Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 20
Vikublað 3.–5. júní 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn Reynir Traustason rt@dv.is leiðari 20 Umræða Ég er allavega komin með reynslu Ólína Þorvarðardóttir í helgarviðtali. – DV Ú rslit sveitarstjórnarkosning- anna í Reykjavík er enn ein stað- festing þess að hluti kjósenda tekur ekki ábyrgð á atkvæðum sínum. Þeir fara með réttinn til að kjósa af fullkomnu kæruleysi og kjósa fólk sem lítt skeytir um heiður eða æru. Sá veruleiki blasir við að Fram- sóknarflokkurinn undir flaggi andúð- ar á múslimum komst í borgarstjórn með tvo menn. Að baki eru tæplega 11 prósent atkvæða en spár höfðu sýnt að flokkurinn myndi tæplega ná manni inn. Það sem sneri við taflinu fyrir Framsóknarflokkinn var að Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins, lét í ljós andúð á múslimum með því að lýsa því yfir að hún vildi draga til baka heimild til að byggja mosku við Sogaveg. Í umræðuþætti í sjónvarpi seinna bætti hún enn í og taldi þá nauðsynlegt í samhengi við umræðuna um mosku að setja lög sem bönnuðu nauðungarhjónabönd. Andúðin á múslimum leyndi sér ekki. Ungir framsóknarmenn fordæmdu ummæli Sveinbjargar og töldu þau óverjandi. Ályktun Sambands ungra framsóknarmanna var birt á vef þeirra en hvarf svo skömmu síðar í skjóli nætur. Nærtækt er að setja það í samhengi við afstöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem þagði lengst af en tók síð an undir með frambjóðandanum og létti af honum þrýstingnum. For- sætisráðherrann skrifaði sem sagt upp á málflutning öfganna. Kosningabaráttan í Reykjavík fór í upphafi vel fram. Framboðin töluðu fyrir stefnu sinni og loforð voru hóf- stillt. Halldór Halldórsson, leiðtogi sjálfstæðismanna, sýndi þar sömu stillingu og yfirvegun og Dagur B. Eggertsson, S. Björn Blöndal og Sól- ey Tómasdóttir. Málefnaleg kosninga- barátta virtist eiga sér stað án þess að veruleg yfirboð væru með í spilinu. Vandræðagangur Framsóknar- flokksins var áberandi eftir að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður, gekk úr skaftinu og hætti við fram- boð. Flokkurinn mældist með 3 til 5 prósenta fylgi. En svo kom Svein- björg til skjalanna með moskumálið og hjólin tóku að snúast. Fylgið rauk upp á skömmum tíma og flokkurinn var skyndilega á sigurbraut. Vandinn er hins vegar sá að eina málefnið sem oddvitinn gerði út á í raun var moskumálið. Sjálf sagði Sveinbjörg að það mál væri skipulagsmál. Svo var að skilja að þetta snerist um að trúfélög ættu ekki að fá ókeypis lóðir en einnig að það vantaði byggingarlóðir fyrir almenning í borginni. Þetta er auð- vitað aumt yfirklór. Kjarni málsins er sá að úthlutun lóðar undir moskuna hefur þegar átt sér stað án þess að fólk hafi mótmælt í skipulagsferlinu. For- sætisráðherra landsins stekkur á vagn fordómanna og leggst gegn byggingu á bænahúsi trúfélags. Það var mörgum brugðið þegar fyrir lá að tíundi hver kjósenda gekk í björg fordómanna. „Manni er hálf flökurt að sjá kosningaúrslitin í Reykjavík. Þegar þetta er skrifað virðist líta út fyrir að Framsóknarflokkurinn, sem fyrir nokkrum dögum, í algjörri ör- væntingu, fór að höfða til andúð- ar á minnihlutahópum, muni vinna stórsigur,“ skrifaði Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-há- skóla í Bandaríkjunum. Og það eru margir sama sinnis. