Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 22.–25. ágúst 201412 Fréttir „Óvíst hvort hann nái sér“ n Rannsókn vegna Grundarfjarðarárásar miðar vel n „Hálflamaður öðrum megin“ H ann er hálflamaður öðrum megin og það er óvíst hvort hann nái sér. Læknarnir hafa ekkert sagt okkur al­ mennilega um það,“ seg­ ir aðstandandi mannsins sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Grundarfirði hinn 17. júlí síðast­ liðinn. Ljóst er að maðurinn var um tíma mjög þungt haldinn en fjarlægja þurfti hluta af höfuðkúpu fórnarlambsins vegna alvarlegra höfuðáverka. Aðstandandi mannsins segir margt óvíst hvað varðar bata mannsins en á næstunni verður hann fluttur á endurhæfingardeild Landspítalans, Grensás. Lögreglan á Akranesi óskaði á dögunum eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem grunað­ ir eru um að hafa ráðist á manninn við bryggjuna í Grundarfirði. Annar þeirra, Reynir Þór Jónasson, er ný­ kominn af skilorði en fyrir rétt rúm­ lega tveimur árum fékk hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára vegna líkamsárásar á þá­ verandi sambýliskonu sína. Hinn maðurinn er þýskur ríkisborgari en báðir voru þeir í áhöfn Baldvins NC 100, sem lá þá við bryggju. Þung höfuðhögg Atburðir kvöldsins verða æ skýrari en svo virðist sem mennirnir þrír hafi farið saman af veitingastaðnum Rúben og þaðan um borð í Baldvin NC 100. Þegar fórnarlambið yfir­ gaf skipið komu árásarmennirnir á hlaupum á eftir honum. Þýski mað­ urinn er grunaður um að hafa sleg­ ið manninn í jörðina með þeim af­ leiðingum að hann féll með höfuðið á bryggjukantinn. Því næst hafi Reynir traðkað á höfði mannsins og veitt þung högg. Læknar eiga skilið þakkir „Staðan á honum er svona þokka­ leg eftir aðstæðum. Þetta lítur tölu­ vert betur út en um tíma. Hann er enn þá á spítala og fer mjög líklega fljótlega upp á Grensás í endurhæf­ ingu. Hann verður þar í einhverja mánuði,“ segir aðstandandi fórn­ arlambsins í samtali við DV. Að hans sögn eru líkur á að það verði í næstu viku eða þarnæstu sem maðurinn verður fluttur á endurhæfingar­ deild. Hann segir lækna eiga skil­ ið þakkir fyrir að hafa bjargað því sem bjargað varð. „Þeir náðu svona þokkalega að bjarga honum.“ Óvíst með bata Aðstandandi mannsins segir hann vera kominn til meðvitundar en erfitt sé að meta stöðuna í dag. „Það er erfitt að meta hver skað­ inn er á höfðinu. Hann er tölu­ vert úti að aka, einhvers staðar allt annars staðar í kollinum,“ segir að­ standandinn. Hann segir að læknar mannsins hafi ekki getað gefið nein­ ar upplýsingar um horfur hvað það varðar. Sömuleiðis geti læknar ekki enn svarað um mögulegar fram­ tíðarhorfur mannsins. Aðstand­ andi mannsins segir að nú verði að bíða og sjá hvort hann nái ekki bata. Hann segir að fjölskylda mannsins hafi ekkert frétt af rannsókn máls­ ins. Áframhaldandi gæsluvarðhald Helgi Pétur Ottesen, rannsóknar­ lögreglumaður á Akranesi, segir að rannsókn málsins sé langt komin. „Rannsókn miðar bara mjög vel og er langt komin. Það er unnið full­ um fetum í þessu. Dómkvaddir matsmenn voru fengnir til að meta ýmsa þætti í þessu máli sem snýr að brotaþola,“ segir hann. Helgi Pétur segir að lögreglan hafi farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann geti ekki enn sagt um hversu lengi. Hann segir það hafa farið fyr­ ir Héraðsdóm Vesturlands síðast­ liðinn þriðjudag. