Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 3.–5. júní 2014 Sport 31 Rætt um möguleika Arons Jóhannssonar á byrjunarliðssæti í bandaríska landsliðinu á HM A ron Jóhannsson undirbýr sig nú af kappi með banda- ríska landsliðinu fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Brasilíu eftir rúma viku. Jürgens Klins- mann, þjálfara bandaríska liðsins, bíður það erfiða verkefni að ákveða hvaða leikmenn muni leiða framlínu liðsins á mótinu. Ljóst er að Aron ger- ir tilkall til sætis í byrjunarliðinu og af umræðu á vefnum undanfarna daga að dæma vilja margir bandarískir knattspyrnuáhugamenn að Aron fái að byrja mótið í fremstu víglínu. Leikurinn breyttist John D. Halloran, dálkahöfundur bandaríska íþróttavefjarins Bleacher Report, skrifaði athyglisverða grein á dögunum þar sem hann velti einmitt þessari spurningu upp: Hvort Aron Jóhannsson sé nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður á kostnað reyndari leikmanna eins og Jozy Altidore. John bendir á að sóknarleikur Bandaríkjamanna í vináttuleik gegn Aserbaídsjan í liðinni viku hafi breyst til hins betra eftir að Aron kom inn á sem varamaður. Aron kom inn á á 62. mínútu í stöðunni 0–0. Mix Diskerud, sem er af norsku bergi brotinn, kom bandaríska liðinu yfir áður en Aron skoraði annað mark Bandaríkja- manna með skalla af stuttu færi. „Margir sáu þetta mark – og frá- bært tímabil hans í Evrópu – sem merki um það að hann ætti að byrja fyrir bandaríska liðið,“ segir hann. Altidore hlutfallslega betri John tekur þó fram að taka þurfi fleiri atriði inn í formúluna en þessi tvö at- riði. Landsliðsferill Arons sé tiltölu- lega stuttur og hann hafi aðeins spilað 266 mínútur í fyrstu átta landsleikjum sínum. Og þó að Aron hafi átt góðu gengi að fagna með AZ Alkmaar í vetur þar sem hann skoraði 26 mörk sé það hlutfallslega minna en Jozy Altidore, sá sem verið hefur aðalfram- herji bandaríska liðsins að undan- förnu, gerði fyrir nákvæmlega sama félag tímabilið 2012/2013. Það tímabil skoraði Altidore 31 mark og liðu 112 mínútur milli marka. Hjá Aroni aftur á móti liðu 162 mínútur milli marka að meðaltali. Gengi þessara framherja í vetur hefur hins vegar verið ólíkt. Altidore var sem kunnugt er seldur til Sunderland í fyrrasumar þar sem hann átti afleitu gengi að fagna, skor- aði 2 mörk í 38 leikjum. Fyrstur inn af bekknum John bendir einnig á að Altidore og Aron séu æði ólíkir leikmenn. Það henti Altidore ágætlega að spila einn uppi á toppi, en það var einmitt sú leikaðferð sem Jürgen Klinsmann notaði mest í undankeppni HM. Hann sé kraftmeiri framherji, en Aron teknískari og lunknari við að finna laus svæði inni í teig and- stæðinganna. Fari svo að Klinsmann kjósi að nota Altidore á toppnum í stað Arons, eins og flest bendir til, séu meiri líkur en minni á að Aron verði á bekknum þar sem litlar líkur séu á að Clint Dempsey, fyrirliða Bandaríkja- manna, verði ýtt út úr byrjunarliðinu. „Ein helsta spurningin er þá sú hvort Aron verði þá fyrsti kostur inn af bekknum í stað Chris Wondolowski,“ segir John. Wondolowski þessi spil- ar fyrir San Jose Earthquakes í MLS- deildinni þar sem hann hefur orðið markakóngur þrisvar á síðustu fjór- um tímabilum. Hann er mikill markahrókur og hefur skorað níu mörk í 20 landsleikjum fyrir banda- ríska liðið. Frammistaða hans í vin- áttuleiknum gegn Aserbaídsjan, þar sem hann fékk tækifæri í byrjun- arliðinu, olli hins vegar miklum von- brigðum. „Aron aftur á móti nýtti stóra tæki- færið. Hann misnotaði samt fjölda góðra færa í fyrstu sjö leikjunum sín- um og í þremur þeirra sýndi hann lítið. Hann hefur samt