Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða 19 29 Vikublað 3.–5. júní 2014 Grínið í borginni Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Könnun Hefur þú áhyggjur af útlendingafóbíu á Íslandi? „Hreinlega óskiljanleg gremja, ótrúlegt að ekki sé hægt að fjalla á jákvæðan og/eða heiðarlegan hátt um fólk sem stóð sig vel og vann yfirburða sigur á síðastliðnu kjörtímabili.“ Sveinbjörn Hrafnsson gerir ummæli Davíðs Oddssonar í leiðara Morgunblaðsins að umtalsefni í athugasemd á DV.is. Davíð hraunaði yfir Jón Gnarr og Besta flokkinn og Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. 10 22 „Við lékum einmitt þennan leik með trésverðum í kringum Kópavogskirkju … við vorum reyndar 7 ára þá …“ Axel Pétur Axelsson um ógnandi mynd sem Hilmar Leifsson og félagar hans sendu fyrir hópbardaga og var birt á DV.is í síðustu viku. „Hvernig fer hann að því að prédika lítillæti, hógværð og réttlæti í kirkjunni sinni, og tekur einhver mark á honum?“ Þetta sagði Ásthildur Cesil Þórðardóttir í athugasemd við frétt sem bar yfirskriftina Prestur vildi sitja einn að dúntekju. Presturinn á Melstað, Guðni Þór Ólafsson, ákvað að sitja einn að dúntekju í Hrútey en hefð var fyrir því að bændur í Eyjanesi, sem er skammt frá Hrútey, nýttu helming dúntekjunnar. „Við hverju má búast af flokki sem laug sig til valda í kosningum fyrir einu ári síðan og hefur síðan svikið öll sín kosningaloforð? Satt að segja var ekki við öðru að búast en einhverri svikamyllu og óvönduðum aðferðum af þeirra hálfu í kosningabaráttunni nú. Vonandi að ekki verði eins mikill skaði að þessari kosningabrellu eins og í fyrra, en það veltur mjög á viðbrögðum annarra flokka.“ Ásdís Jónsdóttir í athugasemd á DV.is þar sem fjallað var um ástæður þess að Framsóknarflokkurinn náði inn tveimur borgarfulltrúum, en málflutningur um mosku og múslima átti þar stóran hlut að máli. S íðastliðin vika hefur ein- kennst af því að margir greinarhöfundar á Íslandi og á meginlandi Evrópu hafa spurt sig stórra spurn- inga um stjórnmál og hvert lönd álfunnar stefni eiginlega. Fyrst var það alþjóðlegur sigur hægri sinn- aðra lýðskrumsflokka sem berj- ast gegn innflytjendum á Evrópu- þinginu um þar síðustu helgi. Það var ekki bara í einu landi sem slík- ir flokkar hlutu vissa eða mikla náð fyrir augum kjósenda heldur í mörgum – Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi. Ekki er hægt að afgreiða niðurstöðuna með því að benda á vænisýki íbúa í einu landi; þetta er ekki „bara“ hluti Ungverja eða „eingöngu“ jaðar- hópur í Frakklandi. Hægri sinnaðir, rasískir lýðskrumsflokkar eru orðn- ir með breiðfylkingu í Evrópu og þeir vilja margir standa saman með sameiginlega hagsmuni að leiðar- ljósi. Áleitnar spurningar „Hvað gerum við núna? Hvað ger- um við með þá vitneskju að þýskur nasisti hafi fengið umboð til að starfa á Evrópuþinginu? Í Evrópu sem lofaði því að það myndi aldrei gerast aftur að fasistar og nas- istar fengju að komast til valda í álfunni?“ spurði dálkahöfundur- inn Dilsa-Demirbag Sten í sænska blaðinu Dagens Nyheter á sunnu- daginn. Höfðað til lægstu hvata Að sama skapi geta Íslendingar – alls ekki bara Reykvíkingar – spurt sig að því hvernig það gat gerst að Framsóknarflokkurinn náði tveim- ur fulltrúum inn í borgarstjórn um helgina. Lengi vel lá ekki fyrir hver myndi leiða flokkinn og svo dúkk- ar allt í einu upp lítt þekktur fram- bjóðandi, Sveinbjörg Sveinbjörns- dóttir, og veður beint í samfélag múslima á Íslandi. Fylgisaukning Framsóknar, kosningasigur flokks- ins, verður ekki skrifaður á annað en það sorglega útspil. Höfðað var til lægstu hvata rasisma, for- dóma og þjóðernis- og einangr- unarhyggju. Og það skilaði flokkn- um ekki bara einum borgarfulltrúa heldur tveimur og samtals 10,7 prósentum atkvæða. Og hver kaus eiginlega þessa Framsókn? Ég veit það ekki. Alveg eins og niðurstöður kosn- inganna til Evrópuþingsins um liðna helgi benda til þess að auð- velt sé að höfða til lægstu hvata margra Evrópubúa þá sýna kosn- ingarnar í Reykjavík hversu auðvelt er að komast að völdum á Íslandi með sams konar aðferðum. Fram- sókn var við það að hverfa í síðustu kosningum árið 2010, fékk engan mann inn í borgarstjórn þegar Ein- ar Skúlason var oddviti hans. Ekki lá fyrir fyrr en komið var ansi nærri kosningunum um liðna helgi hver yrði oddviti flokksins og þá voru þegar nokkrir gengnir úr skaftinu. Svo kemur Sveinbjörg inn, hendir út moskuspilinu og ratar inn í borgarstjórn og annar fulltrúi með henni. Þetta eru hendingar á hendingar ofan – kannski örlög að mati einhvers gallharðs fram- sóknarmanns – en á endanum þá er þetta bara einhver frambjóð- andi sem segir eitthvað fremur ógeðfellt og vonar að það höfði til óvissra kjósenda sem vilja skýr svör við fordómum sínum. Svona virkar Framsókn og hefur gert lengi. 10 prósentum að kenna Þessi niðurstaða kosninganna er sannarlega ekki öllum Reykvíking- um að kenna. Hún er bara rétt rúm- lega 10 prósentum þeirra að kenna. En samfélag í Vestur-Evrópu á 21. öld þar sem stjórnmálaflokkar geta ennþá spilað á falska strengi fas- ismans fáum dögum fyrir kosn- ingar og unnið sigur, komist til valda og kannski haft einhver áhrif, er að minnsta kosti ekki á kórréttri leið. Hvað er til ráða? Svo ég vitni aftur í dálkahöfund Dagens Nyheter: „Mannkynssagan verður til í dag og hún mun dæma okkur harkalega ef við stöndum ekki upp á móti hinu vonda.“ En í bili er orðið of seint: Skaðinn er skeður og fordæmið er komið; Framsókn fékk tvo menn inn með því að höfða til lægsta samnefnar- ans. n Dómur sögunnar Víða um Evrópu spyrja menn sig stórra spurninga í kjölfar kosningaúrslita Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari „Höfðað var til lægstu hvata rasisma, fordóma og þjóðernis- og einangr- unarhyggju. Guðfinna og Sveinbjörg Nýir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík snúa bökum saman. 1,5% n Já n Nei n Hef ekki skoðun 605 ATKVÆÐI 76,5% 22%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.