Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 3.–5. júní 2014 Fréttir 11
StærStu Sigrarnir
og verSta útreiðin
n Sjálfstæðisflokkurinn minni í Reykjavík en nokkru sinni fyrr n Gjá milli Reykjavíkur og landsbyggðar
Framhald á næstu opnu
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei fengið jafn lítið kjörfylgi í
Reykjavík og hann fékk á laugar-
daginn. Svo virðist sem það fær-
ist í vöxt að Reykvíkingar hafni
Sjálfstæðis flokknum, en til sam-
anburðar við stöðu hans nú má
nefna að þegar flokkurinn bauð
fram undir forystu Davíðs Odds-
sonar árið 1986 fékk hann 52,7
prósenta fylgi. Davíð Oddsson er
ekki þekktur fyrir að hrósa eftir-
mönnum sínum, en af leiðara-
skrifum hans úr Hádegismóum
mætti raunar halda að hann
sjálfur hefði snúið baki við flokk-
inn og gengið Framsókn á hönd.
Ýmsar kenningar eru uppi um
fall Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Egill Helgason bloggaði um
það skömmu eftir að kosninga-
úrslitin voru kunngerð að líklega
virkaði ekki að stilla upp þremur
miðaldra körlum í fyrstu sætin á
framboðslista. Ljóst er að flokk-
urinn hefur tekið dýfu í Reykjavík
eftir að Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, fyrrverandi borgarstjóri,
kvaddi borgarpólitíkina og hellti
sér yfir í landsmálin. Hvort Reyk-
víkingar eru mótfallnir stefnu
sjálfstæðismanna í Reykjavík, svo
sem séreignarstefnu og áherslu á
notkun einkabíls, eða lítt hrifnir
af frambjóðendum flokksins skal
ósagt látið. Eitt er víst að flokk-
urinn þarf að hysja upp um sig
buxurnar ef vilji er til þess að
hann nái þeirri stöðu sem hann
áður hafði í Reykjavík.
Sjálfstæðis-
flokkurinn
í Kópavogi
Í Kópavogi fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn rúmlega 40 prósent at-
kvæða og jók þannig kjörfylgi sitt
um 10 prósentustig. Þetta er stór
sigur fyrir Ármann Kr. Ólafsson
sem setið hefur sem bæjarstjóri
frá því í febrúar árið 2012 þegar
nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Y-listi Kópa-
vogsbúa tók við völdum. Ármann
undirbýr nú meirihlutasamstarf
með Bjartri framtíð í Kópavogi
sem eru mikil vonbrigði fyrir Birki
Jón Jónsson, oddvita framsóknar-
manna sem einnig fékk góða
kosningu. Birkir hefur tjáð frá
því í fjölmiðlum að þeir Ármann
hafi verið búnir að handsala að
ef flokkar þeirra næðu meirihluta
yrði samstarf þeirra á milli fyrsti
kosturinn. Samkvæmt heimildum
DV mun hafa komið upp misklíð
milli þeirra eftir að Ármann hafði
veður af því að Birkir hefði fundað
með Gunnari Birgissyni, en ekki
er hlýtt á milli þeirra Ármanns og
Gunnars.
Í-listinn á Ísafirði
Í-listinn, listi íbúa í Ísafjarðarbæ, vann stór-
sigur, fékk 44 prósent atkvæða og fimm
bæjar fulltrúa kjörna og er þar með í hrein-
um meirihluta. Meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins var hafnað, en
hann hefur stjórnað bæjarfélaginu í 16 ár.
„Við erum auðvitað mjög ánægð með að fólk
treysti okkur til að hrinda málefnum okk-
ar í framkvæmd,“ segir Arna Lára Jónsdóttir
oddviti Í-listans sem telur niðurstöðuna sýna
skýra kröfu bæjarbúa um breytingar. Nú
muni ný bæjarstjórn hefjast handa við að efla
íbúalýðræði og bæta stjórnsýsluna á Ísafirði. Gísli Halldór Halldórsson verð-
ur bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar líkt og Í-listinn lagði upp með. Áður tilheyrði
hann Sjálfstæðisflokknum en hætti þar vegna málefnalegs ágreinings. Þegar
Í-listinn kynnti Gísla sem bæjarstjóraefni í febrúar síðastliðinn kom fram í
yfir lýsingunni að milli hans og Í-listans væri samhljómur „í veigamiklum
málum sem snerta bæjarfélagið og má þar nefna kröfuna um breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða“. Þýðir þetta að frá Ísafjarðarbæ muni á komandi
kjörtímabili heyrast háværar kröfur um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerf-
inu? „Já, heldur betur.“ Svo Ísafjarðarbær mun jafnvel veita ríkisstjórninni
aðhald í þessum efnum? „Já, enda skiptir það íbúa Ísafjarðarbæjar miklu
máli að gerðar verði breytingar á stjórn fiskveiða,“ svarar Arna Lára.
