Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 21
Vikublað 3.–5. júní 2014 Umræða 21 Í kjölfar sveitarstjórnarkosning- anna um helgina er ljóst að staða Sjálfstæðisflokksins og reyndar stjórnarflokkanna er sterkari en áður. Sjálfstæðisflokkurinn vann glæsta sigra eins og í Vestmannaeyj- um þar sem sjálfstæðismenn bættu við sig manni og fengu um 73% fylgi sem eru fátíðir yfirburðir og segja allt um stöðu flokksins í Eyjum. Þar er löng hefð fyrir góðum árangri en þessi árangur slær öll fyrri met. Þá mætti flokkurinn einnig mótlæti eins og í Reykjanesbæ þar sem hann gekk klofinn til kosninga og þungbær ósigur staðreynd. Víðast hvar bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi og er í meirihluta í fjölda sveitarfélaga stærri og smærri eða er stærsti flokk- urinn eins og í sveitarfélögunum í Kraganum, Akranesi, Akureyri, Ár- borg, Grindavík og fleiri stöðum þar sem glæstir sigrar litu dagsins ljós. Höfuðborgin sker sig úr hvað ár- angur flokksins varðar en þar hefur flaggskip hans verið margar undan- farnar kosningar og Sjálfstæðisflokk- urinn í raun óvinnandi vígi í áratugi. Það vígi ætlum við sjálfstæðismenn að endurheimta. Það er ekki minn háttur að leita sökudólga þegar vandræði eða sárir ósigrar blasa við þó okkur öllum sé hollt að fara í naflaskoðun. Þannig verða þeir sem telja sig bera sök á stöðu flokksins í Reykjavík að líta í eigin barm og skoða stöðuna með köldu mati og taka þær ákvarðanir sem eru flokknum fyrir bestu. Ég hef fyrir löngu bent á það að unga fólk- ið er að ganga okkur úr greipum og hef lagt fram hugmynd um hvern- ig við gætum aftur ná til unga fólks- ins. Þetta er allt spurning um vinnu og aftur vinnu að fá unga fólkið til liðs við okkur og gera það á opinn og umfram allt skemmtilegan hátt. Upplestur úr hagtölum mánaðarins eru t.d. ekki árangursrík leið til að fá ungt fólk til liðs við okkur. Við verð- um að sækja unga fólkið til okk- ar á þeirra forsendum með áhuga- verðum málum og stefnu sem það vill aðhyllast sjálft. Bjóða upp á spennandi og áhugaverða kosti og að unga fólkið fái tækifæri til að taka þátt í að móta sína eigin lífsstefnu fyrir framtíðina í landinu okkar þar sem tækifærin eru á hverju strái og okkar að nýta þau. Unga fólkið á Ís- landi hugsar ekki mest um það hvort hægt verði að kaupa áfengi í mat- vöruverslunum. Það vill tækifæri til að mennta sig og að það geti geng- ið að fjölbreyttum og vel launuðum störfum að loknu námi. Í fjölmörgum heimsóknum mínum á kosningaskrifstofur Sjálfstæðis flokksins fyrir sveitarstjórnar kosningarnar sagði ég öllum að kosningar vinnist á tvennu, gleði og dugnaði. Kosn- ingar eru eins og hver annar kapp- leikur þar sem síðasti kjósandinn getur verið það atkvæði sem ræður úrslitum eins og markið sem skor- að er á síðustu mínútu í kappleik. Þannig vinna sjálfstæðismenn í Eyj- um og um land allt. Það er ekki hætt fyrr en síðasti maðurinn sleppur inn í kjörklefann því stefna Sjálfstæð- isflokksins á greiða leið að hjörtum fólks um allt land. Nálægðin í sveit- arstjórnunum segir mér að við sem flokkur verðum að huga meira að grunngildum þjóðlegs íhalds eins og ég kýs að kalla það. Hlusta á takt- inn í samfélaginu þegar við mótum stefnuna. Um leið og við mótum frjálsræði og jákvætt skattaumhverfi fyrir einstaklinga og einkarekstur verðum við að huga að heildarhags- munum þar sem einkavæðing er ekki alltaf besti kosturinn hjá þjóð sem telur 330 þúsund manns. Þeir sem hugsa í alvöru um næstu kosningar byrjuðu á því sl. sunnu- dag. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ef við ætlum að tryggja stöðu Sjálf- stæðisflokksins til framtíðar og ná til okkar unga fólkinu í næstu kosn- ingum þá ætti sú vinna nú þegar að vera hafin. n Sterk staða Sjálfstæðisflokksins „Ég hef fyrir löngu bent á það að unga fólkið er að ganga okkur úr greipum. Ásmundur Friðriksson alþingismaður Kjallari Myndin Í höfn Það var engu líkara en að allir sem vettlingi gátu valdið væru á dekki þegar skemmtiferðaskipið Adventure Of The Seas kom til hafnar í Reykjavík á mánudag. Mynd Sigtryggur Ari 1 Prestur vildi sitja einn að dúntekju Til að standa straum af hærri fasteignagjöldum ákvað presturinn á Melstað, sr. Guðni Þór Ólafsson, að hann myndi einn njóta góðs af dúntekju í Hrútey, sem er í eigu prestsetursins á Melstað. Hefð var fyrir því að bændur í Eyjanesi, sem er skammt frá Hrútey, nýttu helming dúntekjunnar. 14.357 hafa lesið 2 Leiðarahöfundur Morgunblaðsins rífur í sig Jón Gnarr og Dag Davíð Odds- son segir Besta flokkinn hafa beðið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Þá sagði hann Jón Gnarr sprellara sem hafi verið komið fyrir í borgarstjórastóln- um á sínum tíma. Loks kallaði hann Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, klækjastjórnmálamann. 12.230 hafa lesið 3 Konan sem felldi Donald Sterling varð fyrir grófri líkamsárás V. Stiviano, konan sem er sögð hafa staðið að baki hljóðupp- tökunni sem felldi eiganda bandaríska körfuknattleiksliðsins Los Angeles Clippers, Donald Sterling, varð að sögn bandarískra fjölmiðla fyrir líkamsárás tveggja manna í New York á sunnudag. 10.303 hafa lesið 4 Guðbjörg samdi um Glitnismál Guðbjörg Matthí- asdóttir, fjárfestir og eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur komist að samkomulagi við slitastjórn Glitnis um uppgjör vegna mála sem hún átti útistandandi við bankann. Málið varðar hlutabréfaviðskipti Guðbjargar við Glitni þann 26. september 2008, örfáum dög- um fyrir fall bankans. Í þeim viðskiptum greiddi Glitnir tæplega fjóra milljarða króna fyrir 1,7 prósenta hlut hennar í bankanum. Glitnir höfðaði málið til að rifta umræddum viðskiptum. 8.046 hafa lesið 5 Skíðaleiga á vonarvöl Um þrjátíu ár eru liðin frá því stórhuga frumkvöðull frá Níger kom auga á viðskiptatækifæri. Hann ákvað að koma upp skíðaleigu í Sahara-eyðimörk- inni. Hann hefur ekki beinlínis orðið ríkur af uppátækinu en heldur enn úti starfseminni, þótt viðskiptavinir séu fáir sem engir. 6.458 hafa lesið Mest lesið á DV.is Þetta er siðferðilegt próf Ólafur ragnar grímsson um norðurslóðir. – DV Ég er mjög spennt Edda Sif Pálsdóttir gerist þáttastjórnandi í Íslandi í dag. – Séð og heyrt Við unnum ekki en kláruðum keppni sem er býsna gott Malín Brand keppti í ralli. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.