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í Reykjavík hafa tekið í sama streng. Það er þeirra hlutverk að gæta þess að fordómarnir gegnsýri ekki stjórn borgarinnar. Framsóknarflokkurinn er uppvís í annað sinn að lýðskrumi sem færir honum völd og áhrif. Þeir sigruðu í þingkosningum út á lof- orð um að svíða hrægamma og færa heimilum landsins stórfé. Svikin þar blasa við. Sá hluti kjósenda sem eyð- ir atkvæði sínu í fordóma og rasisma ætti að skammast sín. Og alvara málsins er sú að flokkurinn sem fóstraði Guðna Ágústsson og Stein- grím Hermannsson er kominn út á jaðar stjórnmálanna. Núverandi forsætisráðherra hefur farið í gegn- um tvennar kosningar á forsendum sem ekki eru boðlegar í samfélagi sem kennir sig við frelsi, sannleika og umburðarlyndi. n Skömm kjósendanna Framtíð Halldórs Fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur væntanlega þær afleiðingar að oddvitinn, Halldór Halldórsson, mun hætta innan skikkanlegra tímamarka og snúa sér að öðru. Halldór er reyndur bæjarstjóri og mun örugglega fá boðlega vinnu. Einnig er hann með ferðaþjónustu á æskustöðv- um sínum að Ögri í Ísafjarðar- djúpi. Þar býðst fólki gisting, greiði og ekki síst gönguferðir og kajaksiglingar. Hann hefur því nóg við að vera. Stórslys í Efstaleiti Ríkisútvarpið stóð eitt að kosn- ingasjónvarpi um helgina. Hvert stórslysið rak annað hjá risan- um á Efstaleiti. Vefurinn, ruv.is, hrundi og var úti lengst nætur. Þá var ýmiss konar hökt í beinum út- sendingum. Þá vakti furðu margra hvert val viðmælenda var um nóttina. Um tíma var Saga Garðars- dóttir leikkona í settinu ásamt tveimur öðrum sem áttu það öll sammerkt að hafa engan áhuga á pólitík og lýstu því yfir. Seinna um nóttina var rætt við misdrukk- ið fólk milli þess að spiluð voru Eurovison-myndbönd mörgum til ógleði. Ljóst þykir að uppgjör þurfi að fara fram innanhúss. Guðni og Gorbi Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, situr ekki auðum höndum þótt pólitíkin sé að baki eftir u-beygjuna fyrir sveitarstjórnar- kosningar. Á fundi Hrútavina- félagsins á Eyrar- bakka á dögun- um hélt Guðni leiftrandi ræðu og boðaði þar landsreisu á haustmánuðum þar sem hann mun fara um landið ásamt hópi manna til heiðurs sauðkindinni og sauðfjárbænd- um. Með í för verður hrúturinn Gorbatsjov. Mikil leynd hvílir yfir áformum hópsins en víst er að ferðin og tilgangurinn mun vekja þjóðarathygli. Uppreisn á Ísafirði Ein af stóru tíðindunum úr kosn- ingunum um helgina er hallar- bylting í Ísafjarðarbæ. Gísli Hall- dór Halldórsson, sjálfstæðismaður til áratuga og einn af leiðtogum flokksins, gekk til liðs við vinstrið á á Ísafjarðarlist- anum og náði meirihluta. Gísli er þekktur fyrir skoðanir sínar á kvótamálum sem hafa ekki átt upp á pallborðið hjá öðrum sjálfstæðismönnum. Hann er sonur þekkts uppreisnarmanns í pólitíkinni vestra, Halldórs Her- mannssonar, sem fór sjaldnast eftir flokkslínum og stóð með- al annars að sérframboði ásamt Guðjóni A. Kristjánssyni. Eplið féll því ekki langt frá eikinni. „Manni er hálf flökurt að sjá kosn- ingaúrslitin í Reykjavík. Mynd ÞorMAr V. GUnnArSSon Það er sorglegt að það sé til þess að kveðja ragna Erlendsdóttir um baráttu dóttur sinnar, Ellu Dísar. – DV.is Draumur minn var eyðilagður dagný Ósk Arnardóttir er ósátt við að fá ekki að fara í raunveruleikaþátt Ásdísar Ránar. –DV S annast sagna þótti mér lík- legt að eitt af stóru málunum í nýafstaðinni kosningabar- áttu í Reykjavík yrði flugvallar- málið – hvort Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram i Vatnsmýrinni eða hann fluttur á brott þaðan, um langan veg eða skamman, til Keflavíkur eða út í Skerjafjörðinn. Framsóknarflokkurinn vildi greinilega gera málið að kosninga- máli, án sýnilegs árangurs þó, að nokkru leyti Dögun einnig – en frá- farandi stjórnarflokkar í borginni, Samfylkingin og Besti flokkurinn, sem augljóslega verða áfram við völd, auk VG og hugsanlega einnig Pírata, skiluðu nánast auðu. Engin afgerandi svör Aðspurð um þetta efni voru þau fá- mál, greinilega staðráðin í því að láta ekki steyta á málinu. Í lokaþátt- um svöruðu fulltrúar Samfylkingar og VG ekki öðru en að þau treystu „Rögnunefndinni“, fulltrúi Bjartrar framtíðar (sem byggir á grunni Besta