Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 40
Helgarblað 9.–12. maí 201440 Skrýtið
Satan ríS í
OklahOma
n Djöfladýrkendur leggja lokahönd á styttu af skrattanum
Í
janúar tilkynntu talsmenn hofs
satanista í Oklahoma að þeir
hygðust reisa styttu af skrattan-
um sjálfum fyrir utan þinghús
fylkisins. Er nú verið að leggja
lokahönd á styttuna eftir velheppn-
aða söfnun á netinu. Þrátt fyrir fjölda
hótana eru satanistar keikir og seg-
ir talsmaður þeirra að komi til þess
að styttan verði eyðilögð muni ný
rísa. Málaferli trúleysingja gegn
Oklahomafylki tefur fyrir uppsetn-
ingu styttunnar.
Guðinn með geitarhöfuð
Raunar er styttan þó ekki af Satan,
Lúsífer eða kölska, heldur seinni
tíðar afbrigði hans sem ber nafnið
Baphometh. Rekja má uppruna þess
skratta til ofsókna gegn templurum
á 14. öld. Voru templarar ásakaðir
að dýrka Baphometh auk annarrar
villutrúar. Svo virðist sem nafnið sem
og ásýnd púkans eigi rót sína að rekja
til fornheiðni í Austurlöndum nær.
Það var svo á 19. öld sem nútíma
djöfladýrkendur og dulfræðingar fór
að dýrka Baphometh. Var það í kjöl-
far þess að guðinn með geitarhöf-
uðið fór að birtast á tarotspilum. Í
dag er Baphometh tákn ýmissa hópa
sem dýrka djöfulinn.
Trúleysingjar höfða mál
Forsaga málsins er umdeildur minn-
isvarði sem sýnir boðorðin tíu sem
komið var fyrir fyrir utan þinghús
Oklahomafylkis árið 2012. Blöskraði
það mörgum sem töldu um að skýrt
brot væri að ræða á aðskilnaði ríkis
og kirkju. Samtök trúleysingja eru á
meðal þeirra sem höfðað hafa mál
gegn fylkinu vegna minnisvarðans.
Röksemdarfærsla embættismanna
hefur verið á þá leið að þar sem
minnisvarðinn með boðorðun-
um sé kostaður af einkaaðila þá sé
ekki um ræða brot á aðskilnaði ríkis
og kirkju. Út frá þeim rökum hefur
nokkur fjöldi trúar- og lífskoðun-
arhópa óskað eftir að fá að koma
fyrir minnisvarða um trú sína. Má
þar nefna hindúa, trúleysingja og
satanista. Vegna málaferla trúleys-
ingja hefur uppsetning á styttunni af
Baphometh verið frestað þangað til
niðurstaða fæst í málið. Styttan sjálf
er þó að verða tilbúin.
Söfnuðu fé á netinu
Töldu djöfladýrkendur að til að gera
kölska góð skil væri nauðsynlegt að
safna tuttugu þúsund dollurum, eða
rúmlega tveimur milljónum króna á
núverandi gengi. Var því farið í söfn-
un á netsíðunni Indiegogo. Sú söfn-
un gekk vonum fram og söfnuðust
að lokum þrjátíu þúsund dollarar.
Var í kjölfarið myndhöggvari, þjálf-
aður í klassískri högglist, ráðinn til
þess verks að móta skrattann. Hefur
myndhöggvarinn nú lokið því verki
og þarf einungis að steypa afrakstur-
inn í brons. Sýnir styttan fyrrnefndan
Baphometh í hásæti sínu ásamt
börnum sem hann hefur leyft að
koma til sín.
Milli steins og sleggju
Styttan hefur sett embættismenn
Oklahomafylkis í nokkuð erfiða
stöðu. Hafa satanistar ráðfært sig við
lögfræðinga sem telja að verði stytt-
unni hafnað sé það skýrt brot á jafn-
ræðisreglum. Val embættismanna er
því annaðhvort að leyfa styttuna og
vekja reiði íbúa Oklahoma sem vel-
flestir eru strangkristnir, eða að gefa
ekki leyfi og lenda í málaferlum sem
gætu kostað ríkið stórfé. „Með því
að leyfa boðorðin tíu hafa þeir opn-
að dyrnar fyrir alla. Þeir geta ekki
mismunað einni lífsskoðun,“ segir
Lucian Greaves, talsmaður satanista,
í samtali við tímaritið Vice.