meira fram að færa en Wondolowski; hann er fljót- ari, sterkari einn á móti einum og skapar meira,“ segir John að lokum. n Vilja fá Aron í byrjunarliðið Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is n Aron Jóhannsson Aldur: 23 ára Félag: AZ Alkmaar Landsleikir: 8 Mörk: 2 Aron átti góðu gengi að fagna á nýafstaðinni leiktíð með AZ Alkmaar í Hollandi. Í heildina skorað Aron 26 mörk í 51 leik á sínu fyrsta heila tímabili með félaginu. Hann er að feta sín fyrstu spor með bandaríska liðinu og hefur farið ágætlega af stað með liðinu. Hvort Aron fái tækifæri í byrjunarliðinu skal ósagt látið en líklegt verður þó að teljast að hann verði einn af fyrstu mönnunum inn af varamannabekknum. n Jozy Altidore Aldur: 24 ára Félag: Sunderland Landsleikir: 67 Mörk: 21 Altidore hefur verið fyrsti kostur í fram- línuna hjá Bandaríkjunum undanfarin ár. Þrátt fyrir ungan aldur á hann 67 lands- leiki að baki. Altidore hefur gengið illa að fóta sig hjá félagsliðum undanfarin ár, ef tvö tímabil hjá AZ Alkmaar eru undan- skilin. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir frammistöðu sína með Sunderland í vetur og mætir væntanlega ekki fullur sjálfstrausts til leiks á HM. Samkeppnin um byrjunarliðssæti n Chris Wondolowski Aldur: 31 árs Félag: San Jose Earthquakes Landsleikir: 20 Mörk: 9 Eins og fram kemur hér að ofan er Wondolowski mikill markaskorari og hefur hann orðið markakóngur MLS- deildarinnar í þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Hann var orðinn 28 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik og má búast við því að hann verði í aukahlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í sumar. Hann mun samt örugglega fá sínar mínútur á mótinu. n Clint Dempsey Aldur: 31 ár Félag: Seattle Sounders Landsleikir: 105 Mörk: 37 Dempsey er líklega þekktasti leikmaður bandaríska liðsins eftir tíma hans með Fulham og Tottenham á Englandi. Dempsey, sem er fyrirliði liðsins, hefur glímt við smávægileg meiðsli að undan- förnu en ef hann verður leikfær mun hann byrja alla leiki bandaríska liðsins. Skiptir þá engu hvort Klinsmann spili með tvo framherja eða einn. Ef einn framherji byrj- ar mun Dempsey færa sig neðar á völlinn, ef ekki verður hann uppi á toppi. Gott mark Aron skoraði flott skallamark gegn Aserbaídsjan í vináttuleik á dögunum. Margir eru þeirr- ar skoðunar að Aron eigi að fá tækifæri í byrjunarliði Bandaríkjanna á HM. Hvað er sagt um Aron? Fjöldi fólks sagði sína skoðun á vanga- veltum Johns á vef Bleacher Report. Hér að neðan má sjá brot úr þeirri umræðu en flestir voru þeirrar skoðunar að Aron ætti að fá tækifæri í byrjunarliði banda- ríska landsliðsins. „Ætti Aron að byrja fyrir bandaríska liðið? JÁ!!! Altidore er ekki að standa sig. Það er eins og boltinn sé honum eitthvað framandi, mjög klaufskur framherji. Auðveld ákvörðun fyrir Klinsmann.“ „Látum hann byrja. Ég er ekki sammála því að Altidore sé meiri markaskorari. Við þurfum einhvern sem getur haldið boltanum og hefur gæðin til að deila honum. Aron er betri að því leyti. Það eina sem Altidore hefur er styrkur til að halda mönnum frá sér.“ „Ég væri til í að sjá þá báða byrja.“ „Aron er betri alhliða knattspyrnumaður en Altidore. En því miður held ég að Aron, Altidore eða Wondolowski séu ekki nógu góðir til að brjóta niður varnir Portúgals eða Þýskalands.“ „Ég er mikill aðdáandi Arons. Hann minnir mig svo á Klaas Jan Huntelaar. Er með svipaða líkamsbyggingu og svip- aðan leikstíl. Aron er framtíðarmaður í landsliðinu.“ „Aron aftur á móti nýtti stóra tækifærið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.