Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 37
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Fólk Viðtal 37
með þyngdina. Hún orti kvæði og gaf
mér alltaf vísu á afmælisdaginn minn
þegar ég var lítill. Hún elskaði að ganga
á fjöll og tína steina sem við seldum
svo saman í Austurstrætinu og í Kola-
portinu. Þannig lærði ég fyrstu ensku
orðin mín „stones for sale“. Og söng
ég þá línu í sama tónfalli og blaðsölu-
mennirnir, með appelsínugulu blaða-
pokanna, gerðu alltaf í Austurstrætinu:
„Dagblaðið Vísir“, og við hliðina var
Stórval að selja málverkin sín. Afi starf-
aði lengst af, að mig minnir, fyrir Eim-
skip. Sá um þeirra útibú á Fáskrúðs-
firði og tók á móti skipum. Þau bjuggu
á Sunnuhvoli. Afi var mikill gestgjafi og
mér skilst á mönnum að það hafi alltaf
verið gott að koma við á Sunnuhvoli.
Ég á þvílíkar minningar frá þessum
tíma,“ segir hann og hlær.
Vill ekki búa í Hollywood
Strax eftir útskrift lék Þorvaldur í
Svartur á leik. Ári seinna var hann með
annan fótinn úti og fluttist frá New
York til Los Angeles ásamt unnustu
sinni. Þar kom parið sér fyrir í íbúð í
austurhluta Hollywood Hills-hverfis-
ins. Þorvaldur er þar með samning við
umboðsskrifstofu. Honum hugnaðist
Hollywood ekkert sérlega vel þótt
hann fúlsi ekki við verkefnunum og
eftir búsetuna segist hann fremur vilja
búa hér heima og sækja verkefnin út
þegar þau bjóðast.
„Ég vil búa hér heima og geta far-
ið út í hin og þessi verkefni. Hér eru
ræturnar og hér líður mér best. Ég get
alltaf átt kost á því að fara út og fá smá
vasapeninga.
Ég var með annan fótinn úti í
Hollywood um ári eftir útskrift.
Ég kynntist borginni og samfé-
laginu og komst að því að andinn þar
heillar mig ekki.
Ég myndi aldrei vilja búa í
Hollywood. Eins og alls staðar er alltaf
gott fólk inn á milli. En Hollywood er
ekki fyrir mig. Ég fann mig ekki þar
eins og ég gerði í New York.
Ég ber virðingu fyrir fólki sem á sér
drauma og lætur reyna á þá. Það vilja
allir skilja eitthvað eftir sig í lífinu. Sum-
ir eru mjög vinnufókuseraðir. Verða að
framleiða, ferðast, klífa Everest. En ég
vil ekki gleyma mér. Ég vil ekki frægð
frægðarinnar vegna. Það er mannlegt
að vilja skilja eitthvað eftir sig, en vilji
ég verða ódauðlegur þá verður það í lífi
fjölskyldu minnar sem heldur áfram
eftir minn dag. Það þýðir þó ekki að ég
hafi ekki löngun til þess að þroskast og
eflast í gegnum þau verkefni sem ég
tek að mér í framtíðinni. Drifkraftur-
inn er auðvitað enn til staðar.
Ég skrifaði niður markmið mín
tvítugur. Mér finnst ég búinn að upp-
fylla einhverja barnslega drauma. Nú
er kominn tími til að leyfa hlutum að
gerjast, að leyfa sér að ákveða ekki allt
fyrirfram. Ég var um daginn að hug-
leiða framtíðina, hvar er ég núna, hvert
stefni ég og allt þetta og fann að ég er
á góðum stað. Ég er að fara að kenna
næsta vetur. Hér heima. Mig hefur
alltaf langað að prófa það. Það verð-
ur mjög gaman að miðla og uppgötva
hvort það sé eitthvað sem ég vil vinna
við. Ég verð líka að leika í einhverjum
bíómyndum. Svo langar mig í nám.
Það væri gaman að læra eitthvað nýtt,“
segir hann og bætir við að það sé óráð-
ið hvernig nám verði fyrir valinu: „Ég
ætla að leyfa þessu öllu að þróast, það
kemur bara í ljós.“
Fæðing dóttur mesta gleðin
Hann hefur enda átt gjöfulan vetur á
Íslandi og ytra. Fyrir utan vinnuna við
Vonarstræti dvaldi hann í Belfast við
tökur á kvikmyndinni Dracula Untold.
Tökur á myndinni hófust daginn eftir
fæðingu dóttur hans. Hann gat ekki
sleppt ferðinni út og var lukkunnar
pamfíll að hafa þó fengið að sjá dóttur
sína koma í heiminn í ágústmánuði
í fyrra. Í lok viðtalsins biður blaða-
maður Þorvald nefnilega um að nefna
mestu gleði lífs síns og þá eru það þessi
merku tímamót sem koma strax upp í
hugann. „Fæðing dóttur minnar,“ segir
hann þá.
Þorvaldur er ekkert hrifinn af því
að ræða um sitt allra helgasta, fjöl-
skylduna. Í hans huga er hún skjól
sem hann þarf nauðsynlega að hafa út
af fyrir sig. „Starf mitt felur í sér að ég
þarf að gefa mikið af mér og standa oft
berskjaldaður. Ég passa svolítið upp á
það skjól sem ég á með fjölskyldunni.