Borist hótanir
Greaves viðurkennir að satanistum
hafi borist ótal hótanna vegna stytt-
unnar. „Ég geri nú ekki ráð fyrir að
þessir afturhaldsseggir geti eyðilagt
bronsstyttu án þess að slasa sig stór-
kostlega í leiðinni,“ segir Greaves.
Samt sem áður hafa satanistar gert
ýmsar varúðarráðstafanir. Styttan
verður rækilega tryggð og telur Grea-
ves að verði þessi stytta skemmd fá-
ist fé fyrir tvær nýjar. Auk þessa ætla
satanista að geyma mót styttunnar
svo auðvelt verði að framleiða nýja. n
hjalmar@dv.is
„Ég geri nú ekki ráð
fyrir að þessir aft-
urhaldsseggir geti eyði-
lagt bronsstyttu án þess
að slasa sig stórkostlega í
leiðinni.
Uppruni skrattans Þetta tarotspil frá miðri
19. öld hafði mikil áhrif á ímynd almennings á
djöflinum. Satanistar hófu að nota það sem
tákn sitt rétt fyrir aldamót 19. og 20. aldar.
Baphometh
Kölski virðist vera
barnavinur miðað
við framsetningu
satanista. Styttan er
nærri tilbúin en aðeins
á eftir að steypa hana
í brons. Mynd Vice
Fangelsaður
fyrir inn-
sláttarvillu
Tyrkneski blaðamaðurinn Önd-
er Ayta var á dögunum dæmdur í
tíu mánaða fangelsisvist fyrir tíst.
Honum er gefið að sök að hafa
móðgað opinberan starfsmann,
en mjög hörð meiðyrðalög eru í
Tyrklandi. Blaðamaðurinn held-
ur því staðfast fram að um hafi
verið að ræða saklausa innslátt-
arvillu. Tístið örlagaríka átti að
fjalla um áform Receps Erdogan,
forsætisráðherra landsins, um
að loka einkaskólum. Hins vegar
varð innsláttarvillan, eitt „k“ á
röngum stað, í tístinu til þess að
niðurstaðan varð „farðu til fjand-
ans Erdogan“.
Notendur
kláms styrkja
skógrækt
Notendur klámsíðunnar Pornhub
geta nú friðað samviskuna vitandi
að nýju tré verði plantað fyrir hver
hundrað áhorf á klámmyndbönd
sem hýst eru á síðunni. Reyndar
er það háð því að myndbandið sé
í flokki sem nefnist „stór typpi“.
Átakið hófst fyrir rúmlega viku og
hafa nú þegar um fimmtán þús-
und tré verið gróðursett. Síðan
fær um milljarð gesti á mánuð svo
ætla má talsvert skóglendi verði
afrakstur átaksins.
Gaf skít í
skólastjórann
Menntaskólanemandi í Maryland
í Bandaríkjunum er í djúpum skít
þessa dagana. Ástæðan er sú að
hann var staðinn að því að senda
saur til aðstoðarskólastjóra skól-
ans með pósti. Málið þykir hið
undarlegasta og er óhætt að segja
að skólayfirvöld, fulltrúar pósts-
ins og lögreglu hafi eytt dágóðum
tíma í að rekja póstsendingarnar
sem voru þrjár talsins. Það tókst
að lokum og var unglingspiltur-
inn handtekinn í vikunni. Hann
játaði á sig glæpinn, en sagði lög-
reglu að hann hefði notað hunda-
og kúaskít til að gera aðstoðar-
skólastjóranum lífið leitt. Búast
má við því að piltinum verði gert
að greiða sekt vegna málsins.