Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 3.–5. júní 201428 Lífsstíll Klám hefur hugsanlega áhrif á heilastarfsemi Rannsókn sem gerð var á karl- mönnum sem horfa mikið á klám leiddi í ljós að heili þeirra hafði minni virkni í ákveðnum stöðvum. Rannsakendurnir uppgötv- uðu að þær stöðvar heilans sem tengdar eru umbun og hvatningu sýndu minni virkni en hjá þeim sem horfðu ekki á klám, en vita þó ekki fyrir víst hvort þetta sé or- sök eða afleiðing áhorfs á kláms. Rannsóknin sýndi einnig að annar hluti heilans, sem virkjast þegar fólk sér hluti sem eru kyn- ferðislega örvandi, verður minna virkur samfara auknu áhorfi kláms. Rannsakendur bættu þó við að meðalhóf sé best í klámá- horfi líkt og í öðru. Haltu þig frá hvíta brauðinu Ný rannsókn sýnir mjög sterk tengsl milli neyslu hvíts brauðs og þyngdaraukningar N ý rannsókn sem framkvæmd var af í Navarra-háskólan- um á Spáni leiðir í ljós að neysla þriggja brauðsneiða á dag getur aukið líkur viðkomandi á að lenda í ofþyngd um næstum helming. Þar er um að ræða hvítt brauð, eða brauð sem búið er til úr fínmöluðu hveiti, sem er oft nefnt franskbrauð. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að neysla brauðs sem búið er til úr heilhveiti hafði ekki sömu áhrif og fundust ekki tengsl milli neyslu þess og auknum líkum á ofþyngd. Rannsóknin var framkvæmd þannig að fylgst var með matar- venjum tæplega 10.000 einstak- linga yfir fimm ára tímabil og þyngdaraukning þeirra skoðuð í samhengi við matarvenjur þeirra. Rannsakendurnir fundu fylgni á milli aukinnar þyngdar og neyslu hvíts brauðs. Þeir sem neyttu meira en 120 gramma af brauði á dag voru 40% líklegri til að þyngjast en þeir sem borðuðu 60 grömm eða minna á dag af slíku brauði. Í viðtali við Daily Mail um mál- ið segir Jason Halford, prófess- or og stjórnarmaður í samtökum um rannsóknir á offitu, að hvíta brauðið sé varasamt vegna þess hve hlutfall næringarefna og trefja í því sé venjulega mjög lágt á meðan að hlutfall sykurs og salts geti verið mjög hátt. n jonsteinar@dv.is Hvítt brauð Ef þú ert að reyna að létta þig skalt þú halda þig frá hvíta brauðinu. n Starfsumhverfi hefur áhrif á heilsu n Skrifstofustörf mest fitandi N ú nýlega voru birtar niður- stöður rannsóknar á þyngd fólks víðs vegar um heim- inn og voru niðurstöðurnar áhyggjuefni fyrir okkur Ís- lendinga, en þar kemur fram ís- lenskar konur séu þær feitustu í Evrópu og íslenskir karlar þeir næstfeitustu. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem hefur átt sér stað um allan heim, þar sem offita er vaxandi vandamál. Það er vissulega um samspil margra þátta að ræða sem leiða til offitu- vandamáls. Þeir eru meðal annars líffræðilegir, sálrænir og ekki síst samfélagslegir. Kyrrseta og langir vinnudagar Í fyrra tók fréttastofa CBS saman lista yfir þau störf sem talin eru hafa áhrif á þyngd þeirra sem sinna þeim. Listann byggir CBS á skýrslu sem fyrirtækið CareerBuilder gerði og byggði á rannsókn og skoðana- könnun meðal fólks sem er skráð í gagnagrunn þess. Niðurstöðurnar leiddu margt áhugavert í ljós. Til að mynda sagði 41% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að þeir hefðu bætt á sig kílóum í núverandi starfi og af þeim sögðust tæp 60% hafa þyngst um 5 kíló eða meira og 30% um 10 kíló eða meira. Flestir sem sögðust hafa bætt á sig unnu, eins og gefur kannski að skilja, við störf sem kröfðust mikillar setu við skrifborð og langra vinnudaga. Auðvelt aðgengi að ruslfæði og álag Þátttakendur könnunarinnar