flokksins) sagði ekkert liggja á, því flugvöllurinn væri hvort sem er ekki alveg á förum, en Píratar voru óræð- ir mjög, vísuðu þó til lýðræðis, sem vissulega er ágæt afstaða. Flestum þessum aðilum varð hins vegar tíðrætt um sáttaferli og sáttanefnd en með þeim orðum er iðulega skírskotað til nefndar sem nú- verandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti á laggirnar í október 2013 til að „ná sáttum“ eða „miðla málum“, þá væntanlega á milli almannaviljans annars vegar og vilja þeirra sem eru í minnihluta í málinu. Samkomulag að engu gert „Sáttaúrræðið“ þótti mörgum harla undarlegt því samkomulag hafði verið gert hálfu ári áður – í apríl 2013 – milli ríkis og borgar sem virt- ist í ágætu samræmi við almannavilj- ann! Nú skyldi það hins vegar virt að vettugi til að „ná sáttum“. Í nóvember- samkomulaginu var hlaupið frá þeim skilmálum og fyrirvörum sem áður höfðu verið settir, svo sem varðandi öryggisbraut, hvernig staðið skyldi að uppbyggingu á aðstöðu fyrir innann- anlandsflugið, auk fyrirheita um að fjármunir sem fengjust fyrir landsölu skyldu allir renna til flugsins. Gagnrýnisvert ferli Málið er mér skylt því það var ég sem undirritaði samkomulagið af hálfu ríkisins sem þáverandi innanríkis- ráðherra. Þótti mér miður og harla undarlegt að málið skyldi hálfu ári síðar sett í allt annað ferli; umsýslu- aðila ríkisins í fluginu, Isavia, ýtt út úr samráðs- og uppbyggingarferlum og fenginn þar í staðinn einstakur rekstr- araðili í fluginu, Icelandair Group. Þetta var mjög óeðlileg ráðstöfun enda fráleitt að einu fyrirtæki sé feng- ið ægivald yfir öðrum rekstrar aðilum, sem auk þess eru í sama samkeppn- isrekstri. Þetta upplegg til að „leita sáttar" sem einstakir rekstrar aðilar, að ógleymdum byggingarverktök- unum, gætu sætt sig við, var þannig gagnrýnisvert frá upphafi og um það engin almenn sátt. Myljandi minnihluti En hvers vegna var brugðið á þetta ráð? Ástæðan var augljós: Ríkj- andi öfl í borginni voru, samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum, kom- in í myljandi minnihluta í flugvallar- málinu. Þau þörfnuðust pólitískrar hjálpar og fengu hana frá skoðana- systkinum í innanríkisráðuneyti og ríkisstjórn. En þar með er málinu ekki lok- ið. Mér býður í grun að sá yfirgnæf- andi meirihluti sem vill flugvöllinn óhreyfðan, hafi lítinn áhuga á að eyði- leggja Skerjafjörðinn til að rýma fyrir byggingarlandi og þóknast þannig verktakabransanum eins og heyrst hefur að gæti orðið „sáttalausn“. Í skóli ímyndaðrar sáttar Ragna Árnadóttir og hennar nefnd er alls góðs makleg. Hún er einfald- lega að vinna verkefni sem henni var falið. Gagnrýnisverðari er hins vegar afstaða frambjóðenda sem komu sér undan því að gera þetta stórmál að kosningamáli og földu sig í skjóli ein- hvers sem þeir kölluðu „sáttanefnd“ og „sáttaferli“ án þess að með í sögunni fylgdi að málið hefði verið rifið upp úr sáttinni með skipun um- ræddrar nefndar. Án umboðs í flugvallarmáli Bagalegt er að flugvallarmálið skyldi ekki fá umræðu sem málefnið hefði verðskuldað. Það eitt að segja að frambjóðendur „treysti Rögnu nefndinni“ er ekkert svar og engin afstaða, því við vitum ekki hvað þessi nefnd og hennar aðkeyptu sér- fræðingar koma upp með. En fyrir vikið mega komandi borgaryfirvöld vita að umboð þeirra er nánast ekk- ert í málinu og eftir standa 70 þús- und undirskriftir sem vilja flugvöll- inn óhreyfðan og þá jafnframt að byggingarverktakar verði ekki ráð- andi í þessu né öðrum skipulagsmál- um í Reykjavík, sem því miður hefur verið um of. n Skiluðu auðu um flugvöllinn„En fyrir vikið mega komandi borgar- yfirvöld vita að umboð þeirra er nánast ekkert í málinu og eftir standa 70 þúsund undirskriftir sem vilja flugvöllinn óhreyfðan. Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.