Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 3.–5. júní 2014 Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk. M yglu var að finna í gisti- álmum Stracta-hótelsins á Hellu þegar verið var að vinna í þeim í vetur. Hús- unum hafði verið breytt þannig að hægt væri að nota þær í hótelrekstur. Álmurnar eru einingar sem notað- ar voru á Reyðarfirði á meðan unnið var að byggingu álversins þar en þeir feðgar, Hreiðar Hermannsson og Her- mann Hreiðarsson, keyptu einingarn- ar til að nýta í hótelreksturinn, en hót- elið á Hellu er aðeins það fyrsta af tíu sem feðgarnir hyggjast reisa víðs vegar um landið. „Þetta verður allt í toppstandi. Akkúrat eins og ef við hefðum keypt spýturnar í BYKO eða Húsasmiðjunni og sett þær saman á staðnum. Þetta er nákvæmlega sami hluturinn.“ Munurinn er þó kannski sá að engin mygla fylgir nýjum við sem keyptur er í byggingavöruversl- unum. Lokuðu á myglu Samkvæmt heimildum DV var mygla í þó nokkuð mörgum húsum sem til- heyra gistiálmunum umræddu. Hún hefur verið meðhöndluð á ýmsan hátt. Þar sem ekki hefur verið kostur á öðru hefur timbri verið skipt út og nýtt sett í staðinn. Einnig hefur sérstakt efni verið sett á þá staði þar sem myglan kom upp. Þá voru klæðningar tekn- ar af einu húsinu, það látið þorna og síðan klætt að nýju. Hins vegar er það svo að ekki var leitað sérstaklega eftir myglunni, samkvæmt heimildum DV. Myglan gæti því enn leynst í einhverj- um húsum, en nú er frágangi þeirra að mestu lokið bæði að innan sem utan. Starfsmaður á svæðinu fullyrðir að klæðning hafi verið sett á timbur sem mygla var komin í. Gestir gætu því fundið fyrir óþægindum af völdum myglu, sem mun ekki finnast fyrr en gestir koma í húsin. Ekki öruggt að engin mygla sé „Áður en ég byrjaði hér þá var þessu bara lokað aftur, þó þetta hafi verið myglað,“ segir starfsmaður á vinnu- svæðinu, sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann segir að unnið hafi ver- ið að því að þurrka sum húsin, heilu sólarhringana. Skipt hafi verið um timbur í einhverjum húsum – þar sem timbrið sé ónýtt. „Svo hef ég heyrt frá öðrum að það hafi ekki verið gert í einu húsi hérna. Um jólin var eitt hús alveg opið og það bæði rigndi og snjó- aði þar inn. Þar var settur inn blásari eina helgi og svo var því bara lokað,“ segir starfsmaðurinn. Annar starfs- maður sem DV ræddi við tekur í sama streng og segir ekki öruggt að komið hafi verið í veg fyrir mygluna. Í vikublaði DV var greint frá ósætti starfsmanna sem vinna við byggingu hótelsins. Víglundur Kristjánsson kallaði vinnustaðinn þrælabúðir og sami starfsmaður og kemur ekki fram undir nafn hér tjáði sig um yfirmenn- ina: „Yfirmenn hérna, eins og Hreiðar, eru ekki þeir bestu í að stjórna. Hreið- ar veður úr einu í annað, alltaf að breyta einhverju og ekki með réttar teikningar,“ segir starfsmaðurinn. Hægt að sviðsetja myndir Í samtali við DV segir Hreiðar að starfsandinn sé góður þó auðvitað geti það komið upp að menn séu ósátt- ir. Þá þvertekur hann fyrir að nokkra myglu sé að finna í húsunum. „Við erum algjörlega vissir að það sé ekki mygla í húsunum. Það er hundrað prósent,“ segir Hreiðar. „Menn geta sagt hvað sem er og þeir verða þá að sýna fram á það. Það er hvergi skilinn eftir rakablettur í húsi en það er hægt að finna fullt af rakablettum á með- an þú ert að flytja efni á staðinn og vinna úr því. Sama hvort það er keypt í BYKO eða Húsasmiðjunni og það blotnar og þú innréttar það þegar það er orðið þurrt og í lagi að loka því. Það er hægt að taka myndir af hálfupp- steyptu