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Áfram í gæsluvarðhaldi Reynir Þór Jónasson er annar þeirra sem situr í gæslu- varðhaldi grunaður um árásina. „Þeir náðu svona þokka­ lega að bjarga honum Grundarfjörður Árásin átti sér stað við bryggjuna í Grundarfirði. Að sögn aðstandenda fórn- arlambsins er ástand mannsins betra en á horfði. Mynd dV 23 eiga von á sekt Brot 23 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Reykjavík á mið­ vikudag. Í dagbók lögreglu kemur fram að fylgst hafi verið með öku­ tækjum sem var ekið Hringbraut í austurátt, við Birkimel. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 536 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir öku­ menn, eða fjögur prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðal­ hraði hinna brotlegu var 64 kíló­ metrar á klukkustund en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Vökt­ un lögreglunnar á Hringbraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. Ráðinn upplýsinga­ fulltrúi Guðfinnur Sigurvinsson, sem lengi vel starfaði hjá Ríkisút­ varpinu og hafði stutta viðdvöl á Miklagarði fyrr árinu, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Um­ hverfisstofnunar. Skiptar skoð­ anir virðast vera innan Fram­ sóknarflokksins með ráðninguna. Þannig hefur Jóhannes Þór Skúla­ son, aðstoðarmaður forsætisráð­ herra, látið ánægju sína í ljós með ráðstöfunina. „Toppmaður Guð­ finnur,“ skrifar hann. Flokkssystir hans og formað­ ur fjárlaganefnd­ ar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir, er ekki eins ánægð með þessa ráðn­ ingu. „­uuuuuuu – hví eru opinber­ ar stofnanir með upplýsingafull­ trúa og mannauðsstjóra? Rosalegt bruðl er þetta,“ skrifar Vigdís á Facebook. „Þetta er svolítið eins og að spyrja hvers vegna þing­ nefndir eru með formenn. Það þarf ekki nema minniháttar skiln­ ing á starfseminni til að átta sig á tilgangi og umfangi starfsins,“ svarar Píratinn Smári McCharthy. Í Sólarlagi ehf., móðurfélagi laxa­ hrognafyrirtækisins Stofnfisks, hefur verið slitið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Eig­ andi Sólarlags er félagið Frumkvöð­ ull ehf. en fyrir því fer fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson. Á endanum er fé­ lagið í eigu ALMC hf., eiganda fjár­ festingarbankans Straums. Gísli hefur verið nokkuð í fréttum síðustu ár vegna deilna við nokkra aðra fjárfesta, meðal annars Trygga Pétursson. Tryggi hefur komið fram í fjölmiðlum og sagst vera gjaldþrota vegna deilnanna við Gísla. Þá hefur ríkissaksóknari, og embætti sérstaks saksóknara, haft til meðferðar kæru á hendur Gísla fyrir meint umboðs­ svik. Hann hefur verið skipaður í skilanefnd Sólarlags ehf. Thule Investments hefur verið umsvifamikið fjárfestingarfélag og meðal annars komið að rekstri verk­ smiðjutogara í Vestur­Afríku auk þess að tengjast nokkrum sprotafyr­ irtækjum eins og CAOZ og leikhús­ fyrirtækinu Leikhúsmógúlnum. Stofnfiskur var ein af eignum þess og var stærsti framleiðandi laxahrogna á Íslandi. Fyrirtækið var um tíma með sjö starfsstöðvar á Suðvesturlandi. Árið 2011 flutti fyr­ irtækið út laxahrogn fyrir 800 millj­ ónir króna. n ingi@dv.is Sólarlagi slitið Fyrirtæki sem hélt utan um hrognaframleiðslu Skipaður í skilanefnd Gísli Hjalmtýsson hefur verið skipaður í skilanefnd Sólarlags ehf. en hann hefur farið fyrir Frumkvöðli ehf., hluthafa félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.