Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 3.–5. júní 2014 Fréttir 13 Uppsögn kostaði ríkið 30 milljónir n Málskostnaður ríkinu dýr lögmæt n Uppsögn Hannesar ólögmæt H eildarkostnaður Heilbrigðis- stofnunar Austurlands vegna málsóknar Hannesar Sig- marssonar, fyrrverandi yfir- læknis, gegn henni nemur rúmum 28 milljónum króna. Hannes höfðaði tvö mál á hendur HSA vegna ólögmætrar uppsagnar, en kostnaður við fyrra dómsmálið liggur ekki fyrir. Því er ljóst að kostnaður við málin fer vel yfir 30 milljónir króna. Í fyrra málinu gagnstefndi HSA Hannesi vegna ofreiknaðra launa. Samkvæmt dómsniðurstöðum í báð- um málum var Hannes saklaus af ásökunum þáverandi forstjóra HSA, Einars Rafns Haraldssonar, um fjár- drátt. Hannes viðurkenndi sjálfur að hafa ofreiknað sér laun sem hann endurgreiddi. Hann hefur hins vegar ekki snúið aftur til starfa hjá stofn- uninni og var í raun hrakinn úr sínu starfi, þrátt fyrir að njóta mikilla vin- sælda á Austfjörðum. Meðal annars var hundruðum undirskrifta safnað honum til stuðnings. Excel-villa sem fleiri gerðu Í niðurstöðu dómsins í fyrra mál- inu var Hannesi gert að endurgreiða stofnuninni laun sem hann hafði of- reiknað, en hann viðurkenndi það fyrir dómi og kenndi villu í Excel- skjali um. Í því máli fékk hann einnig bætur vegna meiðyrða sem þáver- andi forstjóri HSA, Einar Rafn Har- aldsson, hafði uppi um Hannes bæði í fjölmiðlum og tölvupósti til stuðn- ingsmanns Hannesar. „Í fyrri rétt- arhöldunum var því haldið fram að það hefði bara verið ég sem gerði þessa villu. Í þeim seinni kom svo í ljós að það voru fleiri en ég sem gerðu sömu villuna. Þetta var bara illa hannað skjal,“ segir Hannes í samtali við DV. Rannsökuðu fjárdrátt tvisvar Í seinna dómsmálinu var stofnunin dæmd til að greiða Hannesi 15 millj- ónir króna í vangoldin laun, þar sem henni hefði ekki verið heimilt að taka Hannes einhliða af launaskrá í júlí 2009, en honum var sagt upp í desember sama ár. Sem fyrr segir var heildarkostnaður við málið rúm- ar 28 milljónir króna, sem er mun meira en ef Hannesi hefði verið sagt upp störfum í júlí en ekki desember. Hann hafði áður, í mars 2009, verið leystur frá störfum sem yfirlæknir vegna gruns um fjárdrátt og var mál- ið kært til lögreglu. Hún felldi það niður að lokinni rannsókn en rann- sakaði málið aftur síðar, og komst að sömu niðurstöðu. „Enginn vafi á því að Hannes hefur brotið af sér“ „Ef þetta verður endanleg niður- staða, þá er þetta auðvitað mik- ill sigur fyrir Hannes, en um leið áfellis dómur yfir vinnubrögðum Heilbrigðisstofnunar Austurlands,“ sagði Guðjón Ármannsson, lögmað- ur Hannesar, í samtali við DV í jan- úar á þessu ári eftir að dómurinn var kveðinn upp. Um páskana rann frestur til áfrýjunar út og ákvað ríkis- lögmaður, sem tók við málinu eftir dóm héraðsdóms, að áfrýja málinu ekki. Sagði Guðjón jafnframt að Hann- es hefði þurft að „sitja undir linnu- lausum ásökunum þáverandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Aust- urlands um fjárdrátt.“ Í tölvupóstin- um, sem Einar Rafn sendi til stuðn- ingsmanns Hannesar sagði: „Ef stolið er frá þér, þú stendur þjófinn að verki og kærir hann til lögreglu, átt þú þá að skammast þín og hverfa af vettvangi? Jafn veraldarvanur maður og þú veist að þegar opinber starfsmaður í yfirmannsstöðu eins og Hannes fremur auðgunarbrot þá er hann leystur frá störfum meðan lögregla rannsakar málsatvik og birt tilkynning þar um. Það leikur enginn vafi á því að Hannes hefur brotið af sér og ég hef ekkert umboð til að hylma yfir það. Að lokinni rannsókn tekur saksóknari ákvörðun um fram- haldið. Sé Hannes saklaus fær hann uppreisn æru.