Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 54
Helgarblað 9.–12. maí 201454 Menning Vegabréf Sigmundar Andalúsía er Árnes- og Rang- árvallasýsla Spánar. Og enda þótt mjólkin þar sé rauð á lit – og hýrgi svipi fólks á síðkvöld- um – drýpur þar alveg sama smérið af hverju strái og í kart- öflugörðunum heima. Fátt er unaðslegra en að renna heiðskírum augum yfir litlu og syfjulegu fjallaaþorpin í Serraníu við Rondu sem stinga höfðinu öðru hverju upp úr hitaþrútnum vínviðarbrekk- unum. Vanalega eru þau öll af sömu sortinni; með karlmann- legu kastalavirkin á hvirfl- inum eins og eilífa sönnun þess að í hernaði er yfir sýnin öðru vopni sterkari. Á svo að segja hverjum fjallsoddi get- ur þau að líta eins og perlur frá tímum Máranna sem þeir þræddu listilega á fagurlanga festi sína sem lá um þveran og endilangan Íberíuskagann og minnti á mátt þeirra og megin á áttundu, níundu og tí- undu öld. Óvíða í Evrópu hef- ur menningin risið hærra en á valda- tímum þessara Araba og Berba sem voru slík- ir yfirburða- menn í húsagerð og hönnun allri að helst verður jafnað við egypska steinsmiði. Þeir nefndu þessi lönd sín al-Andalus – og það segir vitaskuld nokkra sögu að sunnlendingar á Spáni kenna sig enn með stolti við þessa gömlu herraþjóð sína. Þarna rataði ég eitthvert vorið inn á litla matarkrá í Tolux – og líklega hefur tíminn verið nærri þrjú en tvö, eins og það skipti nú einhverju máli um þetta leyti dags á Spáníá. Nema hvað ég var einn; altént að mér fannst … uns ég spegl- aðist óvænt á kolli vitaskollótts þjóns sem svaf sínum sveru öxlum fram á bónað bar- borðið. Af litaraftinu að dæma gat hann allt eins verið einn af afkomendum Máranna, en auðvitað mátti það einu gilda; maðurinn var steinsofandi og ekki líklegur til að vakna í bráð ef marka mátti flírulegar hrotur hans. Á svona stundum er ekki við hæfi að raska nokkurri ró. Og þarna pukraði ég mér ofurvarlega niður á fléttaða stólsessu í mestu hægð og spekt sem lífið hefur búið mér og horfði á ókunnan mann í óþekktum bæ lifa sig djúpt og ofan í alla sína dagdrauma. Lengi vel átti ég von á öðru fólki inn á staðinn, en aldrei kom sála. Og eftir því sem tím- inn seig í síðdegið fundust mér þessar kringumstæður okkar félaganna verða stöðugt fal- legri og þekkilegri, jafnvel hríf- andi. Það var í það minnsta eitthvað einstakt við þetta nýtilkomna samband okkar, sem að vísu – og vel að merkja, annar okkar vissi ekkert af. Þegar hann vaknaði pant- aði ég mér tvöfaldan kaffi af spænskri þykkt – og hann af- greiddi mig eins og ekkert hefði í skorist, næsta grunlaus um höfgi sína og snörli, en sjálfur las ég sátt úr augunum, svipað því að eitthvað hefði ræst í fasi hans og svip. Barþjónninn sem svaf Sýning sem snertir H vernig fer maður að því að búa til leikhús ætlað börnum upp úr Litla prinsinum, einu ástsælasta bókmennta verki frá síð- ustu öld eins og segir í leikskrá? Þótt sagan sé fræg og víðlesin, hafi ver- ið þýdd á óteljandi tungumál og skipi stóran sess í huga og hjörtum þeirra sem unna góðri sagnalist, þá er hún ekki endilega aðgengileg eða auðskilin. Lesandinn þarf nefnilega að opna hjarta sitt til að hleypa inn heimspeki höfundarins, miklu frekar en að virkja rökhugsun heilans. Litli prinsinn er saga af barni, en fjall- ar þó meira um barnið í mannin- um og þann tíma sem það tekur að verða aftur að barni, hafi maður glat- að uppgötvunum bernskunnar, til- finningunni fyrir því að vera aðeins gestur á jörðinni, að skynja heiminn með tilfinningum barns. Heimsókn til jarðarinnar Ég komst því miður ekki á frumsýn- ingu verksins en átti þess kost að sjá það á Sviðslistahátíð barnanna sem var hluti af nýliðinni og mikil- vægri Barnamenningarhátíð þar sem börnin fengu ókeypis aðgang að öllum viðburðum. Sýningin er ætluð börnum frá sex ára aldri og ég tók með mér tvö börn, annað á tólfta ári og hitt á fimmta ári sem bæði nutu sýningarinnar, þó ekki á sama hátt. Yngra barnið var orðlaust af undrun, það eldra hafði meira um innihaldið að segja; fallegt en um leið sorglegt var niðurstaðan. Og af hverju sorglegt? Jú, Litli prinsinn deyr að lokum. Já, eins og við öll, sagði ég og þess vegna er svo mikilvægt að rækta vináttuna, vökva rósina sína, þora að elska og missa. Dáldið „heví stöff“ fyrir ungan dreng, en þannig er það bara. Litli prinsinn fjallar um stór- ar spurningar eins og ástina, listina og dauðann, enga smáhluti og ekki alveg fyrir allra