Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 3.–5. júní 20142 Fréttir „Enginn tekið ákvörðun um það nema Alþingi“ Gengið út frá Hvammsvirkjun án aðkomu umhverfisnefndar M eðan Alþingi hefur ekki samþykkt að Hvamms- virkjun sé í nýtingar- flokki, þá er hún það ekki. Punktur.“ Þetta segir Stefán Gíslason, formaður verk- efnisstjórnar rammaáætlunar og umhverfisstjórnunarfræðingur, í samtali við DV. Hann er ósammála Jóni Gunnars- syni, formanni atvinnuveg-anefnd- ar Alþingis, sem fullyrt hefur í sam- tali við RÚV að Landsvirkjun geti einfaldlega gengið út frá því að Hvammsvirkjun verði færð úr bið- flokki í nýtingarflokk. Sú staðreynd að Alþingi hafi ekki samþykkt til- lögu verkefnisstjórnar þess efnis fyr- ir þinglok eigi ekki að tefja fyrir virkj- anaframkvæmdunum. „Það getur enginn tekið ákvörðun um það nema Alþingi að Hvamms- virkjun sé í nýtingarflokki. Menn geta dundað sér við að undirbúa ein- hver verk en þeir geta ekki gengið út frá neinu,“ segir Stefán. Heppilegasti kosturinn Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar kynnti drög að til- lögu sinni um flokkun virkjunar- kosta í neðri hluta Þjórsár í desem- ber síðastliðinn, þar sem lagt var til að Hvammsvirkjun yrði flutt í orkunýtingarflokk. Þykir sú virkjun heppilegasti kosturinn til að tryggja rafmagn til kísilverksmiðja sem til stendur að reisa á næstu árum, með- al annars í Helguvík og á Grundar- tanga. Landeigendur við Þjórsá og náttúruverndarsamtök hafa hins vegar varað við virkjanaframkvæmd- um í neðri hluta árinnar um árabil. Reyndu atvinnuveganefnd Talið er að Hvammsvirkjun hafi minni áhrif á náttúrulega stofna lax- fiska en aðrir virkjanakostir. Land- eigendur óttast þó ýmis önnur um- hverfisáhrif virkjunarinnar, svo sem á litla friðlýsta eyju í Þjórsá þar sem fundist hafa sjaldhæfar plöntu- tegundir, meðal annars tvær sem eru sjaldgæfar á landsvísu. „Líf- ríki áhrifasvæðis Hvammsvirkjun- ar hefur að mati undirritaðrar ekki verið kannað nægilega vel og áhrif virkjunar á lífríki ekki ljóst til að rétt- læta slíkar framkvæmdir,“ sagði Anna Sigríður Valdimarsdóttir, landeig- andi og náttúrufræðingur, í umsögn sinni við rammaáætlun, en á með- al annarra afleiðinga virkjanafram- kvæmda eru áhrif á fuglalíf. Ætla má að um 200 pör fugla tapi hreiður- stæðum sínum, meðal annars fugla- tegundir sem eru á válista. Ferðaþjónustuaðilar hafa varað við virkjuninni og telja hana draga úr möguleikum til nýsköpunar í ferðaþjónustu. Þá hefur verið bent á sjónræn áhrif virkjunarinnar og tengivirkja auk áhrifa á gróðurlíf og vatnafar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varaði við því í sam- tali við RÚV á dögunum að Alþingi yrði breytt í afgreiðslustofnun fram- kvæmdavaldsins þegar kæmi að virkjanaframkvæmdum. Rammaá- ætlun heyrir undir umhverfisnefnd en Katrín segir stjórnarflokkanna hafa strandað á tilraun sinni til að keyra tillögur verkefnisstjórnarinn- ar í gegnum atvinnuveganefnd í vor. Ekki undir þrýstingi Í samtölum við fjölmiðla hefur Stef- án Gíslason verið ósmeykur við að leiðrétta ýmiss konar misskiln- ing sem áberandi hefur verið í um- ræðunni um rammaáætlun og ákvarðana ferlið er snýr að virkjana- framkvæmdum. Þá hafa svör hans og ummæli oft stangast á við yfir- lýsingar þeirra stjórnmálamanna sem vilja keyra í gegn breytingar á rammaáætlun og færa svæði hratt og örugglega úr biðflokki í nýtingar- flokk. DV spurði Stefán hvort hann yrði fyrir þrýstingi að ofan. „Nei, ég upplifi það ekki,“ svaraði hann. „Ég er bara að vinna mína vinnu.“ Skemmst er að minnast þess þegar Stefán Thors, fyrrverandi ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneyt- isins, ákvað eftir að ágreiningsmál komu upp milli hans og ráðherra, að taka sér námsleyfi. Þeir sem DV hefur rætt við telja ólíklegt að hann snúi aftur til starfa með ráðherran- um. Stefán hefur það orð á sér að vera vandaður embættismaður sem starfar í samræmi við lög frekar en duttlunga stjórnmálamanna. Sem skipulagsstjóri ríkisins á sínum tíma hafnaði hann umhverfismati Kárahnjúkavirkjunar. Sú ákvörðun var ekki vinsæl hjá Siv Friðleifs- dóttur, þáverandi umhverfisráð- herra og flokkssystur þess sem nú situr í embætti. Hún sneri úrskurði Skipulagsstofnunar við og í kjölfarið var lögum breytt til að draga úr vægi stofnunarinnar. n Þrýstir á virkjun Formaður atvinnu- veganefndar segir Landsvirkjun geta gengið út frá því að Hvammsvirkjun verði að veruleika þótt Alþingi hafi ekki samþykkt hana. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Áherslubreyting Sigurður Ingi er ráðherra umhverfismála, landbúnaðar og sjávarútvegs. Hann er hlynntari virkjana- framkvæmdum en fyrri ríkisstjórn var. Alþingi ræður Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, bendir á að enginn geti tekið ákvörðun um Hvamms- virkjun nema löggjafarsamkundan. „Þeir geta ekki gengið út frá neinu Þjórsá Virkjanaframkvæmdir munu hafa áhrif á lífríkið. Mynd Af vEf LAndsviRkJunAR Hyggst kæra kosningarnar Formaður Dögunar í Reykjavík, Björgvin E. Vídalín, hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna ólögmæts lögheimilis Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Sveinbjörg sagði frá því fyrir kosningar að hún væri búsett í Kópavogi þar sem hún væri í leiguhúsnæði. Þjóðskrá barst ábending frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur þess efnis að lögheimili hennar væri skráð í Reykjavík þótt hún byggi sannarlega í Kópavogi. Kjör- stjórnin taldi hins vegar að Sveinbjörg uppfyllti kjörgeng- isskilyrði í Reykjavík, eftir að hafa kallað hana á fund til sín til að fá útskýringar. Aldrei fleiri skip Von er á fleiri skemmtiferða- skipum en nokkurn tíma hafa komið til Grundarfjarðar í sum- ar. Skessuhorn greinir frá þessu. Munu skipin sem leggja leið sína til Grundarfjarðar í sumar vera í heildina ellefu talsins. Koma þó sum þeirra oftar en einu sinni og því munu skip hafa alls nítján sinnum viðkomu þetta ferðasum- arið. Svo vill til að skemmtiferða- skipið Fram er bæði það fyrsta og síðasta sem leggst að bryggju í sumar, það kom fyrst þann 26. maí en kemur næst 5. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.