Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25 Ódýrast Latté: Prikið – 400 Cappuccino: Prikið – 390 Americano: Iða bókakaffi – 380 Dýrast Latté: Súfistinn – 570 Cappuccino: Súfistinn – 560 Americano: Súfistinn – 500 Vikublað 3.–5. júní 2014 Vandamál Offita barna er fyrir nokkru orðin mikið vandamál í Bretlandi. Ný könnun sýnir að þriðjungur barna borðar ruslfæði daglega.Mynd shutterstoCk Sakbitnir foreldrar ljúga um ruslfæði n skammast sín fyrir að gefa börnum skyndibita n tesco bannar nammi við kassann F oreldrar í Bretlandi verja að meðaltali tæplega fimm þúsund krónum á mánuði í skyndibitamat á borð við pítsur og hamborgara fyrir börn- in sín. Þetta sýnir ný könnun þar sem neysluvenjur tæplega 1.500 foreldra með að minnsta kosti eitt barn yngra en tíu ára á heimili voru greindar. Foreldrar skammast sín fyrir að gefa börnum sínum skyndibita- fæðu og óttast að vera dæmdir af öðrum foreldrum og vinum fyrir það. Margir viðurkenna því að þeir ljúgi þegar þeir eru spurðir út í skyndibitaneyslu fjölskyldunnar. Könnunin leiðir einnig í ljós að rúmlega þriðjungur barna undir tíu ára aldri borðar ruslfæði dag- lega. Á sama tíma segjast breskir foreldrar vera að reyna að stýra hitaeininganeyslu barna sinna og þeir hafi miklar áhyggjur af stjórn- lausri súkkulaði- og snakkneyslu þeirra. Fimmtungur foreldra viður- kenndi að ljúga reglulega til um skyndibitaneyslu fjölskyldunnar af ótta við dómhörku náungans. Fjórðungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni segist líka skammist sín og fyllast sektarkennd þegar keypt er ruslfæði fyrir börnin. Offita er orðin verulega mikið vandamál í Bretlandi og meðal barna eru sérfræðingar löngu byrj- aðir að tala um faraldur í þeim efnum. Samtökin World Obes- ity Federation og Consumers International kalla eftir strangari löggjöf um hvernig matvæli eru auglýst. Þeir sem lengst vilja ganga vilja setja myndir af skaðsemi offitu á umbúðir – líkt og gert er á sígarettupökkum. Fyrr í þessum mánuði tók mat- vöruverslunarkeðjan Tesco tíma- mótaskref í að verða við kröfum neytendasamtaka víða um heim með því að fjarlægja allt sælgæti í námunda við afgreiðslukassana. Þá foreldragildru þekkja allir sem eiga börn. Vildi Tesco með þessu leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn offitu barna. n mikael@dv.is Þetta kostar bollinn Iða bókakaffi Vesturgötu 2a n Latté: 490 n Cappuccino: 460 n Americano: 380 Kofinn Laugavegi 2 n Latté: 470 n Cappuccino: 470 n Americano: 470 Prikið Bankastræti 12 n Latté: 400 n Cappuccino: 390 n Americano: 400 The Laun- dromat Café Austurstræti 9 n Latté: 480 n Cappuccino: 480 n Americano: 440 Munnharpan hörpu tónlistarhúsi n Latté: 480 n Cappuccino: 450 n Americano: 450 Um drykkina Hvað er latté? Einfaldur espresso og flóuð mjólk. Mjólkin á ekki að vera þykk og helst eiga engar loftbólur að vera í drykknum. Latte er borinn fram í glasi eða stórum bolla. Hvað er cappuccino? Einfaldur espresso og freydd mjólk. Mjólkin og kaffið eiga að blandast vel saman og kremið á að koma upp á yfirborðið. Mjólkin á að vera silkimjúk og þykk. Mjólkin má ekki vera heitari en 65°C Hvað er americano? Einfaldur espresso og 30 til 470 ml. heitt vatn. Hugmyndin er að blanda saman heitu vatni og kaffi með það að markmiði að fá álíka styrkleika, en þó öðruvísi bragð, og í hefðbundinni uppáhellingu. Styrkleiki blöndunnar fer eftir fjölda espresso-skota og því magni af vatni sem blandað er við. Café Mezzo Lækjargötu 2a n Latté: 540 n Cappuccino: 510 n Americano: 470 Kaffifélagið skólavörðustíg 10 n Latté: 450 n Cappuccino: 450 n Americano: 400 Vegamót Vegamótastíg 4 n Latté: 440 n Cappuccino: 440 n Americano: 430 Kaffibrennslan Laugavegi 21 n Latté: 500 n Cappuccino: 470 n Americano: 460 Sólon Bankastræti 7a n Latté: 440 n Cappuccino: 440 n Americano: 440 Kaffi París Austurstræti 14 n Latté: 450 n Cappuccino: 450 n Americano: 470 Reykjavík Roasters kárastíg 1 n Latté: 540 n Cappuccino: 480 n Americano: 430 C is for Cookie týsgötu 8 n Latté: 500 n Cappuccino: 480 n Americano: 430 Kaffitár Bankastræti 8 n Latté: 500 n Cappuccino: 470 n Americano: 420 Súfistinn bókakaffi Laugavegi 18 n Latté: 570 n Cappuccino: 560 n Americano: 500 Verð eru í krónuM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.