sögðu helstu ástæður fyrir þyngdaraukn- ingunni vera auðvelt aðgengi að ruslfæði eða óhollustu á vinnu- staðnum samhliða miklu vinnuálagi og tímatakmarkanna á verkefnum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á vinnustaðnum getur reynst erfitt að telja ofan í sig hitaeiningar, þegar borðað er á skyndibitastöð- um eða á hlaupum milli verkefna. Yfir helmingur svarenda sagðist fara einu sinni út að borða í viku og fjórð- ungur sagðist gera það þrisvar sinn- um eða oftar í viku. Matarvenjur og streita Þátttakendur voru beðnir um að telja upp þær ástæður sem þeir töldu hafa mest áhrif á þyngdaraukn- ingu sína. Flestir töldu að setan við skrifborðið hefði mest að segja og á eftir því töldu flestir að það hefði mikil áhrif að þurfa að borða í miklu stressi, að þurfa að borða óhollan skyndibita vegna álags. Þrátt fyrir að meirihluti svarenda segðist vera í yfir þyngd sögðust 60% þeirra stunda líkamsrækt reglulega og sagðist nærri helmingur þeirra fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Samkvæmt þessu má leiða líkur að því að matar- venjur og streita í starfsumhverfinu hafi mikið að segja þegar um er að ræða líkamlega heilsu og ofþyngd. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Þessi störf gera þig feitari Mest fitandi störfin Þessi störf valda mestri þyngdaraukningu samkvæmt könnuninni n Skrifstofustörf – 69% n Kennarar – 56% n Hjúkrunarfólk – 51% n Kerfisfræðingar – 51% n Lögfræðingar og dómarar – 48% n Verksmiðjustarfsfólk – 45% n Vísindamenn og rannsakendur – 39% Ástæður þyngdaraukningar í starfi Þær ástæður sem þátttakendur telja hafa mestu áhrif á þyngd n Mikil seta við skrifborðið – 56% n Borðað vegna álags – 35% n Borðað úti reglulega – 26% n Nammi á vinnustaðnum – 17% n Sleppa máltíð sökum álags – 17% n Afmæli/fagnaðir á vinnustað – 17% n Matur sem vinnufélagi kemur með – 9% n Starfsmannapartí – 4% Líkamleg heilsa Ef þér er sérstaklega annt um líkamlega heilsu ættirðu að íhuga hvaða starf þú velur þér. Það eru líkur á að þessi ágæti maður hafi unnið á skrifstofu í dágóðan tíma. Hjólreiðafólk ánægðast Fólk sem fer ferða sinna á hjóli er ánægðara en fólk sem notar annan ferðamáta. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem fram- kvæmd var við Clemson-háskóla í Bandaríkjunum. Kannað var hvernig gleði, sársauki, streita og fleiri tilfinn- ingar breyttust eftir því hvaða ferðamáta fólk notaði. Samkvæmt rannsókninni voru farþegar í bíl næst ánægðastir og bílstjórarnir voru í þriðja sæti. Þeir sem taka strætó eða lest eru minnst ánægðir og sýndu flestar neikvæðar tilfinningar. Aðalhöfundur rannsóknar- innar sagði eina ástæðuna vera þá miklu ástríðu sem hjólreiða- menn hafa á sínum ferðamáta og að þeir séu oftast yngri og hraust- ari, eiginleikar sem fylgja oft ánægðara fólki. Gerir hjóna- bandið þig þunglyndan? Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birtist í Journal of Psychophysio- logy virðast vandræði í hjóna- bandinu tengjast einkennum þunglyndis. Í rannsókninni voru yfir 300 pör spurð út í hamingju og andlega líðan sína gagn- vart hjónabandinu. Þátttakend- ur svöruðu spurningum á borð við hversu oft þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum með makann og hversu oft makinn gagnrýndi þá. Níu árum síðar svöruðu þátt- takendur sömu spurningum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir sem upplifa sig undir álagi í hjónabandinu séu líklegir til að þjást af þunglyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.