“ Sneri ekki aftur Þessa uppreisn æru fékk Hannes aldrei, því stuttu síðar var hann tekinn af launaskrá og nokkrum mánuðum síðar var honum sagt upp. Hann sneri því aldrei aftur til starfa hjá stofnuninni, þrátt fyrir að hafa aldrei verið sakfelldur fyrir fjár- drátt og að hafa viðurkennt að hann þyrfti að endurgreiða 1,3 milljón- ir króna vegna villu í Excel-skjali sem læknar stofnunarinnar notuðu til útreikninga. Hann starfar nú að miklu leyti erlendis, en kemur þess á milli til Íslands og dvelst á Aust- fjörðum. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Ef stolið er frá þér, þú stendur þjófinn að verki og kærir hann til lögreglu, átt þú þá að skammast þín og hverfa af vettvangi? Fylktu sér að baki lækninum Hundruð skrifuðu undir stuðningslista við Hannes Sigmarsson. Einar Rafn Sakaði Hannes um fjárdrátt og þurfti að greiða honum bætur vegna meið- yrða. Hann sagði að Hannes fengi uppreisn æru ef ekkert saknæmt kæmi í ljós, en þá uppreisn hefur Hannes ekki hlotið enn. Hannes Var sakaður um fjárdrátt og sagt upp störfum hjá HSA vegna málsins. Hann var aldrei fundinn sekur um slíkt og HSA þurfti að greiða honum vangoldin laun. Heildarkostnaður ríkisins vegna upp- sagnarinnar er yfir 30 milljónum króna. „Þetta var bara illa hannað skjal Tveir stútar stoppaðir Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tveimur ökumönnum sem voru ölvaðir undir stýri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. „Annar þeirra viðurkenndi akstur undir áhrifum áfengis og einnig að hafa ekið á kyrrstæða bifreið og stungið af.“ Þá segir frá því að tveir til við- bótar hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur. „Annar þeirra mældist á 122 km. hraða á Garð- vegi, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hinn ók á 82 km. hraða eftir Ægisgötu í Reykjanesbæ þar sem hámarks- hraði er 50 km. á klukkustund.“ Köstuðust á loft Tveir bílfarþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þeir höfðu kastast upp í loft bifreiðar sem ekið var yfir hraðahindrun á fimmtíu kíló- metra hraða. Báðir sátu í aftur- sæti bifreiðarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kvörtuðu farþegarn- ir yfir eymslum í hálsi og höfði voru þeir fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá urðu tvö umferðaróhöpp þar sem fjórhjól komu við sögu. Ann- að þeirra hafnaði utan vegar og slasaðist ökumaðurinn lítillega. Ökumaður hins hjólsins var að taka beygju þegar hann missti stjórn á því með þeim afleiðing- um að annað framhjól þess lenti á afturbretti bifreiðar. Innkalla fæðubótarefni Matvælastofnun segir í tilkynn- ingu að Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur hafi ákveðið að innkalla fæðubótarefnið NAC Solaray sem inniheldur efnið N-Acetyl-Cy- steine. Frestur hafi verið gefinn til dagsins í dag, þriðjudags, til að fjarlægja vörur með þessu efni úr hillum verslana. Efnið er flokkað sem lyf á Íslandi. Lyfið hefur ver- ið selt í Heilsuhúsinu á Akureyri, Smáratorgi, Laugavegi, Selfossi, Lágmúla, Kringlunni og á Lifandi Markaði í Fákafeni og Borgartúni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.