Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 3.–5. júní 20144 Fréttir Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 E inbýlishús sem Jón Ásge­ ir Jóhannesson fjárfestir átti á Laufásvegi 69 í Reykjavík er nú komið í eigu félags­ ins Hverfiseigna ehf. sem er í eigu Apogee ehf., sem aftur er í eigu aflandsfélagsins Moon Capi­ tal. Moon Capital er meðal annars óbeinn hluthafi í fjölmiðlafyrirtæk­ inu 365. Húsið var í eigu Jóns Ásgeirs frá árinu 1999 til 2010 þegar móðir hans, Ása K. Ásgeirsdóttir, eignaðist það. Í byrjun apríl síðastliðinn afsal­ aði móðir Jóns Ásgeirs svo húsinu til Hverfiseigna ehf. Hverfiseignir ehf. er skráð í upp­ lýsingum hjá ríkisskattstjóra sem dótturfélag 365 ehf. en Jón Ásge­ ir segir í skriflegu svari að þetta sé ekki rétt þar sem félagið sé nú í eigu Apogee ehf. „Árétta Hverfiseignir eru frá 5 desember á síðasta ári dótturfélag Apogee. ehf.“ Ef orð Jóns Ásgeirs eru rétt þá á eftir að uppfæra hluthafaupplýsingar um Hverfis­ eignir hjá Lánstrausti. Lét kyrrsetja húsið Húsið hefur verið nokkuð í fréttum síðastliðin ár. Það var meðal þeirra eigna Jóns Ásgeirs sem slitastjórn Glitnis lét kyrrsetja árið 2010 vegna skaðabótakröfu sem bankinn taldi sig eiga á hendur honum. Jón Ásgeir greindi svo frá því í nóvember 2010 að hann hefði selt húsið til móður sinnar til að mæta lögfræðikostnaði í Bandaríkjunum en slitastjórn Glitnis hafði þá stefnt honum þar í landi. „Ég þurfti að selja húsið til að mæta lögfræðikostn­ aði vegna málaferlanna í New York. Mamma hljóp undir bagga þannig að ég þurfti ekki að selja húsið á brunaútsölu núna.“ Kaupverðið var 107 milljónir króna. Reynt var að selja húsið í fyrra og var það auglýst opinberlega en ekki var það selt. Virðing fjármagnaði viðskiptin Í byrjun mars síðastliðinn gerðist það að Glitnir veitti verðbréfafyrir­ tækinu Virðingu skilyrt veðleyfi í fasteigninni upp á 97,5 milljónir króna. Veðleyfið var veitt með því skilyrði að umræddir fjármunir yrðu greiddir inn á vörslureikning lög­ fræðistofunnar Jónatansson & Co. sem er í eigu Hróbjarts Jónatans­ sonar sem talsvert hefur unnið fyrir Glitni. Þetta kemur fram í skilyrta veðleyfinu sem þinglýst hefur ver­ ið á húsið. Í sama gagni samþykktu Hverfiseignir ehf. að umræddu láni ætti að ráðstafa með ofangreindum hætti. Glitnir þurfti að veita leyfi sitt fyr­ ir veðsetningu hússins vegna kyrr­ setningargerðarinnar sem á því hvíldi. Í raun hafa eigendur hússins ekki getað gert neitt við það, svo sem eins og að selja það eða veðsetja, án þess að fá til þess leyfi Glitnis. Engin kyrrsetningargerð Í viðskiptunum virðast Hverfiseignir ehf. því hafa greitt Glitni 97,5 milljón­ ir króna og hvílir nú umrætt skulda­ bréf, sem er til 30 ára með vöxtum og mánaðarlegum afborgunum, á húsinu. Greiðandi skuldabréfsins er Hverfiseignir ehf. Í afsalinu vegna viðskiptanna kemur svo fram að kyrrsetningargerðin frá Glitni hvíli áfram á 2. veðrétti hússins við yfir­ töku dótturfélagsins 365 á því. Á veð­ bandayfirliti hússins í dag er hins vegar engin kyrrsetningargerð frá Glitni á 2. veðrétti, aðeins skulda­ bréfið frá Virðingu á 1. veðrétti. Þetta bendir til þess að eftir greiðsluna til Glitnis hvíli kyrrsetningargerðin ekki lengur á húsinu. Eignaðist fasteignir Félagið Hverfiseignir ehf. hefur áður eignast fasteignir sem voru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda 365 og eiginkonu Jóns Ásgeirs Jó­ hannessonar. Árið 2010 keypti félag­ ið til dæmis þrjár fasteignir út úr fé­ laginu IP Studium ehf., félagi í eigu Ingibjargar, og flugskýli á Reykja­ víkurflugvelli fyrir 315 milljónir króna. Í ársreikningi Hverfiseigna ehf. fyrir árið 2012 var bókfærð skuld við móðurfélag Hverfiseigna ehf., fjöl­ miðlafyrirtækið 365, fyrir tæplega 430 milljónir króna. Hverfiseignir ehf. hefur því síðast­ liðin ár átt í nokkrum viðskiptum við eigendur fjölmiðlafyrirtækisins 365 og tengda aðila. