Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Vikublað 3.–5. júní 2014 Háðu baráttu við ófrjósemi Handboltamarkvörðurinn og silfurdrengurinn Björgvin Gúst- afsson heldur úti bloggsvæði á vefsíðu sinni gustavsson.is. Nýjasta færslan er hins vegar skrifuð af eiginkonu handbolta- kappans, Karen Einarsdóttur, sem segir frá því að hjónin hafi átt við ófrjósemi að stríða. Fram kemur að dóttir þeirra hafi kom- ið undir eftir langa og stranga bið með hjálp tækninnar. Ástæðuna fyrir blogginu seg- ir Karen þá að fá fólk til að hugsa sig um áður en það spyr barnlaus pör hinnar sívinsælu spurningar „Jæja, hvenær ætliði þið svo að koma með barn“ þar sem hún geti verið særandi í tilvikum þar sem barnleysi er vandamál. Segir sögu heimilis- lauss stráks Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er reynslunni ríkari eftir kosninga- baráttu sína með Bjartri framtíð. Kosningamiðstöðin var staðsett í Austurstræti og þangað rataði fjöldi heimilislauss fólks sem fékk sér kaffisopa. Ilmur vingað- ist við einn þeirra og sagði hann henni sögu sína sem lætur engan ósnortinn. „Ég ræddi lengi við hann og hann sagði mér sögu sína, að lokum sammæltumst við um að hann skyldi koma orðum sín- um á blað og ég skyldi koma því út til fólks. Stuttu síðar hringdi til mín starfsmaður frá Dagsetri heimilislausra, hún hafði vélritað tvö bréf sem þessi strákur hafði handskrifað. Ég lofaði þessum strák að rödd hans fengi að heyr- ast, segir Ilmur en frásögn stráks- ins er að finna á Facebook-síðu hennar og á DV.is. „Það dásamlegasta í heimi“ Ragnhildur Magnúsdóttir kann vel við sig í móðurhlutverkinu Þ etta er það dásamlegasta í heimi, hún er yndisleg, sterk og heilbrigð hún litlan okkar og þrífst svo vel,“ segir Ragn- hildur Magnúsdóttir Thordarson, dagskrárgerðar- og kvikmynda- gerðarkona sem á dögunum eign- aðist sitt fyrsta barn, dótturina Stellu Lunu. Ragnhildur býr úti í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum. Hún seg- ist vera búin að prófa ýmislegt í gegnum tíðina og þetta hafi verið rétti tíminn fyrir barneignir. „Ég var orðin 38 ára og búin að vinna út í eitt síðan ég kláraði BA-námið 23 ára. Ég ferðaðist heilan helling og var mjög aktíf í hinu og þessu, útivist og aukaverkefnum og svo menntaði ég mig meira. Mér fannst þetta gaman og örvandi um tíma að vinna svona mikið – hafði enda- lausan áhuga á fólki, músík, dag- skrár- og kvikmyndagerð og gerði svona margt sem mig langaði en svo var mér farið að finnast eitt- hvað vanta í líf mitt og sú tilfinning hefur verið að blunda í mér svolít- inn tíma. Ég var virkilega farin að þrá að eignast eigin fjölskyldu og barn. Þegar ég gifti mig í fyrra varð það ljóst að aðstæðurnar og tíma- setningin voru loksins réttar. Ég var bara algjörlega tilbúin,“ segir Ragn- hildur. Hún flutti frá Íslandi 2010 aftur til Bandaríkjanna en þar ólst hún upp. Áður en hún fór út starf- aði hún meðal annars í útvarpi og sjónvarpi. Ragnhildur er sátt í nýju hlut- verki og segir ferlið allt hafa verið lærdómsríkt. „Meðgangan og barn- eignarferlið almennt hefur verið auðmýkjandi, yndislegt og lær- dómsríkt. Þetta veltir manni inn í vissa vakningu sem auðvitað allar vinkonurnar og hinar mömmurn- ar hafa talað um við mann í gegn- um tíðina. Þetta er allt satt sem þær sögðu, þetta fullkomnar hlutina einhvern veginn, lífsfókusinn skýrist og það hellist yfir mann alls konar ást. Það að hún sé heilbrigð er auðvitað það eina sem mað- ur biður um. Hún hefði ekki mátt koma mínútu seinna – ég hrein- lega gat ekki beðið eftir að fá hana í heiminn!“ n viktoria@dv.is Sátt Ragnhildur er alsæl í móðurhlutverkinu. Með sendiherra Svía Hrafn með sendi- herra Svía á Íslandi og syni hans. Þ etta var dálítið merkileg athöfn og stór stund. Mig hefur alltaf dreymt um að reisa hörg og hef unnið að því í þrjátíu ár,“ segir Hrafn Gunnlaugsson sem vígði hörg sem stendur fyrir utan hjá honum um helgina. Heilmikil athöfn var þegar hörgurinn var vígður og fjölmenni á staðnum. „Hörgur var einhvers kon- ar guðahús ásatrúarmanna,“ seg- ir Hrafn en allsherjargoðinn Hilm- ar Örn Hilmarsson sá um að vígja hann. Inn í hörginum er að finna trúartákn úr öðrum trúarbrögðum, kristni og islam. „Það góða við ása- trúna er að hún er ekkert að setja sig ofar öðrum trúarbrögðum. Þetta eru eiginlega svona regnbogasamtök þar sem hvaða trúarbrögð sem eru rúmast,“ segir Hrafn ánægður með daginn en einnig var haldið upp á eins árs afmæli sonar hans, Antons Aríels. n viktoria@dv.is Hof Hrafns vígt n Héldu upp á eins árs afmæli sonarins í leiðinni Hörgurinn vígður Hrafn og Anton myndaðir með allsherj- argoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. Fjölskyldan Hrafn með Yaira, konu sinni, og syni, Anton Aríel. Fjölmennt Margir mættu á athöfnina. Afmælisveisla Anton hélt upp á eins árs afmælið sitt þennan dag. Sumarlegir Kristján Jóhannsson mætti í gleðina. Byggingin sjálf Hér má sjá hofið í öllu sínu veldi. Trúarbrögð mætast Í hofinu er að finna trúartákn kristni, ásatrúar og islam. Hress með kakó Hamborgarakóngurinn Tommi með dóttur sinni. „Steik & sleik“ Steindi Jr. kom kærustu sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur, á óvart í tilefni sambandsafmælis þeirra. Þau eru nýbakaðir foreldrar en þau eignustu stúlku fyrir viku. „Í dag kom kæró heim með gjöf handa mér í tilefni af því að við erum búin að vera loveeeers í 6 ár Því var svo fagnað með steik & sleik,“ skrifaði Sigrún á Facebook- síðu sína ánægð með sinn mann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.