laugar­ dag eftir að hafa fengið brautar­ gengi í undankeppninni síðastliðinn þriðjudag. Þetta kom flatt upp á marga enda hafði sveitinni ekki verið spáð góðu gengi, en svo virð­ ist sem sjarmi og gleði sem fylgir sveitinni hafi náð að tengja vel við aðrar Evrópuþjóðir svo ekki sé minnst á fallegan boðskap þeirra. n astasigrun@dv.is Úr bílskúr í baráttu Botnleðju en mig vantaði smá vasapeninga fyrir flugfarinu út,“ segir hann og brosir út í annað. „Ég ætlaði að stoppa stutt en heillaðist af starfinu. Mér gekk vel og það átti vel við mig. Þegar foreldr­ ar, sem mér fannst þá þegar ég var nýskriðinn yfir tvítugt, ævaforn gamal menni, voru far­ in að leita að kennslu­ ráðum hjá dreng sem ári áður hafði haft þá einu ábyrgð að vakna fyrir hádegi, þá fann ég að mig lang­ aði að standa mig og standa undir ábyrgðinni. Ég fór svo að hafa áhuga á fræðilegum hluta starfsins líka og það endaði með því að ég komst inn í kennaraháskólann 2003 og útskrif­ aðist þaðan 2006.“ Vildi taka slaginn sjálfur Þá hafði hann þó engin áform um að fara á fullt í kjarabaráttu leikskóla­ kennara. „Ég ætlaði mér aldrei að feta þá braut. Ég útskrifaðist 2006 og var alveg sáttur við mitt á þeim tíma sem ég hóf störf. Svo skellur á hrun. Fyrir það höfðu launakjör leikskólakennara batnað og við vorum komin á svipað­ an stað og grunnskólakennarar. Svo kom hrunið og þá festumst við inni með kjarasamning okkar í svokölluð­ um stöðugleikasáttmála. Og í bónus fengum við á mínum leikskóla upp­ sögn á 10 tíma yfirvinnu sem við höfð­ um alltaf fengið í formi neysluhlés. Það var dálítið högg því ég gat alveg sætt við mig að kjarabaráttan tæki tíma en ég gat ekki sætt mig við það að lækka í launum sem varð raunin þarna. Það fór verulega í mig. Ég fór að rífa kjaft og svona. Þannig einhvern veginn byrjaði ég að taka þátt í félags­ málum. Ég hafði aldrei gert þetta áður, ég var aldrei í nemendaráði í skóla eða neitt svoleiðis. Ég var ekki þessi týpa. En ég vildi samt bera ábyrgðina sjálf­ ur. Ég vildi ekki geta kennt neinum um nema sjálfum mér og þess vegna tók ég þennan slag,“ segir hann ákveðinn og augljóst að málefnið er honum mikilvægt. Munu ekki gefa tommu eftir „Ég fór í þetta af hugsjón til þess að leggja mín lóð á vogarskálarnar og ég er enn þá þar. Bráðum tekur við næsta L eiðir okkar Halla hafa oft leg­ ið saman í gegnum tíðina. Hann var auðvitað stjarna í Hafnarfirði þegar við vorum litlir en hann lék aðalhlutverkið í Emil í Kattholti, sem var sýnt fyrir fullu húsi mjög lengi og hver ein­ asti krakki á Stór­Hafnarfjarðar­ svæðinu sá,“ segir Gunnar Axel Ax­ elsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi. „Síð­ ar vorum hluti af hópi sem setti á stofn unglingadeild í leikhúsinu og þar sló hann m.a. í gegn í hlutverki guðs almáttugs. Man ekki til þess að hafa séð guð leikinn á jafn sann­ færandi hátt, hvorki fyrr né síðar,“ segir Gunnar Axel sem bendir á að Halli er „nett ofvirkur,“ en segir það vera hans helsta styrkleika. „Hann vílar það ekkert fyrir sér að demba sér út í hlutina, hvort sem það er að skella sér upp á svið og leika eða syngja eða setj­ ast við samningaborðið í baráttu fyrir bættum kjörum leikskóla­ kennara,“ segir hann. Gunnar Axel segist hafa hvatt hann til forystu þegar Halli tók slaginn sem formaður Félags leik­ skólakennara. „Ég vissi að hann myndi gera góða hluti þar og það hefur hann að mínu mati svo sannarlega gert. Og ég er auðvitað hrika­ lega stoltur af þeim félögum og því sem þeir eru að gera núna, að nota þetta stóra svið til að koma á framfæri þeim skilaboðum að það sé ekkert tiltökumál að vera ekki eins og fjöldinn. Það er Halli,“ segir hann. astasigrun@dv.is Ofvirknin er styrkur Gunnar Axel studdi Harald í formanninn „Ég er „fighter“ og beit á jaxlinn Haraldur fór úr tónlistinni í leikskólakennslu og þaðan yfir í kjarabaráttu barátta. Það eru lausir kjarasamn­ ingar núna. Það þarf að stíga stór skref í kjarabaráttu leikskólakennara til þess að þeir standi til jafns við aðra sér­ fræðinga. Þessir kjarasamningar verða erfiðir og flóknir en við munum ekki gefa tommu eftir. Það er rosalega mik­ ilvægt að nú verði stigið stórt skref til þess að við sem samfélag gerum eitt­ hvað í þessu. Það vantar gríðarlega marga leikskólakennara og það geng­ ur ekki. Þegar ég kem úr þessu hérna, sama hvernig það endar. þá fer ég í þetta af fullri hörku,“ segir hann harð­ ákveðinn. Viss um að þeir vinni ekki Jafnvel þótt þið vinnið Eurovision? „Sérstaklega ef ég vinn Eurovision. Ég mun ekki vinna Eurovision, það er ljóst. Ísland er ekki að fara á hausinn vegna okkar. Ég er bara raunsær,“ segir hann og virkar mjög sannfærður. Hópurinn er farinn að bíða eftir Halla sem er sá eini Pollapönkaranna sem á eftir að hafa fataskipti fyrir partíið sem þau eru á leið í. Matrósaföt í Pollapönk­ slitunum verða fyrir valinu í kvöld. Halli þarf að drífa sig upp á herbergi til þess að geta skipt í sinn einkennislit, rauðan matrósabúning. Áður en hann hleypur af stað segist hann viss um að þeir vinni ekki keppnina en það muni ekki hindra þá í að gera sitt allra besta. „Hugsanlega verðum við líka mjög neðarlega en það skiptir engu máli, við erum að fara halda gott partí á laugar­ daginn. Það er eina það sem skiptir máli. Við erum með.“ n Litríkir Bakraddasöngvararnir gerðu sér lítið fyrir og sungu Hamraborgin mín fyrir gesti og gangandi sem kættust við uppátækið. Byrjuðu í skúrnum Eftir sigur í Músíktilraunum fór frægðarsól Botnleðju að rísa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.