Kannski finnst sumum það auðvelt að
gefa af sér. Mér finnst það ekki alltaf.
Ég gef svo mikið af mér í vinnunni að
stundum finnst mér ég eiga lítið eft-
ir. Ég þarf að vanda mig við að rækta
þetta litla sem stendur eftir, er það
ekki?“ segir hann og brosir.
Lærði af einhverfum
Þá lék Þorvaldur einhverfa drenginn
Kristófer í verkinu Furðulegt háttalag
hunds um nótt og eyddi miklum tíma í
undirbúningi með stuðningshópnum
Út úr skelinni til að skilja betur heim
einhverfra og undirbúa sig fyrir hlut-
verkið.
„Þau opnuðu sig fyrir mér og sögðu
mér frá sinni upplifun af því að vera á
einhverfurófi.
Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að
hlýða á þau. Við erum öll með fyrir-
framgefnar hugmyndir um hluti og
fólk. Þarna hitti ég fyrir 16 mjög ólíka
einstaklinga. Eftir að hafa fengið að
kynnast þeim einbeitti ég mér að því
að hugsa um drenginn sem sérstakan.
Ég fór að hugsa meira innávið og huga
að þeim skynáhrifum sem þau glíma
við. Sem við glímum við í miklu minna
mæli.
Ég náði að tengja sjálfur við þessa
eiginleika og það var lærdómsríkt, fór
að skoða mínar eigin reglur og ramma.
Við erum öll í boxum og sjáum hlutina
á ákveðinn hátt.
Án þess að hljóma tilgerðarlega, ég
er svo ánægður með þessa sýningu að
því leyti að mér finnst hún hafa vakið
upp umræðu um einhverfu. Ég held
að það sé eitt af hlutverkum listarinn-
ar, að opna heima sem við þekkjum
ekki. Leiklistin getur þannig stuðl-
að að því að við skiljum betur annað
fólk.“
Hann nefnir áhrifamikla uppá-
komu frá ferlinu.
„Við vorum með forsýningu og
þangað kom hópur einhverfra og að-
standendur. Söguhetjan mín spyr út
í salinn í lok sýningar: Þýðir þetta að
ég get („gert“) allt. „Já“, heyrðist svar-
að hreinskilnislega utan úr sal. Leik-
hópurinn var í tárum okkur þótti svo
vænt um þessi viðbrögð.“
Reynslunni ríkari
eftir samstarfið
Samstarfið við Baldvin Zophoníasar-
son, leikstjóra Vonarstrætis, er honum
efst í huga um þessar mundir þegar
hann hugleiðir um starfið síðasta
vetur.
„Hann er einn af þessum mönn-
um sem getur ekki unnið án þess að
vinna með hjartanu. Hann er ein-
lægur og fær og er svo mikil mann-
eskja. Hans mottó er: við gerum
þetta saman, og þannig fær hann
alla í lið með sér. Hann hefur komið
að kvikmyndaforminu á svo margan
hátt. Hann hefur klippt og framleitt,
hann hefur verið í hlutverki aðstoðar-
leikstjóra. Hann er ekki bara fastur í
sínu, heldur skilur sjónarmið þeirra
sem hann er að vinna með. Mér finnst
ég reynslunni ríkari eftir samstarfið.
Það er alltaf þakklátt að fá að vinna
með svona hæfileikafólki.“
Kann vel við lífið
Honum líður vel, er öruggur í eigin
skinni og veit hvað hann vill. „Ég vil
reyna að afla mér þess frelsis að hafa
val. Val um að búa hér og starfa en fara
stundum út og vinna.
Það gengur vel hjá mér. Ég kann
vel við lífið sem ég lifi,“ segir hann og
hristir höfuðið þegar blaðamaður spyr
hann hvort hann hafi alltaf haft allt á
hreinu.
„Nei, auðvitað ekki. Hver hefur
alltaf allt á hreinu. Fyrir nokkrum
árum var ég troðfullur af einhverju
stöffi sem ég vissi ekkert hvað ég átti að
gera við. Það var rosalega óþægilegur
tími. Mér fannst ég vera svo mikill vit-
leysingur. Þetta var tími óttans og kvíð-
ans. Sumir dvelja lengi á þessum stað
en sumir ná að hreinsa út og halda
áfram. Ég náði því, þó maður sé auð-
vitað alltaf í einhverri innri glímu við
sjálfan sig og þeirri baráttu lýkur ef-
laust aldrei.“
Handþvær nærföt og sokka
Blaðamaður biður að lokum Þorvald
um að segja sér eitthvað óvænt. Eitt-
hvað sem enginn veit um hann. Við-
mælendur eiga gjarnan erfitt með að
svara þessari spurningu en svörin eru
alltaf jafn áhugaverð. Svo er einnig um
Þorvald. „Ég handþvoði alltaf sömu
nærföt og sokka einu sinni á dag vik-
una fyrir frumsýningu, geri það reynd-
ar ennþá.“ n
„Ég skynjaði
kulda og
fannst allt vera
innihaldslaust
„Það
kaupir
sig enginn
inn í Juilliard