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Virðing lánaði 97,5 milljónir Verðbréfafyrirtækið Virðing lánaði Hverfiseignum 97,5 milljónir fyrir húsinu á Laufásvegi. Mynd RóbERt REynIsson Festist í gaddavír Átta ára drengur festist í gadda­ vír sunnan við byggðina á Sel­ fossi í síðustu viku. Í dagbók lögreglu kemur fram að vírinn hafi herpst að fæti drengs­ ins. Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn losuðu vírinn og gerðu að sárum drengsins. „Slys af þessu tagi er áminning til þeirra sem bera ábyrgð á að hafa girðingar í lagi að koma í veg fyrir svona slys. Svo eru blessaðar skepnurnar sem fest­ ast í girðingarflækjum og við fréttum ekki alltaf af,“ segir lög­ reglan á Selfossi. Þá slasaðist tveggja ára stúlka á höfði þegar hún klifraði upp í hillustand í verslun Samkaupa á Selfossi með þeim afleiðingum að hillustandurinn fór um koll og lenti á höfði barnsins. Barnið var flutt með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sári þess. Reynslan nýtist öðrum þjóðum Monique Barbut, framkvæmda­ stýra Eyðimerkursamnings Sam­ einuðu þjóðanna, er nú í heim­ sókn á Íslandi. Samningurinn er einn hinna þriggja stóru um­ hverfissamninga SÞ sem urðu til á ríkjaráðstefnu í Rio de Janeiro árið 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri eins þeirra heimsækir landið. Í tilkynningu frá utanríkisráðu­ neytinu kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson hafi fundað með Barbut á mánudag. Fram hafi komið að rík hefð og reynsla Ís­ lands í landgræðslumálum geti nýst í alþjóðlegu samhengi, en eyðimerkurmyndun og land­ eyðing í heiminum er með allra stærstu áskorunum sem mann­ kynið stendur frammi fyrir og ógnar fæðuöryggi. Á Íslandi er nú starfræktur Landgræðsluskóli Há­ skóla SÞ þar sem fjöldi fólks frá þróunarlöndum hefur numið. Líka var rætt um hvernig Ísland hefur í ár lagt áherslu á landnýtingar­ mál innan SÞ, meðal annars með stofnun og forystu í ríkjahópi um þau mál í höfuðstöðvum SÞ í New York. Þá lagði ráðherra áherslu á að landnýtingarmál fái sess við hæfi í nýjum þróunarmarkmiðum sem nú er unnið að innan SÞ. Lögreglan verst allra frétta Hilmar Leifsson: „Við náum ekki að bakka út úr þessu“ Þ að eEngar upplýsingar er enn hægt að fá frá lögreglu í tengsl­ um við fréttaflutning DV af innheimtuaðgerðum Hilmars Leifssonar, Davíðs Smára Helenarson­ ar, fyrirhugaðra átaka í Breiðholti milli tveggja hópa og átaka á kaffihúsinu Mílanó í Reykjavík þar sem ráðist var á Hilmar. Ekki fæst upp gefið hvar þau mál eru stödd í kerfinu eða hvort sér­ stakt eftirlit sé haft með hópunum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Heimildir DV herma að lögregla fylgist grannt með stöðu mála. DV hefur greint frá uppreisn hóps manna gegn Hilmari Leifssyni, vegna óhefðbundinna innheimtuaðgerða á undanförnum vikum. Málið snýr að manni sem yfirtók bílalán árið 2006, lánið var tvær milljónir og hann stóð skil á því. Upphæðin sem hann er nú rukkaður um er sex milljónir. Hann er mjög óttasleginn og sefur með hlaðna byssu sér og fjölskyldu sinni til verndar. Hilmar hefur í samtali við DV þver­ tekið fyrir að um innheimtu hafi verið að ræða þegar hann ræddi við mann­ inn á bílasölu þar sem hann starfar. Upptökur eru til af samtali Hilmars við manninn sem keypti bílinn. Þar heyrist Hilmar segja meðal annars: „Við náum ekki að bakka út úr þessu, þá færðu bara menn, þú skuldar þetta og þá ertu bara laminn. Nenni ekkert að hlusta á kjaftæði eins og þetta.“ Þá eru einnig til upptökur af Davíð Smára Helenarsyni að ræða við manninn um lánin og heyrist Davíð slá manninn á upptökunni. Davíð Smári hefur að undanförnu verið er­ lendis, en hann gekk í hjónaband á Taílandi á dögunum. n ritstjorn@dv.is Ætluðu í slag Þessa mynd fengu and- stæðingar Hilmars senda vegna fyrirhug- aðra átaka í Breiðholti. Ekkert varð af þeim. n Lán fyrir tæpar 100 milljónir veitt út á einbýlið við Laufásveg 69 Móðir Jóns Ásgeirs afsalaði sér húsinu Jón Ásgeir Húsið sem var í eigu hans er nú komið í eigu Hverfiseigna ehf., félags sem var í eigu 365 þar til í desem- ber síðastliðinn. „Ég þurfti að selja húsið til að mæta lögfræðikostnaði vegna málaferlanna í New York

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.