Björt framtíð er arftaki Besta flokks-
ins, flokks sem hristi rækilega upp í
borgarpólitíkinni árið 2010 með stór-
sigri í Reykjavík. Björn Blöndal var
aðstoðarmaður Jóns Gnarr á liðnu
kjörtímabili og tók svo að sér að leiða
lista Bjartrar framtíðar. Skoðanakann-
anir sýndu lengi vel gríðarlegt fylgi,
en þegar atkvæðin komu upp úr kjör-
kössunum varð ljóst að flokkurinn
hafði aðeins fengið tvo borgarfulltrúa
kjörna. Kosningasigur Samfylkingar-
innar hefur í för með sér að Björt
framtíð mun að öllum líkindum starfa
með Degi B. Eggertssyni sem tekur
við sem borgarstjóri af Jóni Gnarr.
Björt framtíð í Reykjavík
Samfylkingin
í Reykjavík
Á laugardaginn náði Samfylkingin þeim áfanga
að verða stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík.
Flokkurinn fékk 32,6 prósent atkvæða og fimm
borgar fulltrúa kjörna. Erfitt er að túlka úrslitin öðru-
vísi en sem kröfu um að Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, verði borgarstjóri næstu fjögur
árin. Hann hefur reyndar nú þegar 100 dagar reynslu
af því að gegna störfum borgarstjóra, en hann fékk
að spreyta sig um stutt skeið árin 2007 og 2008, eða
þangað til sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta
með Ólafi F. Magnússyni. Dagur vann náið með Jóni
Gnarr á liðnu kjörtímabili og gegndi formennsku í
borgarráði. Nú fær hann tækifæri til að sýna fram á
leiðtoga- og stjórnunarhæfileika og hrinda helstu
stefnumálum Samfylkingarinnar í framkvæmd, svo
sem fjölgun leigu- og búsetaíbúða um 2500 til 3000.
Ásamt Degi munu sitja í borgarstjórn fyrir Samfylk-
inguna þau Björk Vilhelmsdóttir, Hjálmar Sveinsson,
Kristín Soffía Jónsdóttir og Skúli Helgason. Viðræður
um myndun meirihluta standa yfir með borgarfull-
trúum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
Samfylkingin
í Hafnarfirði
Samfylkingin beið afhroð í
Hafnarfjarðarbæ og sunkaði úr
41 prósenti niður í 20,6 prósent.
Gunnar Axel Axelsson, oddviti
Samfylkingarinnar í Hafnar-
fjarðarbæ, sagði í samtali við Vísi
aðfaranótt sunnudags að hann
gæti huggað sig við að þótt Sam-
fylkingin tapaði mönnum væru Hafnfirðingar að veita félags-
hyggju og jafnaðarstefnu brautargengi þótt stuðningurinn
dreifðist á fleiri flokka en áður. Ósigur Samfylkingarinnar fól
í sér að Sjálfstæðisflokkurinn stóð í fyrsta sinn frá árinu 1998
uppi sem stærsti flokkurinn í bænum. Gunnar Axel hefur
hvatt Bjarta framtíð til að taka höndum saman með félags-
hyggjuflokkum í bænum, en óljóst er hvort sú verði raunin.
Framsókn í Reykjavík
Fyrir tveimur vikum hefði engum dottið í hug að Fram-
sóknarflokkurinn næði inn tveimur borgarfulltrúum
í Reykjavík, enda mældist fylgi hans niðri í þremur til
fjórum prósentum. Skömmu eftir að Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins fór að viðra sjónar-
mið sín um moskur og múslima breyttist allt. Kosninga-
umræðan í fjölmiðlum snerist að miklu leyti um Fram-
sóknarflokkinn og daður hans við þjóðernispopúlisma
vikuna fyrir kosningar. Fólk tók ýmist afstöðu með eða á
móti ummælum Sveinbjargar og framboðsins sem virt-
ist herðast í afstöðu sinni. Þegar tölurnar komu upp úr kössunum varð ljóst að tveir borgar-
fulltrúar munu sitja fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina næstu fjögur árin.
-19%
+4%
+8%
+14%
+10%
-20%
-8%
Flokkurinn er
arFtaki Besta
Flokksins
www.hafkalk.is
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega
■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið
úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr
kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur
einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við
virkni efnanna.
Magnesíum úr hafinu
■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein
sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums
sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa
mikið magn virkra efna í hverju hylki.
■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að
viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu.
Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og
streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því
gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.