húsi og segja: Svona lítur hús- ið út. Svona myndir er hægt að svið- setja hvernig sem er,“ segir Hreiðar. „Það er búið að láta þessi hús standa opin með rakatækjum, búið að kynda þau og fleira. Ég veit ekki hvað það eru til margar út- tektir byggingarfulltrúa á húsun- um á öllum stigum og það er eng- um vegg lokað þar sem einhvers staðar er grunur um að það sé raki í húsi,“ segir Hreiðar. Hann segir heilbrigðis eftirlitið ekki hafa skoðað hótelið, sem verður opnað í næstu viku. „Þetta er allt í gangi og endan- lega verður það ekki fyrr en húsið fær rekstrarleyfi. Það er búið að fylgjast með því hefðbundið, af byggingar- yfirvöldum allan tímann.“ n Hús Stracta voru mygluð n Segir að klæðning hafi verið sett á myglað timbur n Hreiðar: „Menn geta sagt hvað sem er“ Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Svona myndir er hægt að sviðsetja hvernig sem er. Mygla Myndin er tekin í einu af húsunum sem komu frá Reyðarfirði og eru nú notuð sem hótel á Hellu. Taka skal fram að myglunni á myndinni var útrýmt, en samkvæmt heimildum DV var slíkt ekki alltaf gert. Hreiðar Hermannsson „Ég veit ekki hvað það eru til margar úttektir byggingar- fulltrúa á húsunum á öllum stigum og það er engum vegg lokað þar sem einhvers staðar er grunur um að það sé raki í húsi.“ S íðastliðinn föstudag til- kynnti stjórn SMÁÍS, Sam- taka myndrétthafa á Íslandi, að fyrrverandi fram- kvæmdastjóri samtakanna, Snæ- björn Steingrímsson, hefði verið kærður til embættis sérstaks sak- sóknara. Í tilkynningu frá samtök- unum segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að fjármál samtakanna hafi verið skoðuð eft- ir starfslok Snæbjörns á dögunum. Í samtali við DV síðastliðinn des- ember sagði Snæbjörn að ekki hafi verið um uppsögn að ræða heldur hafi verið um að ræða breytingu á stefnu samtakanna. Samtökin, með Snæbjörn í broddi fylkingar, hafa vakið talsverða athygli síðastliðin ár vegna hagsmunagæslu rétthafa myndefnis á Íslandi. Ekki náðist í Snæbjörn við vinnslu fréttar. Helga Sigrún Harðardóttir, nýr framkvæmdastjóri samtakanna, segir í samtali við DV að meintur þjófnaður forvera síns dragi ekki úr trúverðugleika SMÁÍS. Hún seg- ir að Snæbjörn hafi starfað sem framkvæmdastjóri fram í lok apríl- mánaðar er hún tók við keflinu. Hún var þingmaður Framsóknar- flokks á árunum 2008 og 2009. Neitar hún að upplýsa hvernig fjár- mál samtakanna standa nú. „Það hefur ekkert með málstað sam- takanna að gera. Ef þú rænir ein- hverju af kaffistofunni hjá þér dreg- ur það úr trúverðugleika DV? Nei, það er ekki þannig, ég tel það ekki þannig. Þetta er algjörlega aðskil- ið, það sem gerist hér innan sam- takanna og málstaður þess. Við skulum gera greinarmun á því. Fólk hættir ekki að stela á netinu þó framkvæmdastjóri samtaka úti í bæ hafi mögulega gerst sekur um eitthvað refsivert,“ svarar Helga Sig- rún aðspurð hvort kæran dragi ekki úr trúverðugleika samtakanna. Segist hún ekki, á grundvelli rann- sóknarhagsmuna, geta skýrt meira frá málinu utan þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá sam- tökunum. „Það kemur bara í ljós,“ svarar Helga Sigrún spurð hvað sé næst á döfinni hjá samtökunum. n Dregur ekki úr trúverðugleika Fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS kærður Nýr framkvæmdastjóri Helga Sigrún Harðardóttir er nýr framkvæmdastjóri SMÁÍS. Hún segir meint brot forvera síns ekki draga úr trúverðugleika samtakanna. Í bobba Snæbjörn Steingrímsson sætir kæru vegna fjármála SMÁÍS. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.