Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 44
Helgarblað 9.–12. maí 201444 Lífsstíll Prentaðu Instagram-myndirnar strax Ný Instagram-myndavél á markað fljótlega S ocialmatic- myndavélin er áhugaverð og sniðug myndavél fyrir allra hörðustu Instagram- notendurna. Margir kannast kannski við Polaroid-myndavélarnar sem voru mjög vinsælar hér á árum áður og minnir Socialmatic óneitan- lega á slíka vél, enda er hún einnig framleidd af Polaroid. Myndavélin er í senn mynda- vél til að taka myndir til að setja inn á samfélagsmiðla á borð við Instagram og Facebook, og prentari til að prenta þær. Tækið er búið tveimur mynda- vélum, framan á er 14 megapixla myndavél ásamt LED-flassi. Aftan á vélinni er einnig að finna minni tveggja megapixla-myndavél þannig að notendur verða ekki í vandræð- um með að taka „selfie“-myndir með vélinni. Aftan á vélinni er einnig að finna 4,3 tomma skjá ásamt hátölurum þannig að hægt er að horfa á mynd- skeið af Instagram og öðrum sam- félagsmiðlum. Einn helsti kostur vélarinnar er líklega innbyggði prentarinn, en hann prentar mynd- ir í fullum lit á nokkrum sekúndum. Polaroid hefur ekki gefið upp hvenær Socialmatic-vélin kemur á markað en það verður einhvern tímann á árinu. Vélin kemur til með að kosta um 300 Bandaríkjadali sem samsvarar um 30.000 krónum. n Polaroid Socialmatic Socialmatic- myndavélin tengist samfélagsmiðlum og er með innbyggðum prentara. Sjálfkeyrandi bílar prófaðir Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur í gegnum árin oft verið leiðandi í nýrri tækni og á því er engin undantekning í Drive Me- verkefninu sem fyrirtækið vinnur nú að. Verkefnið snýst um að þróa sjálfkeyrandi bifreiðar fyrir og slíkir bílar eru nú í prófun á göt- um Gautaborgar í Svíþjóð. Volvo hyggst bjóða eitt hundrað slíkar bifreiðar til sölu í Svíþjóð árið 2017. Tæknirisinn Google vinnur einnig að þróun sjálfkeyrandi bíls og svo virðist sem það styttist óðum í að slíkir bílar verði fáan- legir. Þó eru ýmsar hindranir enn í vegi, tæknilegar jafnt sem laga- legar. Verða snjallúr nýjasta æðið? n 2014 sannkallað ár snjallúranna n Allir helstu tæknirisarnir vilja vera með S vokölluð snjallúr eru arm- bandsúr sem byggja á svip- aðri tækni og snjallsímar og er ætlað að birta notanda nytsamlegar upplýsingar og virka að mestu leyti rétt eins og snjallsímar fyrir utan það að vera minni og handhægari. Einnig hafa flest þeirra eiginleika til að mæla hreyfingu notandans, svo sem hversu langt viðkomandi hleypur eða hversu mörgum hitaeiningum hann brennir. Úrin geta líka sýnt hver er að hringja og tekið á móti tölvupósti og SMS-skilaboðum. Markaðurinn vex hratt Snjallúramarkaðurinn hefur tekið stóran kipp á síðustu tveimur til þremur árum og nú er svo komið að hægt er að kaupa fjölmargar gerð- ir úra sem öll eru mismunandi. Raftækjaframleiðendur á borð við Samsung og Sony sitja eins og er nánast einir að markaðnum ásamt nokkrum minni fyrirtækjum en blikur eru á lofti því risarnir tveir, Apple og Google, setja sennilega snjallúr á markað mjög fljótlega. Google staðfesti það raunar ný- lega með því að gefa út stýrikerfið Android Wear, sem hannað er fyrir slíkar græjur. Ekkert er þó enn stað- fest í þessum efnum hvað varðar Apple, en ýmsar vísbendingar benda til þess að þeir vilji koma inn á þennan markað fljótlega. Algjör óþarfi? Sumir myndu telja græju á borð við snjallúr algjöran óþarfa en svo virð- ist sem mikil eftirspurn sé eftir slík- um tækjum og eru framleiðendur að bregðast við kalli markaðarins. Þegar Samsung hóf sölu á Galaxy Gear-úr- inu í fyrrahaust sögðust menn þar á bæ einmitt vera að bregðast við ákalli viðskiptavina sinna og að brúa bilið milli tækni og tísku. Hvort úrin geri það hins vegar skal látið liggja milli hluta. Búast má við auknu framboði af snjallúrum á næstu misserum og spurningin er hvort snjallúrin nái flugi eða hvort notendur láti einfald- lega símana duga. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Google-snjallúr Svona mun snjallúrið frá Google mjög líklega líta út. Snjallúr Google Notendur geta notað úrið á ýmsan hátt, til dæmis sem leiðsögutæki meðan þeir keyra eða hjóla. Samsung Gear Fit Gear Fit-úrið er snjallúr sem er hugsað fyrir þá sem stunda mikla hreyf- ingu á borð við hlaup eða hjólreiðar. Snjallúr Apple? Ekki er víst hvernig snjallúrið frá Apple mun líta út en hér má sjá hug- mynd að slíku tæki. Pebble- snjallúr Pebble-úrin eru mjög vinsæl og leit önnur kyn- slóð þeirra dagsins ljós á árinu. Snjallsími á 2.000 krónur Verð á snjallsímum fer sífellt lækkandi eftir því sem tækninni fleygir fram. Nú er svo komið að framleiðandinn ARM Holdings, sem framleiðir örgjörva í snjall- síma og önnur tæki, spáir því að á næstu mánuðum verði hægt að fá ódýran snjallsíma á 20 dollara sem samsvarar um 2.000 krónum. Síminn verður að sjálfsögðu ekki eins öflugur og venjulegur snjallsími en mun geta keyrt mörg grunnforrit á borð við tölvupóst og netvafra. Fyrirtækið Mozilla vinnur einnig að hönnun snjallsíma sem sagt er að komi til með að kosta 25 dollara en ekki er vitað hvenær hann lítur dagsins ljós. Vírusvarnir nánast gagnslausar? Fyrirtækið Symantec, sem fram- leiðir öyggiskerfi og vírusvarnir fyrir tölvur, segir að hin eiginlega vírusvörn sé „dauð“, þar sem slík forrit virki ekki eins vel og þau gerðu á árum áður. Brian Dye, forstjóri Syman- tec, segir slík forrit vera nán- ast gagnslaus gagnvart þeim tegundum árása sem gerðar eru á tölvunotendur í dag, svokallaðar „malware“-árásir. Dye segir að hefðbundnar vírusvarnir stöðvi einungis tæpan helming vírusa og tölvuárasa og það sé ástæða þess að fyrirtæk- ið stefni í nýja átt og sé hætt að leggja áherslu á vírusvarnarfor- rit. Symantec ætlar þess í stað að einbeita sér að öryggislausnum fyrir fyrirtæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.