Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 3.–5. júní 201410 Fréttir StærStu Sigrarnir og verSta útreiðin n Sjálfstæðisflokkurinn minni í Reykjavík en nokkru sinni fyrr n Gjá milli Reykjavíkur og landsbyggðar S jálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína á landvísu í sveitar stjórnarkosningunum á laugardaginn. Þetta sætir tíðindum í ljósi þess að flokkurinn situr í ríkisstjórn, en líkt og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við Há- skóla Íslands bendir á í pistli á Press- unni er venjan frekar sú að ríkjandi öflum sé refsað í byggðakosningum á milli þingkosninga. Sú var ekki raunin á laugardaginn, hvorki hvað viðkemur Sjálfstæðisflokknum né Framsóknarflokknum sem vann óvæntan kosningasigur í Reykjavík. Tap nýju framboðanna Píratar náðu inn manni í Reykjavík en hvergi annars staðar sem hlýtur að teljast nokkuð áfall ef miðað er við fylgi flokksins í síðustu þingkosning- um. Björt framtíð virðist hafa stimpl- að sig inn víða um land en fékk mun minna fylgi í Reykjavík en stuðnings- menn flokksins vonuðust eftir. Fylgi flokksins var engan veginn sambæri- legt við þær vinsældir sem Jón Gnarr naut þegar hann bauð fram undir merkjum Besta flokksins árið 2010 og rúllaði upp höfuðborginni. Ný framboð á borð við Dögun og Alþýðufylkinguna áttu ekki upp á pallborðið í Reykjavík. Sá byltingar- andi sem gaf nýjum framboðum byr undir báða vængi á árunum eftir bús áhaldabyltinguna virðist að mestu leyti hafa fjarað út. Þetta lýsir sér ekki einvörðungu í ósigri Bjartrar framtíðar í Reykjavík og áhugaleysi kjósenda á nýjum stjórnmálaflokk- um, heldur einnig á Akureyri þar sem L-listinn grúttapaði og Sjálf- stæðisflokkurinn rauk úr 13 prósent- um upp í 25,8 prósent og fékk þrjá bæjarfulltrúa. Rússnesk kosning í Vestmannaeyjum Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í bæjarfélögum á borð við Kópa- vog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes. Hann er enn stærsti flokkurinn í Garðabæ. Flokkurinn fékk hreinan meirihluta á Akranesi og vann stórkostlegan kosningasig- ur í Vestmannaeyjum þar sem hann fékk, eins og Egill Helgason orðar það á bloggi sínu, „tölur sem sjaldn- ast sjást í vestrænum lýðræðisríkj- um“. Mikilvæg frávik eru þó frá stór- sókn Sjálfstæðisflokksins á lands- vísu. Í Ísafjarðarbæ rúllaði Í-listinn upp kosningunum og fékk hreinan meirihluta á kostnað Sjálfstæðis- flokksins, en leita þarf áratugi aftur í tímann til að finna sambærileg úr- slit í bænum. Í Reykjanesbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins, sem stýrt hefur bænum samfellt í 24 ár. Þar af hefur Árni Sigfússon verið bæjarstjóri um tólf ára skeið en nú lætur hann af störfum. Stóra mótsögnin Í Reykjavík fékk Sjálfstæðisflokk- urinn jafnframt minna fylgi en hann hefur nokkurn tímann fengið í borgarstjórnarkosningum. Aðeins 25,7 prósent atkvæða féllu flokkn- um í skaut og náði hann inn fjórum borgar fulltrúum. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnar- kosningum, aðeins tveimur árum eftir bankahrun, fékk flokkurinn 33,6 prósent atkvæða og fimm borgar- fulltrúa. Flokkurinn fékk hins vegar hreinan meirihluta í flestum þeim borgarstjórnarkosningum sem fram fóru á síðustu öld. Þannig er ljóst að stjórnmálalandslagið í Reykjavík hef- ur tekið stórkostlegum stakkaskipt- um. Kjósendur í höfuðborginni halla sér þannig í auknum mæli til vinstri og inn á miðjuna, um leið og lands- byggðin kýs fremur íhaldsöflin. n Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum Sjálfstæðisflokkurinn vann stór- kostlegan sigur í Vestmannaeyjum og hlaut 1632 atkvæði eða rúm 73 prósent atkvæða undir forystu Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Þetta er auðvitað mikil virðing fyrir störf meirihlutans sein- ustu átta ár,“ segir Elliði aðspurð- ur hverju hann þakki sigurinn og bætir við að farið hafi saman sterkur framboðslisti og að fólk hafi dæmt meirihlutann af verk- um sínum undanfarin átta ár. En er enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur í Vestmannaeyjum? Kjósa bara allir sjálfstæðisflokk- inn? „Jú, vissulega er málefna- legur ágreiningur til staðar, til að mynda þegar rætt er um sjávar- útvegsmál og hvernig best sé að haga rekstri. Við gleymum ekki hugmyndafræðinni hér í bæjar- pólitíkinni í Vestmannaeyjum, og það er ef til vill þess vegna sem kosningabaráttan hér var heiðar- leg og málefnaleg á báða bóga. Tekist á um hugmyndafræði frekar en persónur.“ Ætlar Elliði ekki að demba sér í landsmálin fyrst hann er með svona sterkt bak- land í Vestmannaeyjum? „Ég er svo sem ekkert að velta fyrir mér minni eigin stöðu í þessum efn- um. Þegar maður gegnir emb- ætti sem er svo langtum stærra en maður sjálfur, þá er maður ekkert að pæla í þessu,“ svarar Elliði sem á heiðurinn af mesta kosninga- fylgi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum frá upphafi. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is L-listinn á Akureyri Listi fólksins á Akureyri féll úr 45 prósentum og niður í 21,6 pró- sent. Þótt hreinn meirihluti L- listans sé þar með fallinn virðist sem L-listinn muni áfram koma að stjórn bæj- arins. Við- ræður milli Samfylk- ingarinnar, L-listans og Framsóknar- flokksins hófust fljótlega eftir að kosningaúrslitin voru kunngjörð og verður Eiríkur Björn Björg- vinsson núverandi bæjarstjóri líklega endurráðinn. Samkvæmt fréttavef RÚV eru fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hundfúlir, enda sigurvegarar kosninganna, og telja sig eiga heimtingu á því að mynda meirihluta í Akureyrar- bæ. -23% +17%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.