Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Qupperneq 26
Vikublað 3.–5. júní 201426 Lífsstíll Karlmenn drekka brjóstamjólk Nýjasta heilsutrendið hjá full- orðnum karlmönnum er að drekka brjóstamjólk. Þetta kem- ur fram í The New York Times. „Brjóstamjólk gefur mér ótrú- lega mikla orku sem ég fæ ekki úr annarri fæðu eða drykk,“ hefur blaðið eftir manni sem vill ekki koma fram undir nafni og mynd en segist glaður borga fyrir tæp- ar 300 krónur fyrir 30 millilítra af mjólkinni sem hann kaupir á netinu. Í greininni í The New York Times er spjallað við nokkra karlmenn sem segjast drekka mjólkina heilsunnar vegna. Einn aðspurðra viðurkenndi þó að drekka hana til að svala afbrigði- legum þörfum sínum. Ísmolar taldir megrandi Ísmolar eru ekki aðeins hitaein- ingasnautt snakk heldur brennir líkaminn kalóríum þegar hann bræðir klakann. Þetta kemur fram í bókinni The Ice Diet eftir meltingarsérfræðinginn dr. Brian Weiner. Weiner hefur verið harð- ur talsmaður gegn því að of feitir einstaklingar stökkvi á næsta heita megrunarkúr en er þó sannfærður um að ískúrinn virki. Hann segir hættulaust fyrir full- orðna einstaklinga að borða einn lítra af klaka á dag sem hann seg- ir brenna um 160 hitaeiningum. Bókin hefur verið gagnrýnd harkalega af sérfræðingum sem segja að til þess að missa hálft kíló yrði maður að borða 30 kíló af klaka og því geti ískúrinn ekki verið vænlegur kostur. Ilmur hefur áhrif á skynjun fegurðar Nýjar rannsóknir benda til þess að andlit séu skynjuð sem fegurri ef einstaklingur finnur góðan ilm á sama tíma og hann sér andlit. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar á vegum rannsóknar- stofu Monell Chemical Senses í Bandaríkjunum. Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Janina Seubert, sagði að rannsóknirnar bendi til þess að ilmur, til dæmis frá ilm- vatni, gæti breytt hvernig fólk skynjar og metur hvort annað. „Góður ilmur og andlits fegurð renna saman í eitt sameiginlegt mat hjá einstaklingum,“ sagði Seubert um niðurstöðurnar. Það er þó ekki vitað hvort lykt og ilmur hafi áhrif á sjón- ræna skynjun eða tilfinningalega skynjun fegurðar. L íkamstjáning þín gefur fólk- inu í kringum þig upplýsingar um þig. Þú getur gefið frá þér flæði sjálfstrausts, orku og hreinskilni án þess að opna munninn með því einfaldlega að bera þig vel. Það getur verið mikil- vægt að huga að því hvernig þú beitir líkama þínum. Sérstaklega á vinnu- stöðum þar sem samkeppni ræður ríkjum og góð fyrstu kynni geta skipt sköpum. 1 Forðast augnsamband Ef þú forðast að horfa í augun á viðmælanda þínum gæti það verið túlkað sem merki um svik og pretti eða skort á virðingu. Ekki stara samt of lengi. Slíkt virkar ógnandi. 2 Sitja eða standa hokinn Slæm líkamsstaða þín getur látið aðra halda að þig skortir sjálfstraust, þú hafir léleg sjálfsálit eða sért orkulítill. Ekki húka fram á borðið eða standa álútur. Réttu úr þér! 3 Veikt handtak Þétt handtak gefur til kynna að þú hafir yfir völdin. Veikt handtak lýsir skorti á yfirstjórn. Hins vegar er of harkalegt handtak merki um of mikla stjórnsemi. 4 Kross-lagðar hendur Ef þú stendur eða situr með hendur kross- lagðar virðistu lokaður. Þú gefur frá þér þau merki að þú hafir ekki áhuga á öðrum eða því sem aðrir hafa að segja. 5 Horfa niður Ef þú horfir niður á við þegar þú segir sögu, útskýrir eitthvað eða heldur fyrir- lestur missa aðal- atriðin marks. Það er veikleikamerki að horfa niður á við þegar þú talar. Þú lítur út fyrir að vera vandræða- legur og of meðvitaður um sjálfan þig. Líttu upp! 6 Líkamanum beint frá öðrum Ef bilið á milli þín og þess sem þú talar við er of langt, þú snýrð líkama þínum frá honum eða ef þú hallar þér ekki að viðmælandanum lítur þú út fyrir að vera vandræðalegur, ótraustur eða jafnvel áhugalaus um manninn og málefnið. 7 Fikt í hári Ef þú ert sífellt að fikta og snerta hár þitt eða föt lítur þú út fyrir að vera að sækja þér orku sem er merki um vanlíðan eða kvíða. 8 Innrás á svæði annarra Ef þú ert innan við hálfa metra frá viðmælanda þínum ert þú of nálægt. Slíkt jaðrar við óvirðingu. Ekki heldur meðhöndla dót vinnufélaga þinna sem þitt eigið. Virtu persónulegt svæði og dót annarra. 9 Stara á klukkuna Ef þú starir á klukkuna eða lætur augun renna á það sem er að gerast á bak við manneskjuna sem þú ert að ræða við þá virðist þú áhugalaus og jafnvel hrokafullur. 10 Ygglibrún Ef þú hnyklar brýnnar eða ygglir þig, jafnvel þótt það sé ómeðvitað, gefur þú frá þér strauma óhamingju. Gerðu þér upp sjálfsöryggi Tíu algeng mistök líkamstjáningu Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Augnsamband Rétt líkamstjáning getur skipt sköpum. Horfðu í augun á fólki. Snípurinn næmastur fyrir titringi Kynnæmustu svæði líkamans rannsökuð K anadískir vísindamenn skoðuðu kynnæmustu svæði kvenlíkamans og báru saman við svæði sem eru ekki þekkt fyrir að vera kynnæm eins og hálsinn, framhandlegg og kviðinn. Fjallað var um niðurstöð- ur rannsóknarinnar í læknablað- inu Journal of Sexual Medicine. Þrjátíu heilbrigðar konur á aldr- inum 18 til 35 ára lögðust naktar á bekk þar sem þær voru vafðar í lök. Vísindamenn notuðu létta snertingu, þrýsting og titring, sem allt var framkallað með vélrænum hætti, til að skilja hversu kynnæm- ur hver líkamspartur reyndist. Niðurstöðurnar eru á þann veg að háls, handleggir og svæðið í kringum kynfæri séu næm- ustu svæðin fyrir létta snertingu á meðan svæðið í kringum geir- vörtuna er minnst næmt fyrir léttri snertingu. Varðandi þrýstinginn reynd- ust snípur og geirvarta næmust en hliðarbrjóst og kviður síst. Að lokum, þegar titringurinn var skoðaður, reyndust geirvarta og snípur aftur næmust en snípurinn reyndist næmastur fyrir titringi af öllum hlutum líkamans. Einnig kom í ljós að kynfærin eru næmari fyrir þrýstingi og titringi en léttri snertingu. Vísindamenn vonast til þess að niðurstöðurnar nýtist við upp- byggingu brjósta eftir brjóstnám sem og við kynleiðréttingarað- gerðir. n indiana@dv.is Kynnæmustu svæðin skoðuð Mismunandi líkams- hlutar bregðast á ólíkan hátt við mis- munandi snertingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.