yngstu börnin. En sagan fjallar ekki síst um samband mannsins við barnið í sjálfum sér, sambandið við ævintýrið og augna- blikið, um viðurkenningu þess að lífi okkar á jörðinni er afmörkuð stund, þótt tíminn sé eilífur að lífi loknu. Samkvæmt fjölgreindarkenningu Howards Gardner er þetta einmitt inntakið í níundu greindinni, sem hann nefnir tilvistargreind og snýst um að gera sér grein fyrir og sætta sig við endanleikann. Það sem hjartað sér En saga á bók og leiksýning upp úr bók er ekki það sama. Stefán Hallur Stefánsson höfundur leik- gerðar og leikstjóri Litla prinsins veit það og velur ákveðna leið til að koma sögunni á leiksvið, gera hana leikhæfa. Hann er trúr efninu og skáldinu en leyfir sér þó að smíða ákveðinn ramma kringum efnið til að koma því betur til skila í leik- formi. Það gerir hann m.a. með því að binda frásögnina í byrjun niður í raunsæislegt form. Í stað þess að hefja söguna í Sahara-eyðimörkinni þar sem flugmaðurinn nauðlendir og hittir fyrir Litla prinsinn, lætur hann flugmanninn segja söguna sex árum síðar á heimaslóðum þar sem hann er að gera við flugvélina sína. Og söguna segir hann lítilli frænku þegar hún kemur til hans í heim- sókn, pínulítið feimin og óframfær- in. Þannig hefst leiksýningin í kunn- uglegu umhverfi sem síðar tekur á sig alls kyns myndir allt eftir því hvar Litli prinsinn er staddur og hvern hann hittir. Við fáum að sjá það sem hjartað aðeins sér. Þessi nálg- un Stefáns Halls gerir efnið aðgengi- legt og aðlaðandi fyrir áhorfendur, við ferðumst frá raunveruleika inn í heim skáldskapar og hugmyndaflugs með aðstoð leikhússins. Ferðalag Litla prinsins um heiminn og jörðina þar sem mennirnir basla við að finna sér tilgang, fundir hans og samtöl við skrautlega karaktera, verður að ævin týri sem barnssálin í hverj- um og einum á auðveldara með að meðtaka og skynja en þær sálir sem hafa bælt í sér barnið og gleymt sér í amstri og rútínu hvunndagslífsins. Mannauður leikhússins Í sýningunni lifna allar persónur sögunnar við á leiksviðinu í kostu- legum búningum, gervum og snjöll- um leikmyndarlausnum þar sem bæði myndvörpun og leiklýsing skipta miklu máli. Þjóðleikhús- ið býr yfir miklum mannauði bak- sviðs sem er ekki alltaf jafn sýnilegur í verki og að þessu sinni. Högni Sig- þórsson og Leila Arge eiga heiður- inn af útliti sýningarinnar en bæði hafa starfað um árabil við leikmuna- og búningagerð í leikhúsinu. Og mannauðurinn er ekki síðri í leikur- um hússins. Snorri Engilbertsson leikur sögumanninn, flugmanninn úr sögu Saint-Exupéry, og bregð- ur sér í ótal önnur hlutverk, kattlið- ugur og fimur á velli og fyndinn þar sem við átti. Sömuleiðis var ákaflega gaman að sjá Eddu Arnljótsdóttur takast á við mörg hlutverk en hún var sérlega eftir minnileg sem skipandi konungur og eilífur ljósamaður. Þór- unn Arna Kristjánsdóttir leikur svo litla prinsinn og tekst að skapa ákaf- lega fallega barnssál, sem varla var af þessum heimi með sína fínlegu barnsrödd. Samspil allra þriggja lyfti sýningunni á æðra plan sem snerti djúpt. Óaðskiljanlegur hluti af leikn- um var nýsamin músík Völu Gests- dóttur og alls kyns ljósa- og tækni- brellur sem ungir áhorfendur göptu yfir í forundran. Þjónað af sannri list Þegar á heildina er litið er Litli prinsinn afar vel heppnuð leiksýning fyrir börn og fullorðna, hún leikur á marga strengi og reynir bæði á til- finningar og hugsun, hún er sýning sem snertir. Um leið miðlar hún mik- ilvægum skilaboðum til allra sem á annað borð eru tilbúnir að opna hjarta sitt og leyfa barninu að lifa áfram þrátt fyrir hranalegan og oft skilningsvana fullorðinsheim. Hún minnir okkur á að dvölin á jörðinni tekur enda og því skiptir máli hvern- ig við göngum um umhverfi og nátt- úru, svo ekki sé nú minnst á hvern- ig við komum fram við hvert annað þann stutta tíma sem við erum hér. Allir aðstandendur mega vera sæmdir af henni, að þjóna börnum af sannri list er eitt af mikilvægustu hlutverkum leikhússins. n n Dáldið heví stöff fyrir ungan dreng n Afar vel heppnuð leiksýning Litli prinsinn Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Snorri Engilbertsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist: Vala Gestsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Búningar: Leila Arge Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Leikgerð: Stefán Hallur Stefánsson Þýðing: Þórarinn Björnsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.